Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Hjörvar Vestdal Jóhannsson fæddist á Giljum, Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 6. maí 1945. Hann lést af slysförum miðviku- daginn 27. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ingi- björg Gísladóttir, f. 17. ágúst 1915, d. 3. janúar 1996, og Jó- haim Jóhannsson, f. 27. ágúst 1920. Börn þeirra auk Hjörvars eru: Bróðir, f. 14. júlí 1941, d. 13. október 1941, Sigur- laug Heiðrún, f. 19. desember 1942, Eyþór Sævar, f. 27. mars 1944, Guðjóna, f. 10. maí 1946, Bergdís Lína, f. 18. febrúar 1948, Haukur Gils, f. 15. maí 1949, Guð- rún Margrét, f. 28. maí 1950, Hjalti Viðar, f. 16. nóvember Þær fréttir sem bárust okkur að kvöldi 27. jan. sl., að elskulegur tengdafaðir minn hafði látist í bílslysi fyrr um kvöldið eru þung- ^bærari en nokkur orð fá lýst. Hvers vegna hann var tekinn frá okkur á svo sviplegan hátt fæ ég aldrei skil- 1951, Hlynur Unn- steinn, f. 29. apríl 1953, Gísli Heiðar, f. 18. maí 1954, Hjörtur Hvannberg, f. 18. maí 1954, Þórey Sig- urbjörg, f. 16. ágúst 1955, Rúnar Berg, f. 2. júní 1957. Hjörvar kvæntist ekki en átti einn son með Þuríði Ósk Sig- ursteinsdóttur, Krist- ján Inga Vestdal, f. 7. júlí 1974, og er hann kvæntur Jórunni Maríu Ólafsdóttur, f. 18. desember 1976. Hjörvar vann ýmis störf en síð- ustu 14 árin bjó hann á Hofi í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði og stundaði fjárbúskap. Utför Hjörvars fer fram frá Goðdalakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14.00. ið. Við sem áttum eftir að gera svo margt saman og ræða svo margt. Eg man þegar leiðir okkar Hjörv- ars lágu saman í fyrsta sinn. Það var um páskana ‘93 þegar við Ingi fórum heim að Hofi. Þar tók hann á móti okkur í bæjarhlaðinu sposkur á svip. í þeim heimsókn, eins og í svo mörgum öðrum eftir það, sátum við í eldhúsinu og spjölluðum langt fram á nætur. Þar voru ýmis mál rædd, hvort sem það voru lausnir á heimsmálunum eða mál sem sneru að einstaklingnum. I hvert skipti sem við komum hafði hann stafla af bókum til að sýna okkur. Oftar en ekki voru það bækur sem fjölluðu um sálina og þroska einstaklingsins, en þau málefni voru Hjörvari ákaf- lega hugleikin, sem og náttúran og hennar undur. Hjörvar var einn sá heilsteyptasti einstaklingur sem ég hef kynnst. Hans afstaða til lífsins var einstök, hann gaf gaum að því sem aðrir leiddu sjaldnast hugann að. Heim- spekilegt viðhorf hans til alls og alls er öðrum til eftirbreytni. Að vissu leyti var Hjörvar einfari og kunni því vel að vera einn, en í góðra vina hópi undi hann sér alltaf vel. Hann var alltaf fljótur að sjá skoplegu hliðarnar á málunum og hafði eink- ar gott lag á að orða hlutina á skemmtilegan hátt. Elsku Hjörvar, það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þú sért farinn frá okkur úr þessum heimi. Það er erfiðara en nokkur orð fá lýst að hugsa til þess að við getum ekki heimsótt þig heim að Hofí framar, að þú takir ekki á móti okkur í hliðinu, kankvís að vanda. Einnig er skrýtið til þess að hugsa að ekki er hægt að hringja í þig hvort sem það er til að leita ráða hjá þér, eða til að spjalla um heima og geima. Samband ykkar feðganna var mjög einstakt og fallegt. Þó svo að landfræðilega hafi verið langt á milli ykkar þá voruð þið mjög nánir. Það er erfitt að reyna að skilja af hverju þú varst tekinn svona snemma frá okkur, en það hlýtur að vera tilgangur með þessu öllu sam- an þó svo að við sem eftir sitjum eigum erfitt með að skilja það. Missir okkar, en sérstaklega Inga, er mikill því þitt skarð verður seint fyllt. En við trúum því að þér líði vel á þeim stað sem þú ert á núna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín einlæg tengdadóttir Jórunn. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vom grætir. Pá líður sem leiftur af skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr.J. Hallgr.) Kynni okkar hjóna og Hjörvars eru ekki löng, aðeins örfá ár. Þrátt fyrir það er margs að minnast, ým- is smáatvik koma upp í hugann og einnig önnur stærri sem tengja okkur órjúfanlegum böndum. Það sem leiddi okkur saman voru börn- in okkar, þau ákváðu að ganga í hjónaband. Við munum aldrei gleyma okkar fyrsta fundi og okkar fyrstu „fjallaferð". Við efumst ekki heldur um að Hjörvar hafi gert mikið grín að því þegar kaupstaðar- fólkið ætlaði á fjöll á litlum fólksbíl með kerru í eftirdragi og komst ekki upp fyrstu brekkuna sem eitt- hvað reyndi á. Þannig rak hvert at- vikið annað í ferðinni en heim komumst við aftur án stóráfalla. Hjörvar var mjög sterkur og sér- stakur persónuleiki. Þó svo að hann byggi einn og afskekkt þá er erfitt að finna mann sem er jafn víðles- inn, athugull og fróður og hann. Það var gaman að hlusta á hann segja frá á sinn kankvísa hátt. Hann skorti ekki skopskynið og gat auðveldlega séð spaugilegu hliðarn- ar á málunum. Segja má að hann hafi verið afdalabóndi varðandi bú- setu en heimsborgari var hann í hugsun. Við söknum þess að eiga ekki fleiri ár með honum því við átt- um eftir að ræða svo margt og hann var búinn að lofa því að verða gam- all. Tengdasonur okkar er einkabarn Hjörvars og þó svo að fjarlægðin milli þeirra feðga hafi verið töluverð þá hefur verið yndislegt að fá að fylgjast með því nána og innilega sambandi sem var milli þeirra. Þetta samband byggðist á traustum tilfinningum sem voru og eru óháð- ar tíma og rúmi. Að lokum viljum við votta fóður Hjörvars, systkin- um, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Og elsku Ingi og Jórunn, megi al- góður Guð styðja ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Ólafur og Ragnheiður. HJORVAR VESTDAL JÓHANNSSON VALDIMAR JÓHANNSSON + Valdimar Jó- hannsson fædd- ist á Skriðulandi í • # Amarneshreppi í Eyjafirði 28. júní 1915. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 27. janúar síð- astliðinn og fór út- for hans fram frá Dómkirkjunni 3. febrúar. Mín fyrstu kynni af Valdimar Jóhannssyni, útgefanda, voru þau að ég sem sendill hjá Prentsmiðjunni Odda var sendur með prófarkir til hans á Skeggja- götuna. Alltaf var mér jafn hlýlega tekið þótt stundum væri mikið að ^gera hjá forleggjaranum - hann ^sinnti öllum þáttum starfseminnar og stóð sjálfur við afgreiðslu bóka - jafnframt því að lesa prófarkirnar, sem ég var ýmist að koma með eða sækja. Ég undraðist það oft hve eljusamur hann var og oft fannst mér að það gæti ekki verið að hann þyrfti yfirleitt að hvfla sig. Prófark- irnar, sem ég kom með að kvöldi, voru tilbúnar að morgni og ég vissi að hann las þær sjálfur. En hann gaf sér samt sem áður tíma til að spjalla og ég hafði unun af því að heyra hann segja frá. í mínum huga var Valdimar yfirburða maður, góð- ur maður og einstaklega vel gefinn. Þetta álit mitt hélst alla tíð og breyttist ekki eftir að við hófum önnur og nánari sam- skipti eftir að faðir minn féll frá og ég tók við rekstri fyrirtækis- ins. Valdimar var mikil- vægur viðskiptamaður en það, sem mér fannst alltaf mikilvægara, var vinátta og traust það, sem þeir sýndu hvor öðrum. faðir minn og hann. Ég var svo lán- samur að eiga áfram- haldandi samskipti við Valdimar á þeim nótum, sem gömlu mennimir höfðu byggt upp og það er mér ómetanlegt. Hann kunni greinilega þá grein, sem hann helgaði sig á þeim árum, sem ég fylgdist með honum, bókaútgáfu. Hann vissi hvað fólk vildi helst lesa og hann hafði alla tíð þann metnað, sem verður að vera til staðar hjá góðum bókaútgefanda. Bækur Iðunnar hafa því alla tíð notið þess að vera vel unnar að öllu leyti, bæði að innra gildi og ekki síður því ytra, sem sneri að okkur. Valdimar var kröfuharður en aldrei ósanngjam. En vegna trúar minnar á því að hann vissi nákvæmlega hvað hann var að gera hverju sinni var mér alltaf hulin ráðgáta hvers vegna hann var alltaf jafn áhyggjufullur + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EINAR JÓSEFSSON frá Borgum, Smáratúni 21, Keflavík, lést á Vífilsstöðum laugardaginn 23. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega veittan stuðning og samúð. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks lungnadeildar Vífilsstaða fyrir umönnun á liðnum árum. Kristín Jónsdóttir, Guðbjörg Nanna Einarsdóttir, Heiðar Snær Engilbertsson, Kristjana Einarsdóttir Herzog, Brian Martin Herzog, Jóna Gréta Einarsdóttir, Lárus Milan Bulat og barnabörn. þegar kom að jólavertíðinni, sem hann átti allt sitt undir. Hann var greinilega varfærinn maður og ekki haldinn þeirri ofurtrú á sjálfum sér að hann gæti verið sannfærður um það fyrirfram að hafa veðjað á réttu bækurnar. Ég hafði því lúmskt gaman af því að ræða við hann þeg- ar mest gekk á fyrir jólin og honum fannst að nú hlyti allt að fara yfir um. Innst inni efaðist ég aldrei, ég hafði þá trú á manninum að honum gæti ekki skjátlast í þessari grein. Valdimar var ekki bara útgef- andi. Hann lét sig þjóðmálin varða og hafði mjög ákveðnar skoðanir. Vandað málfar, ótrúlegur orðaforði og sannfæring hans gerðu það að verkum að það var erfitt að and- mæla honum þótt maður hefði aðrar skoðanir. A þeirri hlið mannsins og fleirum kunna aðrir vafalaust betri skil en ég. Hann á stóran kafla í sögu bók- mennta á þessri öld, sem við mun- um lengi búa að. Mér hefur verið ómetanlegt að hafa átt samleið með slíkum manni og fyrir það er ég for- sjóninni þakklátur. Ég tel mig hafa lært mikið af honum og hans hefur verið sárt saknað undanfarin ár en heilsa hans leyfði ekki meira. Ég vil fyrir hönd okkar Odda- verja senda aðstandendum Valdi- mars okkar dýpstu samúðarkveðjur en minningin um Valdimar í Iðunni mun lengi lifa. Þorgeir Baldursson. Með Valdimar Jóhannssyni er genginn síðasti töframaðurinn í ís- lenskri bókaútgáfu. Hann gaf út bækur af ástríðu og bar virðingu fyrir lesendum og höfundum. A öll- um hans langa ferli í bókaútgáfu, hvort sem viðfangsefnið var sígilt bókmenntaverk eða dægurfluga til afþreyingar, var aldrei kastað til neins höndum. Valdimar var sjálfur sprottinn úr efnalegri örbirgð ís- lenskra sveita og þekkti af sjálfum sér löngunina til fróðleiks og menntunar. Hann var alla tíð trúr uppruna sínum og lét aldrei stund- arhagsmuni stjóma gerðum sínum eða viðhorfum. Hann var menntað- ur íslenskur alþýðumaður, sama hvar hann sat. Aðrir munu rekja sögu Valdimars. Ég, sem þetta rita, vil bara þakka fyrir þau kynni sem ég hafði af honum. Ég var svo lán- samur að fá að kynnast honum í starfi. Sögumar, hláturinn og snörp og óvægin tilsvör í rökræðu, allt er þetta ógleymanlegt. Ekki síður íhyglin og vangavelturnar um menn og málefni. Fyrir þetta þakka ég að leiðarlokum. Sigurður G. Túmasson. BENEDIKT STEFÁNSSON + Benedikt Stef- ánsson bóndi í Minni-Brekku fædd- ist 27. apríl 1915. Hann lést á sjúkra- húsinu á Siglufirði 5. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Barðskirkju 16. jan- úar. Með því gleggsta í minningunni frá því að Benni var heima í Berg- hyl, era grammafónn- inn hans og sönglaga- plöturnar, flestar sungnar af Sigurði Skagfield að ógleymdum Bjarna Bjömssyni. Þetta var munaður þeirra ára. Svo er það myndin af okk- ur Hvati. Hvatur var kolsvartur stærðarhestur sem Benni átti. Eitt- hvert vorið hafði Benni fengið að láni myndavél og kom að máli við mömmu, hvort undirrituð mætti ekki fara í sparifótin og halda í tauminn á Hvati, á meðan hann tæki af honum mynd. Jú, þetta leyfi var veitt og ég snaraðist í gulu blússuna og rauða skokkinn og svo var smellt af, og ennþá man ég hvað ég var skjálfandi hrædd við hestinn, en það var nú til vinnandi fyrir aðra eins frægð. Mér finnst að þarna hafi ég verið sex ára gömul. Þó er það ekkert víst. Svo er það árið sem Benni bjó á Móafelli. Það var rétt fyrir jólin að hann var að koma gangandi neðan úr Haganesvík og gisti heima á Berg- hyl. Það kom í minn hlut að ferja hann yfir ána á Fitjavaðinu og koma gamla Rauð aftur í hús. Áður en við kvöddumst dró hann upp úr poka sínum kertapakka og gaf mér, en þess er ekki að vænta að nútímafólk skilji fögnuð tíu ára krakka að eign- ast heilan pakka af kertum, geta kveikt ljós og lesið sögu eða dundað eitthvað án þess að þurfa að biðja aðra um ljós. Ég fullyrði að sjaldan hefur önnur jólagjöf glatt mig meira en þessi. Ékki verður allra Minni-Brekku ferðanna minna minnst án þess að nefna Stínu, enda væri það ómaklegt í meira lagi. Hafi nokkur kona verið manni sínum stoð og stytta þá var það hún, enda var Stína ein af þeim sem hafði tíma til allra hluta hvernig sem á stóð og sama hvort það var heima eða í félagslífinu. Ég held að þegar hún dó hafi eitthvað af Benna farið með henni, a.m.k. í bili. Já, þær vora margar ferðirnar mínar í Minni-Brekku hvort sem var sumar eða vetur, þegar ég var heima á Berghyl. Ekki síst sótti ég í spila- mennskuna á vetuma og þó að „bridsið" væri ekki komið til þá lærði ég bæði „brús“ og „vist“ í Minni-Brekku. Það var um haustið 1951 að ég var að koma úr sumarvinnu austan úr Þingeyjarsýslu. Fór í land af póstbátnum í Ólafsfirði og sníkti mér bílfar í Fljótin. Þetta var á sjálfan gangna- daginn og þegar við komum út fyrir ofan Depla vora þar á ferð tveir ríðandi menn. Þetta voru þeir nágrannar mínir Benni og Hjalti í Stóru-Brekku. Ekki var nú sæm- andi annað en stoppa og heilsa þeim. Eitthvað aðeins höfðu þeir nú dreypt á gangnapelanum sem von var á þessum degi. Við vorum þrjú í bíln- um og sagði annar strákurinn í galsa, að hann væri að hugsa um að biðja mín fyrir konu, hvort það væri ekki í lagi? Benni var fljótur til svars: „Ég veit ekkert um hvort þú ert nógu góður, ég þekki þig ekkert, en þetta er fóstursystir mín.“ Hann lagði áherslu á síðustu orðin, sem sagði mér meira en löng ræða. Þess ber auðvitað að geta, að ég vai’ 14 árum yngri en Benni og því krakki þegar hann hóf búskap. Unnur systir var bara ársgömul þegar Benni kemur til pabba og mömmu, og líka mun hann hafa passað Gunnu systur. Það fór nú líka svo að árið 1950 flutti Unnur í Bergland, en tveim ár- um seinna fór ég alfarið úr sveitinni. Þau frændsystkinin bjuggu því í nánu og góðu nágrenni alla tíð þar til Unnur fluttist til Sauðárkróks. Ég efast ekki um að Benna hafí verið það eftirsjá þegar Unnur og Sveinn fóru á Krókinn, en ég býst ekki við að hann hafi haft þar mörg orð um. Hitt veit ég að hann gladdist mjög á haustin þegar Unnur kom í sína ár- legu vikudvöl á Berglandi bæði með- an Sveinn var á lífi og eins þau tvö ár sem Gunna hefur verið með henni. Hugsa ég að fáir dagar hafi liðið, svo að hann skryppi ekki ofan í Bergland meðan á dvöl þeirra stóð. Við leiðarlok biðjum við Nonni og systur mínar frænda okkar farar- heilla til nýrra heimkynna þar sem bíða vinir í varpa sem von er á gesti. Samúðarkveðjur sendum við til Stebba, Jónu og fjölskyldu hennar, svo og systkina Benna. Ingibjörg frá Berghyl (Abba).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.