Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1, 103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK FRÁ slysstað á brúnni yflr Vaðal í Önundarfírði. Morgunblaðið/Halldór Banaslys á brtí í Önundarfirði KONA á fertugsaldri lést þegar bifreið sem hún var farþegi í lenti í árekstri við litla hóp- ferðabifreið á einbreiðri brú yfir Vaðal í Ön- undarfirði um klukkan 16.30 í gær. Sam- kvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu á Isa- firði, þangað sem fólkið var flutt, var konan barnshafandi, komin um sjö mánuði á leið, en ekki tókst að bjarga lífi bamsins. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, sambýlis- maður konunnar, slasaðist talsvert í árekstr- inum en áverkar hans eru ekki taldir lífs- hættulegir. Einn farþegi var í hópferðabif- reiðinni, sem tekur tólf farþega, en hvorki hann né ökumaður bifreiðarinnar hlutu áverka. Rannsókn á tildrögum slyssins er ekki lok- ið, en veður var með ágætum á þessum slóð- um þegar slysið varð. Fólksbifreiðinni var ek- ið frá Isafírði og áleiðis til Þingeyrar þegar hún rakst á hópferðabifreiðina, sem ekið var áleiðis til Isafjarðar. Konan sem lést var búsett á Þingeyri. Ekld er hægt að greina frá nafni hennar að svo stöddu. Guðbjörg IS seld til Þýska- lands og áhöfn sagt upp Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐBJÖRGIN við bryggju í Reykjavík í gærkvöldi, en skipið er að leggja í síðustu veiðiferð sína áður en það verður afhent þýska fyrir- tækinu í næsta mánuði og gert út undir merkjum DFFU. STJÓRN Samherja hf. hefur ákveð- ið að selja Guðbjörgu ÍS-46 til þýska fyrirtækisins Deutsche Fischfang Union GmbH (DFFU) sem er dótturfyrirtæki og að 99% í eigu Samherjasamstæðunnar. Skip- ið er selt án veiðiheimilda og mun veiða úr kvóta DFFU. Áhöfn Guð- bjargarinnar hefur verið sagt upp störfum en hún er nú að leggja í síð- ustu veiðiferð sína á skipinu, sem verður afhent nýjum eigendum í mars. „Að sjálfsögðu verður eftirsjá að skipinu. Auðvitað er þetta mjög erf- ið ákvörðun og það liggur alveg ^jóst íyrir að þetta er mikið tilfinn- ingamál fyrir ísfirðinga en við telj- um að skipið geti nýst félaginu bet- ur í Þýskalandi," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja, í samtali við Morgunblaðið í gær. ,Á móti munum við bæta við skipastól Samherja íyrir mitt ár 2000 fjölveiðiskipi, sem er bæði tog- skip og nótaskip." Þorsteinn Már sagði að 3.400 þorskígildistonna kvóti Guðbjargar yrði fluttur á önn- ur skip Samherja. Þorsteinn Már sagði að í dag tengdust um 30 manns útgerð Guð- -bjargarinnar, þar af væru 12 með lögheimili á Isafjarðarsvæðinu. Guðbjörgin var smíðuð í Flekke- fjord í Noregi árið 1994 íyrir Hrönn hf á Isafirði, sem lengi hafði gert út aflaskig með sama nafni undir stjóm Ásgeirs Guðbjartssonar, skip- stjóra, og síðan einnig Guðbjarts Ás- -jgeirssonar, sem er nú skipstjóri þessa 1.200 brúttólesta skips. Við sameiningu Hrannar og Sam- herja í janúar 1997 var því lýst yfir að í samkomulagi um sameininguna kæmi fram að útgerðin yrði óbreytt frá ísafirði, líkt og verið hefði. Að- spurður hvað hefði breyst frá þeim tíma sagði Þorsteinn Már að breyt- ingar hefðu orðið í sjávarútvegi, m.a. vegna minni rækjuveiði, og fyiirtæk- ið þyrfti að mæta þeim. „Það er Ijóst að það hafa að undanfomu orðið töluverðar breytingar og við verðum að horfa á hagsmuni félagsins og teljum okkur vera að gera það.“ Verðum að mæta breytingum Um það hvort segja mætti að Samherjamenn hefðu með sölunni gengið á bak fyrrgreindra orða sinna við sameininguna sagði Þor- steinn Már: „Eg held að við verðum að mæta breytingum í sjávarútvegi á hverjum tíma. Það má ekki hengja okkur um aldur og ævi fyrir það sem við höfum einhvem tímann sagt,“ sagði hann. „Eg lít svo á að aðalmálið sé ekki hvað skipin heita og hvar þau landa, en stærsta löndunarhöfn Samherja er reyndar Reykjavík. Eg aftur á móti vonast til þess að geta boðið flestum vinnu hjá okkur á öðram skipum og ég reikna þess vegna með því að áfram verði Vestfirðing- ar í vinnu hjá Samherja." Hann sagði að samkvæmt þýsk- um lögum yrði skipstjóri á þarlendu skipi að vera Þjóðverji. Eftir að DFFU tekur við skipinu verður það í ýmsum verkefnum, m.a. þorsk- veiði við Noreg, auk þess sem fyrir- tækið hefði verulegar veiðiheimildir í úthafskarfa fyrir utan lögsögu ís- lands og innan lögsögu Grænlands og einnig veiðiheimildir í grálúðu. „Við höfum víða möguleika fyrir þetta öfluga og ísstyrkta skip,“ sagði hann. Ég er voðalega sár Útgerðarfélagið Hrönn, sem rann inn í Samherja í upphafi árs 1997, var að stærstum hluta í eigu Ás- geirs Guðbjartssonar skipstjóra og fjölskyldu hans. Ásgeh' var spurður að því í gær hvernig hann tæki fréttum af sölu skipsins úr landi. „Eg er voðalega sár, ég get ekki sagt annað,“ sagði Ásgeir og sagði að salan hefði átt sér um það bil mánaðar aðdraganda. Um það hvort hann hefði greitt þessari ráðstöfun atkvæði sagði Ás- geir að í upphafi hefði verið talað um að flagga skipinu út en síðan að allir yfirmenn yrðu áfram á skipinu. Hann hefði því ekki lagst gegn sölu. Klukkan þrjú í gær hefði hann heyrt að þýsk áhöfn ætti að vera á skipinu. „Þetta er náttúrlega al- verst fyrir blessað fólkið, sem er á skipinu. Það var mikið af Vestfirð- ingum á skipinu, hörkufólki. Það er eftir ein veiðiferð hjá þeim.“ Ásgeir sagði að mikið vantaði á að þau orð hefðu staðið sem féllu við sameiningu Hrannar og Samherja. „Það vantar mikið á það, það hefur margt úrskeiðis farið. En ég var samþykkur sameiningunni og fór með það að hugarfari að vinna með drengjunum og þeir koma sérstak- lega vel fram við mig. Þeir reka sitt fyrirtæki, blessaðir drengirnir, þeir era að kaupa annað skip og láta þetta fara til Þjóðverjanna." V er slunarráðið Lítum okk- ur nær í viðskiptum AÐ MATI Verslunarráðs hafa ís- lensk útflutningsfyi-irtæki hvergi nærri nýtt sér alla möguleika sína í Evrópu. Guðjón Rúnarsson, aðstoð- arframkvæmdastjóri Verslunar- ráðs, segir það sitt mat að vaxtar- möguleikar fyrir útflutningsvörur séu mestir í nágrannalöndum okk- ar. Þessir möguleikar hafi alls ekki verið fullnýttir öfugt við það sem stundum sé haldið fram. „Það hefur talsvert mikið verið rætt um að íslensk fyrirtæki hafi verið að gera sniðuga hluti í fjar- lægum löndum, t.d. í S-Ameríku, Asíu og víðar. Okkar niðurstaða er að það sé réttara að horfa sér nær vegna þess að það séu ótæmandi möguleikar enn fyrir hendi í Evr- ópu. Þar með erum við ekki að segja að menn eigi ekki að skoða möguleika annars staðar. Það hefur loðað við að menn telji að markaðir í Evrópu séu orðnir mettaðir hvort heldur er fyrir sjávarfang eða aðrar framleiðsluvörur. Okkar niðurstaða er að svo sé ekki og möguleikar okkar í Evrópu séu hvergi nærri nýttir,“ sagði Guðjón. Hann sagði að við það bættist að menning, tungumál og fjarlægðir gerðu það að verkum að auðveldast væri fyrir íslensk fyrirtæki að eiga viðskipti við nágranna sína í Evr- ópu. Hann sagðist þó ekki vilja draga úr því að í löndum eins og Kína væri geysilega stór og vaxandi markaður. Mestir möguleikar á Norðurlöndum I skýrslu Verslunarráðs er lönd- um raðað með tilliti til mikilvægis markaðarins, vaxtarmöguleika og árangurs með vísan til kostnaðar. Niðurstaðan er að Norðurlöndin séu í fyrsta sæti, Bretland í öðru, Bandaríkin í þriðja, Þýskaland í fjórða, Frakkland í fimmta, löndin í Á-Asíu í sjötta (þ.e. Japan, Kína, Taívan og S-Kórea) og S-Evrópu- löndin í sjöunda (þ.e. Spánn, Portú- gaþ Italía og Grikkland). I áttunda sæti kemur Pólland, en í skýrslunni segir að Pólland verði eitt af framtíðarviðskiptalöndum Is- lendinga. Rússland er í ellefta sæti í skýrslunni, en landið var áður eitt af mikilvægari viðskiptalöndum Is- lendinga. Þar era miklir erfiðleikar og íslenskum fyrirtækjum hefur gengið misjafnlega. ---------------- Ungmenni í skíðaferða- lagi slösuðust FJÖGUR ungmenni, tæplega tví- tug, slösuðust um klukkan 21 í gær- kvöldi þegar þau renndu sér á gúmmíslöngum í Hamragili og lentu í hrauni. Tvö ungmenni eru talin hafa verið á hvorri slöngu. Lögreglan á Selfossi var kölluð á slysstað skömmu síðar og fór á vett- vang ásamt. þremur sjúkrabifreið- um úr Reykjavík. Ungmennin voru flutt á slysa- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Tvö þeirra voru talin með talsverða áverka, þai' á meðal var eitt þeirra lærleggsbrotið. Ungmennin voru í skíðaferðalagi á vegum Fjölbrauta- skóla Suðurnesja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.