Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í DAG Landgrunns- rannsóknir á Orkustofnun VEGNA fréttar í Morgunblaðinu 2. febrúar sl. undir fyrirsögninni „Engin fjárveiting til landsgrunns- rannsókna" hefur Þorkell Helga- son orkumálastjóri sent eftirfar- andi til birtingar: „Atriði í frétt í Morgunblaðinu hinn 2. febr. sl. undir fyrirsögninni „Engin fjárveiting til landgrunns- rannsókna“ þarfnast leiðréttingar við. Þannig er sjálf fyrirsögn frétt- arinnar ekki í samræmi við stað- reyndir. Þvert á móti hefur undan- farin ár verið fjárveiting til land- grunnsrannsókna á lið iðnaðar- ráðuneytisins á fjárlögum. Hún hefur seinustu árin numið 2 m.kr. og hefur ráðuneytið ráðstafað þeim til verkefna sem Orkustofnun hef- ur annast. Sama fjárveiting er á fjárlögum 1999. Starfshópur iðnaðarráðherra um olíuleit skilaði áliti á síðast- liðnu hausti og lá þá frumvarp til fjárlaga fyrir Alþingi en ekki vannst tími til að ræða tillögur starfshópsins um frekari rann- sóknir meðan á afgreiðslu frum- varpsins stóð. Og meðan beðið var álits hópsins taldi Orkustofnun ekki rétt að gera sjálf tillögur um fjárveitingar í umraeddu skyni. Það er því heldur ekki rétt sem fram kemur í fréttinni að Orku- stofnun hafi lagt fram beiðni um 7 m.kr. framlag til þessa mála- flokks. Það er því ekki við stjórn- völd eða Alþjngi að sakast í þess- um efnum. A hinn bóginn væntir Orkustofnun þess að nú taki stjórnvöld afstöðu til tillagna fyrr- greinds starfshóps og ráðstafi því fé sem þurfa þykir. Iðnaðarráðherra mun á næst- unni skipa samráðsnefnd með full- trúum iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins, utanríkisráðuneytisins og Orkustofnunar. Hlutverk nefnd- arinnar verður að vaka yfir íslensk- um hagsmunum á sviði olíu- og landgrunnsmála, samhæfa við- brögð við fyrirspurnum erlendra aðila, gera tillögu um stefnu við veitingu rannsókna- og vinnslu- leyfa og bæta yfirsýn yfir mála- flokkinn í heild. Orkustofnun mun aðstoða nefndina eftir þörfum. Fyrsta verk nefndarinnar verður að ræða við þá erlendu aðila sem lýst hafa áhuga á olíuleitarrann- sóknum hér við land og kanna vilja þeirra til samstarfs við íslenska rannsóknaraðila. Þá mun nefndin gera tillögu til stjórnvalda um framhald rannsókna og fé sem til þeirra þarf.“ Nýr stjdrnarformaður N ámsgagnastofnunar MENNTAMALARAÐHERRA hef- ur skipað Arna Sigfússon fram- kvæmdastjóra stjórnarformann Námsgagnastofnunar í stað Guðna Níelsar Aðalsteinssonar sem lætur af formennsku. Námsgagnastofnun starfar sam- kvæmt lögum nr. 23/1990. Hlutverk stofnunarinnar er að sjá grunnskól- um fyrir námsgögnum í þeim skyldu- námsgreinum og námsviðum sem að- alnámskrá grunnskóla kveður á um. I stjórn Námsgagnastofnunar eiga sæti tveir fulltrúar Kennara- sambands Islands, einn fulltrúi Skólastjórafélags íslands, einn full- trúi Hins íslenska kennarafélags, einn fulltrúi Kennaraháskóla Is- lands, einn fulltrúi sveitarfélaga og einn fulltrúi menntamálaráðherra. Landssamtök foreldra, Heimili og skóli, eiga áheyrnarfulltrúa í stjórninni með málfrelsi og tillögu- rétt. Póstsendum samdægurs á löngum laugardegi Opið kl. 10-17 Mikið úrval á útsölunni Litir: Bláir, grænir o.ffl. Stærðir: 27-35 Tegund: ADI Verð 1.295 oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is /\LLTAF= e/TTH\SA4D A/ÝT7 Fréttir á Netinu /§/mbl.is VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hin hlutlausa fréttastofa í FRÉTTUM af prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík (sem sumir kalla samflykkingu) sagði fréttastofa Útvarpsins maj'gsinnis að þátttakan hefði verið meiri en hinir bjartsýnustu menn hefðu þorað að vona. Nokkrar spurningar vakna: 1. Var talað við þessa of- urbjartsýnu menn? 2. Er þetta fréttamennska eða áróður? 3. Er fréttastofan komin á fullt í áróður íyrir „vandræðabandalagið“ fyrir næstu kosningar? Ég bara spyr. Ólafur H. Hannesson, Snælandi 4. Fyrirspurn til ríkis- útvarpsins HELGI heitinn Hjörvar, sá mikli góði íslensku- maður stofnaði minning- arsjóð um Daða Hjörvar son sinn sem var mikill íslenskumaður. Það átti að veita verðlaun úr sjóðnum einu sinni á ári. Þrjú fyrstu árin voru veitt verðlaun úr sjóðn- um fyrir fegursta talað mál í útvarpi en síðan ekki söguna meir. Hvað varð um þennan sjóð? Er enginn Islendingur í út- varpi verðugur verðlaun- anna? Helgi Pálmason. Tvær fyrirspurnir AUGLÝSINGAR hafa birst í Mbl. að undanfórnu frá íslenskum sauðfjár- bændum með ýmsum uppskriftum af lamba- kjöti. Það sem vekur undrun mína er að í þess- um uppskriftum er alltaf notast við sömu tegundina af rauðvíni. Hvað veldur því? Hin fyrirspurnin er hvort Jón Viðar leiklistar- gagnrýnandi sé hættur í þætti sjónvarpsins sem nefnist Mósaík? Lesandi Tapað/fundið Gleraugu fundust SJÓNGLERAUGU, hugsanlega kvenmanns- gleraugu, fundust í Hlíð- arhverfi í síðustu viku. Uppl. í síma 568 1046. GSM-sími týndist SVARTUR Ericsson GSM-sími týndist sl. sunnudagskvöld á Njáls- götunni. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 552 1446. Silfurgafflar týndust TVEIR litlir silfurgafflar týndust fyrir nokkrum dögum, sennilega á Tómasarhaga eða Mýrar- ási. Vinsamlegast hringið í síma 552 0947. Fundar- laun. Angóruhúfa tapaðist SVÖRT angói'uhúfa tap- aðist á Leifsgötunni fyiir rúmri viku. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 552 3419. Dýrahald Dimmalimm er týnd KOLSVÖRT læða hvarf að heiman úr Háskóla- hverfinu í fyirahaust. Hún var með silfurlitaða ól og rautt merkispjald. Þeir sem búa eða vinna á Öskjuhlíðarsvæðinu eru sérstaklega beðnir um að hafa augun opin og hringja ef þeir verða varir við svarta kisu. Uppl. í síma 5515301 eða 698 0419. Læðan Yrja týnd ÞRÍLIT ársgömul læða (Yrja) fór að heiman frá sér á Kleppsveginum, sunnudaginn 24. janúar. Hún stakk af út um gluggan ómerkt og er sárt saknað. Þeir sem gætu gefið uppl. eru beðnir að hafa samband við Guð- rúnu í síma 553 2830. SKAK Uinsjón Margeir l’étursson Rxg2 - h3 og þar sem ridd- arinn á g2 er verri en eng- inn í slíkum stöðum gafst hvítur upp. Svarta h-peðið verður ekki stöðvað. ÞETTA enda- tafl kom upp á minningarmóti um Vince Toth, sem nú stendur yfir í Ríó í Bras- ilíu. Luis Galego (2.425), Portú- gal, hafði hvítt, en Everaldo Matsuura (2.400), Brasilíu, var með svart og átti leik. 28. - Bxg2U (leik- bragð í endatafli sem allir verða að þekkja!) 29. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI „ JJann. rzxkstá. -fíokJ: smá,faunclQ_ 7' MANSTU þegar ég sagði þér að ég væri lyg- ari af guðs náð? Ég laug því. SENDU bæklingana í ilmandi umslögum, merktu eiginmönn- unum þau og skrif- aðu á umslögin að þetta sé cinkamál. Ég vil nefnilega að konurnar opni umslögin. Víkverji skrifar... KAFFI á íslenskum kaffihúsum hefur tekið miklum framförum síðustu árin. Ekki síst fagnar Vík- verji því að nú fer það að verða regla fremur en undantekning að hægt sé að treysta á að espresso-kaffi standi undir væntingum. Flest betri kaffihús og fjölmörg veitingahús virðast hafa fjárfest í góð- um ítölskum espresso-vélum og nota í þær gott kaffi. Víkverjj er í hópi þess stöðugt vaxandi hóps íslendinga sem miklu fremur kýs espresso-kaffi, hvort sem er með morgunmatnum, sem síðdegisbolla eða eftir máltíð á veitingahúsi, heldur en hið venjulega bragðdaufa íslenska síu-kaffi og hefur jafnvel horn í síðu pressukönnu-kaff- isins, sem enn nýtur mikilla vinsælda á mörgum veitingahúsum. Kaffi endurspeglar á margan hátt menningu viðkomandi þjóðar. I Norður-Evrópu hefur síu-kaffið ver- ið allsráðandi framan af þessari öld og á Norðurlöndum hefur þróast kaffimenning sem felst í því að þamba sem mest af fremur bragð- litlu kaffi daginn út og daginn inn. Svipað er uppi á teningnum í Þýska- landi en þar er kaffið ef eitthvað er ennþá bragðminna og daufara. A Vesturlöndum er kaffið þó líklega hvergi verra en í Bandaríkjunum en það kaffi sem almennt er boðið upp á þar í landi á fátt sameiginlegt með þessum göfuga drykk annað en áþekk litbrigði. Auðvitað gerir Víkverji sér grein fyrir því að á þessu eru undantekn- ingar og bandarískar kaffisölukeðjur á borð við t.d. Starbucks hafa átt mikinn þátt í að hífa kaffidrykkju upp á skárra plan. Enn verður mað- ur þó að leggja á sig töluvert erfiði til að hafa upp á bolla af góðu kaffi í Bandaríkjunum. xxx SÚ ER hins vegar ekki raunin í suðurhluta Ewópu enda vh-ðast nú flestir líta þangað þegar reyna á að endurskapa ósvikna kaffihúsa- menningu. Hvort sem er í Frakk- landi, á Italíu eða Spáni fær maður nær undantekningarlaust gott kaffi þegar beðið er um bolla af kaffi og þá ávallt það sem á ítölsku er kallað espresso en Frakkar telja nóg að kalla café. Jafnvel á einföldustu kaffihúsum er hægt að fá unaðslegt kaffi fyrir lítinn sem engan pening. Hér á landi og víðar í Norður-Evr- ópu virðist þróunin vera í þá átt á kaffihúsum að farinn er að myndast bræðingur á milli norður-evrópsku konditori-kaffihúsanna og suður-evi'- ópsku kaffibaranna. Vonandi heldur sú þróun áfram og kaffið áfram að batna. Því miður er það nefnilega enn svo að ekki er alveg hægt að treysta á að espresso-kaffið á ís- lenskum kaffihúsum sé viðunandi þótt sem betur fer séu undantekn- ingarnar ekki margar. Bolli af góðu espresso er auðþekkjanlegur á því að ljósbrúna froðan sem kemur úr olíu kaffibaunanna (og ítalir kalla crema) á að vera þykk og þekja sjálft kaffið. Sé svo ekki hefur höndum verið kastað til við kaffivélina. Tví- vegis hefur Víkverji lent í því að undanförnu að biðja um espresso- bolla á kaffihúsi (ekki því sama) og fá í hendurnar bolla þar sem einungis vai- smá crema-hringur í útjaðri boll- ans. Ekki nennti Víkverji að standa í stappi og reyna að útskýra fyrir starfsfólkinu að þetta væri gallað espresso. Hann ákvað bara að fá sér kaffi annars staðar næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.