Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 52
. 52 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
_____UMRÆDAN/PROFKJÖR___
Vorum við spurð?
JAKOB Bjömsson,
fyrrverandi orkumála-
stjóri, sér ástæðu til að
stinga niður penna í
Morgunblaðinu sl.
fimmtudag og gera at-
hugasemdir við grein
mína sem ég reit í blaðið
28. janúar sl. Þar var
klausa sem Jakobi
fannst tilefni til að snú-
ast Landsvirkjun til
varnar. Klausan var á
þessa leið:
„Munum að við eigum
• bara eitt ísland. Vissu-
lega þurfum við að nýta
gögn og gæði landsins
en það er bókstaflega út
í bláinn að ríkisrekið
fyrirtæki með einokun á orkuöflun
og orkusölu skuli hafa nær algert
sjálfdæmi um vii’kjanir fallvatna ís-
lenskrar náttúru án þess að þing eða
þjóð fái þar að hafa nægjanleg áhrif.“
Það er gott að fá tækifæri til að
þríbirta þetta kjarnaatriði í Morgun-
blaðinu. Þótt Jakob vitni í orkulög
því til staðfestingar að leyfi Alþingis
þurfi til að reisa orkuver í landinu er
staðreyndin sú að þing og þjóð hafa
ekki nægjanleg áhrif í þeim efnum.
Við þessa fullyrðingu stend ég pg
y tek þar undir skoðanir þúsunda Is-
lendinga á liðnum árum.
Það er orðhengilsháttur að tala
um að Landsvirkjun sé ekki „einok-
unarfyrirtæki á sviði orkuöflunar og
orkusölu“. Margt má gott um það
fyrirtæki segja en það breytir ekki
því að Landsvirkjun er
fyrir löngu orðið ríki í
ríkinu, slíkur risi á sínu
sviði að það virkar sem
lélegur brandari að
tala um að það búi við
virka samkeppni. Eða
kannast Jakob ekki við
áhuga annarra aðila,
m.a. Hitaveitu Suður-
nesja, á að nýta guf-
urorku til rafmagns-
framleiðslu? Hvernig
skyldi hafa staðið á því
að það leyfi fékkst ekki
árum saman þótt sýnt
væri að það myndi
stórlækka orkureikn-
inga Suðurnesja-
manna?
Vissulega er það rétt að Alþingi
fjallar um og gefur leyfi til að reisa
raforkuver yfir ákveðinni stærð. Um
það er ekki ágreiningur. Kjarninn í
mínu máli er sá að það vantar lög-
gjöf sem tryggir að allur almenning-
ur hafi um það að segja hvar og
hvort skuli virkja.
Auðvitað vantar okkur heildstæða
framkvæmdaáætlun um vernd og
sjálfbæra nýtingu á auðlindum
landsins. Orkustefna með forgangs-
röðun um nýtingu og vernd vatns-
falla og hitasvæða er ekki fyrir
hendi í dag og þjóðin hefur því lítið
sem ekkert um málið að segja fyrr
en búið er að taka allar stefnumark-
andi ákvarðanir. Þannig er ljóst að
hvorki þing né þjóð hafa nægjanleg
áhrif á það hvar skuli virkjað og
hverju skuli fórnað af óspilltri nátt-
úru landsins.
Eg vitna aftm' í fyrrgreinda
Morgunblaðsgrein mína: „Vilja Is-
lendingar virkja fallvötnin okkar í
þeim mæli sem áform eru uppi um?
Er það vilji þjóðarinnar að fórna
Eyjabökkum? A að sleppa Lands-
virkjun við að framkvæma lögform-
legt umhverfismat? Erum við al-
mennt sátt við það að hoggið verði
nær Þjórsárverum? Vorum við
Það er orðhengilshátt-
ur, segir Valþór
Hlöðversson að tala um
að Landsvirkjun sé
ekki „einokunarfyrir-
tæki á sviði orkuöflun-
ar og orkusölu“.
spurð þegai’ hverasvæðin við Há-
göngur voru sett á kaf? Finnst okk-
ur akkur í því að byggja risavirkjun
á Austurlandi, sem auðvitað mun
taka sinn toll af víðerninu þar?“
Langflesth’ Islendingar svara
þessum spurningum neitandi. Gall-
inn er sá að við fáum aldrei slíkar
spurningar fyrr en eftir á.
Við erum einfaldlega ekki spurð.
Höfundur býður sig fram í 2. sæii í
prófkjöri Sunifylkingnr d Reykja-
nesi.
Valþór
Hlöðversson
Samfylking til sigurs
ÞAÐ ER orðið stað-
reynd að Alþýðuflokk-
ur, Alþýðubandalag og
Kvennalistinn bjóða
fram sameiginlega i öll-
um kjördæmum í al-
þingiskosningunum í
maí. Það hlýtur að telj-
ast fagnaðarefni fyrir
okkur sem viljum
breytingar á ríkis-
stjórnarmynstrinu því
sameinaðir eiga flokk-
arnir meiri möguleika á
að ná meirihluta á Al-
þingi rétt eins og í
Reykjavík.
Markmið framboðs-
ins er að vinna að sam-
félagi félagshyggju,
jafnaðar og kvenfrelsis. I því sam-
bandi er mikilvægt að standa vörð
um velferðarkerfið í formi heilbrigð-
is-, félags- og menntamála. Nýta ber
allar auðlindir á sjálfbæran hátt með
umhverfissjónarmið og réttláta
skiptingu arðsins að
sjónarmiði.
í skjóli núverandi
ríkisstjórnar hefur
einkavinavæðingar-
púkinn makað krókinn
svo um munar og bilið
á milli ríki’a og fátækra
breikkar stöðugt. Það
er stöðug togstreita
milli ríkisvaldsins og
hagsmunasamtaka
aldraðra, öryrkja og
launþega í heilbrigðis-
geiranum svo eitthvað
sé nefnt. Þrátt fyrir
það tekst valdhöfum ár
eftir ár að slá ryki í
augu kjósenda þegar
kemur að uppgjörsdög-
um í lok kjörtímabils. Eg held að sá
tími sé á enda runninn og mun ekki
láta mitt eftir liggja í að flýta fyrir
því. Ég hef tekið þeirri áskorun að
taka þátt í prófkjöri Samfylkingar-
innar fyrir hönd Alþýðuflokks og
Markmið framboðsins
er, segir Valdimar Leó
Friðriksson, að vinna
að samfélagi félags-
hyggju, jafnaðar og
kvenfrelsis.
Bæjarmálafélags Mosfellsbæjar og
stefni á 5. sætið. Það eru nítján í
framboði en einungis sex sæti í boði
og því ljóst að slagurinn verður erf-
iður, en mér líður best í brekku.
Tökum virkan þátt í prófkjöri
Samfylkingarinnar í Reykjaneskjör-
dæmi 5. og 6. febrúar og sýnum höf-
uðandstæðingnum að okkur er al-
vara.
Höfundur er þdtttakandi í prófkjöri
Samfylkingarinnar og stefnir d 5.
sæti.
Valdimar Leó
Friðriksson
ÞAÐ sannaði sig í
prófkjöri Samfylkingar-
innar í Reykjavík að
flokkakerfið er í upp-
stokkun. Samfylkingin
er komin til að vera.
Glæsilegur árangur við
skipan á framboðslist-
ann þar veit á gott um
framhaldið. Lífsviðhorf
félagshyggju og sjónar-
mið jafnræðis hafa náð
saman í einni fylkingu
sem er tilbúin til átaka
við sjónarmið sér-
hyggju, þar sem stjórn-
arstefnan hefur verið í
þágu hinna efnameiri í
samfélaginu fyrst og
fremst. Föstudags-
kvöld, 5. febrúar og á laugardag, 6.
febrúar, fer fram prófkjör Samfylk-
ingarinnar í Reykjaneskjördæmi.
Mikilvægi prófkjörsins felst í þeim
sóknarmöguleikum sem okkur gef-
ast í framhaldinu. I Reykjaneskjör-
4 dæmi höfum við tækifæri til þess að
stilla saman strengi og
velja lista yfir flokkslín-
ur eins og okkm- sýnist
best. I sameiginlegri
samfylkingu til framtíð-
ar er samt mikilvægt að
velja fólk til forystu
sem þorir að takast á
við valdaöflin í samfé-
laginu, hefur þor til að
stokka upp og standa
vörð um velferðarkerfið
og er fært um að fara
nýjar leiðir í nýsköpun
atvinnulífsins. Það
verður hlutverk Sam-
fylkingarinnar að skapa
traust um velferðar-
kerfið og að gera það
hagkvæmara og mark-
vissara. Samfylkingin mun leggja til
nýja hugsun þar sem samstaða kyn-
slóðanna verður lykilatriði í umræð-
unni um félagsmál í samfélagi allra
aldurshópa. Það verður hlutverk
Samfylkingarinnar að skapa pólitísk
skilyrði til þess að öflug þróun og ný-
sköpun atvinnulífsins geti átt sér
stað, einkum í tengslum við Evr-
ópska efnahagssvæðið. Það verður
einnig mikilvægt hlutverk Samfylk-
ingarinnar að skapa traust um fisk-
veiðistjómunarkerfið, gera það hag-
kvæmara og uppræta það ranglæti
sem viðgengst um núverandi „eign-
arhald“ sægreifa á kvótanum, sem er
bæði siðlaust og ólöglegt.
Mikilvægi prófkjörsins
felst í þeim sóknar-
möguleikum, segir
Skúli Thoroddsen,
sem okkur gefast í
framhaldinu.
Sem baráttumaður fyrir samfylk-
ingu félagshyggjufólks um árabil, vil
ég einnig vinna þessum málum lið
sem hér hafa verið nefnd. Ég býð
mig þess vegna fram í prófkjörinu í
Reykjaneskjördæmi. Mér þætti
vænt um að fá stuðning í 3. sætið á
listanum.
Höfundur er forstöðumaður Mið-
stöðvar súnenntunar d Suðurnesj-
um, tekur þátt í prófkjöri Samfylk-
ingarinnar í Reykjaneskjördæmi.
Samfylkingin
komin til að vera
Skúli
Thoroddsen
Prófkjör
Útdráttur greina um prófkjör vegna alþingiskosninga vorið 1999.
Greinarnar eru birtar í heild á Netinu www.mbl.is
Eg styð
Þórunni
Olga Lísa Garðarsdóttir frambalds-
skóiakennari skrifar:
Ég vil hvetja
okkur Reyknes-
inga til að taka
þátt i prófkjörinu
um helgina og
velja Þórunni
Sveinbj arnar dótt-
ur í 3.-4. sæti list-
ans. Þórunn er ung
og atorkumikil
kona sem hefur
haslað sér völl á sviði stjórnunar og
stjórnmála svo eftir hefur verið tek-
ið á undanfömum árum. Hún er
varaþingmaður Kvennalistans á yf-
irstandandi kjörtímabili og hefur
komið að stefnumótun margra
mála. Hún var fyrsti formaður stúd-
entafélagsins Röskvu á námsárum
sínum í Háskóla Islands, starfaði á
erlendri grund sem alþjóðafulltrúi á
vegum Rauða krossins, hefur verið
framkvæmdastýra Samtaka um
kvennalista og starfað sem blaða-
maður.
Þórunn er ein af þessum nútíma-
konum sem gengur óhikað til verks
og treystir bæði sjálfri sér og öðr-
um til að takast það sem tekist er á
við hverju sinni. Hún verður frábær
fulltrúi yngri kjósenda, kvenna og
sannra samfylkingarsinna í forystu-
sveit Samfylkingarinnar á Reykja-
nesi.
Kjósum Þórunni og gerum vel við
okkur sjálf og kjördæmið!
„Til Sunn-
lendinga“
Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri
Stjórnunarfélagsins, skrifar:
Frændi minn og
kær vinur, Ai’ni
Johnsen, á sannar-
lega skilið forystu-
sæti sjálfstæðis-
manna í Suður-
landskjördæmi. Ég
hef fylgst með
störfum þessa
vökula baráttu-
manns fyrir hag
Suðurlandskjördæmis. Hann lætur
ekkert stöðva sig, ekki innan-
flokksandstæðinga, ekki andsnúna
fjölmiðlamenn, ekkert. Hann frændi
minn er maður sem fer oft ótroðnar
slóðir, bæði í landafræði og mannlíf-
inu. Fyrir það hefur hann verið
hundeltur af þeim sem vilja halda
sig við malbildð, en dáður af fjöld-
anum sem líkar hreinskilnin.
Arni er heillandi persónuleiki,
einn þeirra sem ég hef alltaf ánægju
af að hitta. Ég fer alltaf frá honum
með nýjar hugmyndir og bros á vör.
Þó er Árni fyrst og fremst maður
verkanna. Þannig menn á Sjálf-
stæðisflokkurinn skilið að hafa í for-
ystu sinni. Ég óska Sunnlendingum
góðs gengis í prófkjörinu.
Öflugan
Suðurnesja-
mann á þing
Ólafur Tbordersen framkvæmdastjóri
skrifar:
Framundan er
prófkjör Samfylk-
ingarinnar í
Reykjaneskjör-
dæmi. Þar hefur
Jón Gunnarsson
gefið kost á sér í 2.
sæti framboðslist-
ans og fagna ég því
að svo öflugur
maður er tilbúinn
að starfa fyrir okkar hönd á Alþingi.
Ég hef fylgst með störfum Jóns í
sveitarstjórnarmálum hér á Suður-
nesjum og það vakið athygli mína
hve öflugur hann hefur verið í sam-
starfsverkefnum sveitarfélaganna
hér, þrátt fyrir að koma úr minnsta
sveitarfélaginu á svæðinu. Jón er
fljótur að setja sig inn í mál og
skilja kjarnann frá hisminu og þeir
sem unnið hafa með honum virðast
einróma um dugnað hans og elju.
Mikil reynsla Jóns í málefnum
sveitarfélaga á eflaust eftir að nýt-
ast honum vel á þingi og ekki
skemmir heldur fyrir að hann hefur
mikla reynslu úr atvinnulífínu. Með
því að velja Jón í 2. sætið á listanum
erum við að tryggja okkur öflugan
málsvara á Alþingi.
Lúðvík á
erindi á þing
Hörður Þorsteinsson framkvæmda-
stjóri skrifar:
Lúðvík Geirsson
bæjarfulltrúi, sem
býður sig fram í
prófkjöri Samfylk-
ingarinnar, hefur
sýnt með störfum
sínum að hann á
fullt erindi á þing.
Fimm ára farsæll
ferill Lúðvíks í
bæjarstjórn Hafn-
arfjarðar og tíu ára fonnennska í
Blaðamannafélaginu er góður bak-
grunnur að þingmennsku. Hér er á
ferðinni sterkur frambjóðandi sem
er til þess fallinn að verða lista
Samfylkingarinnar mikill styrkur.
Lúðvík átti mikinn þátt í samfylk-
ingu félagshyggjuflokkanna í Fjarð-
arlistanum í Hafnarfirði og þrátt
fyrir að ekki hafi tekist fullkomin
sameining síðasta vor þá er nú í
burðarliðnum endanleg sameining
bæjarmálafélaga Fjarðarlistans og
Alþýðuflokksins. Þar hefur einlæg-
ur vilji Lúðvíks til samfylkingar
spilað stórt hlutverk.
Ég hef þekkt til Lúðvíks um ára-
bil og veit að hann mun reynast
kjördæmi sínu og landinu öllu vel
verði hann kjörinn á þing.
Kjósum einlægan samfylkingar-
mann í öruggt sæti, sameinumst.
Kjósum Lúðvík Geirsson.
Rögnu
í 4.-5. sæti
Guðrún Sæmundsdóttir skrifstofumað-
ur, Hafnarfirði, skrifar:
Sögulegt próf-
kjör Samfylkingar-
innar í Reykjanes-
kjördæmi fer fram
nú um helgina. Ein
þeirra sem býður
sig fram er Ragna
B. Björnsdóttir,
verkakona úr
Hafnarfírði, sem
gefur kost á sér í
4. til 5. sæti listans.
Ég þekki Rögnu úr áralöngu
starfi hennar með Kvennalistanum,
en hún hefur verið félagi í samtök-
unum frá upphafi. Hún er ein af
þeim konum sem skorast aldrei
undan því að leggja sitt af mörkum
og hefur hún gegnt fjölda trúnaðar-
starfa fyrir Kvennalistann. Ragna
er mikil baráttukona og hún hefur
beitt sér sérstaklega fyrir auknum
meðferðarúrræðum fyrir börn og
unglinga í vímuefnavanda.
Ragna hefur starfað sem bóndi,
verkstjóri og fiskvinnslukona, en
hún starfar nú við heimaaðhlynn-
ingu hjá Hafnarfjarðarbæ. Það er
mikilvægt að rödd verkafólks hljómi
í Samfylkingunni og Ragna er verð-
ugur fulltrúi þess hóps á lista henn-
ar í Reykjaneskjördæmi.
Olga Lísa
Garðarsdóttir
Ólafur
Thordersen
Guðrún
Sæmundsdóttir