Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKiPTI Sláturfélag Suðurlands hagnaðist um 111 milljónir króna Bjart útlit á erfíðum markaði REKSTRARHAGNAÐUR Slátur- félags Suðurlands á síðasta ári nam 111 milljónum króna, sem er um 30 milljónum meira en árið 1997 þeg- ar félagið skilaði 81 m.kr. hagnaði. Þetta er fimmta árið í röð sem fé- lagið skilar hagnaði. Rekstrartekj- ur Sláturfélagsins og dótturfélags voru 2.771 m.kr. á árinu 1998, en 2.545 m.kr. árið á undan. Velta samstæðunnar jókst um 9% frá fyrra ári. Rekstrargjöld án afskrifta námu 2.519 m.kr. samanborið við 2.313 m.kr. árið áður, sem er tæp 9% aukning á milli ára. Afskriftir rekstrarfjármuna voru 109 m.kr. en 99 m.kr. árið 1997. Rekstarhagnað- ur án fjármunatekna og fjármagns- gjalda var 142 m.kr., en var 134 m.kr. árið áður. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 23 m.kr. en á árinu á undan 43 milljón- ir og lækkuðu um 21 m.kr. Hagnað- ur af reglulegri starfsemi var 119 m.kr. en nam 90 m.kr. árið áður. Að frádregnum sköttum og tapi hlut- deildarfélaga var hagnaður Slátur- félagsins því 111 milljónir. í árslok 1998 voru heildareignir Sláturfélags Suðurlands og dóttur- félags 2.018 m.kr., sem er 6,2% hækkun frá fyrra ári. Skammtíma- skuldir voru 408 milljónir, lang- tímaskuldir 700 m.kr. og eigið fé 911 m.kr. og hafði hækkað um 12,7% eða 102 m.kr. Eiginfjárhlut- fall í lok ársins 1998 var 45% sam- anborið við 43% árið áður. Arðsemi eiginfjár var 13% en 12% árið áður. Aðalfundur Sláturfélags Suður- lands verður haldinn föstudaginn 26. mars nk. Samkvæmt fréttatil- kynningu mun stjórn félagsins leggja til að greiddur verði 7% arð- ur af nafnverði hluta í B-deild stofnsjóðs og reiknaðir verði 7% vextir á höfuðstól inneigna í A- deild stofnsjóðs. Reikna með svipaðri afkomu Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélagsins, segist mjög sáttur við afkomuna, miðað við þá at- vinnugrein sem félagið er í. „Við höfum góðu starfsfólki á að skipa og niðurstaðan hjálpar okkur áfram á þeirri braut að hagræða í þessum afurðageira, sem er lífs- nauðsynlegt fyrir innlendan land- búnað.“ Á síðasta ári fjárfesti félagið í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 298 m.kr. Lokið var við um 1.800 fm stækkun kjötvinnslu fé- lagsins á Hvolsvelli. Ný sláturlína var sett upp í stórgripasláturhús- inu á Selfossi auk nýrra brautar- kerfa í kjötvinnslu og stórgripa- sláturhúsi, að því er segir í frétta- tilkynningu. Áð sögn Steinþórs hafa þessar fjárfestingar lítil áhrif á afkomu síðasta árs en hann telur ljóst að til lengri tíma litið komi þær til með að skila auknu hagræði og meiri umsvifum. Steinþór segir að ákveðið hafi verið að fresta áformum félagsins um stofnun kjötvinnslu í Dan- mörku þar sem útflutningur dilka- kjöts til Noregs á næstu árum veldur því að ekki fæst nægilegt magn til að arðsemi vinnslunar sé tryggð. Vísar gagnrýni um óeðlilegt eignarform á bug Samvinnufélög líkt og Sláturfé- lagið hafa sætt nokkurri gagnrýni vegna skiptingai' eiginfjár í A- og B-deild stofnsjóðs. Hlutir í A-deild stofnsjóðs ganga ekki kaupum og sölu á markaði en veita eiganda rétt til að kjósa fulltrúa á aðalfund. Eigendur hlutafjár í B-deild stofn- sjóðs geta ekki kosið í stjóm fé- lagsins en hafa þess í stað forgang að arði. Steinþór segist vísa allri gagnrýni um óeðlilegt eignarform á bug enda hafi Sláturfélagið sýnt að það séu rekstur og stjórnun fé- laga sem skipti meginmáli en ekki félagsformið. Hann segir þessi málefni hafa verið í umræðunni um nokkurt skeið en ekki séu uppi áætlanir um breytingar á félags- formi. Aðspurður um rekstrarhorfur Sláturfélagsins á þessu ári, segist Steinþór reikna með svipaðri af- komu og í fyrra. Það geti þó auðvit- að breyst í báðar áttir, allt eftir því hvemig innlendi markaðurinn þró- ast. Sláturfélag Suðurlands Úr ársreikningum 1998 Samstæða Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 2.770,8 2.545,5 +8,9% Rekstrargjöld 2.519,4 2.312,6 +8,9% Afskriftir 109,2 99,0 +10,3% Hagnaður án fjármagnsliða 142,2 133,9 +6,2% Fjármagnsgjöld (22,7) (43,4) -47,7% Hagnaður tímabilsins 111,0 81,4 +36,4% Efnahagsreikningur 31 des. 1998 1997 Breyting I Eignir: ] Fastafjármunir Milljónir króna 1.348,1 1.199,7 +12,4% Veltufjármunir 670,4 701,1 -4,4% Eignir samtals 2.018,5 1.900,8 +6,2% | Skuldir og eigið fé: Skammtímaskuldir 407,7 373,1 +9,3% Langtímaskuldir 699,8 719,1 -2,7% Eigið fé 911,0 808,6 +12,7% Skuldir og eigið fé samtals 2.018,5 1.900,8 +6,2% Kennitölur 1998 1997 Eiginfjárhlutfall 45% 43% • Veltufjárhlutfall 1,6 1,9 • Veltufé frá rekstri 231,2 199,9 +15,7% Andri Sveinsson verðbréfamiðl- ari hjá Búnaðarbankanum segir af- komu Sláturfélagsins góða og greinilega betri en markaðurinn bjóst við, sem sést helst á því að gengi bréfa hækkaði um tæp 10% í gær, eða úr 2,75 í 3,0. Andri telur þó ljóst að eignaskipting hlutafé- lagsins í A- og B-deild sé óviðun- andi og ekki til þess fallin að há- marka hag hluthafa. „Ég tel þessa afkomu sýna enn frekar þörfina á breyttu rekstraifyrirkomulagi Sláturfélagsins þannig að tryggt sé að hluthafar fái hlutdeild í upp- gangi þess og geti veitt félaginu nauðsynlegt aðhald þegar kreppir að“. Andri segir gi-einilegt að þær fjárfestingar sem ráðist var í á síð- asta ári hafi styrkt stöðu félagsins á innlendum vettvangi og skilað Sláturfélaginu arði. Hann segir 4% hagnað af veltu viðeigandi árangur ef tekið er tillit tO þess að fyrirtæk- ið er að keppa á mjög erfiðum markaði. Andri spáir því að hækk- un hlutabréfa félagsins komi til með að halda sér í framhaldinu og segir að ef stefnt verði að breyttu rekstrarformi þá sé þarna um góð- an fjárfestingarkost að ræða. Tveimur keppi- ímutum vikið úr BMW Misræmi í áliti Landsbankans og IMF Hvorki ástæða til að hækka vexti né lækka stjórn Frankfurt. Reuters. FORSTJÓRA BMW, Bemd Pischetsrieder, og keppinaut hans, Wolfgang Reitzle, hefur báðum ver- ið vikið úr stjóm fyrirtækisins að sögn þýzkrar fréttastofu. Nýr stjórnarformaður fyrirtækis- ins verður Joaehim Milberg úr stjórn þess að sögn eins samninga- manns starfsmanna Roverdeildar BMW í Bretlandi. Búizt er við opin- berri tilkynningu. Stjórn BMW hafði setið á fundi allan daginn í Múnchen á sama tíma og þrálátur orðrómur var á kreiki um að Pischetsrieder yrði rekinn fyrir að hleypa ekki nýju lífi í Rover, sem hefur verið rekið með tapi síðan BMW keypti deildina fyrir fimm árum. Milberg hefur far- ið með framleiðslumál í stjórn BMW. Hræringamar hjá BMW hafa aukið ugg um framtíð Longbridge bflaverksmiðjunnar í Birmingham, þar sem starfsmenn eru 14.000. BMW hefur ekkert viljað segja um ugg, sem brezka stjómin hafi látið í ljós um að vafi leiki á áframhaldandi stuðningi fyrirtækisins við Rover- deildina. Stephen Byers viðskipta- og iðn- aðarráðherra Breta skoraði á BMW að ítreka stuðning sinn við Long- bridge-verksmiðjuna vegna bolla- legginga um framtíð hennar. Blaðið Siiddeutsche Zeitung í Múnchen sagði að sérfræðingar úti- lokuðu ekki að nýr forstjóri BMW lokaði Longbridge verksmiðjunni. Wolfgang Reitzle, sem hefur ver- ið vikið frá störfum um leið og Pischetsrieder, hefur verið talinn líklegasti eftirmaður hans. Hann hefur verið markaðs-, þróunar- og dreifingarstjóri BMW. Reitzle vildi að rekstur Rover yrði einfaldaður og framleiðslan einskorðuð við Land Rover, Mini og MG áður en BMW keypti fyrirtæk- ið í marz 1994. Pischetsrieder vildi að Rover framleiddi jafnmargar tegundir og fyrr. FORSTJÓRI Þjóðhagsstofnunar segist hvorki geta séð rök fyrir því að lækka vexti né hækka, eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag en misræmis virðist gæta í áliti sendi- nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins annars vegar og í ársfjórðungs- skýrslu Landsbankans hinsvegar, um aðgerðir í vaxtamálum til að halda stöðugleika í fjármálum og til að halda aftur af verðbólgu hér á landi. Sendinefndin segir að þar sem svigrúm til umfangsmikilla aðgerða í ríkisfjármálum sé að lfldndum tak- markað á næstunni komi það í auknum mæli í hlut peningamála- stefnunnar að halda aftur af eftir- spurn. Því telur hún að hækkun vaxta væri viðeigandi aðgerð til að skapa fyrirbyggjandi aðhald í pen- ingamálum. Landsbankinn talar hinsvegar um lækkandi vexti í Bandaríkjun- um, evrusvæðinu, Bretlandi og Segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar Norðurlöndum. Þeir segja í skýrslu sinni að ekki sé hægt að útiloka þann valkost að Seðlabankinn lækki skammtímavexti og dragi þannig úr vaxtamun milli Islands og annarra landa. Síðar í skýrsl- unnni segja þeir að til lengri tíma myndi lækkun stýrivaxta draga úr innflutningi og stemma þannig stigu við viðskiptahallanum, sem bankinn segir mestu ógnunina við stöðugleikann. Þunginn er á peningamálastefnunni Friðrik Már Baldursson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, segist aðspurður, hvorki geta séð rök fyr- ir því að lækka vexti né hækka, eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag. „Eins og sjóðurinn bendir rétti- lega á hefur verið mikil þensla hér og aukin eftirspurn eykur hættu á að verðbólga fari að láta á sér kræla aftur. Sendinefndin er raun- verulega að segja að þunginn sé á peningamálastefnunni, nú þegar möguleikar á að móta ríkisfjármál- in frekar á þessu ári séu ekki fyrir hendi. Það eru engin rök fyrir að slaka á í peningamálastefnunni með lækkun vaxta, og ekki heldur ástæða til að fara að hækka vexti,“ sagði Friðrik. Hann segir að gripið hafi verið til vaxtahækkana hér á landi í haust og einnig hafi vextir erlendis farið lækkandi að undanfömu. Því sé ekki hægt að segja annað en að raunvendegt aðhald hafi farið vax- andi. „Ég tel að meðan við finnum ekki merki verðbólgu þá sé ekki ástæða til að bregðast við á þessari stundu. Það eru enn engar mark- tækar vísbendingar um að verð- bólga sé að fara af stað, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hafi hækkað í janúar." Um aðgerðir til að laga viðskipta- hallann segir Friðrik ekki þýða að kippa honum í lag með skammtíma- aðgerðum, til þess þurfí lengri tíma aðhald í opinberum fjármálum. Friðrik segir auk þessa að erfitt sé að bera saman vaxtamál hér á landi og í nágrannalöndunum þar sem við séum á öðrum stað í hag- sveiflunni, eins og hann orðar það, og í raun séu seðlabankar landanna að nota vexti sem stýritæki eins og bankinn hér, með lækkun vaxta örva þeir hagvöxt, ekki sé þörf á að beita aðhaldi eins og hér þar sem uppsveiflan er enn í fullum gangi. tf'JllllMIIHl HÖNNUN / SMÍÐI / VIÐGERÐIR / ÞJONUSTA Lausafjárstaða banka og sparisjóða versnar = HÉÐINN = SM IÐJA Stórási 6 »210 Garöabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 á « ÚTLÁN banka og sparisjóða námu 327 milljörðum ki-óna í árslok og jukust um 78 milljarða króna á ár- inu eða 31%. Þar af jukust gengis- bundin lán um 30 milljarða eða 54%. Verðtryggð útlán jukust um 20 milljarða eða 21%. I ársfjórðungsskýrslu Lands- banka Islands kemur fram að vægi gengisbundinna lána í heildarút- lánum hækkaði úr 22% í 26% en vægi verðtryggðra lána lækkaði hins vegar úr 39% í 36% af heildar- útlánum. Innlán jukust um 15% en að með- talinni verðbréfaútgáfu nam aukn- ingin á árinu 40 milljörðum króna eða 17%. Innlán og verðbréfaútgáfa námu samtals 274 milljörðum króna um áramót. Útlán jukust því mun hraðar en innlán með tilheyr- andi verri lausafjárstöðu banka og sparisjóða, að því er fram kemur í árshlutaskýrslu Landsbankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.