Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 63 + Jón Helgi Hjartarson fæddist 20. ágúst 1960. Móðir Jóns Helga var Kristín Elín Þórarinsdóttir frá Þernuvík við Isafjarðardjúp. Hún gekk í lijóna- band með Olafi A. Jóhannessyni blikk- smíðameistara 12. desember 1965. Systur Jóns Helga sammæðra eru 1) Halldóra, f. 1966, og 2) Helga, f. 1968, maki Magnús Jónsson. Faðir Jóns Helga er Hjörtur Nonni, eins og Jón Helgi var alltaf kallaður, ólst upp fyrstu árin á heimili móður sinnar og systur hennar, Asgerðar, á Smáragöt- unni. Arið 1964 hóf Kristín sam- búð með Ólafi Jóhannessyni. Fluttust þau ásamt Asgerði og Nonna að Framnesvegi. Ari síðar fæddist þeim dóttir, Halldóra og tæpum tveimur árum síðar önnur dóttir, Helga. Þá bjuggu þau í Ár- bænum. Þar eignaðist Nonni marga vini og tók þátt í félagslífi skólans og kirkjunnar af miklum áhuga. Sem barn söng hann í skólakórnum, æfði með Fylki og stuttan tíma spilaði hann einnig í lúðrasveit skólans. A unglingsár- unum lék hann með leikfélaginu og starfaði með æskulýðsfélagi kirkjunnar. Nonni naut þess að hafa móður- systur sína á heimilinu, en þegar hann var unglingur versnaði henni af sjúkleika hennar sem gerði það að verkum að hún þurfti hjólastól og fluttist hún þá í Sjálfsbjargar- húsið. Ári síðar fluttist fjölskyldan í smáíbúðahverfíð. Nonni gekk áfram í Arbæjarskóla og síðar í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Hann ætlaði sér að verða smiður. En í mars 1977 dundi reiðarslagið yfir. Hann lenti þá ásamt félaga sinum í alvarlegu umferðarslysi. Nonna var lengi ekki hugað líf. Mamma og pabbi dvöldu mikið hjá honum. Má segja að mamma hafi barist með honum upp á líf og dauða. Hún var ákafiega yndisleg kona og gaf hún nú af öllu sínu. Sjálf hafði hún nokkrum árum áð- ur reynt veikindi og gengist undir heilaskurð. Dag einn fékk hún svar frá syni sínum. Eftir langt meðvitundarleysi og mörg áföll var tekið til við að gera að brotum Nonna. Síðar kom endurhæfingin og næstu árin þurfti að gera við mörg brotanna. Þetta var kvala- fullt og varð Nonni aldrei samur eftir þetta slys. Nonni naut þess að syngja enda hafði hann bjarta og fallega rödd. Hann stundaði nám við Söngskól- ann í Reykjavík, söng m.a. með Kór Langholtskirkju, Fóstbræðr- um og þegar hann bjó á Akureyri söng hann með blönduðum kór. Við systurnar eigum því margar góðar minningar af tónleikum þar sem hann tók þátt í flutningi og alltaf hljómaði tónlist þar sem hann var nærri. í geisladiskasafni hans var að finna fulltrúa flestra tónlistarstefna. Oftast þegar mað- ur kom við hjá Nonna tók hann á móti manni með nýjasta geisla- diskinn í hönd og vildi leyfa manni að heyra. Okkur fannst hann heyra tónlist í öllu. Nonni unni lestri góðra bóka og urðu þá oftar á vegi hans verk meistaranna frekar en afþreying- arbókmenntir. Hann var mikill pælari og var gaman að ræða við hann um heimspekileg málefni þar sem hann var víðlesinn og hafði ánægju af að ræða hugmyndir sín- ar og annarra. Hann var mikið náttúrabarn, hrifnæmur og unni Jónasson kennari og leiðsögumaður. Hann er ættaður frá Hlíð á Langa- nesi. Eiginkona hans er Reidun Gustum. Systkini Jóns Helga sam- feðra eru 1) Þórð- ur, f. 1956, maki Sif Konráðsdóttir, 2) Sturla, f. 1965, 3) Hermann, f. 1969, 4) Hólmfríður Sóley, f. 1971, sam- býlismaður Axel Blöndal og 5) Odd- var Örn, f. 1977. titför Jóns hefur farið fram. þeim stundum sem hann eyddi ut- an byggða. Hann teygaði í sig ósnortna fegurð landsins sem hann áleit vera besta vitnisburð- inn um Skaparann. Hann sagði oft með mikilli tilfinningu, eftir dvöl úti í náttúrunni, að Island væri fegursti staður á jörðu. Hann þekkti landið ágætlega því hann vann víða við allskonar störf, þ. á m. sjómennsku, fiskvinnslu, verslunar- og bústörf og sótti gjarnan kvöldskóla. Nonni var tilfinningaríkur maður og fór eigin leiðir. Hann var gjafmildur með eindæmum þó að fjármunir hans væra ekki miklir. Hann gleymdi aldrei af- mælum systurbarnanna, föndraði jafnvel skemmtilegar gjafir sem hrifu barnshjartað. I hjarta Nonna var þó ekki alltaf gleði að finna. Þegar draumar hans runnu út í sandinn, einn af öðrum, varð lundin þung og reyndist honum þá erfitt að hafa trú á sjálfum sér eða öðrum. Trú Nonna á að hjálp- ina fyndi hann hjá Jesú veiktist þó ekki og hafði hann alltaf von um betri tíð. Móðir Jóns Helga fékk heila- blóðfall 1992 og lést vorið 1996 eft- ir mikil veikindi. Eftir það rofaði sjaldnar til hjá Nonna, lífið varð erfiðara og sárara. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 19. janúar síðastliðinn. Megi Guð gefa honum þann frið sem hann þráði. Ég trúi’ á Guð. Ég trúði alla stund, og tár mín hafa drukkið Herrans Ijós og vökvað aftur hjartans liljulund, svo lifa skyldi þó hin bezta rós. Já, þó mér sífellt svíði dreyrug und, skal sál mín óma fram að dauðans ós: „Ég trúi.“ Þó mig nísti tár og tregi, ég trúi’ á Guð og lifi, þó ég deyi. (Matthías Jochumsson.) Halldóra og Helga. Hinn 19. janúar varð Nonni frændi minn bráðkvaddur á heim- ili sínu hér í borg. Kallið hefði get- að komið mikið fyrr vegna þess að Nonni hafði lent í miklu umferðar- slysi fyi-ir rúmum tuttugu árum en hann og félagi hans vora þá keyrðir niður á gangbraut. Þetta slys átti eftir að setja mikinn svip á ævi Nonna. I fyrstu var honum vart hugað líf en með aðstoð góðra lækna og sterkum bænum aðstendenda, sem vöktu hjá hon- um hverja stund í þrjár vikur, komst hann til meðvitundar. Móð- ir hans, Kristín Þórarinsdóttir, lagði ásamt fjölskyldu sinni nótt við dag í baráttunni fyrir drengn- um sínum og ekki má gleyma Siggu, föðursystur Nonna, sem ætíð var nærri honum og prestin- um hans úr Árbænum, séra Guð- mundi Þorsteinssyni, sem styrkti Nonna og fjölskyldu hans á alla lund. Heilsufar Nonna lagaðist smátt og smátt, sífellt vora gerðar á honum aðgerðir til að laga brot og annað sem skaddast hafði í þessu hörmulega slysi. Eftir að sjúkra- húsdvölinni lauk var ljóst að hann gæti ekki lagt stund á smíðar eins og hugur hans hafði staðið til og hann var byrjaður að búa sig und- ir með námi við Fjölbrautaskólann í Armúla. I stað þess hellti hann sér út í söngnám í Söngskólanum bæði hjá Magnúsi Jónssyni og Garðari Cortes en þeir hvöttu hann ávallt til dáða. Nonni hafði sem barn og ung- lingur sungið með skólakór Ár- bæjarskóla og kom m.a. fram í sjónvarpi með sína engilblíðu rödd. Hann söng síðan með Lang- holtskirkjukórnum um nokkurra ára skeið undir stjórn Jóns Stef- ánssonar og mikið var dálæti Nonna á þeim hjónum, Jóni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, en þau hvöttu hann mjög til að halda áfram söngnámi og alltaf var hann velkominn aftur í kórinn. Einnig söng hann með Karlakórnum Fóstbræðrum í nokkur ár og lík- aði vel. En áhrif slyssins og tíðar innlagnir á spítala gerðu það að verkum að sífellt erfiðara var fyrir hann að halda einbeitingunni að þessum hlutum og í seinni tíð söng hann lítið opinberlega. Þó stund- aði hann í stuttan tíma söngnám hjá Má Magnússyni á Akureyri og söng þar einnig með blönduðum kór. Undir það síðasta stefndi hann að því að mennta sig til djákna en með því taldi hann að hann gæti orðið að liði og miðlað af sinni reynslu til þeirra sem á einhvern hátt hefðu orðið undir í lífinu. Kynni okkar Nonna hófust í bernsku því mæður okkar voru systur. Nonni varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera umvafinn hlýju þeirra systranna, Ki'istínar, móð- ur sinnar og frænku okkar Nonna, Ásgerðar Þórarinsdóttur, Deddu, sem bjó til margra ára með fjölskyldunni. Betri um- hyggju gat enginn maður óskað sér og Nonni minntist oft á móður sína og Deddu frænku sem sína mestu velgjörðarmenn í lífinu. í seinni tíð höfum við Nonni aðal- lega hist í verslun okkar bræðra á Ásvallagötunni þar sem hann lagði okkur iðulega hjálparhönd ef á þurfti að halda eða lagaði gott kaffi fyrir okkur og þá mörgu vini sem hann eignaðist í versluninni. Nonni var rökfastur og víðlesinn, gat talað um hin ýmsu mál af þekkingu við þá sem hann hitti og oft átti hann í löngum umræðum við ólíklegustu aðila í búðinni. Einn var sá maður sem Nonni vildi ljá aðstoð sína til þess að bæta mannlífið en það var Met- úsalem Þórisson hjá húmanista- hreyfingunni. Hann var farinn að starfa lítillega með hreyfingunni í sambandi við blaðaútgáfu og hafði sent frá sér hugleiðingu í síðasta blaði þeirra, Granna, sem bar nafnið: Samvinna við skaparann. Þar viðraði Nonni þær skoðanir sínar á lífinu og tilverunni að maðurinn yrði að bera ábyrgð á lífinu á jörðinni en kenna ekki guði og öðrum um það sem illa færi. Ein var sú skoðun Nonna sem vert er að segja frá en hún var að arfur kynslóðanna mætti ekki gleymast og hann bar mikla virðingu fyrir forfeðrum sínum sem og sjómönnum en honum þótti að þjóðfélagsþegnar í dag bæru ekki næga virðingu fyrir þessum drifkröftum í uppbygg- ingu lands og þjóðar. Þegar komið er að kveðjustund vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar og þá alveg sérstaklega móður minnar þakka Nonna fyrir ein- lægni hans og góðsemi alla tíð en þrátt fyrir ýmsa veikleika sem hrjáðu hann síðustu árin var tráin á sannleikann það sem alltaf hélt honum gangandi. Ég sendi fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur og vona að Nonni hafi nú komist í þann náðarfaðm ætt- menna og vina sem hann á svo sannarlega skilið. Minningin um einlægan og elskulegan dreng lifir. Gunnar Jónasson. JÓN HELGI HJARTARSON + Faðir minn, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR EYJÓLFSSON, lést á heimili sínu, Lindargötu 22a, fimmtudaginn 4. febrúar. Útförin auglýst síðar. Ingibergur F. Gunnlaugsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Gunniaugur Ingibergsson, Andrés Ingibergsson, Iðunn Elva Ingibergsdóttir. + Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJARNDÍS EYGLÓ INDRIÐADÓTTIR, Hæðarbyggð 1, Garðabæ, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þórir Guðmundsson, Guðrún Þórisdóttir, Steinunn Þórisdóttir, Arnar Baldursson, Aðalheiður Þórisdóttir, Kristbjörg Þórisdóttir og barnabörn. + Ástkær frændi okkar, GESTUR JÓNSSON, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 8. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Addý Guðjónsdóttir, Valgerður Eygló Kristófersdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALBORG JÓNASDÓTTIR, Miklubraut 62, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 28. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til Heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins og starfsfólks á deild 12G á Landspítalanum. Hanna Þorbjörg Svavarsdóttir, Herdís Svavarsdóttir, Jón Gunnlaugur Friðjónsson, Jónas Svavarsson, Yinette Svavarsson, Björn Svavarsson, Unnur Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, REYNIS KRISTJÁNSSONAR, Hjallalundi 22, Akureyri. Þóra Gunnarsdóttir, Rögnvaldur Reynisson, Kolbrún Ásta Ingvarsdóttir, Erna Lind Rögnvaldsdóttir, Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna fráfalls eiginmanns míns, ÓLAFS BJÖRNSSONAR loftskeytamanns. Guð blessi ykkur öll. Elín Tómasdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.