Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 29
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 29 __________________ERLENT Yfirmaður UNSCOM ákveður að hætta Sameinuðu þjóðunum, Washington. Reuters, The Daily Telegraph. RICHARD Butler, yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna í írak (UNSCOM), hefur tilkynnt að hann muni láta af for- mennsku nefndarinnar þegar starfssamningur hans rennur út í byrjun júní. Und- anfarna mánuði hefur Butler sætt harðri gagnrýni Rússa og Kín- verja innan ör- yggisráðs Sa- meinuðu þjóðanna og hafa ríkin ít- rekað krafist afsagnar hans. Þau telja að Butler og skýrsla sú sem hann lagði fyrir öryggisráðið í des- ember síðastliðnum og greindi frá því að stjórnvöld í Bagdad hefðu ekki uppfyllt skilyrði öryggisráðs- ins um fullt samstarf við vopnaeft- irlitsnefndina, hafi átt þátt í að koma af stað hrinu loftárása Bandaríkjamanna og Breta á Irak. Hafa fulltrúar Rússa og Kínverja ítrekað krafist afsagnar Butlers. Butler lýsti því yfir að vandinn væri ekki formennska hans fyrir eftirlitsnefndinni heldur það hvort Irakar myndu nokkurn tíma verða samvinnufúsir hvað vopnaeftirlit varðar. I viðtali sagði Butler að hann myndi að öllum líkindum ekki leita eftir framlengingu á starfs- samningi sínum sem yfinnaður UNSCOM. Sagði hann að sumir að- ilar virtust trúa því að með afsögn hans myndu írakar hefja samvinnu við alþjóðlega vopnaeftirlitsfulltnía og að ástandið allt myndi róast. „Málið er grafalvarlegt. Höldum því athyglinni á því sem skiptir máli, sem er afvopnun. UNSCOM hefur skilað sínu starfi og gert það vel og nefndin byggir á einstæðri sérþekkingu á málefnum íraks sem ber að miðla til öryggisráðsins." Öryggisráðið hefur, í kjölfar gagnrýnisradda á störf UNSCOM, ákveðið að skipa þrjár nýjar nefnd- ir sem meta eiga ástandið í afvopn- unarmálum íraka, mannúðarmál- um og málum sem tengjast inn- rásinni í Kúveit árið 1990. Butler lýsti því yfir á fundi með Kofi Ann- an, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og Brasilíumanninum Celso Amorim, sem stýrir hinni nýju af- vopnunarnefnd, að hann sæktist ekki eftir að eiga sæti í nefndinni. Taldi hann hins vegar afar mikil- vægt að UNSCOM yrði með í ráð- um um það hvert stefnt yrði í mál- efnum Iraks og alþjóðlegs vopna- eftirlits, en allt eftirlit hefur legið niðri síðan um miðjan desember þegar árásir Breta og Bandaríkja- manna á valin skotmörk hófust. Skiptar skoðanir í öryggisráðinu Fastafúlltrúi Rússa í öryggisráð- inu, Sergey Lavrov, sem farið hefur fram á að UNSCOM yrði lagt niður í sinni núverandi mynd, sagði að hann myndi ekki vilja hafa neitt við Butler saman að sælda og utanrík- isráðherra Rússlands, Igor Ivanov, sagði að Butler yrði að segja af sér vegna ummæla sem hann hafði haft um fastafulltrúann. Bandaríkjastjórn hefur hins veg- ar lýst eindregnum stuðningi sínum við Butler og vopnaeftirlitsnefnd- ina. Haft var eftir Peter Burleigh aðalsendifulltrúa Bandaríkjastjórn- ar hjá Sameinuðu þjóðunum, að hann liti á Butler og UNSCOM sem „hetjur“. Sagði sendifulltrúinn að ómaklega hafi verið ráðist að UNSCOM og Richard Butler. „Nefndin hefiu-, þrátt fyrir skort á samstarfi af hálfu íraka, náð að upplýsa heiminn um ástandið í af- vopnunarmálum íraks“. Bandarík- in eru hins vegar nokkuð einangruð innan öryggisráðsins í afstöðu sinni til stöðu mála í Irak. Flest hin fastaríkjanna í ráðinu vilja að við- skiptahöftum verði aflétt með ein- um eða öðrum hætti, en samkvæmt ályktunum ráðsins er það aðeins mögulegt þegar tryggt þykir að Irakar hafi látið af smíði gereyðing- arvopna og langdrægi-a eldflauga. Loftvarnir Iraka eyðilagðar Heimildarmenn í Washington sögðu á fimmtudag að breskar og bandarískar herþotur á eftirlits- flugi um flugbannssvæðið í norður- og suðuhluta Iraks, hefðu eytt fleiri loftvarnarstöðvum Iraka en gert var í fjögurra daga loftárásum ríkj- anna í desemþer síðastliðnum. Upplýsingar bandarísku leyniþjón- ustunnar benda til að um 20% af flugskeytabúnaði og loftvörnum Iraka hafi verið eyðilagðar síðan í desember. Verðhrun í U'ÆDillCJfi 399 KR. Alparós Bergpálmi Gullpálmi Drekatré Reghlífartré Gúmmítré Ástareldur Sólhlífartré Mosajafni Króton Satínviður ogfl. Frjálst val úr þessum tegundum. Eitt verð 399KiM. Á meðan birgðir endast. Í?W»c - Hætt við geim- spegiltilraun Moskvu. Reuters. HÆTT var við frekari tilraun- ir til að lýsa upp skammdegis- myrkrið með risaspegli þeim sem rússneskir geimfarar hafa reynt að koma á braut í kringum jörðina. Spegiilinn sem opnast átti Iíkt og regn- hlíf flæktist í Ioftneti ómann- aðs Progress- birgðaskips sem nota átti til að festa hann við geimstöðina Mír. Talsmaður rússnesku geim- visindastofnunarinnar sagði að ákvörðunin væri endanleg þar sem ekki hefði tekist að losa spegilinn. „Að sjálfsögðu urðum við fyrir vonbrigðum. Við höfðum undirbúið tilraun- ina sem átti að vera svo eftir- minnilegur atburður. Geim- fararnir tveir eru mjög hrygg- ir yfir mistökunum." Sagði hann ennfremur að birgða- skipið, sem spegillinn er fast- ur við, sé nú á leið til jarðar og að það muni fuðra að mestu leyti upp í gufuhvolfi jarðar og afgangurinn lenda í Kyrrahafinu. Efasemdarmenn höfðu hald- ið því fram að tilraunin væri gapaleg og dæmd til að mis- takast en aðrir gagnrýnt að með henni gæti opnast greið leið auglýsenda þar sem skila- boðum þeirra væri hægt að endurvarpa utan úr geimnum. PVC-qluqqar oq -hurðir Tæki til framleiðsLu á gluggum og hurðum tiL söLu ÞjáLfun og aógangur að efnisLager hérLendis Áhugasamir sendi nöfn til blaðsins merkt PVC fyrir 15. febrúar NÝTT NÝTT — engar pillur l\ZMeciruiiariJÖinn ocp „gleðiúðinn“ RMS vinsæli frá Kare Mor slær í gegn 95% nýting á 25 sek. Vertu meö fulla orku og í andlegu jafnvægi. Frábær samsetning jurta og vítamína. Einnig fleiri gerðir úða sem styrkja vamir líkamans gegn öldrun og sjúkdómum, s.s. gigt. Engin fyllingarefni né óæskileg aukaefni. Einnig íþróttaúðar sem auka orku þegar á reynir. Upplýsingar hjá Ólafi, s. 896 5407, Guðrúnu, s. 436 6703, Kolbrúnu, s. 895 7096 og Ólöfu, s. 899 3611. Aðeins kr 2.500 mánaðarskammtur. Söiuaðilar óskast. Frumkvöðull í lækkun lyfjaverðs á íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.