Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ
jfO LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
+ Eva Þorfinns-
dóttir fæddist
að Bitru í Hraun-
gerðishreppi 12.
maí 1922. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 26. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Þor-
finnur Jónsson, f.
1867, d. 1935, veit-
ingamaður í
Tryggvaskála og á
? Baldurshaga, og
Steinunn Guðna-
dóttir, f. 1890, d.
1963. Hálfbræður
Evu samfeðra voru Haraldur
Tryggvi, f. 1898, Einar, f. 1901,
Guðmundur Karl, f. 1903, Ein-
ar, f. 1906. Alsystkini Evu voru
Guðlaug, f. 1914, Guðni, f. 1916,
Tryggvi, f. 1917, Sigríður, f.
1920, Steinar, f. 1922, tvíbura-
bróðir hennar, og Kristín Hr-
efna, f. 1924. Eva var ung tekin
í fóstur til Símonar Jónssonar
bónda á Selfossi, f. 1864, d.
Elsku mamma mín.
Að kveðjustundu hefur klukkan tifað
og kyrrlát nóttin hulið stjömusýn.
Af djúpum harmi klökkvi bijóstum bifað,
í bliki af tári spegiast ást til þín.
En vör sem titrar, bæn og tregi hljóður
og tóm er kallar orðalaust til þín.
Er eftirsjá, í mildi bh'ðrar móður,
af minningum sem berast ótt til mín.
I bergmálinu magnast mjúkur kliður
með silfurstrengjum óma verkin þin.
^ Og ástúð þinni, kveðast hljómkviður.
Hvfldu í friði, elsku mamma mín.
(Jóhann Jóhannsson.)
Þín dóttir,
Sigríður Snorradóttir.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.“ (Kahlíl Gibran).
Jæja, amma mín, þá er komið að
kveðjustundinni. Þú sem hefur verið
mitt akkeri í lífinu og kenndir mér
svo margt. Þú sem áttir alltaf svör
við öllu og klóraðir mér í eyrunum
og söngst mig í svefn á kvöldin. Þú
sem hafðir svo gaman af því að spila
->og við sátum lengi fram eftir og spil-
uðum tínu og rommí og ég spilaði á
píanóið „Hin gömiu kynni“. Þú sem
fékkst stríðnisglampa í augun og
spurðir mig hvað krakkamir í skól-
anum kölluðu þig og stríddu mér
með „Er pikkólína amma þín?“. Þú
sem hlustaðir þúsund sinnum á
Fernando með Abba án þess að
verða leið á því. Þú sem sendir mig
út til að tína ruslið úr girðingunum.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
1937, og konu hans
Sigríðar Sæmunds-
dóttur, f. 1876, d.
1965.
Uppeldissystkini
hennar voru Gunnar,
f. 1898, Sesselja, f.
1901, Sæmundur, f.
1903, Soffía, f. 1907,
Áslaug Þórdís, f.
1910, og Þóra Jóna, f.
1920. Öll systkini
hennar eru látin.
Hinn 17. ágúst 1947
giftist Eva Snorra
Arnasyni lögfræð-
ingi, f. 10. júlí 1921 á
Búðareyri við Reyðarfjörð, d. 21.
des. 1972. Foreldrar Snorra voru
Árni Vilhjálmsson héraðslæknir á
Vopnafirði, f. 23. júní 1894, d. 9.
apríl 1977, og kona hans Aagot
Fougner Vilhjálmsson, f. 7. apríl
1900, d. 19. okt.. 1995. Börn
Snorra og Evu eru: Aagot
Fougner skrifstofumaður, f. 4.
nóv. 1947, gift Sigurði Hjaltasyni
viðskiptafræðingi, f. 17. júní 1944,
Þú sem trúðir á álfa og huldufólk og
sagðir mér svo margar sögur. Þú
sem tókst alltaf með þér ijóma í
meðalaglasi í skólann svo þú gætir
drukkið kaffið og sendir svo strák-
ana í fjölbraut eftir kamel í frímínút-
um. Þú sem komst alltaf einu sinni
til tvisvar í viku í heimsókn og svo
sátum við og spjölluðum um heima
og geima og hlógum og skemmtum
okkur. Þú sem hafðir svo gaman af
því að keyra um í bílnum „Spóa“ og
njóta fegurðar fjallanna í kring. Þú
sem hafðir svo mikið dálæti á sólar-
laginu og rökkrinu. Þú sem vildir
komast til Skotlands einu sinni enn.
Þú sem talaðir um það að láta það
verða þitt síðasta verk að kveikja í
verkfæraskúmum niður við á, því
þér fannst hann svo ljótur. Þú sem
varst samt svo fastheldin á gömlu og
góðu gildin í lífinu og tókst alltaf upp
hanskann fyrir tengdasyni þína. Þú
sem saknaðir afa svo mikið og ert
núna komin til hans. Amma mín,
mikið óskaplega sakna ég þín.
Minningin um þig mun ylja mér
alla ævi.
Steinunn Eva.
Víðar enn í síklings sölum
svanna fas er prýði glæst
mörg í vorum djúpum dölum
drottning hefur bónda fæðst.
Hún var glæst sem drottning
elskulega mágkona mín sem nú
hefur kvatt þetta líf. Hún fékk
ríkulega úthlutað í vöggugjöf því
sem eftirsóknarvert er. Góðar gáf-
ur hennar og greind voru ákaflega
heillandi, hún hafði einstaklega
skemmtilegt skopskyn sem hún
hélt fram á síðustu stundu og næmi
hennar á innsta eðli samferðafólks
var sérstakt.
Eva var glæsileg kona og vakti at-
hygli hvar sem hún fór fyrir sterkan
persónuleika og yndislega nærveru.
Snemma og oft á ævinni barði sorg-
in að dyrum hjá henni. Á miðjum
aldri missti hún mann sinn frá 6
bömum sem ýmist voru að vaxa úr
grasi eða fljúga úr hreiðrinu, - þá
missti hún lífsfórunautinn trausta,
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
11IHI blómaverkstæði I
|HlNNA^|
Skólavörðustig 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Sigríður snyrtifræðingur, f. 26.
apríl 1949, gift Skúla Magnús-
syni flugsljóra, f. 6. maí 1944,
Gunnar Snorri rafvirki, f. 29.
ágúst 1950, kvæntur Rannveigu
Friðriksdóttur skrifstofumanni,
f. 28. nóv. 1953, Þorfinnur vél-
sljóri og flugmaður, f. 21. nóv.
1952, kvæntur Ingunni Stefáns-
dóttur hjúkrunarfræðingi og
ljósmóður, f. 18. ágúst 1956,
Árni vatnafræðingur, f. 16. júní
1954, kvæntur Jóhönnu Boga-
dóttur málfræðingi, f. 2. nóvem-
ber 1954, Anna María hjúkmn-
arfræðingur, f. 25. desember
1958, gift Óla Rúnari Ástþórs-
syni hagfræðingi, f. 13. janúar
1957. Einnig ólst upp hjá þeim
dótturdóttir þeirra, Steinunn
Eva Bjömsdóttir, f. 1964, til sjö
ára aldurs. Ömmubörn Evu eru
22 og langömmubörn fjögur.
Eva stundaði nám við Verzl-
unarskóla Islands og verslunar-
nám í Bretlandi. Hún vann á
Sýsluskrifstofu Árnessýslu og
kenndi við Gagnfræðaskóla Sel-
foss og Fjölbrautaskóla Suður-
lands þar til hún lét af störfum
vegna aldurs.
títför Evu fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
sem veitti henni fullkomna lífsfyll-
ingu og leysti með henni hvem þann
vanda sem að höndum bar. Engum
sem til þekktu gat dulist að missir
Snorra var Evu þungbær. Til þess
hafði verið tekið hvað þau hjón voru
samrýnd og hve gagnkvæm ást og
virðing var þar í fyrirrúmi. Á svip-
uðum tíma mátti Eva sjá á eftir öll-
um systkinum sínum í gröfína, flest-
um í blóma lífsins. Öllum þessum
harmi tók hún með svo ótrúlegum
styrk og æðruleysi að það gat ekki
annað en vakið aðdáun.
Eva bjó allan sinn aldur á Sel-
fossi þar sem hún ólst upp hjá fóst-
urforeldrum sem hún alla tíð dáði
og virti. Hún fór þó til náms í
Verslunarskóla Islands og vann þá
jafnframt með náminu eins og títt
var í þá daga og einnig fór hún í
framhaldsnám til Skotlands.
Eva var trygg sínum æskustöðv-
um, þar stóðu rætur hennar. í tún-
fætinum á Fossi höfðu þau hjónin
byggt sér fallegt hús fyrr á árum og
búið þar með bamahópinn. Sá stað-
ur heima á Fossi var Evu heilagt vé.
Eva var góð móðir og öruggur
vinur og félagi barna sinna. Hún
ræktaði garðinn sinn og uppskar
samkvæmt því. Allir hennar nán-
ustu og vinir elskuðu hana og hlúðu
að henni í veikindum hennar.
Eva lagði líka grunninn að því
bróðurþeli sem einkennir hennar
nánustu, en slíkt er ekki sjálfgefið.
Hún átti marga góða vini sem sum-
ir komu til hennar um langan veg.
Þessar fátæklegu myndir af
kynnum mínum við Evu eru einung-
is ágrip af þeim góðu og heilsteyptu
minningum sem ég á um hana. Hún
tók sér bólstað í hjarta mínu, þessi
kona sem var fljúgandi skemmtileg
og góð eins og allt hennar fólk.
Það var gott að hlæja með henni,
hlátur hennar stóðst enginn. Það
var gott að deila með henni gleði,
sorg og sigrum.
Eva lést á sjúkrahúsinu á Sel-
fossi 26. janúar, farin að líkams-
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
kröftum þó andlegri reisn héldi
hún til síðustu stundar.
Eva verður lögð til hinstu hvíld-
ar í kirkjugarðinum á Selfossi við
hlið mannsins síns. Á Fossi hafði
hún átt sínar helgustu gleðistundir
en þar voru líka sorgir sefaðar í
bæn og tilbeiðslu.
Eg kveð elskulega mágkonu
mína með söknuði og bið henni
allrar blessunar.
Steingerður Þorsteinsdóttir.
Elsku amma Eva.
En hvað það er sárt að sjá á eftir
þér en ekki er annað hægt en að
samgleðjast þér að vera loksins
með honum afa aftur eftir alltof
langan aðskilnað. Minningarnar
um þig hafa hrannast upp síðustu
daga, manstu t.d. þegar þú dansað-
ir á rauðu skónum á 200 ára afmæli
Reykjavíkur.
Það var alltaf tilhlökkun að
koma til þín bæði þegar við vorum
litlar og eins í seinni tíð, alltaf var
hægt að tala við þig eins og jafn-
aldra hvort sem það var um ástina,
lífið eða dauðann.
Elsku amma okkar, minningin
um þig mun lifa í hjörtum okkar
um ókomna tíð og þegar að því
kemur fá börnin okkar að vita allt
um hina einstöku ömmu Evu.
Hér áttu blómsveig
bundinn af elsku,
blíðri þökk
og blikandi tárum.
Hann fólnar ei
en fagur geymist
í hjörtum allra
ástvina þinna.
(H. Loftsdóttir.)
Guð blessi þig og varðveiti.
Þínar
Sunneva og Inga
Magnea Skúladætur.
Kær vinkona, Eva Þorfinnsdótt-
ir, er látin. Hún hafði dvalist á
Sjúkrahúsi Suðurlands öðru hverju
síðastliðið ár. Fregnin um andlát
Evu kom ekki á óvart, en söknuð-
urinn er sár og minningarnar
hrannast upp, minningar um gjöf-
ular samverustundir sem voni full-
ar af kátínu og gleði.
Eg ætla ekki að rekja æviferil
Evu hér, til þess munu aðrir verða.
Tengsl okkar voru upphaflega
spunnin af ýmsum toga. Hún var
alin upp hjá ömmu minni og afa í
vesturbænum á Selfossi og var því
fóstursystir móður minnar. Maður
hennar, Snorri Árnason lögfræð-
ingur, var fulltrúi hjá foður mínum,
sýslumanninum í Ámessýslu, frá
árinu 1946 til æviloka Snorra árið
1972, og góð vinátta hefur verið
með elstu börnum þeima hjóna og
mér allt frá æsku okkar.
Fátt er mönnum betra en eiga
góða vini og slíkur vinur var Eva.
Þótt vinirnir séu flestir úr hópi
jafnaldra eru vináttubönd við þá
sem eru af öðrum kynslóðum,
hvort sem þær eru eldri eða yngri,
alveg sérstök og gjöful á annan
hátt. Allt frá því ég var lítil telpa
bar ég mikla virðingu fyrir Evu og
mér er sagt að ég hafi hlýtt henni
betur, þegar áminna þurfti óþekkt
barn, en flestum öðrum. Eftir að
ég komst á fullorðinsár myndaðist
svo náin og einstök vinátta okkar á
milli, sem ekki verður reynt að lýsa
með orðum, en sem ég hef ávallt
metið mikils og mun minnast með
þakklæti í huga alla tíð.
Eva var glæsileg kona, há og
grönn, dökkhærð og með einstakan
þokka í allri framgöngu. Glettnin
blikaði oftast í augunum og hún
átti það til að vera svolítið stríðin.
Til viðbótar við glæsileikann komu
mannkostir hennar, sem auðvitað
skiptu meira máli, dugnaður henn-
ar og myndarskapur við að ala upp
sex mannvænleg börn þeirra hjóna
og annast gestkvæmt og stórt
heimili þeirra, sem þau byggðu upp
í fallegu húsi í landi gömlu Selfoss-
bæjanna. Síðar, eftir lát Snon-a,
flutti Eva í íbúð við Austurveg á
Selfossi. Að koma á bæði þessi
heimili hennar var ævinlega til-
hlökkunarefni og á þeim samfund-
um var um margt spjallað og skraf-
að. Þá naut ég þess að heyra Evu
segja frá unglingsárum sínum, dvöl
hennar í Skotlandi á yngri árum,
landinu sem henni þótti svo vænt
um og hafði svo margt að segja frá,
bæði um menn og málefni, og svo
um skynsamlega og mannúðlega
sýn hennar á þau fjölmörgu mál-
efni sem bárust í tal. Seinna urðu
svo bæði maðurinn minn og börnin
okkar jafn miklir aufúsugestir hjá
Evu og ég hef alltaf verið. Síðast
naut ég samveru með henni á ný-
ársdag á þessu ári á heimili hennar
og þá var hún enn, þótt þrotin væri
að kröftum, full af frásagnargleði
um liðna tíð og áhuga um fréttir af
mér og mínu fólki.
Við Gestur sendum börnum Evu
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur. Eg kveð Evu með
þökkum fyrir allt og bið Guð að
blessa hana.
Drífa Pálsdóttir.
My Lady er öll. Senn er liðinn
áratugur frá því ég kynntist Evu
Þorfinnsdóttur. Atvik höguðu því
svo, að þá settist ég við spilaborð
ásamt þremur unglingum, sem
reyndar voru komnir á þrítugsald-
urinn. Við höfðum af nokkurri
bjartsýni mælt okkur mót við fjóra
starfsmenn Fjölbrautaskóla Suð-
urlands til keppni í brids. Og þar
var Eva. Makker hennar, Árni Erl-
ingsson, kynnti hana sem My La-
dy. Þannig hófst það og við keppt-
um við Evu vor og haust í níu ár
samfellt.
Þetta var skemmtilegt samfélag.
Oftar en ekki var keppnin háð á
fjöllum í skálum Ferðafélagsins
eða við notalegt atlæti í Austvaðs-
holti. Eva og Arni spiluðu ætíð
saman og fyrri seta mín var alltaf
með þeim. Við það borð voru orð-
ræður ekki bannaðar. „Ekki veit
ég til hvers er verið að draga mig
upp á fjöll löngu afdankaða,“ voru
gjarnan upphafsorð Evu. Eftir að
hafa kveikt í Capri-vindlingnum og
kíkt í Croft-glasið tók hún upp spil-
in og sagði grand við fyrsta tæki-
færi svo hún fengi að spila úr.
Lokasögnin varð oftar en ekki þrjú
grönd og innbyrðis keppni um
hvort hún eða makker hennar
fengi að spila. Flóahógværðin var
ekki fjarri: ,Árni minn! Þetta hefði
ég nú ekki átt að segja“ og „My
Lady! Eg var kannski fullfljótur að
ákveða grandið."
Þarna sat hún tíguleg og teinrétt
í sæti og greiddi úr spilaflækjunni.
Hún hafði ýmis orð um hræðslu
sína við að svína, en brátt komst ég
að því að það var máti Selfyssinga
til að vekja tálvonir hjá andstæð-
ingum. Oftar en ekki vildi dragast
að ljúka keppni. Mér til furðu var
hún jafn hress í síðasta spili sem
því fyrsta. Við lokin sofnuðu ung-
lingarnir á augabragði undir við-
eigandi athugasemdum Evu:
„Hvað er að þessum ungu mönnum
sem geta ekki vakað eina vornæt-
urstund?“ Og með þeim orðum
dreif hún okkur, er teljast mið-
aldra, að spilaborðinu og spilaði
fram á dag.
Það er ekki á færi mínu að rekja
ættir Evu Þorfinnsdóttur eða lýsa
lífshlaupi hennar. Hún er þó ekki
eingöngu minnisstæð mér fyrir orð
og gjörðir við spilaborðið. Hún var
karakter. Hún var fjölfróð og talaði
og bar sig á þann veg sem eftir var
tekið. Hún var Lady.
Höskuldur Jónsson.
Eva kenndi við Gagnfræðaskól-
ann á Selfossi 1970-1981, en síðan
þá við Fjölbrautaskólann, allt frá
því hann var stofnaður, til embætt-
isloka vorið 1992, er hún stóð á sjö-
tugu. Enn kenndi hún svo stunda-
kennslu tvö ár. Lengst af þeim
tíma átti svo að heita að sá sem
þetta ritar hafi verið forstöðumað-
ur þess skóla og því ærin ástæða að
flytja að leiðarlokum þakkir fyrir
samstarf sem aldrei bar skugga á.
Fullt umboð hef ég einnig til að
flytja þakkir samstarfsmanna
EVA
ÞORFINNSDÓTTIR