Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 78
7$ LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Ljósmynd/Anton Corbijn.
Ljósmynd/Anton Corbijn.
COURTNEY Love.
BJÖRK Guðmundsdóttir séð með linsu Corbijn.
ANTON Corbijn er maður-
inn sem bjó til ímynd írsku
sveitarinnar U2 og hljóm-
sveitin birtist áhorfendum
í gegnum myndir hans. Hann er
fyrir löngu orðinn heimsþekktur
fyrir ljósmyndir sínar og mynd-
bönd, en hann hóf að taka ljósmynd-
ir árið 1972. Áhugi hans á tónlist
dró hann upphaflega að ljósmynd-
un, enda er hann maðurinn sem
margir telja að hafi búið til nýja
ímynd, nýtt útlit fyrir tónlistar-
heiminn.
Hann vann á tónlistartímaritinu
NME til ársins 1985 og komst þar í
kynni við marga þá tónlistarmenn
sem hann hefur unnið með síðan.
Corbijn hóf að starfa sjálfstætt eftir
1985 og tók ljósmyndir fyrir mörg
þekkt tímarit eins og Rolling Stone,
Elle, Esquire, W og Stem, auk þess
sem hann tók myndir á plötuumslög
fyrir þekktar sveitir. Einnig hefur
hann gert myndbönd fyrir Nirvana,
Joni Mitchell, Metallica, Naomi
Campbell, David Sylvian, Nick Ca-
ve auk U2, svo aðeins fátt eitt sé
talið. Þrjár bækur hafa komið út
eftir Corbijn, Famouz, Allegro og
Star Trak og er væntanleg ný bók
frá honum í lok ársins.
Það sem fyrst vekur athygli
manns við Corbijn er hversu hávax-
inn hann er. Þegar sest er niður og
byrjað að tala við manninn kemur
fljótt í Ijós eðlislæg hógværð. Hann
er fyrst spurður út í fyrirlesturinn í
dag. „Þetta er eiginlega jafnmikil
sýning á verkum mínum og fyrir-
lestur. Ég hef skipt nokkrum mynda
minna í hópa til skýringar. Það er
samt ekki beinlínis eftir breytingum
á stíl, því ég er ekki ljósmyndari
sem skiptir um stíl vikulega. En ég
ljósmynda alltaf frægt fólk og ég
skipti myndunum í hópa eftir þeim
tijfinningum sem birtast í myndun-
um. Ég sýni líka hluta af þeim
myndböndum sem ég hef gert, en
sýningin tekur tæpan klukkutíma."
-Hvernig eru stórstjörnur sem
Ijósmyndaviðfangsefni?
Þessi heimur heillaði mig frá
upphafi og ég nálgaðist hann
fyrst utan frá í gegnum áhuga
minn á tónlist. Síðan varð ég svo ná-
tengdur tónlistarheiminum að ég
fór að skrá hann á filmu frá sjónar-
homi þess sem er innan hringiðunn-
ar.“
- Geturðu skýrt þetta nánar?
„Ja, ég veit ekki alveg hvernig ég
á að útskýra þetta betur. Ég ber
mikla virðingu fyrir þeim sem ég
vinn með. En á sama tíma er ég
stundum með myndum mínum að
breyta tilfinningu fólks fyrir sjálfu
sér, búa til nýja ímynd, eða breytta
imynd. Ég reyni alltaf að koma til
“Jíöla í myndunum tilfinningu fyrir
Anton Corbijn með fyrirlestur í dag
Fagurfræðin ekki
eina takmarkið
Ljósmyndarinn Anton
Corbijn er með fyrir-
lestur í dag á fagstefnu
ljósmyndara í Tónlist-
arhúsi Kópavogs. Dóra
Osk Halldórsdóttir
spjallaði við Corbijn um
ferilinn og ljósmyndun.
manneskjunni og tónlistinni. Bono
sagði eitt sinn við mig að ég tæki
ekki myndir af fólki heldur tónlist-
inni.“
-Nú hef ég heyrt því fleygt að þú
eigir heiðurinn af þeirri ímynd sem
tónlistarheimurinn hefur í dag.
S
Eg hugsa að ég hafi nálgast
ljósmyndunina öðruvísi en
gert var á þeim árum sem ég
var að byrja,“ segir Corbijn og bæt-
ir við með afsakandi tón að hann
vilji ekki gera of mikið úr sínum
verkum. „Enginn annar var að gera
þessa hluti á þessum tíma.“
- Geturðu lýst þessari nálgun
þinni íljósmyndun?
„Það er svolítið erfitt að útskýra
með orðum. Þetta snýst að miklu
leyti um ákveðna næmni. Það er
eins konar sambland af fagurfræði
og tilfinningum. Það er eiginlega
það eina sem ég get sagt.“
-Nú hefurðu tekið mikið af
myndböndum. Gilda ekki allt önnur
lögmálþar en íljósmyndun?
„Jú, að mörgu leyti. Þú ert bund-
inn af laginu og sú ímynd sem þú
gerir er ekki jafn frjáls og í ljós-
mynduninni. Lagið ákvarðar marga
hluti í túlkuninni. En núna er ég
hættur að gera myndbönd."
- Af hverju?
„Mér finnst að yngra fólk eigi að
gera tónlistarmyndbönd. Þau eru
öll sýnd á MTV-sjónvarpsstöðinni
og ég horfi aldrei á hana. Hef engan
áhuga á því. Aðeins ungt fólk horfir
á þessa stöð. Mér finnst efnistök
þar ekki alltaf byggð á fagurfræði-
legum hugmyndum og markaðurinn
stjómar þar of miklu. Einnig er
talsverð ritstýring á efninu vegna
þess hversu ungir áhorfendurnir
Morgunblaðið/Kristinn
ANTON Corbijn.
Ljósmynd/Anton Corbijn.
MICK Jagger gerður hættulegur og ögrandi.
eru. Þetta er ekki eins og að sýna
verk í galleríi."
- Heldurðu að áhugi þinn á tón-
list sé kannski lykilatriði í þinni
ljósmyndun á tónlistarfólki?
Já, ég held það alveg tvímæla-
laust. í dag er mikill áhugi á
tískuljósmyndun en ég hef
minni áhuga á því. Þar er það fagur-
fræðin ein sem ræður ríkjum. Þeg-
ar ég tek myndir fínnst mér að þær
verði að segja mér eitthvað um
manneskjuna eða tónlistina. Hrein
fagurfræði finnst mér ekki eins
spennandi. Myndirnai- verða að
gera eitthvað meira, að mínum
dómi.“
Nú bendir Corbijn á mynd af Co-
urtney Love til útskýringar. „Ég
hafði unnið mikið með Kurt Cobain,
en myndin er tekin eftir dauða
hans. Hérna er Love að sumu leyti
eins og gyðja Botticelli, en taktu
eftir að hún stendur í hringiðu og
það er eins og hún sé að sogast nið-
ur í vatnið. Tunglið er fullt og fyrir
mér er mikill tregi og angurvær
fegurð í þessari mynd.
En í myndinni af Mick Jagger var
ég að gera allt aðra hluti. Ég sagði
við hann að ég vildi reyna að koma
einhverju af hættunni sem umlukti
hljómsveitina á sínum ungdómsár-
um aftur að. Mér fannst ímynd
hljómsveitarinnar orðin örlítið
þreytt og vildi enduivekja upp-
reisnarandann og hættuna sem var
stór þáttur í því að gera þá fræga
og vinsæla á sínum tíma. Myndin
sýnir mína leið að því marki.“
Corbijn segir að þótt fólk sé
komið í hóp stórstjarna sé
það ekkert minna óöruggt en
þeir sem ekki eru jafnmikið í kast-
ljósinu. „Mikil umfjöllun er um
frægt fólk í fjölmiðlum og fólk kynn-
ist því óbeint í gegnum þá umfjöllun.
Því er í kringum hverja „stjörnu"
heilmikil vitneskja sem tengist
hennar opinberu persónu. Stundum
vinnur maður með þeirri vitneskju í
ljósmynduninni, en í öðrum tilfellum
fer maður á skjön við þá ímynd sem
manneskjan hefur í huga fólks.
Reynir að draga fram aðrar hliðar
sem eru minna þekktar."
- Það er mjög spennandi að spá í
hversu sterk ímyndin er í nútíma
samfélagi. Stundum jafnvel sterkari
en fyrirmyndin.
„Það er nákvæmlega það sem
mér finnst, og ekki síst í samhengi
við frægt fólk, þar sem konur eru
t.d. oft gerðar að persónulausum
kynbombum og sífellt unnið með
ákveðna staðla og týpur. Þess
vegna vil ég ekki vinna við tískuljós-
myndun, þar sem ímyndin er látin
vinna á þennan hátt. Það er ekki
minn stíll.“