Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 56
5á5 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Geira Helga- dóttir fæddist á ísafirði 21. janúar 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafírði 29. janúar siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Ragn- heiður Hjálmars- dóttir, f. 24.8. 1904 á Fremri-Bakka, Nauteyrarhreppi, d. ,27.4. 1985, og Helgi Hólm Halldórsson, múrarameistari, fæddur 12.6. 1897 á Hólum, Helgafellssveit, d. 22.5. 1987. Fósturforeldrar hennar frá fimm mánaða aldri voru Kristján Marías Guðnason, fæddur á Eiði í Súðavíkurhreppi 19.11. 1895, d. 21.4. 1959, og Rögnvaldína Karítas Hjálmars- dóttir, fædd á Fremri-Bakka í Langadal 16.8. 1890, d 16.6. 1962. Systkini: Svandís, f. 7.8. 1931; Filippía, f. 7.10. 1932; Ás- geir, f. 7.3. 1935, og Arndís, f. 27.8. 1936. Fóstursystkini: Ragnheiður, f. 29.8. 1912, d. *.20.7. 1985; Ásgeir, f. 3.5. 1914, d. 27.10. 1934; Hjálmar Bjami Krisljánsson, f. 2.12. 1917, d. 22.1. 1999; Filippía, f. 16.10. 1921; Hjálmar Sigurðsson, f. 3.5. 1945. Geira giftist 19.1. 1957 eftir- lifandi eiginmanni sinum, Guð- mundi Steinari Gunnarssyni, f. 14.5. 1933 á Ytri-Völlum, Elsku hjartans mamma mín, þá er þessu jarðneska lífi þínu lokið, ijg þér er trúlega ætlað annað hlut- verk á öðru tilverustigi. Mér finnst svo óendanlega sárt að missa þig. Eg á þér og pabba svo mikið að þakka. Við vorum svo samrýndar mæðgur, alltaf gat ég leitað til þín með vandamál mín, stór og smá. Minningarnar er ómetanlegar sem við áttum saman, t.d. frá skíðunum, leikfiminni og sundinu, þú varst eins og ég, hafðir mikla þörf fyrir að stunda íþróttir. Söngurinn var þér svo mikils virði, enda söngstu mikið um ævina. Mamma mín, þú hafðir svo mikið að gefa og bjóst yf- ir svo miklum kostum. Þú varst svo barngóð, þú varst svo góð við dæt- ur mínar þær Huldu og Emu ^ensínu. Missirinn er mikill og er erfitt að ímynda sér framtíðina án þín. Takk fyrir allt og fyrir þann mikla auð sem þú skilur eftir. Ég mun varðveita hann í hjarta mínu. Elskulega mamma mín, mjúk er alltaf höndin þín, tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er, allt það launa skal ég þér. (SJJ) Katrín Guðmundsdóttir. Mig langar með þessum fáu lín- um að minnast tengdamóður minn- ar, hennar Geiru Helgadóttur, sem lést á ísafirði 29. janúar sl. Geira mín, ég veit að þér líður vel þar sem þú dvelur nú meðal ættingja og vina, það finn ég í hjarta mér. Vafalaust munt þú fylgjast vel með og vaka yfir velferð barnabarnanna sem voru líf þitt og yndi. Þú varst mikil félagsvera og hafðir mikla þörf fyrir að hafa fólk í nálægð og ófáum stundum eyddir þú við að undirbúa kaffi- og matarboð jafnt fyrir fjölskylduna sem vandalausa. Fjölskylduböndin voru þér mikils virði og þú lagðir þig alla fram við að hlúa að þeim og rækta. Ég man vel okkar fyrstu kynni er ég kom í mína fyrstu heimsókn á Drafnar- götuna á Flateyri, ég var nokkuð kvíðin en sá kvíði varð strax ástæðulaus því móttökurnar sem ég fékk voru svo innilegar. Þú hafð- ir undirbúið veisluborð og þarna ræddum við tvær ásamt henni Katý (Sittur þinni um heima og geima. Kirkjuhvamms- hreppi, V-Hún., rekstrarstjóra hjá Vegagerðinm á Isafirði. Börn þeirra hjóna eru 1) Gunnar Helgi, f. 12.10. 1956, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Sauðárkróki. Maki Hrefna Bjarnadótt- ir, f. 30.10. 1964 á Isafirði, hár- greiðslumeistari á Sauðárkróki. Dætur þeirra eru Ásdís, f. 15.7. 1989, og Katrín f. 30.11. 1994. Gunnar átti áður soninn Hauk, f. 3.11. 1981, með Elínborgu Sigurðar- dóttur, kennara í Keflavík. 2) Rögnvaldur, f. 16.12. 1957, framkvæmdastjóri á Sauðár- króki. Maki Deborah Lynne Robinson, f. 11.1. 1962 í George, Suður-Afríku, ferðamálafulltrúi á Sauðárkróki. Dætur þeirra eru Alexandra, f. 7.7. 1989, Steinunn, f. 9.5. 1993, og Mon- ika, f. 4.8. 1997. 3) Katrín, f. 31.1. 1961, þolfimikennari á Þórshöfn. Maki Guðmundur Jónatan Baldursson, f. 18.3. 1958 í Reykjavík, forstöðumað- ur á Þórshöfn. Dætur þeirra eru Hulda, f. 3.9. 1983, og Erna Jensina, f. 7.3. 1996. títfor Geiru fer fram frá Dals- kirkju í Valþjófsdal í Önundar- firði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fastur punktur í fjölskyldutengsl- unum voru samverustundir okkar úti í Dal, í sumarhúsinu sem fjöl- skyldan hafði komið sér þar upp. Hvergi leið þér betur en við gróð- ursetningu í Dalnum innan um fuglasönginn og óminn frá leik barnabarnanna. Elsku Geira, hafðu þökk fyrir samverustundirnar og megi þér líða vel í nýjum heimkynnum. Þín tengdadóttir, Hrefna Bjarnadóttir. Elskulega amma mín, ég er alveg viss um að þér líður mun betur þar sem þú ert núna, því að þú hefur fengið hvíld hjá Guði. Þetta var búin að vera löng og erfið barátta hjá þér og ég er stolt af þér. Ég veit þú ferð aldrei frá mér, því þú ert orðin hluti af mér sem hverfur aldrei. Ég man alltaf þegar ég, þú og mamma fórum að gróðursetja úti í Valþjófsdal á landi sumar- bústaðarins sem við áttum. Þegar það var búið fengum við okkur alltaf eitthvað gott að borða, fórum svo í sólbað eða að vökva gróður- inn. Jólin voru alltaf hátíðleg hjá okkur og við höfðum alltaf verið saman um jólin nema tvisvar síðan ég fæddist fyrir 15 árum. Amma mín, þú varst svo myndarleg húsmóðir, alltaf að baka og húsið var alltaf svo hreint hjá þér. Ég gat alltaf hlaupið til ykkar afa þegar ég var búin í skólanum, það var svo stutt að fara. Það sem ég, þú og afi gerðum alltaf árlega var að tína ber, safta og búa til sultu úr beijun- um. Þú og afi hafið skapað sérstak- an sess í lífi mínu og því mun ég ávallt sakna þín. Hulda Guðmundsdóttir. Okkur langar til að minnast þín systir og mágkona Geira Helga- dóttir. Við eigum margar góðar minningar um þig og ykkur hjónin í gegnum tíðina. Þú varst mjög opin og glaðlynd og fljót að kynnast fólki. Samband þitt og Mumma við börnin ykkar, tengdabörn og barnaböm var með eindæmum gott. Eftir að börnin ykkar fluttu í önnur byggðarlög atvinnu sinnar vegna, varð erfiðara um samskipti, en það var sama hvort þið voruð stödd heima hjá ykkur eða í öðrum landshlutum ýmissa erinda, alltaf voruð þið í daglegu sambandi við eitthvert þeima. Við minnumst margra heimsókna ykkar hingað suður og okkar vestur á firði, þó þær væru nú færri. Ekki var talið eftir sér að fara með gestina vestur í Arnarfjörð til að skoða byggða- safn og þiggja veitingar eða upp á Breiðadalsheiði að tína fjallagrös, sem við höfðum aldrei áður séð öðruvísi en í umbúðum. Fyrir nokkrum árum fékkst þú sjúkdóma þá sem að lokum höfðu yfirhöndina í lífsbaráttu þinni. Þú varst ákaf- lega dugleg og jákvæð í þeirri baráttu. Það var þér mikill styrkur að eiga góðan mann þar sem Mummi var. Samband ykkar hefur alla tíð verið til fyrirmyndar og hef- ur ekki síst sýnt sig í þeirri um- hyggju, ósérhlífni og dugnaði sem hann hefur sýnt allan þann tíma sem þú barðist við veikindi þín. Hafi hann innilegar þakkir fyrir. Það verður ekki ofsögum sagt að þú hafir verið óvenju vinmörg. Oft hefur stutt og tilviljanakennd viðkynning þín við fólk orðið að ævilangri vináttu. Þú hafðir alltaf náið og gott samband við systkini þín og maka þeirra. Þessar línur eru settar á blað til þess að lýsa okkar góðu kynnum við ykkur Mumma. I okkar augum voruð þið ávallt eitt. Mummi minn, við vott- um þér innilega samúð og finnum sárt til með þér. Börnum ykkar, tengdabörnum og barnabörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við vitum hvað þið hafið misst. Svandís og Sigurður. Elsku Geira mín! Nú er þínum erfiðu veikindum lokið. Þó að við hefðum viljað hafa þig lengur hér hjá okkur vitum við að þér líður betur núna, og við vit- um líka að margir finna til sárs saknaðar á þessari stundu. Margar minningar koma upp í hugann. Við kynntumst þér þegar við fórum að vinna hjá þér. Þú varst þeim mann- kostum gædd að öllum sem kynnt- ust þér leið vel í návist þinni, og það var svoleiðis með okkur allar að þegar vinnutíma okkar var lokið vorum við ekki tilbúnar að fara frá þér. Hugur okkar var ætíð hjá þér. Við reyndum að hjálpa þér, til þess að þú gætir verið sem lengst heima, því þar þráðir þú að vera. Hjá þér var alltaf stutt í brosið, jafnvel þín- ar síðustu stundir fórst þú að gera að gamni þínu við okkur og við hlógum og hlógum eins og smá- stelpur. Það var mjög lærdómsríkt fyrir okkur að fá að kynnast þér og við lærðum margt af þér, t.d. þegar þú baðst okkur að baka fyi'ir þig kökur. Við spurðum þig um upp- skriftir, þá sagðir þú „það þarf enga uppskrift“, svo sagðirðu bara hvað ætti að fara í kökuna, allt var til í kollinum á þér. Alltaf vildirðu hafa heimili þitt fallegt og snyrti- legt, og nóg til með kaffinu fyrir gesti. Það var líka mjög gestkvæmt hjá þér og þannig vildir þú líka hafa það, allt fullt af vinum og kunningj- um. Þá leið þér vel. Þú varst stolt af fjölskyldu þinni og alltaf var mikill spenningur þegar þau voru vænt- anleg til ísafjarðar. Mesti spenn- ingurinn var að fá ömmubörnin. Þú varst svo glöð í hjarta þínu þegar þau komu öll um jólin og áramótin, og þú gast haft ömmubörnin í kringum þig. Það vantaði bara Hauk, því öll börn hændust svo mjög að þér. Elsku Geira, við vilj- um þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Við áttum yndislegan tíma með þér, sem var mjög þrosk- andi, en líka erfiður á köflum. Okk- ur þótti öllum vænt um þig. Þú varst okkur mjög kær. Elsku Guð- mundur, Þetta er búinn að vera erf- iður tími hjá þér, hugsaðu nú vel um þig og megi minningar um góða eiginkonu ylja þér um hjarta á erf- iðum stundum. Við vottum þér, börnum, tengdabörnum og barna- börnum innilega samúð. Vertu sæl Geira mín. Guð blessi þig og minn- ingu þína. Brynja, Elínborg, Elva og Sigurbjörg (Sibba). Geira fóstursystii' mín kom á heimili foreldra minna þegar hún var tveggja mánaða gömul. Ég man eftir því þegar móðir mín kom með hana, vafða inn í sæng, í mótorbáti frá Isafirði heim til Flateyrar. Var mikil tilhlökkun og gleði hjá okkur systkinunum að fá lítið barn á heimilið. Ég var yngst minna systk- ina, þá þrettán ára gömul, og hafði alltaf þráð að eignast lítið systkini sem ég gæti passað. Seinna þegar ég eignaðist mínar dætur, passaði hún þær og urðu þær síðan góðar vinkonur. Móðir Geiru var móðursystir mín og hafði verið heilsutæp. Var það samkomulag þeirra systra að móðir mín tæki litlu stúlkuna í fóstur og ólst hún síðan upp með okkur systkinunum á bernskuheimili mínu. Hún var okkur mikill gleðigjafi og sat Hjalli bróðir minn oft með hana á hnjánum og kenndi henni lög og vísur. Geira dó, eftir erfið veikindi, á sama sólarhring og Hjalli var jarðsunginn. Geira var með eindæmum góð heim að sækja, enda var hún sér- lega létt í lund og naut sín vel í vinahópi. Hafi hún þökk fyrir allar góðar stundirnar sem við áttum saman. Ég bið góðan Guð að blessa Geiru og veita aðstandendum henn- ar styrk og trú á erfiðri stundu. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins tO þig aftur ber. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd, og bind um sárin, kom, dögg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Megi kær frænka fara í friði. Filippía Kristjánsdóttir. Hún Geira frænka er látin. Hún lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar hinn 29. janúar síðastliðinn eftir erfiða sjúk- dómslegu. Þótt við vissum að hveiju stefndi trúum við því varla að hún sé ekki lengur á meðal okkar. Geira ólst upp hjá Rögnvaldínu ömmu og Kristjáni afa á Flateyri Hún var eins og systir okkar, það var yndis- legt að vera í návist hennar. Það var gott að geta leitað til hennar, enda var hún alltaf reiðubúin að hjálpa ef með þurfti, því henni var margt til lista lagt. Það var gott að koma til Geiru og Mumma á þeirra fallega heimili á Flateyri og finna þá hlýju og góðvild sem streymdi frá þeim. Geira var ráðskona hjá Vegagerð ríkisins í mörg sumur. Það var unun að horfa á hana vinna, hún naut sín í einu og öllu við þau störf, ávallt glaðleg og einbeitt. Ég átti því láni að fagna að vera henni til aðstoðar eitt sumar í vegavinnunni, það var skemmtilegur tími. Geira var söng- elsk mjög og ég minnist þeirra ára er við sungum saman í kirkjukórn- um á Flateyri, eða á skemmtunum, og Sara Vilbergs spilaði undir á gít- arínn. Geira var með hæstu og bestu milliröddina. Þetta eni óg- leymanleg ár. Það var svo gott að tala við Geiru, maður fann þessa hlýju og umhyggju sem einkenndi hana svo mjög. Hún naut þess að tala um börnin sín og ekki síst barnabörnin eftir að þau komu í heiminn. Minningarnar streyma fram í hugann er ég kveð þessa Ijúfu vinkonu. Megi góður guð styrkja Mumma, bömin, tengda- börn, bamaböm og systkini hennar í sorginni. 0, Jesú, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín. Sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér i paradís. (Hallgr. Pét.) Erna Friðbjörg Einarsdóttir. GEIRA HELGADÓTTIR Það er sárt að sjá á eftir tveim bestu vinum í fjölskyldunni á einni viku. Geira Helgadóttir var mér sem góð systir og vinkona í gegnum ár- in. Minningar streyma fram í hug- ann og eru mér dýrmæt eign. Bernskan var björt. Á Flateyri átti Geira góða fósturforeldra og fóst- ursystkin, jafnframt átti hún sitt annað heimili hjá foreldrum og fjómm systkinum á Isafirði. Árin mín og Geiru eru samofin í óslitinn vinarþráð, hvort sem við vorum að leik í snjónum að vetri eða rifjuðum heyið á afatúni og fengum að sofa í tjaldi á sumrin. Barnaskólaárin okkar voru góð og Geiru gekk vel í námi og var bókelsk, enda átti hún að vini góðan leiðbeinanda, hann Nonna sem beið barnanna í fjöl- skyldunni, þau áttu góðar stundir í litlu stofunni hans. Snemma fórum við að hjálpa mömmum okkar í félagsstörfum, þó ekki væri annað en að flétta músastiga og sælgætiskörfur fyrir barnaball kvenfélagsins Brynju, eða selja fal- leg merki og blóm til fjáröflunar Mæðrastyrksnefndar. Við gerðumst skátar í Framherj- um, vorum í íþróttafélaginu Gretti og eftir fermingu var sjálfsagt að syngja í kirkjukórnum, en í barna- skóla sungum við í fjórradda kór undir stjórn Sigríðar Benedikts- dóttur og vorum í barnastúkunni Hörpu sem Sveinn Gunnlaugsson stjórnaði af myndarskap, allstaðar var sungið. Við Geira, Sara, Inga Magga og Gógó mynduðum söng- hóp, sungum þríraddað og kölluð- um okkur Eyrarrósir og áttum margar gleðistundir á unglingsár- um. Árið 1951 fórum við Geira saman í kaupavinnu til Lárusar í Gríms- tungu í Vatnsdalinn fallega og sum- arið eftir fórum við í fagran Borg- arförðinn þar sem Geira var á Arn- bjargarlæk en ég á Hamraendum. Þetta voru lærdómsrík sumur og skemmtileg. Ekki fór Geira fram- hjá fiskinum frekar en við hinar stelpurnar og eftir langa, stranga vinnuviku rétti verkstjórinn okkur brjóstsykurspoka, það var nú bónusinn í þá daga. Árin 1953-54 stundaði Geira nám í Húsmæðraskólanum á Isafirði, þar vorum við saman í 9 mánuði og öll kennsla miðuð við að gera okkur hæfar til húsmóðurstarfa. Þarna vorum við yfir 30 stúlkur og alltaf sungið við stjórn Ragnars H. Ragn- ar en Geira hafði fallega alt-rödd. Svo kom stóra ástin í lífi hennar er hún kynntist Guðmundi Steinari Gunnarssyni, hann kom úr Valþjófsdalnum frá Þorfinnsstöð- um, gjörvulegur góður drengur. Þau giftust 19. janúar 1957, en í ágúst 1956 hafði ég gifst Björgvini Þórðarsyni. Við byijuðum búskap hvor sínum megin við Bárugötuna, þar eignuðust þau synina Gunnar Helga og Rögnvald og við okkar eldri syni, það var daglegur sam- gangur og synirnir leikfélagar. Árin 1960-61 byggðum við sam- an hús okkar og heimili að Eyrar- vegi 12. Geira og Mummi á efri hæð en við niðri, þá fæddist þeim dóttir- in Katrín, voru þær mæðgur mjög nánar. Geira var lánsöm í einkalífi og starfi. I áraraðir vann hún með manni sínum við matreiðslu, en hann var verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins. Þetta var mikið starf og oftar en ekki vann hún heima um helgar að búa í haginn fyrir næstu viku. Eftir að ráðskonustarfi lauk, voru mjög oft Vegagerðarstarfs- menn í fæði og jafnvel í húsnæði, en þá höfðu þau hjón flutt sig yfir að Drafnargötu 15. Mjög gestkvæmt var á heimili þeirra hjóna enda gestrisin og góð heim að sækja. Árið 1994 er minnst var 70 ára afmælis Flateyrar vor- um við svo heppnar stelpurnar að eiga saman smá stund. Inga kom frá Nýju Mexíkó og enn sungu Eyrarrósir gamla góða dægurlagið „Stafróf ástarinnar". Seinni árin voru svo helguð barnabörnunum sem hún unni svo mjög og annaðist vel. Undanfarin ár hafði Geira átt við heilsubrest að stríða og um miðjan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.