Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 71
BRÉF TIL BLAÐSINS
Forsjárhyggja og
húsnæðislán
Frá Tiyggva Hjörvar:
ÞAÐ ER nú svo að hin endalausa for-
sjái-hyggja stjórnvalda gagnvart hin-
um almenna borgara gengur oftast út
í öfgai- og hefur ekkert að segja nema
valda kostnaði, bæði einstaklingum
og ríki. Við skulum aðeins skoða hús-
næðislán húsbréfakerfisins og hið
svokallaða gi'eiðslumat.
Ef einhver ætlar að kaupa eða
skipta um húsnæði og fá til þess lán
úr húsbréfakerfinu er hann skyldaður
til að ganga í gegnum greiðslumat
sem er bæði auðmýkjandi og gagns-
laust til þess sem það er ætlað. Til
þess að fá lán þarf væntanlegur kaup-
andi að gefa upp til þjónustufulltrúa
skattskýrslu, fjármálastöðu og önnm-
þau einkamál sem ráðuneytismönn-
um kunna að detta í hug, þessir papp-
írai- eru svo endurskoðaðh- af ráðu-
neytismönnum eða fulltrúum þeirra,
sem síðan synja eða samþykkja lán-
veitingu. Þai-na er enginn munur á og
þegar forfeður okkar stóðu með húfu-
pottlokið milli handanna fyrii- framan
þessa sömu menn sem þá voru innan-
búðar hjá dönsku einokuninni og síð-
ar hjá kaupfélögunum, og reyndu að
fá úttekt í reikning.
Hafa ber í huga að lánið fer ekki yf-
ir 70% af söluverðmæti þeirrar eignar
sem kaupa skal og er aðeins veitt út á
1. veðrétt í eigninni og er því full-
tryggt á hverju sem gengur.
Endaleysa
Látið er í veðri vaka að verið sé að
fyrirbyggja að kaupandi reisi sér
hurðarás um öxl, því hinn venjulegi
maður kunni ekki fótum sínum for-
ráð. Þetta er þvílík endaleysa að engu
tali tekur. Flestii- þeir sem ætla að
kaupa eða skipta um íbúð vita gjörla
hvað þeir eni að gera og þurfa ekki á
slíkri forsjá að halda. Þeir sem ekki
treysta sér og sínum í þessum málum
geta leitað til þjónustufulltrúa bank-
anna með sín mál. En það á engan
veginn að vera skylda heldur val.
Þjónustufulltrúamir eru síðan færir
um að taka kaupanda í umsjón og
ráðgjöf og ef til vill „gjörgæslu".
Astæða þessarai- forsjái’hyggju
ffitla ég að sé sú, hvað mikið er um
greiðslufall og uppboð húsnæðis. Ég
er þess fullviss að aðeins í fáum tilfell-
um er hin raunverulega ástæða upp-
boðs lánin sem voni tekin vegna hús-
næðiskaupanna. Langoftast er um að
kenna eyðslu eða óforsjálni í fjármál-
um af öðrum toga.
Fyrirhyggju í íjármáluin
Nú skulum við snúa okkur aftur að
kaupandanum sem fer í gegnum nál-
arauga ráðuneytisins og hlýtur náð
fyrir augum þess. Daginn eftii’ að
gengið hefur verið frá kaupunum get-
ur hann keypt sér innbú í húsnæðið á
36 mánaða raðgreiðslum hjá sínu
kortafyrirtæki, keypt bifi’eið með að-
stoð fjármálafyrirtækja og skroppið
til Hawaii ásamt fjölskyldunni með
aðstoð ferðaski’ifstofu. Þetta eru öfg-
ar en ekki einsdæmi og meiningin er
skýr. Ef maðm’ sýnir ekki fyrir-
hyggju í fjármálum sínum leysh’
greiðslumat ekki vandann, en það
getur hjálpað þeim sem treysta sér
ekki til að reikna gi’eiðslugetu sína.
Samkvæmt síðustu fi’éttum tölvu-
nefndai’ er Stóri bróðir nú kominn
með nefið niður í buddurnar okkar
svo þarna kann að verða einhver
breyting á.
Ef það er raunverulegur vilji ráðu-
neytis og annaira sem að þessum
málum koma að draga úr uppboðum
húsnæðis og tryggja fóiki eigið þak
yfir höfuðið, þá er það allt annað sem
skiptir höfuðmáli. Þeh’ sem lána til
íbúðakaupa verða að fylgjast náið
með því að lántakar standi í skilum og
grípa inn í um leið og misbrestur
verðrn- á. Hafa þá samband við lán-
taka og athuga hvað hægt er að gera
til að koma málum í samt lag. Oftast
er um að ræða tímabundna erfiðleika
vegna óvæntra útgjalda eða vinnu-
taps. Þetta eru engin ný sannindi,
Húsnæðisstofnun og Veðdeild unnu
að þessum málum á sjðustu árum, en
ég er ekki viss um að íbúðalánasjóður
þrói þau áfram.
Það er alltaf einhver leið út úr
vandanum ef nógu snemma er á hon-
um tekið. Annað væri líka af hinu
góða; að fá sem flesta til að nota
greiðsluþjónustu bankanna og ívilna
þeim t.d. með niðurfellingu á kostnaði
greiðsluseðils.
TRYGGVI HJÖRVAR, eldri,
Austurbrún 35 Reykjavík.
TILBOÐ
á löngum laugardegi
Opið frá kl. 10-18
Verö: 3.995
ÁðmJHíínf’
Litur: Svartur • Stærðir: 41-46 • Tegund: 1104
Vandaðir leðurskór m/leðursóla
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
DOMUS MEDICA við Snorrabraut • Reykjavík • Sími 551 8519
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Vorvörurnar
eru komnar
Nýbýlavegi 12,
Kópavogi,
sími 554 4433.
Kœru vinir!
Bestu þakkir til ykkar allra, sem glöddu mig
á 70 ára afmœli mínu þann 1. febrúar og
gerðu mér daginn ógleymanlegan með nœr-
veru, hlýjum kveðjum og til styrktar krabba-
meinssjúkum börnum.
Jónína Níelsen.
Síðustu dagar utsölunnar
Rýmum
fyrir
nýjum
vörum
Hlíðasmára 14, Kópavogi, sími 564 5533.
Útsalan
á löngum laugardegi — opið kl. 10-17
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
1 loppskórinn L VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212