Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Það er af sem áður var Oddviti Bessastaða- hrepps um húshitun á Álftanesi Verð á heitu vatni er of hátt „KJARNI málsins er að það er óviðeigandi að íbúar í Bessastaða- hreppi séu að borga skatt til Reykjavíkurborgar í gegnum heitavatnsverðið," sagði Guð- mundur G. Gunnarsson, oddviti hreppsnefndar Bessastaðahrepps, aðspurður um ummæli Guðmund- ar Póroddssonar, forstjóra Orku- veitu Reykjavíkur, hér í blaðinu á miðvikudag. „Mér finnst að verið sé að ýja að því að við séum að þiggja ein- hverja ölmusu hérna útfrá,“ sagði Guðmundur G. og vísaði til um- mæla Guðmundar Þóroddssonar. Það er ekki óeðlilegt að einhver arður renni í borgarsjóð, en verðið nú er of hátt og algerlega ótækt að borgarsjóður hirði svo háar arð- greiðslur til sín, bæði frá Bessa- staðahreppi og öðrum viðskipta- vinum, sagði Guðmundur G. Hann vildi jafnframt taka það fram að orðið „okur,“ eins og forstjóri Orkuveitunnar kaus að kalla það, hafi aldrei verið notað í erindi hreppsnefndarinnar til borgar- stjórnar. Einkennilegl að taka mið af fjárfestingu í einstöku hverfi Forstjóri Orkuveitunnar taldi húshitunarkostnað á Alftanesi hafa lækkað um 50% síðan Hita- veita Reykjavíkur keypti Hitaveitu Bessastaða fyrir fimm árum. Enn- fremur benti hann á að mun dýr- ara væri að sjá íbúum Bessastaða- hrepps fyrir vatni en Reykvíking- um, þar sem um dreifðari byggð væri að ræða og að fjárfesting Hitaveitu Reykjavíkur á svæðinu hefði verið komin í 114 milljónir í desember 1998. „Það er einkennilegt að taka mið af fjárfestingu í einstöku hverfi eins og forstjórinn gerir,“ sagði Guðmundur Gunnarsson. „Hita- veitan ætti að geta borgað upp þessa fjárfestingu á 5 til 6 árum miðað við að tekjurnar af Bessa- staðahreppi hafi verið um 20 millj- ónir á síðasta ári,“ sagði hann. LOKIÐ er niðurrifi á Nýja bíói í Reykjavik sem stórskemmdist í eldi á siðasta ári og þannig blasir nú lóðin við þegar skyggnst er Hætt að HÆTT hefur verið að endurvarpa efni dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 á breiðvarpi Landssíma Is- lands hf. vegna þess að á dagskrá hennar er efni, sem Islenska út- vai’psfélagið hefur keypt á sýning- arrétt á Islandi. Þess í stað er nú efni dönsku stöðvarinnar DR2 sent út. Olafur Stephensen, talsmaður Landssíma Islands hf., sagði í gær að gerður hefði verið samningur við fyrirtækið Telenor Satellite Semces um að dreifa efni norrænu sjónvarpsstöðvanna og hefð væri fyrir því að gera pakkasamning um endurvarp á Norðurlöndunum öll- um þar sem um grannríki væri að ræða. um á svæðinu. Framundan er að hefja uppbyggingu en þarna á að rísa verslunar- og skrifstofuhús- næði á næstu misserum á vegum „í einhverjum tilfellum virðist hafa verið á reiki hver væri skil- greiningin á Norðurlöndum," sagði Olafur. „Við gerðum okkar samn- inga við Telenor í þeirri góðu trú að þeir hefðu rétt til endurvarps á viðkomandi efni á öllum Norður- löndunum. Þegar gengið var á Tel- enor virtist endurvörpunarréttur á þessari stöð ekki vera á hreinu þannig að hún var tekin út úr breiðvarpinu og DR2 kom í stað- inn.“ Höfundarréttarmál í óvissu Hann bætti því við að efni þess- ara stöðva skaraðist að litlu leyti við það efni, sem hér væri sent út, Bónuss. Vegfarendur verða því að hafa nokkra þolinmæði vegna þrenginga á Lækjargötu meðan framkvæmdir standa yfir. og höfundarréttarmál væru um þessar mundir í mikilli óvissu. Það væri spurning hvort hægt væri að kaupa einkarétt á ákveðnu sjón- varpsefni í löndum þar sem efni flæddi endurgjaldslaust yfir landa- mæri. Norðurlöndin væru að verða einn sjónvarpsmarkaður. Island hefði litið á sig sem hluta af þessu menningarsvæði og því hefði verið talið mikilvægt að geta boðið upp á norrænt sjónvarpsefni. Hins vegar væri verið að ræða þetta mál við Telenor og fullur vilji væri fyrir því að halda áfram að senda út nor- rænt efni. „En til að hafa vaðið fyrir neðan okkur var TV2 tekið út,“ sagði Ólafur. 4 mánaða fangelsi fyr- ir skattsvik RÚMLEGA fertugur Reykvíking- ur hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða fjórar milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir brot gegn lögum um virðisaukaskatt og brot gegn lögum um staðgreiðslu opin- berra gjalda. Akærði, sem ekki hefur sætt refsingu áður, játaði skýlaust brot sitt og skýrði skilmerkilega frá málavöxtum. Akærði rak verk- takafyrirtæki í Reykjavík og sagði fyrir dómi, að vegna mikils taps á einu verki fyrirtækisins hefði fjár- hagur þess farið úr skorðum. Kvaðst hann hafa látið ganga fyiár öðru að greiða starfsmönnum laun og ekki hafi verið til fjármunir til að standa skil á greiðslum virðis- aukaskatts og staðgreiðslu opin- berra gjalda. Fyrirtæki hans var úrskurðað gjaldþrota hinn 3. des- ember 1997. Hjördís Hákonardóttir var dóm- ari í málinu. --------------- Ráðinn bæj- arstjóri á Hornafírði Á FUNDI bæjarstjómar Horna- fjarðar á fimmtudag var gengið frá ráðningu Garðars Jónssonar sem bæjarstjóra Homafjarðar. Garðar er 34 ára viðskiptafræð- ingur og hefur starfað hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga und- anfarin 10 ár, en síðastliðin þrjú ár sem deildarstjóri hagdeildar sam- bandsins. Hann hefur komið að ýmsum verkefnum er lúta að sveit- arstjórnarmálum og hefur setið í og starfað með fjölmörgum nefnd- um á því sviði. Garðar er kvæntur Huldu Ólafs- dóttur kennara, og eiga þau tvö börn. Hann var valinn úr hópi sex umsækjenda. Akveðið hefur verið að Garðar komi til starfa þann 10. apríl nk. Þangað til mun Tryggvi Þórhalls- son, framkvæmdastjóri stjóm- sýslusviðs bæjarins, gegna bæjar- stjórastarfinu. Breiðvarp Landssíma Islands hf. endurvarpa TV2 Læknir sýknaður af ákæru um misneytingu HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavík- ur af ákæra á hendur heilsugæslu- lækni á höfuðborgarsvæðinu fyrir misneytingu og brot í opinbera starfi. Hann hafði haft samræði við sjúkling sinn um miðjan dag eftir að hafa nóttina áður farið til hans í vitjun og gefið honum róandi lyf. Konan kom að kvöldi dags í jan- úar 1998 á neyðarmóttöku Sjúkra- húss Reykjavíkur og kvað lækninn hafa nauðgað sér fyrr um daginn. Hann hefði vitjað hennar nóttina áður sem læknir hjá Læknavakt- inni vegna meiðsla sem hún hafi orðið fyrir. Hann hefði gefið henni róandi lyf og síðan haft við hana samfarir sem hún mundi óljóst eft- ir. Samkvæmt vottorði sálfræðings í maí 1998 sem hafði konuna til meðferðar hefur líðan hennar verið mjög bágborin eftir áfallið. Hún finni fyrir öryggisleysi og mikilli spennu. Hún eigi erfitt með að fara út á meðal fólks af ótta við að rekast á meintan geranda. Hún sofi óvært, hvílist illa og fái oft martraðir sem séu tengdar kyn- ferðisbrotinu. Læknirinn neitaði í fyrstu ásök- unum þessum. Eftir að sýnt hafði verið fram á með DNA-rannsókn að sæði úr honum hefði verið í leggöngum konunnar viðurkenndi hann samræði en sagði að það hefði verið með samþykki konunn- ar. Sagðist honum svo frá að kon- an hefði verið í slæmu ásigkomu- lagi þegar hann fór til hennar um nóttina. Vitjaði hann hennar þrisvar þá um nóttina, síðast klukkan sjö að morgni. Greinilegt hefði verið að hún væri vímuefna- sjúklingur. Hann hefði gefið henni lyf í fyrstu og síðustu ferðinni, í síðara skiptið eina ampúlu 10 mg díazepam og í fyrstu ferðinni hafi hann gefíð henni 20 mg díazepam og phenergan í vöðva. Hann hafi gefið henni díazepamið í bæði skiptin í æð. Þreyttur eftir vaktina Sagðist hann hafa farið og vitjað hennar í fjórða skipti um hádegis- bil daginn eftir en þá í einkaerind- um. Hann hefði sagt henni að hann væri mjög þreyttur eftir vinnu næturinnar og hún þá boðið honum upp í rúm til sín. Þau hafi svo haft samfarir með vilja hennar einu sinni. Hann kvað andlegt ástand hennar hafa verið miklu betra en um morguninn, hún hafi verið gjör- breytt frá því fyrr um morguninn, með fullri rænu og viljað vera með honum. Taldi hann lyfjagjöfina þá um nóttina hafa verið eðlilega og útilokað að konan hafi ekki getað spornað við samræði vegna þess- ara lyfjagjafa hans eða ástands hennar að öðra leyti. Sagðist hann ekki hafa viljað viðurkenna þetta í fyrstu yfirheyrslu hjá lögi’eglu til þess að stofna hjónabandi sínu ekki í hættu. í mars 1998 svipti heilbrigðis- ráðuneytið ákærða læknaleyfi 11. mars sl. á grundvelli 27. og 28. gr. læknalaga nr. 53/1988 samkvæmt tillögu landlæknis vegna alvarlegs brots á læknalögum, að tillögu landlæknis, sem taldi framangreint atferli ósamboðið lækni. Þá var höfðað opinbert mál á hendur honum fyrir brot á 196. al- mennra hegningarlaga sem leggur meðal annars bann við því að menn hafi samræði við manneskju sem getur vegna ástands síns ekki spomað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Þá var í ákæra einnig vísað til 138. gr. almennra hegningarlaga sem heimilar tvöfalt þyngri refsingu við refsilagabroti ef opinber starfsmaður telst þannig um leið hafa misnotað stöðu sína. Ekki var hins vegar ákært fyrir brot á 198. gr. almennra hegning- arlaga sem leggur refsingu við því að hafa samræði við manneskju ut- an hjónabands með því að misnota freklega þá aðstöðu að hún sé skjólstæðingur í trúnaðarsam- bandi. Löng saga um ofneyslu I niðurstöðu fjölskipaðs héraðs- dóms, sem kveðinn var upp af Ingi- björgu Benediktsdóttur og Sigurði T. Magnússyni héraðsdómurum og Ásgeiri Karlssyni geðlækni, og staðfestur var með tilvísan til for- sendna í Hæstarétti, segir: „Kær- andi á langa sögu um ofneyslu lyfja og er fram komið að hún hefur mikið lyfjaþol. Verður ekki litið fram hjá þeim möguleika að hún hafi útvegað sér og tekið inn lyf sem hvorki stafa frá ákærða né heimilislækni hennar og tekið þau inn bæði fyrir og eftir að ákærði hafði við hana samfarir. Ríkir því óvissa um það hvaða lyfja hún neytti, magn þeirra og áhrif á með- vitundarástand hennar á þeim tíma sem ákærði hafi við hana samræði. Y hefur ekki borið á móti því að hún hafi leyft ákærða að leggjast upp í rám hjá sér, rámar í að hann hafi beðið sig um þetta, en síðan vaknað við að hann var að hafa við hana samfarir. Símtöl sem hún átti, meðal annars við læknavakt og nafngreindan kunningja sinn norð- ur í landi og hún mundi síðar ekki eftir, þykja benda til þess að lyfja- neyslan hafi fremur valdið minnis- leysi en rænuskerðingu. Ekki era bornar brigður á að Y hafi verið í „black-out“-ástandi, eða minnis- leysi, en hegðun og framkoma fólks undir slíkum kringumstæðum þarf ekki að benda til þess að um óeðli- legt ástand sé að ræða. Það er mat dómsins að fram- burður ákærða hafí í heild sinni verið fremur tráverðugur, þrátt fyrir að hann hafi í fyrstu neitað samræðinu og verið reikull um lyfjagjafir sínar, en skoða verður framburð hans við rannsókn máls- ins í ljósi aðstæðna við yfirheyrslur hans þá. Þegar litið er til þess sem hér hefur verið rakið, einkum minnis- leysis kæranda um atburði, þess að hún á vanda til langvarandi minnis- leysis í kjölfar áfengis- og lyfja- neyslu og óvissu um ástand hennar er ákærði hafði kynmök við hana þykir ekki fram komin lögíúll sönnun þess að ákærði hafi framið það brot sem hann er ákærður fyr- ir...“ Málið sótti Bogi Nilsson ríkis- saksóknari af hálfu ákæravaldsins en skipaður verjandi ákærða var Andri Árnason hrl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.