Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Nelson Mandela flytur síðustu stefnuræðu sína á þingi Suður-Afríku
Hvetur til þjóðareining-
ar í komandi kosningum
Höfðaborg. Reuters.
Reuters
NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, gengur inn í þinghúsið í
Höfðaborg til að flytja sfðustu stefnuræðu sína áður en hann lætur af
embættinu eftir kosningar sem ráðgerðar eru í maí.
Bíllinn settur í
öndvegi í Peking
Peking. The Daily Telegraph.
NELSON Mandela, forseti Suður-
Afríku, flutti í gær síðustu stefnu-
ræðu sína á þingi landsins áður en
hann lætur af embætti síðar á árinu.
Forsetinn fór lofsamlegum orðum
um störf fyrstu ríkisstjórnarinnar
eftir afnám kynþáttaaðskilnaðarins
og hvatti til einingar meðal þjóðar-
innar í kosningum sem eru ráðgerð-
ar í maí.
í afriti af ræðu forsetans, sem
sent var fjölmiðlum, kom fram að
stjórnin stefndi að því að næstu
kosningar færu fram á tímabilinu
18.-27. maí. Mandela sleppti þó
þeim hluta þegar hann flutti ræðuna
og talsmaður stjómarinnar sagði að
það hefði verið gert að ráði lögfræð-
inga vegna málshöfðunar Nýja þjóð-
arflokksins, stærsta stjórnarand-
stöðuflokksins, sem vill að slakað
verði á nýjum reglum um skráningu
kjósenda. Hann bætti við að stjórnin
stefndi þó enn að því að kosningarn-
ar færu fram 18.-27. maí.
Mandela hyggst draga sig í hlé
eftir kosningarnar og gert er ráð
fyrir því að Thabo Mbeki varaforseti
taki við forsetaembættinu. Búist er
við að flokkur þeirra, Afríska þjóð-
arráðið, fari með sigur af hólmi í
kosningunum.
Sagður sniðganga
vandamálin
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar
gagnrýndu ræðu forsetans, sögðu
hana rýra og sökuðu forsetann um
að hafa látið hjá líða að ræða það,
sem miður hefur farið á valdatíma
stjórnarinnar.
„Hann átti í mestu vandræðum
með að verja störf stjórnarinnar.
Hann viðurkenndi í raun að hún hef-
ur ekki náð árangri hvað varðar
glæpi, atvinnusköpun og mennta-
mál,“ sagði leiðtogi Nýja þjóðar-
flokksins, Marthinus van Schalk-
wyk.
„Hann sagði ekkert um árangurs-
leysi stjórnarinnar," sagði Tony Le-
on, leiðtogi Lýðræðisflokksins. „Frá
því hún komst til valda hafa 500.000
störf tapast og á síðasta ári einu
voru 20.000 Suður-Afríkumenn
myrtir."
Hrina tilræða fordæmd
Ræðan tók 90 mínútur og Mand-
ela sagði að stjórnin hefði náð mikl-
um árangri á mörgum sviðum frá
því hún komst til valda árið 1994 í
fyrstu kosningunum eftir afnám
kynþáttaaðskilnaðarins. „Göngunni
löngu er ekki enn lokið,“ sagði hann
og bætti við að sigur hefði ekki enn
EFTIRMENNTUN
VELSTJÓRA
Munið
námskeiðið um:
Nýjar aðferðir í
11.-13. febrúar nk.
VÉLSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS
Eftirmenntun vélstjóra,
sími: 562 9062,
veffang: www.vsfi.is
unnist í baráttunm fynr betri lífs-
kjörum blökkumanna.
Forsetinn nefndi nokkur dæmi
um árangur stjórnarinnar og sagði
að henni hefði m.a. tekist að tryggja
milljónum fátækra Suður-Afríku-
manna rennandi vatn, rafmagn og
síma. Hann viðurkenndi hins vegar
að stjórnin hefði ekki náð því mark-
miði sínu að láta smíða milljón nýrra
íbúða og ekki tekist sem skyldi að
stemma stigu við glæpum og spUl-
ingu.
Forsetinn fordæmdi einnig hrinu
sprengjutUræða og skotárása í
Höfðaborg á síðustu misserum og
hét því að þeir, sem bæru ábyrgð á
árásunum, yrðu sóttir til saka. Suð-
ur-afríska lögreglan segir að róttæk
hreyfing múslima, Þjóðin gegn
glæpahópum og eiturlyfjum, hafi
staðið fyrir árásunum, sem hafa m.a.
verið gerðar á ferðamannastaði og
lögreglustöðvar. Enginn hefur þó
enn verið dæmdur fyrir tilræðin.
„Það sem byrjaði... sem herferð
gegn glæpahópum er orðið að of-
beldisfullri og grimmdarlegri sókn
gegn venjulegum borgurum og lög-
reglumönnum," sagði Mandela. „Eg
vil fullvissa íbúa Höfðaborgar um að
við vitum hverjir þessir menn eru;
við vitum hverjir þjálfa og styðja þá;
og við höfum jafnt og þétt safnað
saman óyggjandi sönnunum fyrir
staifsemi þeirra.“
Spillingin verði upprætt
Mandela ræddi einnig efnahags-
málin og sagði að efnahagur lands-
ins væri traustur og að stjómin
myndi hvergi hvika frá aðhalds-
stefnu sinni í fjármálum. Hann bætti
við að stjómin þyrfti að endurskoða
stefnu sína í atvinnumálum til að
tryggja að samkeppnisstaða suður-
afrískra fyrirtækja versnaði ekki.
Forsetinn lagði einnig ríka
áherslu á að uppræta þyrfti spillingu
á öllum stigum stjórnsýslunnar og
öll þjóðin þyrfti að taka höndum
saman til að tryggja að friðnum í
landinu yrði aldrei aftur stefnt í
hættu. „Við stráfellum hvert annað
með orðum okkar og viðhorfum. Við
stráfellum hvert annað og brjótum
niður land okkar með því að ýkja
veikleika þess fyrir umheiminum.
Þessu verður að linna.“
Forsetinn bætti þó við að hann
vonaðist til þess að í næstu kosning-
um kæmu fram „raunverulegir leið-
togar sem byggja boðskap sinn á
von fremur en ótta; á bjartsýni at-
orkunnar fremur en svartsýni hæg-
indavælsins."
MONICA Lewinsky, fyrrverandi
starfsstúlka í Hvíta húsinu, sagði
saksóknurum fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings í eiðsvömum vitn-
isburði sínum fym í vikunni að Bill
Clinton forseti hefði aldrei beðið
hana að bera Ijúgvitni til að leyna
kynferðislegu sambandi þeirra.
Þetta kemur fram í útdrætti úr
vitnisburði Lewinsky, sem birtur
var í gær. Hún kveðst þar hafa
„blendnar tilfinningar" í garð Clint-
ons og mótmælti þegar einn sak-
sóknaranna lýsti sambandi þeirra
sem „lostafullu“.
Lewinsky sagði að Clinton hefði
hringt í hana að næturlagi 17. des-
ember 1997 og sagt að henni kynni
BORGARYFIRVÖLD í Peking í
Kína hafa ákveðið að ryðja burt
miklu af gömlum og sögrdegum
byggingum til að gera borgina
„nútímalegri" og rýma til fyrir
bílana.
Um er að ræða 240 hektara
svæði og verður byijað á húsum,
sem „eru fyrir umferðinni eða al-
mennt til óþæginda" að því er kín-
verska fréttastofan Xinhua sagði.
Mörg hundruð ára
gömul hús
Sumt af þessum húsum er ótta-
leg hrófatildur en önnur eru
að verða stefnt sem vitni vegna
máls Paulu Jones, sem sakar forset-
ann um kynferðislega áreitni. Hann
hefði ráðlagt henni að leggja fram
eiðsvama yfirlýsingu til að komast
hjá vitnastefnunni.
Lewinsky sagði hins vegar að
Clinton hefði aldrei beðið hana að
bera ljúgvitni í yfirlýsingunni. „Við
ræddum aldrei hvað ætti að vera í
yfirlýsingunni. Ég held ekki að ég
hafl talið á þessum tíma að hún
þyrfti endilega að vera ósönn.“
Þegar saksóknaramh gengu á
hana viðurkenndi þó Lewinsky að
hún hefði hugsað með sér, þegar
hún ræddi við Clinton, að hún myndi
neita því að hafa átt í kynferðislegu
mörg hundruð ára gömul og
gáfu lengi Peking sinn sérstaka
svip.
Sögulegar minjar voni lengi
þyrnir í augum kínverskra
kommúnista og á sjötta áratugn-
um skipaði Maó svo fyrir, að
gömlu borgarmúrarnir í Peking
skyldu rifnir.
Sagt var, að hann ætti sér
þann draum að svipast um frá
hinni forboðnu keisaraborg og
sjá eldspúandi reykháfa allt um
kring. Nú er draumurinn stál og
gler, verslanamiðstöðvar og bfla-
brautir.
sambandi við forsetann þar sem þau
hefðu alltaf ætlað að leyna því.
„Ég var plága“
Lewinsky neitaði að svara því
hvort hún liti svo á að Clinton hefði
logið þegar hann neitaði því að hafa
snert hana með kynferðislegum
hætti.
Saksóknararnir hafa reynt að
sanna að forsetinn og Vernon Jord-
an, lögfræðingur hans og vinur,
hefðu reynt að útvega Lewinsky
nýtt starf í því skyni að fá hana til
að bera ljúgvitni um sambandið.
„Ég var plága,“ sagði hún þegar
hún var spurð um þátt Jordans í at-
vinnuleit hennar.
Rushdie
fær óblíðar
móttökur
EINN af klerkum mú-
hameðstrúarmanna á Indlandi
sagði í gær að múslimar í
landinu yrðu að vera reiðu-
búnir að vaða eld og brenni-
stein til að koma í veg fyrir að
rithöfundurinn Salman
Rushdie stigi fæti á indverska
jörð. Sagði Syed Ahmad Buk-
hari á trúarsamkundu í
stærstu mosku Indlands, sem
er í Nýju Delhí, að múslimar
yrðu að fylgjast með hverju
fótmáli Rushdies heimsækti
hann Indland. Rushdie fædd-
ist á Indlandi og veittu ind-
versk stjórnvöld honum á mið-
vikudag vegabréfsáritun til
landsins. Segjast þau ætla að
tryggja öryggi hans í fyrstu
heimsókn hans til Indlands frá
því að æðstuklerkar múslima
dæmdu hann réttdræpan fyrir
guðlast í bókinni Söngvar
Satans.
Barak á
uppleið
STUÐNINGUR við Benjamin
Netanyahu, forsætisráðherra
ísraels, fer minnkandi, ef
marka má
nýja skoðana-
könnun sem
birt var í gær,
og bendir allt
til að hann
nái ekki kjöri
í kosningum
sem fram
eiga að fara í
maí. Sýndi könnunin að Ehud
Barak, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, myndi hljóta 49%
stuðning kjósenda í annarri
umferð forsætisráðherrakosn-
inga en Netanyahu einungis
43%. Skoðanakönnun í síðustu
viku sýndi fylgi við Barak 48%
og Netanyahu 46%.
Khatami á
fund páfa
MOHAMMAD Khatami, for-
seti Irans, mun hitta Jóhannes
Pál páfa í heimsókn sinni til
Italíu í næsta mánuði, að sögn
talsmanna Páfagarðs. Yrði
þetta fyrsti fundur forseta
Irans með páfanum frá því
keisaranum í íran var steypt
af stóli árið 1979 og klerka-
veldi íslamskra bókstafstrúar-
manna tekið upp.
Hanson í
vanda
PAULINE Hanson, leiðtogi
stjórnmálaflokksins Einnar
þjóðar í Astralíu, sem er sagð-
ur ala á kyn-
þáttahatri,
hafnaði í gær
gagnrýni á
forystu sína í
flokknum.
Höfðu þrír
þingmenn
flokksins á
ríkisþinginu í
Queensland áður sagt skilið
við flokkinn og sjö aðrir hót-
uðu að gera slíkt hið sama
segði Hanson ekki af sér og
leyfði opið kjör um leiðtoga-
embættið. Segja uppreisnar-
mennirnir að lýðræði ríki ekki
í flokknum meðan Hanson og
tveir ráðgjafar hennar sitja í
forystu hans.
Vitnisburður í máli Bills Clintons gerður opinber
Lewinsky segir hann ekki
hafa sagt sér að ljúg'a