Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 51
UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR
Samfylkjum!
SAMFYLKINGIN
er að stilla strengi sína
og velja sitt fólk á
framboðslistana. Við
vitum öll hvaðan við
komum, við vitum
hvert við ætlum og með
okkur í för eru fjöl-
margir óflokksbundnir
vinstrimenn. Samfylk-
ingin hefur náð vopn-
um sínum. Jöfnuður og
jafnaðarstefna er inn-
gi’óin í þjóðarsálina.
Þar liggja sóknarfærin.
Miklu skiptir að nið-
urstaða prófkjörsins
endurspegli þær fylk-
ingar sem að Samfylk-
ingunni standa. Við vitum öll úr
hvaða flokkum Samfylkingin kemur
en nú er tímabært að við lítum á
okkur sem eina heild og mótum nýtt
afl fyrir nýja tíma. Eg treysti kjós-
endum til að kjósa þvert á flokks-
bönd og skapa þannig raunverulega
Samfylkingu. Samfylkingu sem
sækir fram til sigurs.
Val kjósenda
Reglur prófkjörsins hafa vakið at-
hygli og mælst vel fyrir. Auglýsing-
ar í prentmiðlum og ljósvakamiðlum
eru bannaðar. Ég hef kosið að reka
mína kosningabaráttu á sem
ódýrastan hátt. Ég hef ekki og mun
ekki gefa út bækling, nafnspjald eða
annað því um líkt. Ekkert í reglun-
um bannar það en ég hef kosið að
halda minni kosningabaráttu utan
við slíkt. Rekið hana með persónu-
legum bréfum og samtölum. Þannig
set ég traust mitt á kjósendur.
Sú hætta er ætíð fyrir hendi að
frambjóðendur lofi meii-u en þeir
geta staðið við. Ég reyni að forðast
það. Ég stend með almannahag
gegn sérhagsmunum. Ég mun kapp-
kosta hér eftir sem hingað til að ís-
lenskt þjóðfélag endurspegli stefnu
Samfylkingarinnar sem draga má
saman í þrjú orð: frelsi, jafnrétti og
bræðralag. Þessa hug-
sjón og þessi orð ætlum
við að hefja til fyrri
vegs og virðingar.
Frelsi, jafnrétti og
bræðralag eru hugtök,
krafa og veruleiki sem
við stöndum fyrir.
I forystusveit
Ég sækist eftir einu
af efstu sætunum á lista
Samfylkingar á Reykja-
nesi. Ég sækist eftir að
skipa forystusveit Sam-
fylkingar á Reykjanesi
og að fá þannig umboð
kjósenda til að ljúka því
verki sem hafið er.
Samfylkingin vill breyta íslenskum
veruleika með almannahag að leið-
arljósi. Og Samfylkingin mun sam-
\
Samfylkingin er svar
við kalli tímans, segir
Magnús Jón Arnason,
og svar við kröfu kjós-
enda um breyttar
áherslur.
einast í einn stóran flokk sem er um-
burðalyndur fyrh’ ólíkum skoðunum
því við eigum okkur sameiginlega
drauma og markmið.
Ég treysti á Samfylkinguna og þá
sem að henni standa. Samfylkingin
er svar við kalli tímans. Svar við
kröfu kjósenda um breyttar áhersl-
ur. Margfalt fleira sameinar okkur
en sundrar. Við viljum breytt þjóð-
félag. Við viljum réttlátara samfé-
lag. Samfylkingin stefnir á sigur.
Leggjum grunninn að þeim sigri
strax í dag með góðri þátttöku í
prófkjörinu. Samfylkjum!
Höfundur er þátttakandi íprófkjöri
Samfylkingar á Reykjanesi.
Magnús Jón
Arnason
Samfylktir jafnaðar-
menn inn í nýja öld
í YFIR 60 ár hefur
saga jafnaðarstefnunn-
ar verið saga innbyrðis
deilna og sundrungar,
þessi bræðravíg hafa
fyrst og fremst verið
vatn á myllu annarra
afla í íslenskum stjórn-
málum, nefnilega Sjálf-
stæðisflokks annars
vegar og Framsóknar-
flokks hins vegar. Það
var síðan fyrir tæpum
þremur árum, sem
sameingarferli það er
við nú sjáum verða að
veruleika, hófst.
List hins ómögulega
A þessum tíma hefur
það sannast, enn einu sinni, að
stjórnmál eru list hins ómögulega.
Eg bið kjósendur í
Reykj aneskj ördæmi
um stuðning í 5.-6.
sæti, segir Gestur Páll
Reynisson, svo ég geti
lagt mitt af mörkum til
Samfylkingar jafnaðar-
manna.
Fornir fjendur hafa snúið bökum
saman og gert upp þann sögulega
misskilning, sem sundrað hefur
jafnaðarmönnum bróðurpartinn af
þessari öld. Eftir erfiða mánuði hef-
ur Samfylking jafnaðarmanna að
endingu fundið lausn á sínum deilu-
málum varðandi hlut hvers og eins á
lista og loksins getur Samfylkingin
blásið til sóknar. Fram-
boðslistar Samfylking-
arinnar eru nú að birt-
ast einn af fætur öðr-
um, víðs vegar í kjölfar
prófkjara, sem haldin
hafa verið eða stefnt er
að að halda í þessum
mánuði. Vart þarf að
minnast á glæsilega
kjörsókn í prófkjörinu í
Reykjavík.
Boltinn farinn
að rúlla
Um síðustu helgi var
haldið glæsilegt próf-
kjör í Reykjavík og nú
er röðin komin að
Reykjaneskjördæmi,
en undirritaður gefur þar kost á sér
í 5.-6. sæti. Ég hvet alla stuðnings-
menn til að mæta á kjörstað og
kjósa þá einstaklinga, sem viðkom-
andi telur hæfasta til að skipa sex
efstu sætin á þessum sameiginlega
lista jafnaðarmanna í Reykjanes-
kjördæmi. Þar er þátttaka nú þegar
orðin glæsileg, nítján frambjóðend-
ur gefa þar kost á sér, geri aðrir
flokkar betur.
Ég bið um ykkar stuðning!
Nk. föstudag og laugardag verður
prófkjör Samfylkingarinnar í
Reykjaneskjördæmi, við erum alls
nítján frambjóðendur en einungis er
merkt við sex nöfn. Ég bið ykkur,
kjósendur í Reykjaneskjördæmi, um
stuðning í 5.-6. sæti, m.a. til að
hjálpa mér að leggja mitt af mörk-
um til Samfylkingar jafnaðarmanna.
Höfundur cr framkvæmdastjóri SUJ
og býður sig fram i 5.-6. sæti i próf-
kjöri Samfylkingarinnar í Reykja-
neskjördæmi.
Gestur Páll
Reynisson
Sveitarfélögin þurfa að fá
stærri hlut í skatttekjum
NAUÐSYNLEGT er
að sveitarfélögin fá
stærri hlut af heildar-
skatttekjum hins opin-
bera til þess að þau fái
staðið undir æ ríkari
kröfum um þjónustu
sem þykir vera nauð-
synleg í okkar nútíma
þjóðfélagi. Þjónustu-
krafan er mikil varð-
andi rekstur grunn-
skóla, holræsamála og
annarra umhverfismála
auk mála s.s. forvarna
gegn vímuefnaneyslu.
Þjónusta sveitarfé-
laganna er grundvallai’-
þáttur þegar fólk velur
sér stað til búsetu. Þau
sveitarfélög sem geta boðið góða
þjónustu og gott umhverfi fá til sín
fólkið, þannig að þetta er gríðarlegt
byggðamál. Hærri tekjur sveitarfé-
laganna eru ávísun á
betri skóla, því sveitar-
félögin hafa mikinn
vilja til að standa betur
að þessum málaflokki
en ríkið gerði.
Fjölskylduráðgjöf er
einfalt atriði til þess að
efla foreldra í fyrir-
byggjandi ráðstöfunum
gegn vímuefnum með
því að efla uppeldisum-
hverfi sitt á heimilun-
um. - Heimilin eru
hornsteinn og efla þarf
foreldra til þess að
byggja upp úrræði og
svör gagnvart hinum
ýmsu aðstæðum og
áreiti sem börn og ung-
lingar verða fyrir.
Þá er rétt að benda á að það er
verkefni sveitarfélaganna að byggja
íþróttahús og styðja aðra tóm-
Ólafur
Björnsson
Þjónusta sveitarfélag-
anna er grundvallar-
þáttur, segir Olafur
Björnsson, þegar
fólk velur sér stað
til búsetu.
stunda- og menningarstarfsemi. Til
þess þurfa sveitarfé’.ögin fjármagn.
Fjárhagsstaða sveitarfélaganna hef-
ur farið versnandi vegna aukinna
þjónustukrafna og þau rísa vart und-
ir þeim kröfum sem við gerum. Þetta
má leiðrétta með því að auka hlut
þeirra í skatttekjum.
Höfundur er frambjóðandi í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á
Suðurlandi.
Aðgerða er þörf til að
jafna launamun kynja
Yfir 1.400 notendur
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Sími 568 8055
www.islandia.is/kerfisthroun
Draumabíll á draumaverði
2,5 I, 24 ventla SOHC vél, 160 hö, 4ra þrepa
sjáfskipting með Auto-stick, ABS-
hemlalæsivöm, leðuráklæði á sætum, vökva-
og veltistýri, cruise control, tveir loftpúðar,
rafmagn og hiti í sætum, 4 höfuðpúðar,
niðurfellanlegt sætisbak að aftan með
læsingu, loftkæling, lesljós fyrir ökumann og
farþega, litað gler, rafmagnsloftnet, fullkomin
hljómflutningstæki með 6 hátölurum og
þjófavörn, taumottur, 15" álfelgur o.fl.
Einstakt tækifæri til að tryggja sér nýja
lúxusbifreið hjá traustum aðila á ótrúlegu
verði.
I MALEFNASKRA
Samfylkingarinnar er
jafnréttismálum gert
hátt undir höfði. Þar
segir að jöfnun á stöðu
kynjanna verði for-
gangsverkefni og jafn-
réttissjónarmið skuli
samþætt inn _ í alla
málaflokka. Ég tel
mjög mikilvægt að
sjónarmiðum kven-
frelsis og jafnréttis sé
fylgt fast eftir innan
hinnar nýju hreyfingar
sem nú er að verða til
úr flokkunum þremur.
Sérstaklega er brýnt
að átak verði gert til að
jafna launamun kynja.
í nýlegri skýrslu Þjóðhagsstofnun-
ar kemur fram að enn er langt í
land að konur njóti sömu launa og
karlar. Þar segir m.a. að aðeins 10%
kvenna nái meðallaunum karla. Áð-
ur hefur komið fram að í störfum
sem krefjast menntunar og ábyrgð-
ar er launamunur enn meiri milli
kynja en í láglaunastörfum. Við
þetta verður auðvitað ekki unað.
Konur verða að fá tækifæri til að
njóta menntunar sinnar í launum
ekki síður en karlar.
Ný jafnréttislög
Það þarf að setja ný jafnréttislög
og koma á fót jafnréttisstofnun sem
sjái um eftirlit laganna. Sú stofnun
þarf að hafa vægi sambærilegt við
Samkeppnisstofnun þannig að fram
hjá úrskurðum hennar verði ekki
gengið. Setja þarf viðurlög við brot-
um á jafnréttislögum og koma á því
kerfi að allar ákvai’ðanir í stjórn-
málum og innan stjómsýslunnar
gangi undir jafm-éttismat áður en
þær koma til framkvæmda - það má
Ííkja þessu við umhverfismat sem
lagt er á verklegar
framkvæmdir.
Jafn réttur
til lífsgæða
En jafnrétti snýr
ekki aðeins að kynjun-
um. Það er ekki síður
mikilvægt að jafn rétt-
ur allra þjóðfélags-
þegna til grundvallar-
lífsgæða verði tryggð-
ur eins og kostur er.
Samfélagið verður að
axla þá ábyrgð að jafna
lífskjörin. I góðæri
Bi,.na undanfarinna ára hefur
Sigurjónsdóttir Það misrétti sem ríkir
milli hópa í þjóðfélag-
inu orðið sífellt meira áberandi.
Bætur almannatrygginga og lægstu
greiddu laun halda fólki undir fá-
tæktarmörkum og skerðingará-
kvæði af ýmsu tagi sjá til þess að
halda því þar þótt það reyni að
bjai’ga sér. Þessu verður að breyta
- það verður að afnema tengingu
örorkubóta við tekjur maka - það
verður að tryggja lágmarkslaun
sem nægja til framfærslu og það
verður að tryggja öldruðum mann-
sæmandi kjör og aðstæður.
Prófkjör 5. og 6. febrúar
Samfylkingin í Reykjanesi boðar
til prófkjörs á föstudag og laugar-
dag. Þar gefst öllum stuðnings-
mönnum kostur á að velja fólk á
framboðslista óháð flokki og vil ég
hvetja fólk til þátttöku. Sjálf býð ég
/
Eg tel mjög mikilvægt
að sjónarmiðum kven-
frelsis og jafnréttis,
segir Birna Sigurjóns-
dóttir, sé fylgt fast eft-
ir innan hinnar nýju
hreyfíngar.
mig fram í 3.-4. sæti. Ég er reiðu-
búin að leggja krafta mína fram í
forystu Samfylkingarinnar og bið
því um stuðning ykkar í prófkjör-
inu.
Höfundur er aðstoðarskólastjóri i
Kópavogi.
ALHLIÐA TÓLVUKERFI
HUGBUNAÐUR
FYRIRWINDOWS
*