Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Málflutningi vegna Augustos Pinochets lokið í Bretlandi Urskurðar að vænta innan fárra vikna London. Reuters. Reuters FILIPPSEYINGURINN Leo Echegaray gengur út úr fangaklefa sínum í fylgd varða nokkrum klukkustund- um áður en hann var tekinn af lífi fyrir að nauðga 10 ára stjúpdóttur sinni. Filippseyingur tekinn af lífí fyrir að nauðga stúlku Fyrsta aftakan í rúma tvo áratugi Maniia. Reutei's. GERT er ráð fyrir að dómarar bresku lávarðadeildarinnar í máli Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, kunngeri úr- skurð sinn eftir u.þ.b. tvær vikur um hvort Pinochet nýtur friðhelgi eða ekki. Málflutningi lauk á fimmtudag og höfðu verjendur Pinochets þá tekist á við fulltrúa spænskra dóm- stóla, sem vilja fá Pinochet fram- seldan til Spánar svo hægt sé að lög- sækja hann fyrir glæpi gegn mann- kyninu, í tólf daga. Ákveði sjö dóm- arar lávarðadeildarinnar að Pin- ochet njóti ekki friðhelgi er líklegt að verjendur hans haldi áfram bar- áttunni gegn framsali hans til Spán- ar, en verði úrskurðurinn á þá leið, að Pinochet njóti sannarlega frið- helgi, er talið sennilegt að hann haldi þegar heim á leið til Chile. Andófs- menn teknir af lífí í Kína Peking. Reuters. KÍNVERSK stjórnvöld hafa látið taka tvo menn af lífí í Xinjiang-héraði í Norðvestur - Kína en þar búa Uighurar, fólk af tyrkneskum uppruna sem játar íslamska trú. Höfðu þeir Yibulayin Simayi og Abudureyimu Aisha verið sakaðir um að hafa lagt á ráðin um morð og hryðjuverk í óeirðum sem beint var gegn Peking-stjóminni árið 1997 en mennirnir voru handteknir í kjölfar þeirra. Órói sá sem hef- ur verið í Xinjiang undanfarið er rakinn til sjálfstæðisbaráttu Uighura og hafa kínversk stjómvöld sent 1000 manna aukalið úr sérsveitum herlög- reglunnar til héraðsins. Tals- maður héraðsstjórnarinnar sagði að „tveir félagar í and- ófshreyfingu Simayis hefðu einnig verið dæmdir til lífláts og sex aðrir til fangelsisvistar" Héldu sækjendur í málinu því fram á fimmtudag að Pinochet hefði lagt á ráðin um morðið á Chilebúa, sem var í útlegð á Spáni, þegar ein- ræðisherrann fyrrverandi heimsótti Spán árið 1975 til að vera við útför Franciscos Francos, sem þar fór með öll völd um áratuga skeið. Hafði óháður lögmaður fyir um daginn borið vitni fyrir rétti lávarðadeildar- innar bresku í London og þá fullyrt að Pinochet gæti aldrei notið frið- helgi fyrir glæpi sem hersveitir hans drýgðu utan landamæra Chile. Lögfræðingurinn Alun Jones, sem sækir málið gegn Pinochet fyr- ir hönd spænskra dómstóla, sagði fund Pinochets með ráðgjöfum sín- um í nóvember 1975 á Spáni hluta af átján ára alþjóðlegu samsæri Pinochets sem hafði það markmið að leita uppi alla pólitíska andstæð- inga hans og myrða þá. Umræddur Chilebúi, Carlos Alta- mirano, komst reyndar lífs af en samsærið um að myrða hann, sem hrinda átti í framkvæmd á árinu 1976, mistókst einungis vegna þess „að svo vildi til að Altamirano naut of mikillar vemdar“, sagði Jones. Alþjóðalög gegn pyntingum of óljós Verjendur Pinochets héldu því hins vegar fram á fimmtudag að al- þjóðalöggjöf gegn pyntingum hefði komið til alltof seint til að hægt væri að beita henni gegn Pinochet. Jafnframt væri orðalag hennar ekki nægilega sértækt til að Spánverjar gætu saksótt Pinochet á grundvelli hennar. Spánverjar hafa farið fram á að Pinochet verði framseldur til Spán- ar, vegna glæpa sem þeir vilja meina að hafi verið drýgðir gegn mannkyninu í valdatíð hans í Chile 1973-1990, en verjendur segja ein- ræðisherrann fyrrverandi njóta friðhelgi. Dómstóll lávarðadeildar- innar hafði áður úrskurðað að Pin- ochet nyti ekki friðhelgi. Var hins vegar ákveðið að málið skyldi tekið fyrir að nýju þar sem einn dómar- anna við upphafleg réttarhöld þótti hafa óeðlilega mikil tengsl við mannréttindasamtökin Amnesty International, og hafði ekki greint frá þeim tengslum við upphaf mál- flutnings. FILIPPSEYINGUR, sem var dæmdur til dauða fyrir að nauðga tíu ára stjúpdóttur sinni, var tekinn af lífi í fangelsi í Manila í gær eftir langvinna deilu meðal landsmanna um þá ákvörðun stjórnvalda að taka upp dauðarefsingar að nýju. Petta var fyrsta aftakan á Filippseyjum í rúma tvo áratugi. Leo Echegaray, 38 ára húsamálari, var úrskurðaður látinn m'u mínútum eftir að hann fékk banvæna sprautu. Kirkjuklukkum var hringt í Manila þegar aftakan fór fram og prestar kaþólsku kirkjunnar sögðu að það hefði verið gert til að biðja fyrir sál fangans og mótmæla aftökunni. Þúsundir manna söfnuðust saman við fangelsið, þeirra á meðal prestar og aðrir sem eru andvígir dauða- refsingum. Eiginkona Echegarays, sem giftist honum eftir að hann var dæmdur til dauða, rak upp óp þegar hann var úrskurðaður látinn og grét þegar hún gekk út úr fangelsinu. „Filippseyingar, fyrirgefið mér þær syndir sem ég er sakaður um,“ voru síðustu orð Echegarays, að sögn Serafins Cuevas, dómsmála- ráðherra Filippseyja. „Ég hafði vonað að Echegaray myndi sýna iðrun,“ bætti ráðherrann við. „Það gerði hann ekki.“ Áður höfðu þó fjölmiðlar á Fil- ippseyjum sagt að Echegaray hefði beðið stúlkuna, sem hann nauðgaði, fyrirgefningar. „Öðrum til viðvörunar" Tveimur klukkustundum fyrir dauða Echegarays hafnaði hæsti- réttur Filippseyja lokabeiðni lög- fræðinga hans um að aftökunni yrði frestað. Joseph Estrada, forseti landsins, sem hefur beitt sér fyrir dauðarefsingum, sagði að dauði fangans ætti að vera „öðrum til við- vörunar“. „Aftakan er sönnun þess að stjórnin er staðráðin í að halda uppi lögum og reglu. Við viljum sýna að glæpir borga sig ekki. Glæpurinn sem Echegaray framdi... var dýrslegur verknaður, sem réttlætir hörðustu refsingu samkvæmt lögunum.“ Þetta er í fyrsta sinn frá 1976 sem fangi er tekinn af lífi á Filipps- eyjum. Dauðarefsingar voi-u afnumdar þar árið 1987 en þingið samþykkti árið 1994 að taka þær upp aftur. Kaþólska kirkjan hefur gagnrýnt þá ákvörðun og látið í ljós miklar áhyggjur af fjölda þeirra sem hafa verið dæmdir til dauða, en þeir eru 915 samkvæmt nýjustu upplýsingum yfirvalda. Amnesty Intemational sögðu að aftakan væri „gríðarstórt skref í ranga átt“. „Dráp á fólki er engin lausn á vaxandi glæpatíðni," sagði í yfirlýsingu frá mannréttindasam- tökunum. Möguleikar Færeyja á aðild að EFTA og EES kannaðir Þórshöfn í Færeyjum. Morgunblaðið. Nefnd kannar áform um samræmda skatta London. Reuters. ANFINN Kallsberg, lögmaður Færeyja, nýtur nú meirihluta- stuðnings á Lögþinginu við áform um að kanna möguleikana á aðild Færeyja að Fríverzlunarsamtök- um Evrópu, EFTA, með það fyrir augum að fá aðild að EES-samn- ingnum og þar með greiðari að- gang að innri markaði Evrópu. Þótt Færeyjar tilheyri Evrópu- sambandsríkinu Danmörku hafa þær sérsamninga um að standa ut- an sambandsins. Stuðningur meirihluta Lög- þingsins við nánari tengsl Færeyja við innri markað Evrópu kom fram er almenn umræða fór fram í þing- inu um stöðuna í utanríkismálum Færeyja. Eins og er telur meirihluti Færeyinga ótímabært að gangast undir þær skuldbindingar sem full ESB-aðild hefði í för með sér en þeir hafa um árabil haft víðtækan tvíhliða viðskiptasamning við sam- bandið. Þessi samningur var orð- inn að mörgu leyti óhagstæður Færeyingum, einkum vegna þess að hann veitti þeim ekki undanþág- ur frá margs konar markaðsað- gangshindrunum fyrir færeyskar útflutningsvörur til ESB. Fyrir skömmu tókst landsstjóminni að semja um allmiklar endurbætur á samningnum, en eftir sem áður standa Færeyingar frammi fyrir allnokkrum fjölda tollamúra. Vilja taka upp heilbrigðiseftir- litsreglur ESB Kallsberg greindi Lögþinginu frá því að um þessar mundii- væri lands- stjómin að reyna að fá samningnum við ESB breytt í líkingu við EES- samninginn. Einnig væri verið að kanna möguleikana á því að Færeyj- ar gerðust sem sjálfstætt land aðili að EFTA og þannig að EES. Það sem Kallsberg segir einkum eftirsóknarvert við EES-aðild fyrir Færeyjar er að þar með væri hægt að taka þar upp reglur ESB um heilbrigðiseftirlit með sjávarafurð- um, en þessar reglur gengu í gildi á Islandi um ára- mótin. Sagði Kallsberg það vera Færeying- um mikið hags- munamál að losna við þær hömlur á útflutning þeirra til ESB sem felst í því að eiga þess ekki kost að ger- ast aðili að matvæla eftirlitskerfi ESB. En þrátt fyrir stuðning við þessar hugmyndir eru allir stjóm- málaflokkamir á Lögþinginu nema einn andsnúnir fullri ESB-aðild. SÉRSKIPUÐ nefnd, sem fulltrú- ar allra flokka í lávarðadeild brezka þingsins eiga sæti í, til- kynnti á fimmtudag að hún hefði ákveðið að efna til ýtarlegrar skoðunar á áformum Evrópu- sambandsins (ESB) um samræm- ingu skatta innan þess, en þær hugmyndir sem upp hafa komið um slík áform hafa verið mjög umdeildar í Bretlandi. Nefndin, sem er undirnefnd Evrópumála- nefndar lá- varðadeildar- innar, sagði í fréttatilkynningu að könnunin ætti að beinast að tillögum sem komið hafa frá framkvæmdastjórn ESB um að- gerðir til að hamla gegn skað- legri skattasamkeppni milli að- ildarríkjanna llmmtán. Meðal þessara tillagna eru áform um að setja lágmarksskatt á fjármagnstekjur, sem fjármála- fyrirtækin sem aðild eiga að kauphöllinni í London óttast að gætu ógnað yfirburðastöðu þeirri sem þau hafa á evrópskum skuldabréfamarkaði. Onnur til- laga gengur út á að settar verði vissar siðareglur um skatt- heimtu af fyrirtækjum. Andstæðingar aðildar Bret- lands að Efnahags- og mynt- bandalagi ESB (EMU) hafa haldið því fram að hún gæti leitt til þess að hinar yfirþjóðlegu stofnanir sambandsins hefðu miklum mun meira að segja um skattastefnu í Bretlandi og skert þar með enn frekar fullveldi Iandsins. Niðurstöður könnunarinnar eiga að liggja fyrir hinn 26. febr- úar. EVROPA^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.