Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 38
VIKU m MORGUNBLAÐIÐ 38 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 Fimmta sætií Bocuse d’Or Sturla Birgisson náði glæsilegum árangri í matreiðslukeppninni Bocuse d’Or og náði þar fímmta sætinu. Steingrímur STURLA, þreyttur að lokinni keppni, ásamt Paul Bocuse. Sigurgeirsson ræddi við Sturlu og veltir fyrir sér hvaða áhrif þessi TT'EPPNIN |\ Boeuse d’Or, \_sem haldin er í Lyon í Frakklandi annað hvert ár, er ekki hvaða matreiðslukeppni sem er. Stofnandi keppn- innar og forstöðumaður hennar er einn þekktasti mat- reiðslumaður Frakka á þessari öld, Paul Bocuse. Að mati flestra er þetta strangasta og virtasta mat- reiðslukeppni sem haldin er. Úr- slitin vekja alla jafna mikla athygli um allan heim og sigurvegarinn getur gengið að bjartri framtíð vísri. Kokkar frá tuttugu og tveim- ur þjóðum tóku þátt að þessu sinni og höfðu flestir þeirra gengið í gegnum erfíða forkeppni heima fyrir áður en þeir fengu rétt til þátttöku. íslendingur tók nú þátt í keppn- inni í fyrsta skipti og var það einn reyndasti matreiðslumaður lands- ins, Sturla Birgisson, yfírmat- reiðslumaður Perlunnar, sem tví- vegis hefur unnið keppnina mat- reiðslumaður ársins. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að hafa hausinn í lagi og hafa æft vel og vera ör- uggur með hvert einasta handtak," segir Sturla þeg- ar hann er spurður um hvað skipti mestu máli þegar tekið er þátt í keppni sem þessari. Hann segir mikilvægt að þjást ekki af minni- máttarkennd gagnvart öðrum og þekktari þjóðum. „Sálfræðihlutinn er 70% af þessu dæmi þegar í keppnina er komið og restinn er tækni, allt niður í minnstu smáat- HVERT lítið handtak skiptir máli ef réttirnir eiga að vera fullkomnir. BANDARISKI keppandinn nostrar við forréttinn sinn í eldhúsinu. árangur gæti haft fyrir íslenska matreiðslu. riði og bera fram matinn." Ekki ( síst hafi tveggja vikna „æfingabúð- ir“ á veitingastaðnum Domaine de Clah-efontaine hjá matreiðslu- manninum Philippe Girardon skil- að miklu. „Philippe hífði mig upp um tíu sæti og einnig var mikil- vægt að anda að sér franska loft- inu og menningunni til að komast í rétt hugarfar. Við vöknuðum sex á i hverjum morgni og vorum mættir á grænmetismarkaðinn í Lyon klukkan hálfsjö. Það var mikill i skóli og upplifun að sjá það sem þar er á boðstólum. Eytt sinn var ég búinn að velja út fallega, rauða hollenska tómata. Philippe fussaði hins vegar og sagði þá ómögulega. Þeir væru eins og Cindy Crawford að utan en ljótir að innan. Tómatar yrðu að vera sólþroskaðir, einungis þannig fengist rétta bragðið." Sturla segir að þær sex klukku- j, stundir sem keppnin vai-ði hafí g verið stystu sex klukkustundir ævi * hans. Þær hafí liðið eins og andar- tak. Hann segir það vera sérstak- lega minnisstætt þegar Paul Bocuse kom sjálfur tö hans á með- an hann var að ganga frá matnum á diska og einnig hrós sænska yfir- dómarans Mathiasar Dahlgren, en hann sigraði í keppninni árið 1997. Sagði Dahlgren að Sturla ætti hæstu einkunn skilið. „Þetta var mjög spennandi þeg- ar úrslitin voru kynnt. Fyrst voru annað og þriðja sætið, Frakkland og Belgía, lesin upp en síðan tók Bocuse upp umslag, þuklaði á því og sagði: Það er ískalt. Þá þuklaði hann á því aftur og þefaði og sagði: það er fískilykt af því. Því miður reyndist það hins vegar vera Nor- egur.“ Sturla sagðist hins vegar hæstá- nægður með fimmta sætið og að þetta væri gríðarleg auglýsing fyr- I ir íslenska matargerð. „Þetta sýnir að það er ekki bara Gullfoss og Geysir sem erlendir gestir geta gengið að vísum á íslandi. Nú ætti öllum að vera ljóst að islensk mat- argerð er einnig á heimsmæli- kvarða. Næsta skref er hins vegar að undirbúa íslenska þátttöku fyrir árið 2001, þegar keppnin verður haldin næst.“ Sturla segir að fyrir matvælaút- flutningsþjóð geti keppnin verið öflug kynning. Norðmenn hafí lagt Draumur um tákn DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Vitranir í draumi í LÍTILLI fréttaklausu í Morg- unblaðinu 27. janúar síðastliðinn sem bar yfirskriftina „Freud fær uppreisn" var frá því sagt að vís- indamenn hefðu fundið út að draum- ar, hraðar augnhreyfíngar (Rapid Eye Movement) og hugsanir ættu ekkert sameiginlegt, þessu væri stjómað af ólíkum heilastöðvum. Og í fréttinni var klykkt út með stað- fastri yfirlýsingu sömu aðila um að draumar eigi upptök sín í þeim heilahluta sem gefur frá sér dópamín (dópamín er taugaboðefni og talið örva fíkn manna) til örvunar óskum, löngunum og þrám. Vísindin efla alla dáð en vaða einnig villu síns vegar. Ef draumar væru aðeins örv- unarlyf til að halda okkur vongóðum í þessum táradal, værum við ekki hugsandi verur heldur sem hvert annað fé, og framfarir byggðust á tilviljunum og stökkbreytingum. Heimspekiformúlur mannsins um tilurð og tilgang væru þvættingur, Guð ekki til og Biblían tómt bull. I Biblíunni er aragrúi draum- sagna, meðal annarra er þessi um fæðingu Jesú í Matt.18,19: „Fæðing Jesú Krists var með þessum atburð- um: María, móðir hans var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman reyndist hún þunguð af heilögum anda. Jósef, festmaður hennar sem var grandvar, vildi ekki gjöra henni opinbera minnkun og hugðist skilja við hana í kyrrþey. Hann hafði ráðið þetta með sér en þá birtist honum engill drottins í draumi og sagði: Jósef, sonur Davíðs, óttastu ekki að taka til þín Maríu heitkonu þína. Barnið sem hún gengur með er af heilögum anda. Hún mun son ala og hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra." Draumurinn er því ekki bara boð- tæki, hann er sendi- og móttökutæki á þær eindir og þau hrif sem mælast ekki með nútímatækni vísindanna en sem kallast hughrif, hugsun, sál eða heilagur andi. Þar er á ferðinni önn- ur vídd sem okkur dauðlegum er fjarstæða uns við dettum í hana líkt og margar fírrur um tækni og vís- indi gærdagsins eru sjálfsagðir hlut- ir í dag. Draumur „Margrétar“ Ég stend uppi á þakskeggi á ein- hverju húsi og á þakskegginu gegnt mér er maður, svartklæddur frá toppi til táar, búningur hans sleikir kroppinn og allar útlínur hans sjást sem og höfuðlag. Hann horfir á mig eins og bráð og ég er í hættu. Svört slæða úr söki liggur yfir þakinu öllu og blaktir. Til þess að bjarga mér svipti ég slæðunni af hálfu þakinu og ætla að láta hana fjúka út í busk- ann (þá er ég orðin slæðan) og redda mér þannig en ég fínn að vindurinn er ekki nógur til þess að feykja slæðunni neitt að ráði, ég hendi slæðunni samt og horfi á hana lenda í grasinu fyrir neðan mig og festast þar í grasstráunum. Vonlaus staða að mér finnst og ógnvekjandi tilfinning að verða drepin af mann- inum. Ég er slæðan í grasinu, sjón- arhorn mitt er frá grasrótinni og ég sé umhverfið breytast og sólin skín, gulur fuglsungi vappar í grasinu. Ég horfi á slæðuna morkna, slitna og hverfa í grasið, ég er ungi í gras- inu og ég er hólpin. Svo er ég að planta trjám, óljóst þrjár plöntur, í beinu framhaldi af því raða ég steyptum kantsteinum í fallega röð, síðan held ég á taupoka, helli úr honum teskeiðum og 1 um göfflum úr silfri s ég ætla að raða lík framhaldi. Þetta göngustígur sem ég að vinna við og ég lít i ir honum og í honum hliðar eru sprungui malbiki og ég heyri el bróður minn Guðmi segja bak við mig . geri þetta ekki nema fái að gera það s þarf‘, og hann endurt ur þetta mjög ákvei Mér fannst hann stjó: þessum aðgerðum n göngustíginn. Ráðning Ef draumurinn fyrst skoðaður frá lagslegu sjónarhorni sameiginlegum tákn þá er húsið tákn sjálfs og þakið tákn höfuðs: Svarti liturinn merkir eitth' ókunnugt, sem dylst, en ein myrka orku. Að planta trjám annað tengt gróðri merkir líf vöxt. Fuglar vísa til sálar og fre og göngustígur til lífsvegar. S tæku og persónulegu táknin ■ taupokinn, silfurskeiðarnar og gs arnir, kantsteinarnir, malbil Guðmundur og hans hlutur ásí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.