Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 37
SÍDASTI DAGIIR > ^ \ \ \ ' ^ ^v/ -y / Vx,->X / '// / A SlLKff iýY)I með \iry^tu mynstn- 10-70% ENNMEIRlVytÐLÆKKUN!!! aislanur Sfðuinúla 20, sími 568 8799 • I lafnarstr&'ti 22Akim.yti, sfmi 4611115 MORGUNBLAÐIÐ ARDAGUR 6. FEBRUAR 1998 37 smáhluta sem skreyttir eru með mósaík. Þrykkborð sem býður upp á ýmsa möguleika Opið er úr galleríinu inn í vinnu- stofuna. Þar má sjá voldugt þrykk- borð með handstýrðum vagni. Stór vaskur stendur við einn vegg vinnustofunnar og segir Guðlaug að í honum þvoi hún rammana sem hún notar við mynsturgerðina. A veggnum á móti er svo spegill en undir honum eru snagar. Þar hanga nokkrar fiskverkunarsvunt- ur eins og Guðlaug er sjálf með framan á sér og jafnmörg pör af appelsínugulum gúmmíhönskum. Undirrituð hélt fyrst að þetta væri innsetning og ætti að virka sem tenging við sjóinn sem gjálfrar við biyggjustólpana neðan við Tryggvagötuna. Svo er ekki heldur eru svunturnar ætlaðar hinum fjöl- skyldumeðlimunum sem hafa mik- inn áhuga á því sem hún er að gera. „Guffi hjálpar mér stundum við að þrykkja og strákunum, sem eru tólf, níu og tveggja ára, finnst gaman að koma hingað og eru miklir þátttakendur í vinnu minni.“ Guðlaug bendir því næst á þrykkborðið og segir: „Þrykkborð eins og þetta hefur ekki verið til hér á landi. Eg fór utan og kynnti mér hvað væri á boðstólum af tækjum og keypti svo þetta borð í Bretlandi. Það eykur mjög afköstin að vera með gott vinnuborð auk þess sem það hentar vel til ná- kvæmnisvinnu. Þrykkborð sem þetta er notað þegar verið er að þiykkja mynstur í efni sem notað er í hátískufatnað í Frakklandi." Sækir hugmyndir í kristin tákn Guðlaug útskýrir hvernig þiykk- vinnan fer fram og segir að mynstrið sé búið til á römmunum og þeir síðan settir á vagn sem hægt sé að færa eftir borðinu endi- XjNGBABN ATEPP1 me^ Jesumy — löngu. Strokið sé með sköfu yfir rammana og mynstrið þrykkist þá á undirliggjandi efni. „Þetta virðist einfalt en krefst vissrar tækni og þekkingar," segir hún. I nánustu framtíð hyggst Guð- laug bæta við vöruvalið og bjóða handþrykkta dúka, servíettur og sturtuhengi svo eitthvað sé nefnt. „Auðvitað verður þessi vamingur eitthvað dýrari en það sem er verk- smiðjuframleitt en það má ekki gleyma því að aðeins er til eitt ein- tak af því sem verið er að kaupa. - Viðskiptavinurinn er að kaupa listaverk fyrir gluggana hjá sér eða í sófann,“ bætir hún við. Það kemur fram í máli Guðlaug- ar að hún hefur þegar selt nokkrum heimilum hér á landi handþrykktar gardínur. Einnig selur hún svolítið til útlanda. „Ég hitti íslenska konu sem bað mig að gera fyrir sig nokkur sýnishorn af gardínuefnum sem hún setti á textílsýningu í Bretlandi. Þegar hafa komið nokkrar pantanir í gegnum þessa konu. Þá hafa nokkrir hlutir eftir mig verið til sölu í galleríi í miðborg Oslóar sem heitir Is Kunst og selur eingöngu íslenska list og er í eigu íslenskrar stúlku. Galleríið var opnað nú um miðjan nóvember." Markaðsmöguleikar góðir Hvemig sér hún annars fyrir sér markaðsmöguleikana? „Ég er bjartsýn og tel að mögu- leikamir séu margir. Ég vil gera vel við mína viðskiptavini. Þeir geta komið til mín með litaprufur til dæmis af áklæðinu á sófasettinu og ég get hjálpað þeim að velja gardínur í samræmi við það. Ég gæti líka farið heim til viðskipta- vinanna og séð hvernig er innan- húss og ráðlagt um gardínuefni í framhaldi af því. Ég er sífellt að prófa mig áfram með nýjungar. Ég vinn með mjög góð efni og liti því ég veit að fólk er ánægðara með það sem er gott og vandað." Það er eftirtektarvert þegar munir Guðlaugar em skoðaðir að hún sækir iðulega hugmyndir að mynstmm og formum í kristin tákn. Hún er spurð nánar út í þetta. „Ég er trúuð en engin ofsatrúar- manneskja ef það er það sem þú ert að spyrja um,“ segir hún. „Mér finnst ekki vanþörf á því í þessum hraðfleyga heimi að minna á góða hluti eins og kærleikann. Þannig langar mig til að skapa ákveðna stemmningu og hlýju með hlutunum sem ég er að fást við. Þeir sem horfa á gardínumar með krossunum eða púðsma með madonnumyndunum hljóta að fínna friðinn sem fylgir þessum táknum. Mig langar að skapa hluti sem veita innri gleði.“ BORÐDÚKUR úr flaueli. ÞAÐ eykur gæði og vinnuafköst að vera með gott þrykkborð. Ljósmynd/Ásdís Handþrykktar gardínur úr silki og silki- organdí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.