Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ_______________________________________________________LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 65_^
MINNINGAR
GUÐBJÖRN
GUÐMUNDSSON
+ Guðbjörn Guð-
mundsson fædd-
ist á Ketilvöllum í
Laugardal í Arnes-
sýslu 16. júní 1920.
Hann lést á heimili
sínu í Reykjavík 27.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Langliolts-
kirkju 5. febrúar.
Margar góðar minn-
ingar komu í huga minn
þegar ég heyrði andlát
vinar míns Guðbjörns
Guðmundssonar frá Böðmóðsstöð-
byggði sér fallegt heim-
ili að lokum í Vestur-
húsum 14 með Unni
sambýliskonu sinni. Þar
ríkti þjóðleg gestrisni,
hlýhugur og gaman-
semi sem var svo nota-
leg. Enda þótt Guð-
björn hafi verið um-
svifamikill athafnamað-
ur á byggingamarkað-
inum hér í Reykjavík á
sínum tíma þá minnist
ég hans fyrst og fremst
sem Laugdælingsins
Guðbjörns á Böðmóðs-
stöðum sem fékk í arf
frá forfeðrum sínum einstaka veiði-
um.
Fyrstu kynni mín af Guðbirni voru
í gegnum foreldra mína. Þau höfðu
miklar mætur á þessum unga Laug-
dælingi sem var fluttur úr dalnum til
Reykjavíkur. Eg átti til dæmis að
muna það, að ef ég lenti í þoku og
væri hræddur um að ég væri villtur,
þá ætti ég að bíða af mér þokuna
eins og Guðbjörn hefði gert, þegar
hann ungur að árum hefði verið á
rjúpnaveiðum með pabba sínum uppi
á Miðdalsfjalli og orðið viðskila við
hann í þokunni. Þá gróf Guðbjörn sig
í fónn og beið eftir því að þokunni
létti, kom hann hlaupandi ofan af
fjallinu heill á húfi.
Einhvern tímann þegar ég ætlaði
að fá frí í skóla vegna þess að ég
taldi mig vera veikan þá fékk ég að
heyra sögur af Guðbimi. Þegar hann
flutti til Reykjavíkur og stofnaði sitt
heimili, hóf nám í Iðnskólanum í
Reykjavík og útskrifaðist þaðan sem
byggingameistari án þess að vanta
nokkru sinni í tíma og fékk sérstaka
viðurkenningu fyrir. Svona mann
ætti ég að taka mér til fyrirmyndar
og ekki að koma mér undan skyldum
með einhverjum ímynduðum veik-
indum. Iðnskólinn var þá kvöldskóli
og nemendur unnu fulla vinnu með
skóla. Mér fannst þessi Guðbjörn frá
Böðmóðsstöðum af þessum sökum
frekar þreytandi. En ég óx úr grasi,
flutti til Reykjavíkur eins og Guð-
bjöm og það leið ekki á löngu að ég
kynntist Guðbimi á eigin forsendum.
An þess að vita af þvi var ég kominn
í vinahópinn. Vísbendingarnar sem
ég fékk voru að við værum Árnes-
ingar, Laugdælingar og að Guðbjörn
væri frá Böðmóðsstöðum.
Guðbjörn var hlýlegur, kátur og
stríðinn, en stríðni hans var alltaf
hlýleg. Árin liðu og það kom að því
að ég byggði mér mína fyrstu íbúð.
Guðbjörn var byggingameistari að
blokkinni. Hann hélt stuttan fund
með okkur og þar setti hann það
skilyrði að hann tæki því aðeins að
sér þessa byggingu að við greiddum
skilvíslega greiðslu sem nægði til út-
borgunar launa á réttum tíma, því
það kæmi aldrei til greina að borga
ekki laun á réttum tíma. Orð skyldu
standa og handsal væri jafngilt und-
irskrift. Þetta samstarf gekk með
ágætum og okkar vinátta hélt áfram
að þróast.
Guðbjörn var umsvifamikill bygg-
ingameistari hér í Reykjavík og
hafði orð á sér fyrir heiðarleika og
dugnað. Árin liðu og svo kom að því
að við ákváðum að hann kæmi með
fjármálaviðskipti sín til mín. Þetta
var alit ákveðið á léttum nótum og
gamansaman hátt, í anda Guðbjörns.
Svo kom að því að viðskiptin hæfust.
Þá mætti hann mjög alvarlegur og
var honum mjög niðri fyrir. Eg
spurði: „Hvað er að?“ Þá svaraði
hann: „Vinátta okkar er ekki bara
byggð á kynnum okkar, hún er miklu
djúpstæðari, byggð á vináttu for-
eldra okkar og forfeðra og því verð-
ur þú að lofa mér einu. Öll viðskipti
okkai- verða að vera á faglegum nót-
um og hvernig sem þau fara, mega
þau ekki setja nokkurn blett á þessa
löngu vináttu forfeðra okkar.“ Á
þessum árum kynntist ég athafna-
manninum Guðbirni, kappsfullum,
traustum og um fram allt heiðarleg-
um.
Svo kom að því að Guðbjörn lauk
starfsferli sínum og settist í helgan
stein. Mér finnst að Guðbjörn hafi
uppskorið eins og hann sáði. Hann
mennsku, kapp og dugnað, trygg-
lyndi og hlýju.
Böðvar Magnússon.
Nú ertu farinn, afi minn, það virð-
ist ekki langt síðan ég og systkini
mín eyddum heilu og hálfu sumrun-
um í bústaðnum þínum á Böðmóðs-
stöðum. Þau sumur í bústaðnum þín-
um og í návist þinni eru ljóslifandi
ævintýrasumur í minningu okkar
krakkanna. Þar fórum við með þér í
margar veiðiferðir hvort sem var
stangveiði eða skotveiði. Þær ferðir
sem við fórum með þér einkenndust
af gleði og umhyggju, gleði yfir því
að fara að veiða með þér og þeirri
umhyggju sem þú sýndir okkur til að
gera daga okkar í sveitinni sem eftir-
minnilegasta. Aldrei fórum við
krakkarnir tómhentir heim eftir
veiði með þér, allir fengu físk, enda
beittir þú öllum þínum „töfrabrögð-
um“ til að koma honum á. Við þökk-
um þér allar þær töfrastundir sem
við áttum með þér og þú munt alltaf
eiga kærleiksríkan stað í hjörtum
okkar ki-akkanna í Stekkjarseli 7.
Pétur Hannes.
Látinn er vinur og mágur. Eg hitti
Guðbjörn, eða Bubba eins og hann
var nefndur af vinum og vandamönn-
um, fyrst árið 1952. Síðar kynntist
ég systur hans sem varð kona mín.
Frá upphafi hafa öll okkar kynni
og samskipti verið góð og einlæg.
Bubbi var stór og myndarlegur mað-
ur, hress og hvers manns hugljúfi,
sem vildi leysa hvers manns vanda.
Hann var byggingameistari og var
meistari af mörgum stórbyggingum
bæði í Reykjavík og úti á landi. Má
þar nefna Bændahöllina sem reis
upp á undraverðum hraða. Hann var
mjög farsæll sem meistari enda
sjálfur góður og vandaður smiður og
lét ekkert verk frá sér, nema það
væri óaðfinnanlegt enda valdi hann í
lið með sér úrvalsmenn. Guðbjörn
ólst upp hjá foreldrum sínum elstur
14 systkina og varð fljótt farinn að
hjálpa til. Guðmundur faðir hans var
mikill veiðimaður og grenjaskytta
sveitai- sinnar og Bubbi var ekki hár
í loftinu þegar hann fór að fylgja
honum eftir sérstaklega við rjúpna-
veiði og veiðar í Brúará og Hagaós.
Bubbi tók síðan við af fóður sínum
sem gi-enjaskytta í Laugardalnum
og víðar og var hann einstakur veiði-
maður og mjög góð skytta. Hann
plataði margan refinn með gaggi
sínu.
Bubbi byggði sumarhús á Böð-
móðsstöðum og notaði hann það mik-
ið ásamt fjölskyldu sinni og vinum.
Hann var mikill ræktunarmaður og
gróðursetti mikið af trjám í landið
sitt. Hann hafði mest gaman af því
að sjá til þeirra sjálfur eða rækta
þær frá græðlingum. Bubbi var vina-
margm- og hafði gaman af því að
vera í vinahópi og kannski kíkja í
glas ef svo bar undir. Hann var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var Þóra
Rristjánsdóttir og áttu þau 7 börn.
Síðari kona hans var Herdís sem er
látin fyrir nokkrum árum og áttu
þau tvær dætur. Seinustu árin bjó
hann með Unni Haraldsdóttur og
byggðu þau sér fallegt heimili við
Vesturhús. Þar undu þau sér vel
saman. Unnur reyndist Bubba og
fjölskyldunni hans allri einstaklega
vel í hans veikindum sem voru hon-
um erfið, sérstaklega síðast.
Það er margs að minnast eftir
nærri fimmtíu ára kynni. Fyrst þeg-
ar þú leiddir konu mína að altarinu
og varst okkar svaramaður. Síðar út-
vegaðir þú okkur lóð og byggðir okk-
ar fyrstu íbúð og varst alltaf okkar
ráðgjafi og hjálparhella ef með
þurfti. Einhverju sinni var Bubbi að
fara til veiða í Brúará og hafði boðið
með sér unglingunum á bænum, sér
hann þá sex ára son minn, sem mæn-
ir á hann vonaraugum. Þá segir
Bubbi, heyrðu frændi, ekki má skilja
þig eftir. Hann var tekinn með og
Bubbi sinnti honum sérstaklega og
fékk hann tvær bleikjur og verður
þetta honum ævinlega minnisstætt
og kallaði Bubbi hann síðan alltaf
veiðimanninn.
Við Dísa kveðjum þig með söknuði
og virðingu og sendum Unni, börn-
unum þínum og öðrum ástvinum
innilegai' samúðai'kveðjm'.
Blessuð sé minning þín.
Vilhjálmur Sigtryggsson.
Kunningsskapur okkar Guðbjörns
Guðmundssonar spannar nú yfir sjö
ái-atugi, eða frá því ég fyrst man.
Milli æskuheimila okkar ríkti rótgró-
inn kunningsskapur og vinátta, jafn-
vel nokkurra kynslóða, enda voru
þau móðir mín og faðir Guðbjörns
uppeldissystkin og ævilangt náin
sem bestu systkin. Þessi kunnings-
skapur skilaði sér til næstu kynslóð-
ar og lét Guðbjörn heitinn ekki sitt
eftir liggja að rækta þann akur, svo
trygglyndur sem hann var.
Foreldrar Guðbjörns, þau heiðurs-
hjón Guðmundur Njálsson og Kar-
ólína Árnadóttir, sem lengst af
bjuggu á Böðmóðsstöðum í Laugar-
dal, eignuðust alls fimmtán börn og
komust öll upp nema fyrsta barnið,
sem dó nýfætt. Þessi systkinahópur
þótti allur hinn mannvænlegasti í
sjón og raun.
Á þeim árum sem við Guðbjörn
vorum að slíta barnsskónum var
ennþá við lýði farkennsla í flestum
sveitum, sem þýddi gjarnan að heim-
ilin skiptust á að halda hvert annars
börn, svo þau mættu njóta kennslu
einnig meðan kennarinn var stað-
settur annars staðar í sveitinni.
Þetta stuðlaði m.a. að meh'i og nán-
ari kynnum krakkanna, sem með
þessu móti urðu samvista allan sól-
arhringinn að störfum og leik. Hér
eru ekki efni til að rifja upp ýmsa
skemmtilega og miður skemmtilega
atburði frá þessum góðu tímum. Eitt
er þó víst, að sameiginleg æsku- og
bernskubrek hafa einatt orðið undir-
staðan að ævilangri vináttu, og þá
ekki hvað síst þegar í hlut átti
ti'yggðatröll á borð við Guðbjörn.
Foreldrar Guðbjörns, þau Guð-
mundur og Karólína voru víst fátæk
að flestu öðru en kjarki og bjartsýni
þegar þau hófu hjúskap og búskap.
En með stakri elju og þrautseigju
tókst þeim að koma sínum fjórtán
börnum upp og til manns af myndar-
skap sem vakti furðu á þeirri tíð.
Það lætur að líkum, að Guðbjörn,
sem var elstur þeirra systkina, sem
lifðu, hlaut snemma að leggja fram
sitt lið í sameiginlegri lífsbaráttu
fjölskyldunnar. En pilturinn var
bráðgjör og öðlaðist fljótt metnað og
sjálfstraust til að standa sig. En
þessi snemmfengni metnaður og já-
kvætt keppnisskap sem síðan hefur
fylgt honum, hygg ég eigi ekki hvað
minnstan þátt í gengi hans síðar á
ævinni.
Guðbjörn fór ungur til náms á
bændaskólann á Hvanneyri og lauk
þaðan prófi með ágætum rúmlega
tvítugur. Ekki gerði hann þó búskap
að starfi sínu, heldur hélt til Reykja-
víkur og hóf nám í húsasmíði og það
var á þeim vettvangi sem hann lét
áður langt leið allrækilega að sér
kveða. Hann öðlaðist fljótt meistara-
réttindi og er ekki að orðlengja það,
innan tíðar var hann orðin einn af at-
kvæðamestu verktökum í þem'i
grein. Nú kom honum að notum það
sjálfstraust, metnaður og dirfska,
sem hann hafði heyjað sér í æsku.
Þessir eigihleikai' öfluðu honum frá
upphafi trausts jafnt viðskiptavina
sem starfsmanna, sem fundu að
hann stóð við samninga og loforð
hans stóðust hvort sem þau munnleg
eða skjalfest. Hér yrði of langt mál
að fara að telja upp þær byggingar,
stæn-i og smærri, sem hann hefur
ýmist reist fyrir eigin reikning eða
risið hafa undir hans forsjá, en eitt
er víst að á köflum voru umsvif hans
mikil.
Það gefur að skilja að tíðum hefur
vinnudagur Guðbjörns verið alllang-
ur, því iðulega var hann með mörg
hús í takinu hér og þar á höfuðborg-
arsvæðinu og þá með álíka marga
vinnuflokka að annast. Auk þess
voru auðvitað öll aðföng á efni,
bankaferðir, skrifstofuhald o.s.frv. á
hans höndum, m.ö.o. margra manna
verk, sem hann hlaut að annast. Svo
einkennilegt sem það virðist um svo
önnum hlaðinn mann sem Guðbjörn
kom það varla fyrir að maður hitti
hann svo að hann hefði ekki nægan
tíma til að rabba í rólegheitum um
dag og veg. Ég hafði eitt sinn orð á
þessu við sameiginlegan vin okkar,
sem einmitt hafði veitt þessu athygli,
og lýsti furðu minni á þessu. Hann
var ekki nærri eins hissa á þessu og
ég, sagði það einmitt einkenni þeirra
manna sem mestu kæmu í verií, að
þeir væru aldrei að flýta sér. Ég hef
síðan komist að raun um að þetta er
sannleikurinn. Um Guðbjörn er það
að segja að honum tókst að ljúka
stóru dagsverki þótt manni sýndist
hann stundum flýta sér hægt.
Faglegur metnaður Guðbjöms var
meh’i en svo að hann leyfði sér
nokkru sinni að skila af sér illa unnu
verki, heldur skyldi það standast
strangai' gæðakröfur.
Guðbjörn var bóngóður og greið-
vikinn í besta lagi, það ætti undirrit-
aður vel að vita. Hann vr félagslynd-
ur og þótti gott að deila geði með
vinum og félögum, höfðingi heim að
sækja og mikill hrókur fagnaðar á
gleðifundum, glaðlyndur og gæddur
ágætri kímnigáfu. Skemmdi þá lítt
þótt glóði ögn á skálum. Hann var og
snjall spilamaður og stundaði tals-
vert brids með góðum félögum. Ein
var þó hans tómstundaiðja, sem síst
ætti að gleyma, en það var veiði-
mennska af öllum gerðum, en af
þeirri íþrótt varð hann víðfrægur.
Frækni hans við hvers konar veiðar
var slík að fáir hefðu þurft við hann
að keppa. Stangveiði var honum
mjög hugleikin og hlaut hann að
frægð eigi alllitla. Þó vom fugla- og
refaveiðar líklega það sem hann
lagði hvað mesta alúð við. Hann var
t.d. slíkur snillingur með byssu að
sjaldan missti hann marks. Hann
hafði í æsku lært af fóður sínum ým-
is tök og aðferðir, sem síst má án
vera við veiðar, svo sem að þekkja
hegðun dýranna við breytilegar að-
stæður, þolinmæði og rétt viðbrögð.
Á þessu öllu náði Guðbjörn slíkum
tökum að furðu vakti. Sumh' vina
hans kölluðu hann að vísu í gamni,
refasálfræðing. Vafalítið voru það
glöggskyggni hans, íhygli, tak-
markalítil þolinmæði og dugnaður
yfii'leitt, sem gerði hann einn fræg-
asta veiðisnilling landsins á sinni tíð.
Guðbjörn var á yngri árum og
raunar alla tíð talinn glæsimenni,
jafnt á vöxt sem á svip og að öllu hið
mesta karlmenni. Hann var lengst af
vel hraustur svo sem vinnuafköst
hans sýna og starfsþreki hélt hann
lítt skertu til sjötugs, jafnvel lengur.
Fyrir nokkrum árum kenndi hann
hjartabilunar svo hann gekkst undir
aðgerð á Landspítalanum. Sú aðgerð
heppnaðist með ágætum og varð
hann fljótur að ná fullri heilsu á ný.
En því miður entist honum sú heilsa
ekki lengi, því á síðasta ári greindist
í honum illkynja mein, sem ekki varð
við ráðið. Honum varð fljótt ljóst að
hverju stefndi, en eins og líklegt var
af honum æðraðist hann ekki. Ég
átti við hann langt viðtal nú síðast,
mig minnir milli jóla og nýárs. Þá
var honum vel ljóst að heilsan væri
endanlega farin, en taldi það ekki til
að angra sig yfir. Hann kviði ekki
dauðanum og væri sáttur við guð og
menn, lífið hefði verið sér gjöfult á
flestan hátt svo sér væri nær að
þakka gjafir þess en að víla þótt leið-
arlok blöstu við, þau gætu svo sem
hvort eð væri ekki verið svo fjarri.
Fyrir mig var þetta samtal mjög
hressandi. Sömu sögu sögðu mér
tveir vinir hans sem heimsóttu hann
aðeins tveim dögum áður en hann
dó. Hann var þá hinn hressasti og
fagnaði þeim af öllu hjarta. Við þá
var hann eins hreinskilinn og hann
hafði áður verið við mig og bað þá að
ergja sig ekki yfir þvi sem fyrir hon-
um lægi. Að öðru leyti hélt hann sínu
gamla lagi og gerði að gamni sínu
eins og í gamla daga, og margþakk-
aði þeim fyrir komuna.
Mælt á þann kvarða, sem okkur er
tamast að leggja á æviskeið manna
og lífshlaup, gat Guðbjörn að leiðar-
lokum kvatt heiminn með ánægju og
stolti. Hann gat glaðst yfir fleiru en
reisulegum mannvirkjum sem víða
blasa við sjónum. Afkomendur hans
skipta orðið mörgum tugum og eru
þeir upp til hópa hið mesta mannval
og margt af þeim afreksfólk. Hann
eignaðist níu börn með tveim eigin-
konum sínum. Um fjölda barnabarna
veit ég ekki, en þau eru hvort
tveggja mörg og mannvænleg.
Þegar ég kveð vin minn, heiður-
skallinn Guðbjörn Guðmundsson,
samfagna ég honum að hann fékk að
kveðja þennan heim „með gló-fagran
skjöld, glaður og reifur hið síðasta
kvöld“.
Við hér á Laugamesvegi blessum
minningu Guðbjörns og vottum ást-
vinum hans samúð okkar.
Hilmar Pálsson.
• Fieiri minningnrgreinar um
Guðbjöm Guðmundsson bíða
birtingar og munu birtast, í blaðinu
næstu daga.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VALÝ ÞORBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR,
andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 20. janúar sl.
Þökkum við umhyggju og hjúkrun sem hún naut þar.
Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför
HJÁLMARS KRISTJÁNSSONAR,
Langholtsvegi 28,
Reykjavík.
Guð veri með ykkur.
Sígríður Pétursdóttir,
Ásgeir Guðnason,
Sigríður Líba Ásgeirsdóttir,
Guðmundur Ásgeirsson,
Embla Dís Ásgeirsdóttir.
mbl.is 1