Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 35 Vor- og sumarlistinn VOR- og sumarlisti Freemans er kominn til landsins. I fréttatil- kynningu frá fyi'irtækinu segir að þar sé að fínna fatnað á alla fjöl- skylduna þar sem áhersla er lögð á vöruúrval í öllum stærðum. Enn- fremur kemur þar fram að verðið hafí að meðaltali lækkað um 10% frá síðasta lista. I listanum sem er um 700 blaðsíður er að fínna vörur frá mörgum þekktum tískuhönn- uðum. Listinn er fáanlegur hjá Freemans, Bæjarhrauni 14, Hafn- arfirði, og í helstu bókabúðum landsins. Handprjóna- band ULLARVERKSMIÐJA ístex hf. hefur sett á markað nýja tegund af lopa sem heitir Bulky Lopi. I fréttatilkynningu frá ístex hf. kemur fram að um er að ræða sérstaklega þykkan lopa sem er engu að síður léttur og loftmik- ill og fljótlegt á að vera að prjóna úrhonum. ístex hf. hefur þegar gefið út eina uppskrift sem er sérstaklega ætluð fyrir Bulky Lopa og eru fleiri uppskriftir væntanlegar á næstunni. -----♦-♦-♦---- Nikótínlyf í formi tungurót- artöflu NÝTT nikótínlyf er komið á markað, Nicorette-tungurótart- öflur. I fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu Pharmaco kemur fram að tungurótartöflurnar séu nýr kostur fyrir þá sem vilja hætta að reykja eða draga úr reykingum. Taflan er svo smá að notandinn finnur lítið fyrir henni þegar hún hefur verið lögð undir tunguna. Tungurótartaflan inniheldur 2 mg af nikótíni og er ráðlagður dag- skammtur ein tafla á klukku- stundar fresti. Ennfremur kemur fram í fréttatilkynningunni að einstak- lingar sem eru mjög háðir nikótíni eða sem reykja yfír 25 sígarettur á dag eigi að nota tvær tungurót- artöflur á hverri klukkustund. Pharmaco hefur umboð fyrir Pharmacia & Upjohn á íslandi. Sérstök ráðgjöf um val á nikótín- lyfjum verður í Apótekinu Smára- torgi í dag, laugardaginn 6. febrú- ar, frá 14-17 og þriðjudaginn 9. febrúar í Apótekinu Smiðjuvegi frá 14-16.30. Apétekið Morgunblaðið/Ásdís Ein dreifíngarmiðstöð fyrir öll apótekin Markmiðið er að geta lækkað lyfjaverð VERIÐ er að leggja grunn að því að stofna vörudreifingarmiðstöð fyrir apótekin í samstarfi við aðra, jafnvel erlenda aðila. Guðmundur Reykjalín, framkvæmdastjóri nýju keðjunnar, segir að auk þess sem dreifingarkostnaður lækki í kjölfarið þá muni samkeppni aukast meðal lyfjaheildsala. „Hvert apótek hefur daglega verið að kaupa lyf frá sex lyfjaheildsöl- um. Rekstrarkostnaður lækkar þegar apótekin þurfa einungis að snúa sér til vörudreifingarmið- stöðvarinnar með lyfjapantanir." Þá segir Guðmundur að fram til þessa hafi samkeppnin á lyfja- markaðnum ekki náð til lyfja- heildsalanna. „Ef við fáum ekki hagstætt verð hjá lyfjaheildsölum munum við flytja sjálfir inn lyf til að ná niður verði.“ 25% markaðshlutdeild Apótekin og Lyfjaverslanir Hagkaups voru nýlega sameinuð. Apótekin eru átta talsins en á næstu mánuðum verða þrjú apótek opnuð til viðbótar, í Spöng Grafar- vogi, Hraunbæ og Kringlunni. Öll eru apótekin á höfuðborgarsvæð- inu nema eitt sem er á Akureyri. Að sögn Guðmundar eru forsvars- menn apótekanna einnig að leita að húsnæði á Laugavegi fyrir tólfta apótekið. Hann telur að apó- tekin hafi nú um 25% hlutdeild á markaðnum á höfuðborgarsvæð- inu. „Öll apótekin munu framvegis bera nafn apótekanna og verð- stefnu þein’a verður haldið áfram en apótekin hafa komið best út úr þeim verðkönnunum sem gerðar hafa verið. Samkeppni á lyfjamark- aði hefur að sögn heilbrigðisráðu- neytisins skilað 20% verðlækkun til almennings. Samruninn er fram- hald af þessari þróun því með hon- um náum við auknu hagræði í rekstri og innkaupum og neytend- ur munu njóta góðs af með lægra verði á lyfjum“. Guðmundur segir að áhersla verði lögð á gæðamál og innra eft- irlit. „Við erum með gæðahand- bækur í apótekunum og leggjum áherslu á að unnið sé eftir þeim til að tryggja öryggi í afgreiðslu. Þá erum við einnig að vinna með heilsugæslustöðvum í að setja sam- an gæðahandbók um meðferð lyfja á heilsugæslustöðvum. Auk þess sem apótekin þjónusta einstaklinga þá er í apótekinu í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafn- arfirði þjónusta fyrir skip. Enn- fremur er boðið upp á þjónustu fyrir dvalarheimili aldraðra, boðið upp á lyfjaskammtanir fyrir sam- býli og fólki stendur frí heimsend- ingarþjónusta til boða.“ Almenningi boðið hlutafé Guðmundur segir að með sam- runa apótekanna hafi Fjárfesting- arbanki atvinnulífsins eignast 10% hlut í félaginu, Baugur hf. 12%, Guðmundur Reykjalín 9% og Fjár- festingafélagið Gaumur hf. 69% hlut. Til stendur að á síðari hluta ársins verði almenningi boðin bréf í keðjunni. 1 0.000 kn Fmmn m/tJmersimðar meirafym\ Traustur, alvöru, upphækkanlegur, 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt drif Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn i rúðum og speglum • • styrktarbita i hurðum • • samiitaða stuðara • Sjálfskipting kostar 150.000 KR. $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.