Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 75 FOLK I FRETTUM KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó, Borgarbíó, Nýjabíó í Keflavík og Nýjabíó á Akureyri sýna rómantísku gamanmyndina YouVe Got Mail með þeim Meg Ryan og Tom Hanks í aðalhlutverkunum. Leikstjóri og meðhöfundur myndarinnar er Nora Ephron sem á sínum tíma leikstýrði myndinni Sleepless in Seattle með þeim Tom Hanks og Meg Ryan. Ást í Frumsýning ÞAU Joe Fox (Tom Hanks) og Kathleen Kelly (Meg Ryan) búa skammt frá hvort öðru í einu af betri hverfum New York borgar og vinnustaðir þeirra eru líka nálægt hvor öðrum. Þau kaupa bæði grænmeti hjá grænmetissalanum Zabar og kaffið kaupa þau hjá Star- bucks. Þau eru því alltaf á ferðinni um sömu stræti stórborgarinnar. Joe býr með stórsnjöllum og atorku- sömum bókaritstjóra, Patriciu Eden (Parker Posey), en Kathleen býr með umhyggjusömum dálkahöfundi við dagblað, Frank Navasky (Greg Kinnear). Bæði telja þau Joe og Kat- hleen að tilveran og ástalífið sé í full- komnu lagi, eða allt þai' til þau hitta hvort annað á spjallrás og byrja að skiptast á tölvupósti. Undir dulnefn- unum NY152 og Búðarstelpa, byrja þau Joe og Kathleen að trúa hvort öðru fyrir sínum dýpstu leyndarmál- um og er allt látið flakka nema hver þau í raun og veru eru. A meðan vin- átta þeiira þróast í að verða ástar- samband á Netinu opnar Joe nýja verslun í bókabúðakeðjunni Fox- bækur, aðeins rétt frá lítilli bókabúð sem Kathleen rekur. Vegna afslátt- arboða, kaffibars og stórs lagers er allt útlit fyrir að Fox-búðir setji litlu vinalegu búðina hennar Kathleen á hausinn. Kathleen hafði fengið búð- ina í arf frá móður sinni, og hefur búðin verið fastur punktur í tilvera margra undanfarin 40 ár. Núna þeg- ar horfur eru á því að þetta lífsviður- væri hennar sé um það bil að verða að engu trúir hún óþekktum netvini sínum fyrir ástandinu, en hún er jú bæði farin að treysta honum og meta mikils. Joe, sem þarna gerh' sér grein fyrh’ því hver það er í raun og veru sem hann hefur átt í sambandi pósti við á Netinu, kemur svo til með að falla fyi'ir Kathleen í raunveraleik- anum alveg eins og hann hafði gert í tölvusamskiptum þeirra. Vandinn er hins vegar hvernig hann á að fara að því að skilja hina ástríku, skemmti- legu og góðhjörtuðu Búðastelpu frá hinni tortryggnu Kathleen sem hat- ar Joe og allt sem búðin hans stend- ur fyrir, og spurningin er hvernig hann getur leitt sannleikann um sjálfan sig í ljós án þess að eiga það á hættu að missa Kathleen. Leikstjóri myndai’innar You’ve Got Mail er Nora Ephron og er hún jafnframt framleiðandi myndarinnai- og handritshöfundur ásamt systur sinni Deliu Ephron. Eftir að hafa skapað sér nafn sem einn virtasti handritshöfundurinn í Hollywood sneri Nora sér að leikstjóm þegar hún gerði myndina This is my Life ái'ið 1992. Næsta myndin sem hún leikstýrði var rómantíska gaman- myndin Sleepless in Seattle með þeim Meg Ryan og Tom Hanks í að- alhlutverkum og sló hún rækilega í gegn. Nora hefur þrisvar sinnum hlotið óskarstilnefningu fyrir kvik- myndahandrit sem hún hefur skrifað ein eða ásamt öðram. Hún hlaut fyrst tilnefningu fyrir Silkwood (1983), þá When Harry Met Sally (1989) og síðast fyi-ir Sleepless in Seattle. Þá skrifaði hún handrit myndanna Heart- bimn (1986), sem gert var eftir metsöluskáldsögu hennar sjálfrar, Cookie (1989), This is My Life JOE fylgist með Kathleen og veit ekki hvernig hann á að leiða sannleikann í ljós án þess að eiga það á hættu að missa hana LEIÐIR þeirra Joe Fox (Tom Hanks) og Kat- hleen Kelly (Meg Ryan) liggja oft saman án þess að þau geri sér grein fyr- ir hver þau í raun og veru eru. (1992) og Mixed Nuts (1994), en handrit tveggja þeirra síðasttöldu skrifaði hún ásamt systur sinni Deliu. Síðasta mynd hennar var Michael með John Travolta í aðalhlutverkinu. Áður en Nora Ephron hóf að skrifa kvikmyndahandrit hafði hún um langt skeið verið einn þekktasti blaðamaður Bandaríkjanna. Hún er gift blaðamanninum og rithöfund- inum Nicholas Pileggi, sem skrif- aði bækurnar Goodfellas og Casino, sem samnefndar kvik- myndir hafa verið gerðar eftir. Áður var hún gift blaðamannin- um Carl Bernstein, en storma- sömu hjónabandi þehra er lýst í Heartburn. KATHLEEN trúir netvini sínum fyrir vandræðum sínum og kemst Joe þá að því hver hún raunverulega er. MYNPBÖNP Galsafengið raunsæi Bette frænka (Cousin Bette)___ I) r a in a ★ ★'/2 Framleiðandi: Sarah Radclyffe. Leik- stjóri: Des McAnuff. Handritshöfund- ar: Lynn Siefert og Susan Tarr. Kvik- myndataka: Andrzej Sekula. Aðal- hlutverk: Jessica Lange, Elizabeth Shue, Bob Hoskins og Hugh Laurie. (107 mín.) Bandarísk. Skífan, febrúar 1999. Ekki við hæfi ungra barna. BETTE frænka er lífleg kvik- myndaaðlögun á samnefndri sögu 19. aldar skáldsins Balzac. Þar segir frá Bette, gáfaðri konu sem hefur þrátt fyrir aðals- tign verið dæmd í hlutverk fátækr- ar piparmeyjar. Fyrir vikið mætir hún vanvirðingu af hálfu skyld- menna sinna. Þegar systurdótt- ir Bette rænir manninum sem er henni kær fyllist hún hefndarþorsta gagnvart öllum þeim sem gert hafa á hennar hlut. Söguefnið hverfist um ástir og af- brýðisemi, losta og spOlingu og síð- ast en ekki síst eyðileggingarmátt slægra kvenna. Framferði persón- anna og örlög endurspegla síðan ástand samfélagsins í heild, þ.e. sið- ferðislega hnignun aðalsstéttarinnar og vaxandi biturð hinna undirokuðu. Kvikmyndin túlkar þessa stéttai'úr- kynjun á skemmtOegan hátt og lýsfr dramatískum tilburðum persónanna með galsafengnu og kaldranalegu yf- irbragði. Þá eru persónur líflegar enda túlkaðar af ágætum leikarahópi undir forystu Jessicu Lange. En þrátt fyrir þessa kosti er söguefni myndarinnar dálítið úr sér gengið. Með slíkan efnivið hefði þurft að halda betur á spöðunum því atburða- rásin verður langdregin og þvæld þegai’ á líður. Heiða Jóhannsdóttir Hetjur horfinna tíma í SJÓNVARPSDAGSKRÁM í síð- ustu viku voru kvikmyndir og þætt- ir um hetjur, bæði góðar og vondar. Seinni þáttur sænskrar víkinga- sögu var á dagskrá, sérkennileg upprifjun á ítölskum leiðangri til Norðurpólsins og kvikmynd úr villta vestrinu svokallaða, þegar morð og ofbeldi komst á þjóðsagna- stig og var jafnvel sagt eiga skylt við sagnir af íslenskum görpum úr fomöld, sem auðvitað höfðu komist á þjóðsagnastig fyrir löngu. Sjónvarpsþættir og kvikmyndir byggja yfirleitt á sögum og því eðli- legt að þjóðsagan eigi þar nokkurn sess. Hafa ber þó í huga að efni ætlað almenningi til áhorfs er saman sett af misjafnlega vel gerðu fólki, sem gerir sér ekki alltaf grein fyrir aðalatriðum sagna og einnig því að oft þarf að hjálpa þeim yfir bláþræði með kurteisleg- um ýkjum. Sögur eru misjafnlega skemmtilegar eða lifandi, einnig fróðleikur margskonar, sem hefur í auknum mæli þótt eftirsókarvert sjónvarpsefni. Síðan kemur margs- konar vitleysa og má undarlegt heita að fólk skuh fást til að fram- leiða slíkt; almennu menningará- standi skuli þannig farið, að vitleys- an skuli talin eftirsókarverð skemmtun og menn skuli verða rík- ir framleiðendur á því sem ekkert er. En hinn nýi heimur tækni og skemmtiiðnaðar býður fólki í dans- inn. Á sunnudag var sýnd á Stöð 2 kvikmyndin Rauða tjaldið um leið- angra á norðurhjarann vegna mis- heppnaðs loftflugs ítala til Norður- pólsins. I leit að mönnum biandað- ist garpur á borð við Norðmanninn Roald Amundsen og týndist hann í þeirri ferð. Svo virðist sem menn hafi talið sig eiga eitthvað vantalað við hann af því að í myndinni er hann vakinn aftur til lífsins og lát- inn fjalla um mannaforráð og hetju- skap og því um líkt, sem leitai' ef- laust á huga þeirra sem fást við pól- argöngur. Sumum finnst nú lífsbar- áttan nógu erfið, þótt ekki sé farið í langar og tvísýnar göngur á freram suður- eða norður- skauts. Sannast mála er að heim- spekilegar vanga- veltur Amundsen eða afturgöngu hans eru ekki spennandi og sama má segja um Nobile og aðra þá sem kallaðir era á vettvang. Maður horfir á hetjuna Amundsen af því hann var búinn að vinna það afrek að verða fótgang- andi á undan Scott á Suðurskautið í den og talaði þá enginn um heim- spekilegan grann þess þrekvirkis. Á fóstudag kom Sýn með Harð- jaxlana; ekkert merkilegan vestra en þó lék þar Charlton Heston á móti James Cobb og enduðu báðir hálfdauðir. Vestrar eru misjafnir. Flestir þeirra hafa að bakgrunni sérkennilegar klettamyndanir í Arizona, m.a. „Devil’s finger", póst- vagna, Indíána og kátar barmeyjai’ til að vega upp á móti þeirri viðvai'- andi nauðung að þurfa að skjóta mann og annan. Þóttist þá margur unglingur á íslandi sjá Þorgeir Hávarsson og aðra brunnmíga skjótast fyrir húshom. En þetta vora bara venjulegar persónur, búnar til af þjóðtrúnni og bornar á vettvang af fólki, sem mátti ekki vamm sitt vita. í hópi byssumanna fannst fólki að það sæi stórbrotnar hetjur í bland við bófa. Villta vestr- ið var sterkt medisín og lifir enn. Að síðustu skal svo minnst á seinni hluta sænskrar myndraðar, sem sýndur var í ríkiskassanum á mánudagskvöld. Hann var um Bjarkey og sænska víkinga, sem fóra í austurveg án þess að skilja eftir sögu í fornum sænskum bók- um sem engar eru. Aftur á móti eru Rússar að vakna til vitundar um til- vist víkinga í landi sínu eftir að bæði Zarar og kommúnistar höfðu bannað að talað skyldi um þá. Eru Rússar byrjaðir að grafa í undir- stöður borga og í hauga á árbökk- um eftir beinum og minjum um for- feður sína. Vitnað var í persneskan erindreka, Fadlan, sem heimsótti þjóðflokkinn Rus um 920 e.Kr. Hafa Svíar því hætt sér nokkuð langt aftur. En eftir þessa tvo sænsku þætti stendur lítið eftir af nýrri vitneskju. Svíar vora ekki miklir víkingar. Þeir vora kaup- menn og sigldu á lygnum vötnum. Aðeins ein tilvísun var í siglingu Leifs heppna til Ameríku án þes að nefna hann og önnur tilvísun á korti var í siglingu Haralds Sig- urðssonai' um Gíbraltar til Balarí- eyja og Sikileyjar og síðan Mikla- garðs. Það er kannski ekki von að Svíai' hafi sagt mikið um þessar ferðir. Þær vora ekki sænskar og þá skortir heimildir. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI Stefán Jökulsson halda uppi léttri °g góðri stemningu á Mímisbar. Radisson SAS Saga Hotel Reykjavík SMjzturjjaíinn Smiðjuvefji 14, ^(Ppavojji, sími 587 6080 í kvöld leikur hinn frábæri Hilmar Sverrisson ásamt Önnu Vilhjálms Opió frá kl. 22—3 Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 Munið hin frábæru sunnudagskvöld með hijómsveit Hjördísar Geirs frá kl. 21.30—1.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.