Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ íi. LAUGARDAGUR 6. FEBRUAR 1999 ORACLE ýakkar frá 17.600,- 6.800,- rá 1.490,- ú 1.350,- Vestijrí 4.700,- ^NOHA r irá Noregi Vlðurivennd brunavöm Fáanlegar með og án skáps Heildsöludreifing: Smiðjuvegi 11. Kópavogi TfnGlehf sími 564 1088.lax564 1089 Fást í byggingavöruverslunum um land allt. UMRÆÐAN Fordómum flaggað og fáfræði stimpluð I N T E R N E T EG DATT í gær af því það er svell á gang- stéttinni í dag. Er hugsanlegt að mað- ur hafi dottið í gær af því að það er svell á gangstéttinni í dag? Við vitum öll að samhengið er því aðeins fyrir hendi að svellið í dag hafi líka verið á gangstéttinni í gær. Pessi einfóldu sannindi virðast gjör- samlega hafa farið fram hjá Herdísi Dröfn Bald- vinsdóttir sem segir frá doktorsverkefni sínu við erlendan háskóla í Ásmundur viðtali við Morgunblað- Stefánsson ið um síðustu helgi. Herdís segist hafa „öðlast ... þá sýn á ASI að þar færu sterk samtök en eigi að síður skiluðu ekki miklu til sinna félagsmanna“. Eftir viðtalinu að dæma virðist þessi sýn hafa vitr- ast Herdísi þegar hún leit til þróun- arinnar frá því um 1960 til dagsins í dag. Hún telur sig hafa sannað að skýringu á þessari mótsögn sé að finna í hlutafjáreign íslenskra lífeyr- issjóða. Sem hluthafar í lífeyrissjóð- um hafi verkalýðsfélögin innan ASI umsnúið hlutverki sínu þannig að höfuðverkefni þeirra hafi orðið að halda launum lágum til að tryggja arð af hlutafjáreign sinni. Það virðist ekki trufla Herdísi hið minnsta að hlutafjáreign lífeyrissjóða er nánast glænýtt fyrirbæri. Á þeim tímamótum er hún fékk vitrun sína, eftir viðtalinu að dæma um 1990, var hlutafjáreign þeirra hverfandi, ef frá er talinn hlutur þeirra í Islandsbanka, þar sem starfsmenn eni flestir í SÍB, I3ICMIEGA Fólínsýra Takist fyrir þungun og á meðgöngu. Fæst í næsta apóteki. 1969-1999 30 ára reynsla Hitaþolið gler Hert gler Eldvarnargler GLERVERKSMIÐJAN Sawveek Eyjasandur 2 • 850 Hella * 487 5888 • Fax 487 5907 sem er eins og kunnugt er utan ASÍ og iqara- barátta ASÍ snýst þvi ekki um þá með beinum hætti. Fram undir 1990 voru einungis örfáir líf- eyrissjóðir með heimild til hlutafjárkaupa í sam- þykktum sínum og þeir sem höfðu heimildina nýttu hana aðeins tak- markað. Hlutaíjáreign þeirra skipti því óveru- legu máli þegar litið er til atvinnulífsins í heild. Þetta vita þeir sem hafa kynnt sér málefni lífeyr- issjóða á Islandi. Þeir vita einnig að lífeyris- sjóðimir urðu flestir til í kjölfar kjarasamninga árið 1969 þannig að þeir voru flestir einfaldlega ekki til sem sterkir aðilar fyrr en síð- ari hluta þess tímabils sem Herdís tekrn* til viðmiðunar. Hlutafjáreign lífeyrissjóða í dag skýrir ekki atburði sem áttu sér stað áður en lífeyrissjóðirnir fjárfestu í hlutabréfum og enn síður á þeim tíma þar sem þeir voru ekki til. Það er etv. fyrirgefanlegt að kennarar við erlenda háskóla viti þetta ekki, en eitthvað eru vinnubrögð þó í ólagi ef þeir gera ekki þær kröfur tO dokt- orsritgerðar að forsendum sé lýst á skipulegan hátt, svo komist verði hjá því að fólk verði doktorar í að skýra það út hvernig svell skellir fólki flötu, þótt verið sé að lýsa atburðum á þurrum sumardegi. Hefur baráttan engu skilað? Rannsóknarniðurstaða Herdísar er út í hött þar sem verið er að fjalla Fordómar Lífeyrissjóðirnir, segir Ásmundur Stefánsson, hafa komið inn á fjár- magnsmarkaðinn sem fulltrúar atvinnu- mennsku í ákvörðunum. um ótengda atburði og búa til or- sakasamhengi sem af augljósum ástæðum er ekki tO staðar. Um það þarf ekki að fjalla frekar. Hitt væri freistandi að fjalla um grundvallarforsendu rannsóknarinn- ar, eftir viðtalinu að dæma, þ.e. að barátta ASÍ hafi engu skOað síðast- liðna þrjá áratugi. Á hverjum tíma er kaupið lægra en við vildum að það væri. Mér finnst hins vegar að það þurfi að loka augunum alveg og gefa fordómunum alræðisvald tO að fá þá niðurstöðu að ekkert hafi gerst. Þeir sem kannað hafa tímabOið vita einnig að á tímabilinu hafa orðið mikO umskipti í flestum félagslegum atriðum. Vinnutími hefur styst, orlof hefur lengst, veikindaréttur stórauk- ist, atvinnuleysistryggingar byggðar upp, félagslegt íbúðakerfi verið byggt upp og allir vinnandi menn orðið aðilar að traustum lífeyrissjóð- um, svo einhver atriði séu nefnd. Hugsanlegt er að Herdís leggi mat á þessa þróun í doktorsritgerðinni en í viðtalinu slær hún bara fram órök- stuttum fullyrðingum. Ég dreg því þá ályktun að fordómar ráði ferðinni. Ljós í myrkri I GREIN sem birtist í Morgunblaðinu 5. febrúar kvartar Rúnar Gunnarsson ljósmynd- ari yfir lýsingu á sýn- ingu Ljósmyndarafé- lags Islands sem nú stendur yfir í sölum Listasafns Kópavogs. Heldur hann þar fram að sýningarsalir safns- ins hafi verið „ólýstir“ við opnun sýningarinn- ar. Frá því að Gerðar- safn var opnað fyiir tæpum fimm árum hef- ur fyrirtækiö Rafgeisli annast lýsingu á sýn- ingum í safninu. Á sýn- ingu Ljósmyndarafélags Islands fór sú vinna fram með sama hætti og venjulega. Byrjað var að lýsa á föstudegi, en vegna þess hversu Guðbjörg Krisljánsdóttir seint gekk að hengja myndir upp á sýningu Lj ósmyndarafélagsins varð ljósamaður, Guð- bjartur Kristjánsson, að ljúka því verki á laugardagsmorgun. Tók hann þann kost að láta lýsingu vera jafna á öllum myndum því ekki er hægt að lýsa hverja einustu mynd sérstaklega á stórri samsýningu. Kastarar þeir sem Rúnar segir að beint hafi verið upp í loft eru punktlýsing- arkastarar sem ekki voru í notkun á þessari sýningu. Engar sér- óskir komu fram frá ljósmyndurum sem verk áttu á sýningunni varðandi lýsingu á myndunum. Eftir opnun sýningarinnar, laug- Brcttapakkar Bretti, biiuliogar og skór (35.828,T JítJlíf Asetning innifalin. GLÆSIBÆ • S: 581 2922 Lífeyrissjóðirnir hafa komið inn á fjármagnsmarkaðinn sem fuOtrúar atvinnumennsku í ákvörðunum. Þeir hafa valið að fjárfesta með hliðsjón af væntanlegri hagnaðai"von. Þannig hafa þeir beint fjármagni til íyrir- tækja sem lfldeg hafa verið talin til þess að skfla árangri. Þau fyrirtæki hafa þannig fengið svigrúm tfl vaxt- ar. Hvað er líklegra til að auka hag- vöxt og leggja grunn að auknum kaupmætti? Uppbygging og efling arðbærra fyrirtækja er forsenda ár- angurs í kjarabaráttu, ekki aðferð tfl að halda kaupi niðri. Einnig hér virð- ast fordómar ráða ferðinni. Miðað við hve stór hluti sparnaðar landsmanna safnast í lífeyiissjóðina væri alvarlegt vandamál ef þeir höfnuðu því kerfisbundið að taka þátt í fjárfestingu í atvinnulífinu. Að mínu mati skiptir miklu fyrir ís- lenskt efnahagslíf og kjaraþróun al- mennings í landinu að lífeyrissjóð- irnir láti ekki fordóma af þessu tagi hefta sig í þeirri þátttöku heldur þvert á móti efli hana. Samtenging í smáu samfélagi í smáu samfélagi er óhjákvæmi- legt að fyrirtæki fléttist saman og það er eðlOegt að vera vel á verði gegn því að úr slíkum fléttum verði einokunarhringir sem ýti markaðs- forsendum til hliðar og maki krókinn í skjóli einokunar. Sú varðstaða má hins vegar ekki leiða fólk í þær gön- ur að það sjái skrattann í öllum hornum og geri efnahagslífið allt að allsherjar samsæri. Herdís er ekki ein um að gera alla stóra aðila að þátttakendum í allsherjar samsæri undir flaggi kolkrabbans óháð því hvort og þá hvernig þeir tengjast. Þeir fordómar eru ekki lfldegir til ár- angurs. Það þarf að greina á milli þess hvar er um eðlilegt samstarf að ræða, hvar það er forsenda hag- kvæmni og hvar misnotkun á að- stöðu. Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Islandsbanka og fv. forseti ASI. ardaginn 30. janúar, kom Rúnar Gunnarsson ljósmyndari að máO við undirritaða, Guðbjörgu Kristjáns- dóttur, forstöðumann Listasafns Kópavogs, og bað um að lýsing yrði aukin á myndir sínar, sem voru óvanalega dökkar, mun dekkri en aðrar myndir á sýningunni. Kvaðst Sýning Ekki er vitað annað, segir Guðbjörg Krist- jánsdóttir, en almenn ánægja hafi verið með báðar þessar sýningar. ég mundu hafa samband við ljósam- ann á mánudag og koma beiðni Rún- ars til skila. Til öryggis bað ég Rún- ar að hringja á mánudag til að minna á þessa ósk sína, sem hann og gerði, og hafði ég þá strax samband við Kjartan Sigurðsson, annan eig- anda Rafgeisla. Kvaðst hann mundu koma og líta á lýsinguna og reyna að koma til móts við séróskir Rúnars. Vegna anna láðist ljósamanni hins vegar að koma þessu í verk á mánu- dag, en sýningarsalir safnsins eru lokaðir almenningi á mánudögum. Tekið skal fram að engar aðrar kvartanir hafa borist varðandi lýs- ingu á ljósmyndasýningunum tveim- ur í Gerðarsafni, hvorki frá sýning- arnefnd Ljósmyndarafélagsins né Blaðaljósmyndarafélagsins eða ein- staklingum sem eiga verk á um- ræddum sýningum. Ekki er heldur annað vitað en almenn ánægja hafi verið með báðar þessar sýningar. Það er því tæpast sanngjamt að dæma sýninguna með þeim hætti sem Rúnar gerir út frá þessum sér- óskum, sem fullur vilji var til að bæta úr. Listasafn Kópavogs hefur nú verið rekið í tæp fimm ár. Á þeim tíma hefur aldrei verið kvartað und- an lýsingu á sýningum safnsins, sem þó hafa verið talsvert á annað hund- rað og mjög fjölbreytilegar. Höfundur er forstöðumaður Gerðarsafus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.