Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 6 hennar við skólann og samúðar- kveðju í garð fjölskyldu hennar. Vissulega minnist ég Evu miklu lengur en þetta, allt frá því ég mundi fyrst eftir mér var hún partur af Selfossi. Þegar ég ungur pífari kom á sýsluskrifstofuna, sem þá var austast í Sandvíkur- skólahúsinu, sem nú heitir svo, til Olafs Kristmundssonar að sækja Rauðakrossmerki að selja almenn- ingi, þá vann Eva þar. Aldrei brást að hún segði eitthvað fallegt við mig. Þegar það gerðist, með þess- ari djúpu og hlýju rödd, þá bráðn- aði ég allur innan. Eg reyndi að láta sem ekkert væri, eins og sönn- um Flóamanni sæmir. Eg varð al- veg gáttaður þegar hann Snorri náði í hana, en ég gat ekkert gert, hann var jú bæði gáfaður og skemmtilegur. Svo var hann líka fullorðinn. Eva var ættuð úr Tryggvaskála, þar sem faðir hennar var veitinga- maður, hún var alin upp í vestur- bænum á Selfossi. Hvort um sig nægði til þess að hún mætti teljast til aðalsins á Selfossi. Vandinn er bara sá, að það er enginn aðall á Selfossi. Samt var Eva aðalskona, ef nokkur var það hér, fyrir sakir eigin reisnar og glæsibrags. Hún var grande dame, hún var lafði, hún var álfkona í mannheimum. Ég trúi að hún hafi að sumu leyti líkst forfóður sínum Fjalla-Eyvindi. Meira að segja þegar hún reykti, þá vai- það glæsilegt, eins og það fer nú öllum illa. Þegar ekki varð hjá því komist að banna reykingar á kennarastofu fjölbrautaskólans, sakir aukinna kraf'na um heilsugæslu, þá tók það bann ekki gildi fyrr en Eva hafði látið af embætti. Það hefði verið guðlast að setja bann á hana Evu. Aldrei brást hún við spilaborðið, spilin voi-u alltaf eilítið betri þegar hún var. Hún veitti Höskuldi og hyski hans stundum þungar skrámur og þeim þótti það gott. Þannig var Eva. Nú er hún sest við spilaborð eilífðarinnar, í Valhöll eða Himnaríki. Kannski fer hún á milli eftir sem spilafélagar gefa til- efni til og aufúsugestur verður hún, hvar sem hún sest niður. Blessuð sé minning hennar. Þór Vigfússon. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega þá blómgast enn og blómgast alla daga þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Það er sárt til þess að hugsa að hún Eva okkar sé dáin. Hún þessi glæsilega kona sem alltaf bar sig svo vel þrátt fyrir erfið veikindi. Nú sitjum við ekki lengur saman á stigapallinum hjá Evu og tölum um allt milli himins og jarðar, rifjum upp gamla tíma og tökum bakfoll af hlátri. Við systkinin vorum svo lánsöm að fá að alast upp á sama bæjar- hólnum og Eva og hennar stóra fjölskylda. Það var mikill samgang- ur á milli íbúanna á „hólnum“ okk- ar. Þetta var einstakt nágrenni og var oft kátt í koti í „Snorrahúsi", en svo kölluðum við það okkar í milli. Með Evu og móður okkar tókst einstök vinátta sem aldrei bar skugga á. Það var alltaf hægt að ganga að því vísu að þær hittust yf- ir kaffibolla nær dag hvern. Þó svo að Eva flytti sig um set rofnuðu aldrei vináttutengslin. Henni var umhugað um okkar hag og fjöl- skyldna okkar. Okkur fannst fátt eins gaman eins og að skreppa í heimsókn til Evu. Hún var skemmtileg kona, gáfuð og víðsýn, með einstaklega létta lund. Af hennar fundi fór enginn leiður. Með söknuði kveðjum við þessa sómakonu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Systkinin frá Selfossi I. + Guðjón Ólafs- son fæddist á Blómsturvöllum í Fljótshverfí 23. febrúar 1916. Hann lést á Klausturhól- um, dvalarheimili aldraðra á Kirkju- bæjarklaustri, 30. janúar siðastliðinn. Móðir Guðjóns var Guðríður Þórarins- dóttir, f. 1878, d. 1962,_en faðir hans var Ólafur Filipus- son, f. 1868, d. 1921. Systkini Guðjóns voru: Guðlaugur, f. 1898, d. 1977; óskírt sveinbarn, f. 12. janúar 1900, d. 19. janúar s.á.; Elín Ólöf, f. 1901, d. 1954; Margrét Jónína, f. 1904, d. 1983, og Þór- dís, f. 1913. Guðjón verður jarðsettur á Prestbakka á Síðu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hann Guðjón á Blómsturvöllum er dáinn. Með honum hverfur einn af síðustu Fljótshverfingunum sem ég minnist frá bemsku- og unglings- árunum þegar ég var að alast upp á Núpum. Þefr hafa verið að tínast burt gegnum árin. Frá hveijum ein- asta bæ í Fljótshverfi er einhver eða einhverjir horfnir á braut: Hannes frændi minn á Núpstað, Björgvin á Rauðabergi, Stefán og Helgi á Kálfafelli, Jakob í Kálfafellskoti (hann „Kobbi í Kotinu“ eins og hann var alltaf kallaður), Sigurður og Jón og Margrétamar báðar á Maríu- bakka, Sigurður og Guðleif á Hvoli, Helgi og Þórarinn á Seljalandi, Þor- varður á Dal (Dalshöfða). Og fleiri - þetta eru einungis nöfn þeirra sem ég man vel eftfr. Gott fólk sem ég minnist nær undantekningalaust með þakklæti og hlýju. En ég átti ótalda tvo bæi í Fljóts- hverfi - sveitinni sem kennd er við Hverfisfljót (eða er kannski fljótið kennt við sveitina? - líklegra er það nú). Hún er austust af „sveitunum milli sanda“ (Mýrdalssands og Skeiðarársands) sem svo eru kallað- ar. Allt héraðið er einstakt að nátt- úrafari og fegurð. Flestfr sem koma austur yfir Mýrdalssand og Eld- hraun að sumarlagi verða snortnir er þeir sjá bændabýlin hjúfra sig upp að iðgrænum fjöllunum á Síðu og í Fljótshverfi en framundan blasa við tvö af glæsilegustu fjöllum landsins: Lómagnúpur og Öræfajökull. Og bæirnir tveir sem ég átti ótalda í Fljóts- hverfi falla vel inn í þessa fallegu mynd: Núpar undir hinu hvassbrýnda Núpa- fjalli sem verður býsna hnarreist þegar nær dregur og Blómstur- vellir í undurfallegum dal sem verður milli fjallsins Harðskafa og Kálfafellsheiðar. Þar átti Guðjón heima. Og foreldrar hans og systkin meðan þau voru ung. Tengslin milli bæjanna á Núpum og Blómsturvöllum spruttu af því að Þórdís, systir Guðjóns, lofaðist ung Sigmundi, syni Helga og Agnesar á Núpum, og bjó þar síð- an allt þar til fyrir um það bil tveimur áram að hún fluttist í Klausturhóla, dvalarheimili aldr- aðra á Kirkjubæjarklaustri - reyndar ásamt Guðjóni heitnum sem þá var hættur búskap á Blómsturvöllum, farinn að heilsu. Minningar mínar um fólkið í Fljótshverfi og þá sér í lagi fólkið á Núpum og Blómsturvöllum eru minningar barns og lítt harðnaðs unglings - ég var fimm ára þegar ég kom að Núpum og fimmtán ára þegar ég fór þaðan. Eitt af því sem ég man vel er hve gestakomur voru kærkomin tilbreyting og dagamunur. Þær voru strjálar en einn maður mátti þó kallast nokk- ur tíður gestur á Núpum. Það var Guðjón á Blómsturvöllum. Sjálf- sagt oft að heimsækja Dísu systur sína en þó líklega ekki síður Sig- mund mág sinn. Þeir urðu snemma, að því er ég best veit, mjög nánir vinir og mátu hvor annan mikils. Það sem mér er minnisstæðast frá þessum heim- sóknum er glaðværðin, ekki síst hvellur og hjartanlegur hlátur Guðjóns þegar eitthvað skemmti- legt bar á góma. Ég held að það sé engum ofsögum sagt að það hafi birt upp í gamla ljóslitla torfbæn- um þegar þessi smitandi hlátur bergmálaði um myrkar þiljumar. Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni séð Guðjón á Blómst- urvöllum dapran á svip - geri þó ráð fyrir að hann hafi átt sínar erf- iðu stundir eins og hver annar. En það eru gáski hans og lífsgleði sem yfirgnæfa annað í bernskuminn- ingum mínum. Núna er búskap lokið á Núpum og Blómsturvöllum. í skilningi nú- tíma hagfræði er Fljótshverfið rýr sveit: býlin eru smá og gefa lítið af sér. Eflaust hefur þar verið mun búsældarlegra áðm- en Skaftáreldar lögðu stóra hluta héraðsins í auðn. En þegar mér verður hugsað til þess tápmikla og lífsglaða fólks sem ég ólst upp hjá verður mér ljóst hve völd og veraldarauður era lítilfjör- leg mælistika á lífshamingju. Mestu skiptir að una glaður við sitt. Það var einn mesti gæfudagur lífs míns þegar Helgi heitinn Bjamason reiddi mig á hnakkboganum frá Klaustri austur að Núpum. Og næstu tíu ár átti ég góða daga í fé- lagsskap við hörkugreint og harð- duglegt fólk á borð við Dísu og Sig- mund á Núpum, Guðjón á Blómst- urvöllum og marga fleiri sem núna eru flestir horfnir af heimi hér. Af fjölskyldunum tveim er aðeins Dísa fóstra mín eftfr. Ég votta henni djúpa samúð mína við brotthvarf Guðjóns bróður hennar þó að ég viti að það felur í sér ákveðinn létti, því undir það síðasta hafði heilsu hans hi'akað það mikið að hann bar tæp- ast kennsl á sína nánustu. Þannig er gangur lífsins. Það kemur að okkur öllum. En meðan við tórum getum við yljað okkur við minningar um góða menn sem gátu stafað af sér þvílíkri bh-tu að þröng eldhúskytra í gömlum og dimmum torfbæ breytt- ist um stund í höll sem hefði verið samboðin hvaða konungi sem var. Franz Gíslason. Ég kynntist Guðjóni Ólafssyni fyrst um hvítasunnuna 1995 er eg heimsótti hann að Blómsturvöllum. Sumarið var í nánd, gróðurilmur fyllti loftið, það mátti heyra grasið spretta og sveitin milli sanda skart- aði sínu fegursta. Allt iðaði af lífi, fuglasöngur fyUti loftið og nýborin' lömbin léku sér í túninu. Og þama mitt í þessu öUu stóð Guðjón. Hann var að huga að heyvinnuvélunum sínum þegar ég kom í hlaðið. Hann bauð mig velkominn að Blómstur- vöUum. I þessu umhveifi minnist ég Guðjóns, nú þegar hann hefur kvatt þetta líf og ég fylgi honum síðasta spölinn. Þótt kynni okkar yrðu ekki löng, aðeins tæp fjögur ár, er margs að minnast. Ég er þakklátur fyrir þær stundir aUar og þá þekkingu sem hann miðlaði mér af lífsreynslu sinni, um landið og lífið í sveitinni. Hann elskaði jörðina sína þar sem hann var fæddur og hafði aUð allan sinn aldur og það færðist bros yfir andUt hans þegar ég sagði honum að GUÐJÓN ÓLAFSSON mér fyndist Blómsturvellir faUeg- asta bæjarstæði á íslandi. Hann naut þess að sýna mér faUega fossa í Fossá, eins og Háafoss og Búverka- foss. Keyra inn með henni Laxá og-- nefna örneftii og segja sögur þeim tengdar. Hann þekkti hvem hól, brekku og gU. Hann benti á tignar- leg fjöUin, sem mynduðu ramma um jörðina hans, Harðskafa, Blómstur- vaUafjaU, Bjöminn og Lómagnúp. Það var auðvelt að hrífast með og njóta eins og hann hafði gert í átta- tíu ár. Guðjón bjó með ldndur, enda hentar jörðin best fyrir sauðfé. Eng- an bónda hef ég séð, sem tekist hef- ur að hæna svo vel að sér skepnum- ar sínar eins og hann gerði. Það var ekld aðeins að hann nefndi kmdum^ ar sínar aUar með nafhi, heldur komu þær flestar til hans þegar hann kaUaði á þær. Við það tækifæri fengu þær gjaman nokkra hey- köggla eða annað góðgæti og hann talaði við þær. Þetta vora vinir hans. Lífsgæðakapphlaupið var Guðjóni óþekkt, honum þótti vænt um starf sitt og umhverfi. Hann var vel hagur á bæði tré og jám, eins og Ólafur faðfr hans hafði verið. Ymsa hag- nýta hluti, heimasmíðaða, hefur hann sýnt mér, enda ekki alltaf auð- velt að skjótast í verslun og kaupa nýtt ef búshlutir bUuðu. Þá varð hver að búa að sínu og þeir mildls metnir sem gátu unnið í tré og jám. Fyrsta rafljósið sem kveikt vai- íf* Hörgslandshreppi var kveikt í heimarafstöðinni á BlómsturvöUum haustið 1926. Guðjón var ekki allra, en traustur og trúr vinur vina sinna. Ég er þakklátur fyrir að hann tók mig í hóp þeirra. Þegar ég hitti Guð- jón fyrst var þrekið farið að minnka og heUsa hans að gefa sig. Hann hafði þá hug á að hætta búskap. Daglega að loknum vinnudegi keyrði hann tíl systur sinnar Þórdís- ar, sem bjó að Núpum. Þar naut hann aðhlynningar og umhyggju^ sem hún gat besta veitt. Þótt ekki væri langt á milU bæjanna gat færð verið erfið og stundum tafðist Guð- jón við gegningamar. Þá hafði Þór- dís áhyggjur af bróður sínum. Þegar Guðjón hafði kennt mér að þykja vænt um landið og jörðina, og ör- nefnin komin á blað, seldi hann mér Blómstm-velUna. Ég lofaði honum að varðveita hana og bæta. Hann mun líta eftir því. Þegai- ég nú kveð Guð- jón hinstu kveðju fylgir hjartans þakklæti mitt og fjölskyldu minnar tU hans, með þá ósk að hann megi í nýjum heimkynnum finna stað ekki síðri þeim, sem hann bjó á hér í þessari jarðvist. Þórdísi systur hans færum við innUegar samúðarkveðj^*" ur. Steinþór Þorsteinsson. + Guðjón Jónsson fæddist á Aðal- bóli í Lokinhamra- dal í Arnarfirði 27. júní 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Isafirði 26. janúar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Þingeyrar- kirkju 1. febrúar. Það var þriðjudags- kvöldið 26. janúar sl. sem hringt var í mig og mér tjáð að Guðjón Jónsson hefði látist fyrr um daginn í sjúkrahúsinu á Isafirði. Guðjón hafði háð erfiða glfrnu við illvígan sjúkdóm um nokkurra mánaða skeið og laut að lokum í lægra haldi. Þegar mér bárust þessi hörmulegu tíðindi var mér bragðið, þrátt fyrir að mér hafi verið tjáð fyrir nokkru hvert stefndi. A stundum sem þessari leitar hugurinn ósjálfrátt aftur í tímann og minningarnar verða skýrari en áður. Guðjón hitti ég fyrst á vormánuðum 1988 þegar ég kom vestur á Þingeyri til að kynna mér aðstæður hjá Kaupfélagi Dýrfirð- inga þar sem ég var kynntur fyrir honum eins og öðram starfs- mönnum kaupfélags- ins og var mér þá strax hugsað til þess hvað hlyti að vera gott að hafa einn svona eldri og reyndai-i starfsmann á skrif- stofunni, einhvem sem þekkti alla og ekki síst einhvern sem þekkti sögu félagsins. Ég fékk strax góða til- finningu fyrir Guðjóni og mér leið vel í návist hans. Þegar ég kom svo vestur til starfa var mér fylgt á Brekkugötu 2, þar sem ég hitti aft- ur fyrir Guðjón og þá hitti ég í fyrsta skipti Kristjönu konu hans. Það var hlutskipti þeirra hjóna að hýsa mig, þar til varanlegt hús- næði væri til staðar. Ég fann strax fyrir mikilli gestrisni og góð- mennsku í minn garð og mér leið afskaplega vel þann stutta tíma sem ég var á Brekkugötunni hjá Guðjóni og Jönu. Við Guðjón urð- um samstarfsmenn á skrifstofu kaupfélagsins næstu árin og oft átti það eftir að reynast mér vel að hafa þennan heiðursmann mér við hlið, sérstaklega í þeim mörgu vandamálum sem við var að glíma á þessum áram. Þegar ég rifja upp tíma minn á Þingeyri verður mér það betur og betur ljóst, hversu vel öll ráðin, leiðbeiningarnar og fróðleikurinn um sögu kaupfélags- ins, sem ég fékk frá Guðjóni, reyndust mér vel. Hann lagði sig alltaf fram um styðja okkur og hvetja áfram þótt oft sýndust erf- iðleikarnir miklir. Guðjón var sannur og einlægur kaupfélagsmaður sem var tilbúinn að leggja mikið á sig til að gera veg kaupfélagsins sem mestan enda var hann fastur starfsmaður á skrifstofu félagsins til 75 ára ald- urs. Síðustu árin vann hann við endurskoðun á bókhaldi félagsins og nýttist samviskusemi og ná- kvæmni hans afar vel í því starfi. Auk þess vann hann ýmis önnur störf sem til féllu á skrifstofunni. Hann vann öll sín verk óaðfinnan- lega og kom eðlislæg snyrti- mennska hans vel fram í störfum hans og allri umgengni á vinnu- staðnum. Snyrtimennska var áberandi í kringum Guðjón og bar heimilið á Brekkugötunni þess glöggt merki, svo og vel hirtur garðurinn um- hverfis húsið. Það var aðdáunar- vert að fylgjast með því á vetuma hvernig mokað var frá dyranum á Brekkugötu 2. Stundum hafði mað- ur það á tilfinningunni að notuð hefði verið réttskeið til þess að ná köntunum á bílastæðinu beinum, svo snyrtilega vora öll hans verk unnin. Ekki er hægt að minnast Guð- jóns án þess að nefna hversu góð- ur bókbindari hann var og bar mikið safn kaupfélagsins á inn- _ bundnu efni eftir hann þess glöggt merki. Ég má til að þakka fyrir þá hlýju sem Guðjón og Jana sýndu börnunum okkar Helgu, þeim Guð- jóni Má og Sigrúnu Ástu, frá fyrsta degi enda kölluðu þau Guð- jón ævinlega afa og töluðu oft um það að þau hefðu komið við hjá afa á horninu og fengið nammi eða kökur. Ég mun ávallt minnast Guðjóns sem afskaklega góðs og velviljaðs manns í minn garð og fjölskyldu minnar, hann reyndist okkur vel og*“ fyrir það verðum við alltaf þakklát. Hann er einhver heilsteyptasti maður sem ég hef kynnst. Við Helga og börnin sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Kristjönu, Margrétar, Sigurðar Guðna og fjölskyldna þein-a og biðjum þeim Guðs blessunar. Magnús Guðjónsson. GUÐJÓN JÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.