Morgunblaðið - 06.02.1999, Page 36

Morgunblaðið - 06.02.1999, Page 36
36 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 Langar að ska hluti sem veita innri gleði Nýtt textílgallerí hefur litið dagsins ljós á Tryggvagötu 16 í Reykjavík. Þar gefur að líta fjölbreytilegan listiðnað unninn af Guðlaugu Halldórsdóttur sem er full bjartsýni á framtíðina eins og kemur fram í viðtali við Hildi Einarsdóttur. AÐ er ys, þys og læti á vinnustofu Guðlaugar þegar okkur ber að garði. Iðnaðarmenn gyrtir ýmiss konar verk- færum eru að koma loftræstikerfi vinnustofunnai- í lag svo að í upphafi samtals okkar heyrum við varla hvor í annarri fyrir ham- arshöggum og glymj- anda. Þess á milh hringir annarhvor GSM-símanna sem liggja á borðinu fyrir framan hana. Guðlaug heyrir ekki alltaf hvor símanna er að gelta - en ef það er ekki annar þá er það bara hinn. Eft- ir hálftíma er komin ró á umhverfið og Hollendingurinn sem hafði rekið inn nefið sem snöggvast til að ræða við Guðlaugu er farinn. Það á að halda sýningu á íslenskri list í Am- sterdam í sumai- og vildi hann fá verk eftir hana á sýninguna. Sjálf situr hún sallaróleg í stól með stóra fiskverkunarsvuntu framan á sér. Hún heldur á klípitöng en með henni er hún að brjóta niður ýmiss konar leirdót þar á meðal mynstraða matardiska. Úr brotunum býr hún til skemmtflega mósaíkvasa og krossa sem eru til sölu í galleríinu framan við vinnustofuna. Guðlaug lauk námi úr textíldefld Myndlista- og handíðaskólans síð- astliðið vor. Aður en hún hóf námið vann hún við hlið eiginmannsins, Guðvarðar Gíslasonar, við rekstur Notagildi í bland við það að vera til yndisauka MORGUNBLAÐIÐ „ÉG vildi reyna mig á nýjum vettvangi eftir að hafa verið í veitingabrans- anum í tíu ár,“segir Guð- laug Halldórs- dóttir textíl- listakona. veitingahúsa auk þess að ala upp tvö böm en þriðja bamið bættist í hópinn fyrir tveim ámm. „Mig lang- aði að reyna mig á nýjum vettvangi eftir að hafa unnið í veitingabrans- anum í tíu ár,“ segir hún, „og valdi listnám. Þegar ég þurfti að sérhæfa mig kaus ég að vinna með þrykkið vegna þess að í því em óteljandi möguleikar hvað vai'ðar efni, áferð, tækni, liti og mynstur. Eg hef mest- an áhuga á að nýta mér þrykkið til að búa til ýmsa nytjahluti," heldur hún áfram. „Eg vil nefnilega að það sem ég geri hafi notagildi í bland við það að vera til yndisauka. Híbýla- fegrun hefur alltaf heillað mig og ég hef því áhuga á að gera hluti sem fegra heimilið en ere jafnframt hst- rænir.“ tír veitingarekstri í listina Guðlaug er ágætlega heima á sviði híbýlahönnunar því í starfi sínu við veitingahúsareksturinn hefur það komið í hennar hlut að skapa útlit þeirra staða sem þau Guðvarður hafa rekið. Má þar nefna veitingastaðinn Jónatan Livingston Máv sem þau ráku um nokk- urra ára skeið og tvo veitingastaði Hótels Loftleiða sem þau hafa séð um reksturinn á und- anfarin ár. Heimili þeirra Guð- laugar og Guðvarðar eða Guffa, eins og eiginmaðurinn er kallaður, er auk þess annálað fyrir smekk- vísi. í haust hefur Guðlaug svo verið að vinna að því að koma sér upp vinnustofu og galleríi. I því skyni festi hún kaup á húsnæðinu í Tryggvagötunni og hefur hún ásamt eiginmanninum verið að gera það upp. Þegar komið er inn í galleríið sem upphaflega gegndi hlutverki lagerhúsnæðis hanga þar uppi tilkomu- mikil handþrykkt gard- ínuefni úr flaueli og silki- organdí. Einnig má sjá þar fullbúið rúm með handþrykktum sængurfötum. Fal- lega handunna púða sem hafa í miðju sinni madonnu- og dýrlings- myndir sem gerðar eru með sér- stakri ljósmyndatækni auk vasa og Þetta virðist einfalt en krefst tækni og þekkingar Lungnaþemba og lungnabilun MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Að undanförnu hef ég hóstað upp ljósu slími, án þess að vera kvefaður eða borið nokkur einkenni þess að vera veikur. Geta þetta verið einhver einkenni um lungnaþembu, en þess má geta að ég reyki pakka af sígarettum á dag. Hver eru byrjunareinkenni lungnaþembu og er eitthvað hægt að gera til að stemma stigu við henni? Svar: Lungnaþemba lýsir sér með mæði og hósta. Lungna- þemba kemur ekki skyndilega heldur er sjúkdómurinn að þró- ast í fjölda ára eða jafnvel ára- tugum saman. Yfir 80% lungna- sjúkdóma stafa af reykingum og þar er lungnaþemba ekki undanskilin. Aðrar ástæður fyr- ir lungnaþembu eru loftmengun og ertandi lofttegundir eða ryk. Sumir af þeim sem fá lungna- þembu hafa verið með langvar- andi berkjubólgu, sem oft hefur staðið árum saman. Fáeinir sjúklingar með lungnaþembu eru með arfgenga tegund sjúk- dómsins og sú tegund getur byrjað á unga aldri. Mikill meirihluti sjúklinga með lungnaþembu eru karlmenn en konur sækja stöðugt á og er þar líklega um að kenna minnk- andi mun á reykingum kynj- anna. Loftskipti lungnanna fara fram í lungnablöðrunum sem eru örsmáar en smæð þeirra gerir heildaryfirborðið stórt. Við lungnaþembu springa þess- ar blöðrur og renna saman í Lungna- þemba stærri blöðrur en við það minnkar yfirborðið, loftskipti lungnanna versna og viðkom- andi verður móður við minnstu áreynslu. Lungnaþemba er al- gengur sjúkdómur, einkum hjá reykingamönnum og miðað við erlendar tölur mágera ráð fyr- ir að allt að 2.000 Islendingar þjáist af þessum sjúkdómi. Þeg- ar lungnablöðrurnar springa og renna saman er um að ræða varanlegar skemmdir sem ekki er hægt að lækna og ekki lag- ast með neinum þekktum að- ferðum. Það sem hægt er að gera er að reyna að koma í veg fyrir að ástandið versni og úr verði lungnabilun. Það sem skiptir lang mestu máli er að þeir sem reykja hætti því án tafar. Þeir sem vinna við ert- andi lofttegundir eða ryk verða að fá sér aðra vinnu og allir ættu að forðast loftmengun eft- ir mætti. Sumir hafa gagn af berkjuvíkkandi lyfjum eins og þeim sem notuð eru við astma og gefa þarf sýklalyf við fyrstu merki um bakteríusýkingu í öndunarfærum. Sjúklingarnir ættu einnig að fá bólusetningar gegn inflúensu og lungnabólgu- bakteríum. Þeir ættu að stunda almennt heilsusamlegt líferni með reglulegri líkamsrækt, hollum mat og góðum svefni. Þessar ráðstafanir geta hamlað framgangi sjúkdómsins og bætt líðan sjúklinganna verulega. Aldraðir sjúklingar með mikla lungnaþembu og lungnabilun geta þurft súrefnisgjöf til að líða sæmilega. Talsvert er gert af lungnaígræðslum í sjúklinga með lungnabilun og fer árangur slíkra aðgerða stöðugt batnandi. Einnig er verið að gera tilraunir með ýmiss konar skurðaðgerðir til að bæta ástand sjúklinga með lungnaþembu og lofa sum- ar þessara aðgerða góðu. •Lesendur Morgnnblaðsins geta spurt lækninn tim það sem þeim liggur á bjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.