Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 55
 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 Suðurnesjum og mun ég setja hann í 2. sæti listans. Jón hefur rekið f'yrir- tæki í Njarðvik undanfarin 15 ár og fjölmargh' Suð- umesjamenn unnið hjá honum. Jón hefur alltaf haft orð á sér fyrir að vera góður stjómandi og athygli hefur vakið að í árstíðarbundnum rekstri eins og frystingu á loðnu hefur hann ekki verið í neinum vandræðum með að fá tugi fólks til starfa og margir koma ár eftir ár. Við þurfum menn eins og Jón á þing sem hafa unnið við sjávarútveg frá blautu bams- beini og þekkh- aðstæður og um- hverfí venjulegs fólks. Ég vil því skora á ykkur að kjósa Jón í 2. sæti sem þannig verður vel skipað. Guðmundur Árni - ósér- hlífinn foringi Sverr/r Ólafsson, myndlistarmaður, skrifar: „Kraftur, atorka og styrkur". Fyrir mér væru þetta innantóm orð, líkt og einnig „frelsi, jafnrétti og bræðralag", ef ég hefði ekki notið þeirrar gæfu að Óll'fZn kyrmast Guðmundi Arna Stefánssyni alþingismanni. Af viðkynningu við hann, krafti hans, atorku og styrk öðluðust þessi orð merkingu. Með sama hætti og orð hans og athafnir hafa gefið kjörorðum jafnaðar- manna, „frelsi, jafnrétti, bræðra- lag“, aukið og dýpra inntak. Fáir vita af ósérhlífni Guðmundar við fjölbreytt líknarstörf sem hann hef- ur kosið að vinna í kyrrþey, frá að- stoð hans við fanga til stuðnings við syrgjendur. Störf Guðmundar til framdráttar menningu og listum era óumdeild og geta fáir íslenskir stjórnmálamenn státað af viðlíka krafti og stórhug og hann í ódrep- andi dugnaði og víðsýni á þeim vett- vangi. Það hefur sýnt sig að Guðmundur er fæddur foringi. Hann nýtur sín best í broddi fylkingar, þar sem verulega reynir á kjark, dugnað og leiðtogahæfileika. Með léttri lund, trausti á annað fólk og skapandi hugsun, á hann létt með að halda liði sínu saman og laða það besta fram í hverjum manni. Ég skora því á alla að fjölmenna í prófkjör sam- fylkingarinnar í Reykjaneskjör- dæmi nk. föstudag og laugardag og styðja Guðmund Arna til forystu. Styðjum Dóru Hlín í 5.-6. sæti Berglind Eyjólfsdóttir rannsóknarlög- reglumaður skrifar: Dóra Hlín Ing- ólfsdóttir rann- sóknarlögreglu- kona býður sig fram í 5.-6. sæti í prófkjöri Samíylk- ingarinnar á Reykjanesi sem fer fram dagana 5. og 6. febrúar. Dóra Hlín hefur starfað í rannsóknarlögreglunni í rúma tvo áratugi og hún hefur verið öflugur talsmaður lögreglukvenna. Hún tók þátt í stofnun hagsmunafé- lags lögreglukvenna og hefur verið formaður þess frá upphafi. Dóra hefur líka látið til sín taka í heima- bæ sínum, en hún situr í stjóm bæj- armálafélagsins Mosfelhngs og er varaformaður félagsmálanefndar Mosfellsbæjar. Ég hef kynnst Dóra Hlín af störf- um hennar í lögreglunni og veit að þar fer kraftmikil og réttsýn kona sem hefur óbilandi áhuga á jafnrétt- ismálum, félagsmálum og málefnum bama og unglinga. Kæru Reyknes- ingar, veitið Dóru Hlín brautar- gengi í 5. eða 6. sætið á lista Sam- fylkingarinnar. Tryggjum Lúðvík öruggt sæti Arni Bjöm Ómarsson framkvæmda- stjóri skrifar: í dag fer fram prófkjör í Reykja- nesi þá verður það lagt í dóm kjós- enda að velja sterkan framboðs- lista fyrir komandi alþingiskosningar. Traust og samhent forysta er grund- völlur þess að Samíylkingin nái þeirri kjölfestu sem henni er nauðsyn. Meðal frambjóðenda er Lúðvík Geirsson, bæjarfulltrúi í Hafnar- firði. Þeir sem þekkja til starfa Lúð- víks vita að hann er maður orða sinna og skilar ávallt sínu með sóma. Hagsmunamál hafa verið Lúðvík hugleikin og nægir að nefna formennsku hans í Blaðamannafé- lagi Islands um áratuga skeið. Lúð- vík hefur einnig starfað ötullega að æskulýðs- og íþróttamálum í Hafn- arfirði og gegnir nú formennsku í Knattspyrnufélaginu Haukum. Lúðvík hefur þá kosti sem þurfa að prýða góðan frambjóðanda. Hæfileikar hans til þess að laða fólk til samstarfs era ótvíræðir auk þess að hafa þann kraft og dug sem þarf til að vinna verkin. Ég skora á Reyknesinga að fjölmenna í próf- kjör Samfylkingarinnar og tryggja Lúðvík Geirssyni öraggt þingsæti. Óli Rúnar kemur Suður- landi á kortið Helgi Valberg Jensson, Kirkjubæjar- klaustii, skiifar: Prófkjör Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi fer fram í dag. Þegar kemur að því að velja á listann er mikilvægt að velja þann sem getur leitt Suðurland inn í nýja framtíð. Óli Rúnar Ástþórsson, sem býður sig fram í 1. sæti hsta sjálfstæðismanna á Suðurlandi, þekkir innviði sunnlensks atvinnu- lífs mjög vel og aðstæður á svæðinu. Ég tel hann hæfari en nokkum ann- an til að efla Suðurland og skipa því mikilvægan sess í framtíðinni. Hann gerir sér grein fyrir vanda- málum ungs fólks en það er stað- reynd, að búsetumöguleikar þess hóps era mjög litlir víða. Á þessum vandamálum þarf að taka á einhven hátt og það er Óli Rúnar tilbúinn að gera. Það þarf að tryggja möguleika fólks til náms, án tillits til búsetu. Tækninni fleygir ört fram og því er mikilvægt, að í fyrsta sæti listans sé maður sem gerir sér grein fyrir þeim möguleikum sem nú bjóðast í menntunarmálum og öðru því sem tengist tækninýjungum. Lúðvík hefur alltaf tíma! Guðmundur Rúnar Ámason, varafor- maður Alþýðubandalagsins í Hafnar- firði, varahæjarfulltrúi fyrir Fjarðar- listann, skrifar: Síðan ég kynntist Lúðvík Geirs- syni í menntaskóla, hef ég aldrei skilið hvemig hann kemur í verk öllu því sem hann tekur sér fyrir Vigdís Sigurjónsdóttir Berglind Eyjólfsdóttir Árni Björn Ómarsson lielgi Valherg Jensson hendur. Meðan flestir létu sér nægja að taka stúdentspróf, tók hann sitt, vann í bakaríi, lauk bak- araprófi og var á kafi í félagsstaijg. Hann vann fullt starf á Þjóðviljan- um - og lauk há- skólaprófi. Allan tímann á kafi í pólitísku starfi. Lúðvík var formaður Blaða- mannafélagsins í áratug, hafði ásamt fleiram forgöngu um að stofna Fjölmiðlasamband Islands . og er þar formaður, er formaður í stóra íþróttafélagi, hefur verið bæj- arfulltrúi í Hafnarfirði í nokkur ár og leiddi Samíylkingarlista í Hafn- arfirði í síðustu sveitarstjórnar- kosningum. Á þessum tíma hefuí" hann skrifað fjórar bækur. Það er ekki skrítið að menn eins og Lúðvík veljist til forystu. Við megum ekki láta tækifærið til að virkja dugnaðinn úr greipum okkar ganga. Tryggjum Lúðvík öruggt sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar. Við þurfum á fólki að halda sem kemur hlutunum í verk. Guðmundur Rúnar Árnason _ Ofnasmiðja Reykjavíkur Vagnhöfða11 112 Reykjavík Hágæða heitavatnsofnar frá Danmörku. BBRUGMAN HANDKLÆÐAOFNAR I tVx Steypusögun.kjarnaborun, múrbrot, smágröfur. Leitið tilboða. ---------------- THOR S:577-5177 Fax:577-5178 HTTP://WWW.SIMNET.IS/rHOR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.