Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JÁKVÆÐ ÞRÓUN í EFNAHAGSMÁLUM SENDINEFND Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur skilað áliti sínu um stöðuna í íslenzkum efnahagsmálum. Al- mennt er það mjög jákvætt um þróunina, en helzta gagnrýnis- efnið er, að nægilegt aðhald skorti í ríkisfjármálum. Nefndin bendir á nauðsyn þess að tryggja, að tekjuauki umfram fjár- lög komi fram í auknum tekjuafgangi, þ.e. verði ekki varið jafnóðum til aukinna ríkisútgjalda. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur athyglisvert, að dregið hefur úr verðbólgu í landinu jafnhliða uppsveiflu í efnahagslíf- inu, sem leitt hafi af sér verulega tekjuaukningu og næga at- vinnu. Skynsamleg efnahagsstjórn reist á stöðugu gengi og aðhaldi í ríkisfjármálum hafi treyst uppsveifluna í sessi og þá hafi skipulagsbreytingar til aukinnar samkeppni gegnt lykil- hlutverki til að gæða efnahagslífið þrótti og viðhalda góðær- inu. í skýi’slunni segir, að það sé meginviðfangsefni hag- stjórnar að verja þann árangur, sem náðst hefur með lítilli verðbólgu og fjárhagslegum stöðugleika, gegn vaxandi áhættu af misvægi í þjóðarbúskapnum. Minnt er á, að meiri verðbólgu sé spáð í ár en á því síðasta. í álitinu segir að auka þurfi aðhald í ríkisfjármálum með öllum tiltækum ráðum til að halda útgjöldum í skefjum og bent er á, að hægi ekki á launahækkunum hljóti verðbólga að vaxa og hagnaður fyi’irtækja að dragast saman. Því eigi stjórnvöld að leggja áherzlu á að halda aftur af hækkunum launa í opinberum rekstri á árinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir gengisstefnuna hafa gefizt vel, og fagnar nýjum lífeyris- sparnaði og endurbótum á lífeyriskerfínu og hvetur til, að bankakerfíð verði einkavætt að fullu. Þetta mat er til marks um þau gleðilegu umskipti, sem hér hafa orðið í stjórn efnahagsmála síðustu árin og fleytt hafa þjóðinni hratt fram á við eftir margra ára samdrátt. Viðvaran- ir um hemil á ríkisútgjöldum eru hins vegar réttmætar og rík- isstjórnin þarf að taka mið af þeim. Ýmis þenslumerki hafa verið í þjóðarbúskapnum, þótt verðbólgan hafí ekki farið á skrið á nýjan leik. Mikill viðskiptahalli er skuggi á þróun efnahagsmála og við honum þarf að bregðast. Vafasamt er, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að draga fé úr umferð með við- bótarlífeyrissparnaði og skattafrádrætti til hlutabréfakaupa nægi. Þótt talsverður afgangur sé á fjárlögum fer of stór hluti aukinna tekna ríkissjóðs í viðbótarútgjöld. I engu skal þó dregið úr mikilvægi þeirrar byltingar í ríkisfjármálum að greiða niður ríkisskuldir um ríflega 30 milljarða á tveimur ár- um. JÁKVÆÐIR UNGLINGAR GERÐ hefur verið sérstök könnun á meðal unglinga í 30 þjóðríkjum um vitund þeirra um eigin þjóð, söguvitund þeirra í byrjun áratugarins. Niðurstöðurnar eru mjög jákvæð- ar og í kjölfar þeirra er fullyrt að Islendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af velferð lands og þjóðar í höndum íslenzkrar æsku. í könnuninni er vísað til almenns viðhorfs unglinganna til lífsins og tilverunnar. Um könnunina sáu þeir Gunnar Karlsson söguprófessor við Háskóla íslands og Bragi Guðmundsson lektor við kennara- deild Háskólans á Akureyri. Gunnar sagði í viðtali við Morg- unblaðið: „Hvað er hægt að biðja um betra?“ og taldi hann óhætt að segja að fundnir væru með könnuninni „beztu ung- lingar Evrópu“. Samkvæmt niðurstöðum eru íslenzk ungmenni í eðli sínu velviljuð, hlynnt lýðræði, jafnrétti og mannréttindum, þjóð- rækin og trúuð á guð sinn. Þau hafa og meiri samúð með fá- tækum en unglingar annarra landa. Könnunin bar yfirskrift- ina „Youth and History“ og var gerð í 30 þjóðríkjum og meðal þjóðernisminnihluta í Evrópu með úthlaupi austur fyrir Mið- jarðarhafsbotn á tímabilinu frá janúar 1995 til júlímánaðar 1996. Mislangir spurningalistar voru lagðir fyrir kennara og nemendur og aðaláherzlan lögð á svör nemendanna í niður- stöðunum. Alls bárust svör frá 31.611 unglingum, rétt rúm- lega 15 ára að meðaltali. íslenzku unglingarnir voru svolítið yngri, 14,25 ára að meðaltali. Oft hefur það verið viðkvæðið meðal kynslóðanna að „heim- urinn fari versnandi" og unglingarnir séu svo baldnir og ódæl- ir að þeim sé vart treystandi fyrir því að erfa landið. Niður- stöður könnunarinnar benda til þess að þetta sé hin mesta bá- bilja. Þvert á móti þurfi Islendingar ekki að kvíða framtíð þeirrar kynslóðar, sem mun erfa landið. HUSSEIN JÓRDANÍUKONUNGUR Reyndasti leiðtogi Mið- austurlanda Hussein Jórdaníukonungur var í 47 ár í eld- línu stjórnmálanna í Miðausturlöndum og skapaði sér orðstír innan sem utan araba- heimsins sem gerði áhrif hans meiri en ætla mætti af þjóðhöfðingja fátæks ríkis með innan við fímm milljónir íbúa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hussein á íslandi DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra tekur á móti Hussein Jórdaníukon- ungi við Ráðherrabústaðinn í Reykjavík, er hann kom við hér á landi í marz 1992. Efst á dagskrá viðræðna þeirra að þessu sinni var hvort Jórdaníumenn mættu nefna ísland sem hugsanlegan fundarstað fyrir friðarviðræður Palestínumanna og ísraelsmanna. ÞRÁTT fyrir að'oft hafi stað- ið styr um Hussein konung í valdatíð hans hafði hann skapað sér velvild Vestur- landa á síðustu árum, m.a. vegna frið- arsamnings Jórdaníu og Israels og stuðnings síns við friðarumleitanir ísraela og annarra arabaþjóða. Hussein konungur, reyndasti þjóð- arleiðtogi Miðausturlanda, stýrði ríki sínu í áratugi í gegn um stríð og breytileg bandalög unz hann gerði tímamótafriðarsamning við Israel ár- ið 1994. Þegar hann tók við konungdómi sem unglingur árið 1952 tók hann við stjórn ríkis í miðju hins ótrygga ástands sem ríkti í Miðausturlöndum á þessum tíma. Landamæri Jórdaníu höfðu fyrst verið ákveðin af evrópsku nýlenduveldunum eftir fyrri heims- styrjöld en síðar látin ná yfir vestur- bakka árinnar Jórdan. Vesturbakkinn tapaðist undir ísra- elsk yfirráð í hinu svokallaða sex daga stríði árið 1967 og í fjóra ára- tugi var Jórdanía í yfirlýstu stríði við Israelsríki. Þegar loks varð af því að Hussein semdi frið við Israela sagði hann að þá hefði „draumur gengið í uppfyllingu". Eriendis var hann hylltur sem boð- beri friðar. Heima fyrir, þar sem palestínskir flóttamenn eru mjög fjöl- mennir efth’ stríðin sem arabaríkin hafa háð gegn ísrael, töldu margir þegna konungsins að friðarsamning- amir hefðu gert þeim lítið gagn. Yfir 60% hinna tæplega fimm milljóna íbúa konungdæmisins eru af palestínskum uppruna, en arabar af bedúínaættum eru næstfjölmennastir. Vildi „frið milli þjóða, ekki bara ríkisstjóma" „Jórdanía og ísrael hafa samið frið og ég er staðráðinn í að láta hann ekki takmarkast við að vera friður milli ríkisstjórna heldur verði hann friður milli þjóða,“ sagði Hussein í ræðu nýlega. Sem sá arabaleiðtogi sem næst stóð ísrael tókst honum að telja leið- toga Israels á að halda áfram friðar- samningaviðræðum við Palestínu- menn, einkum og sér í lagi í október sh, þegar hann reis upp af sjúkrabeði sínum til að brýna fyrir deilendum, þar sem þeir hittust á bandarískum búgarði, að reyna til þrautar að ná samkomulagi. Að hann skyldi leggja þetta á sig sýndi að hann var meðvitaður um að standist ekki þau fyrirheit sem gefin hafa verið um sjálfstjóm Palestínu- manna þá muni líka vera úti um frið- inn milli hans eigin ríkis og Israels. En ákall hans um að Israelar og arabar hugsi til „barna og barna- barna“ sinna sýndi líka hinn víðari sjóndeildarhring stefnu hans, eftir að hafa tvisvar háð baráttu við krabba- mein. Vel var fylgzt með heilsu konungs- ins á Vesturlöndum, en þar töldu ráðamenn að hann hefði fært landi sínu tiltölulega góðan stöðugleika og umburðarlyndi. Keðja vináttubanda hans við vestræna leiðtoga náði aftur til Dwights D. Eisenhowers Banda- ríkjaforseta. Snemma á ferli sínum aflaði hann sér orðstírs sem hugaður - og ekki síður heppinn - leiðtogi, sem alltaf komst frá öllum hremmingum sem hann lenti í, þar með taldar ófáar morðtilraunir, tapað stríð við Israela og borgarastríð í eigin landi. Hann lifði af í kring um tólf morðtilraunir, þar á meðal reyndu Sýrlendingar eitt sinn að skjóta hann niður er hann sat sjálfur við stýrið á einkaþotu sinni. Skamman skugga dró yfir ímynd hans sem áreiðanlegs bandamanns Vesturlanda í Persaflóadeilunni 1990-1991, þegar hann tók í upphafi afstöðu með Irökum. Hann sneri fljótlega aftur í herbúðir með Banda- ríkjamönnum, en þar sem land hans er mjög háð því að fá ódýra olíu frá Irak stóð hann sem fyrr frammi fyrir ei’fiðum ákvörðunum. Rekur ættir til Múhameðs Hussein fæddist 14. nóvember 1935 í Amman, sem þá var rislítil höfuðborg fátæks eyðimerkurlands. Hashemítafjölskyldan, sem rekur ættir sínar aftur til Múhameðs spá- manns, stjórnaði Mekka, hinni heilögu borg múslima, og fór fyrir uppreisn araba gegn yfirráðum Tyrkja 1917. Afi Husseins, Abdullah, var fyrir tilstilli Breta gerður að fyrsta konungi Jórdaníu í kjölfarið. Hussein var námsmaður í Kaíró þegar hann fór með afa sínum kon- unginum til Jerúsalem í júlí 1951, en Abdullah hafði árið áður, er Israels- ríki var stofnað, bætt Vesturbakkan- um við ríki sitt. I þessari heimsókn var Abdullah konungur ráðinn af dögum en málmmerki á brjósti ung- lingsins Husseins varði hann fyrir byssukúlu sem ætluð var honum. Það var Palestínumaður sem myrti Abdullah. Morðið var grimmdarlegt upphaf baráttu milli Jórdaníu- og Pa- lestínumanna, sem voru bitrir vegna HUSSEIN JORDANIUKONUNGUR Æviferill konungsins, sem er sá arabíski þjóðarleiðtogi sem lengst hefur staðið í eldlfnunni og hefur með breytilegum bandalögum tekizt að jerúsalenu hindra að voldugri nágrannar komi höndum yfir Jórdaníu. 14. nóvember 1935 Fæddur í Amman, inn í konungsfjölskyldu Hashemíta, sem rekur ættir sínar til Múhameðs. 1916 hafði langafi hans farið fyrir uppreisn araba gegn yfirráðum Ottómanaveldis Tyrkja á svæðinu, en Bretar studdu uppreisnina. 1946 Yfirráð Breta taka enda, nýstofnað Jórdaníuþing lýsir afa Husseins konung. Fimmti og sjötti áratugurinn Gengur í skóla í Alexandríu í Egyptalandi og Harrow í Englandi. Síðar hlýtur hann menntun í herstjórn í Sandhurst í Englandi. 1952 Verður konungur eftir að afi hans er myrtur og faðir hans hafnar krúnunni. Sem þjóðhöfðingi einbeitir hann sér að því að byggja upp jórdanskan efnahag og iðnað í landinu. 1957 Yfirmenn í hernum, sem álíta Hussein strengja- brúðu Vesturlanda, reyna að ná konungs- höllinni, en úrvalshermenn bedúína sýna konungnum hollustu og hrinda árásinni. 1958 Konungdæmi íraks og Jórdaníu sameinuð. Fimm mánuðum síðar er Faisal konungur, náfrændi Husseins, drepinn í valdaráni. 1958-60 Endurteknar tilraunir eru gerðar til að ráða Hussein af dögum að undirlagi Sýrlendinga. 1962 Fyrsti sonurinn, Abdullah prins, fæddur. 1965 Yngsti bróðir Husseins, Hassan prins, útnefndur ríkisarfi. 1967 Sex daga stríðið. Vesturbakkinn og Jerúsalem tapast undir ísraelsk yfirráð. 1970 Morðtilraunir, flugrán, innrás frá Sýrlandi og borgarastríð í landinu. 1974 Hussein viðurkennir með semingi PLO sem eina opinbera málsvara Palestinumanna. 1978 Kvænist fjórðu eiginkonunni, Lisa Halaby (sem hlýtur nafnið Noor drottning). Hún er bandarísk en á ættir að rekja til Sýrlands. 1988 Sker á lagaleg og stjórnsýsluleg tengsl við Vesturbakkann og greiðir þar með fyrir því að Palestínumenn lýsi yfir eigin ríki. 1991 Fyrsti arabaleiðtogi til að samþykkja þátttöku i friðarviðræðum við ísrael, sem Bandaríkja- menn hafa milligöngu um. Beitir sér gegn hernaöi gegn írak i Persaflóastríðinu en hvetur til friðsamlegs brottflutnings herliðs frá Kúveit. 1992 Nýra fjariægt eftir að krabbamein uppgötvast. 1994 Eftir leynifundi með Yitzhak Rabin, þáv. fors.- ráðherra ísraels, semur Hussein loks frið við ísrael. Og segir draum hafa orðið að veruleika. 1997 Skorinn uþp vegna krabbameins í blöðruháiskirtli. 1998 Gengst undir nokkrar lyfjameðferðarlotur og beinmergsflutningsaðgerð. Hjálpar til viö gerð nýs samkomulagi milli (sraela og Palestínum. Janúar1999 Útnefnir Abdullah prins ríkisarfa í stað Hassans prins, sem gegndi því hlutverki í 34 ár. Snýr aftur í læknismeðferð í Bandaríkjunum. 4.-5. febrúar 1999 Eftir að beinmergsflutningsaðgerð mistekst hætta líffæri að starfa. Fluttur heim. :;!h skiptingar lands þeirra milli Jórdaníu og Israels. Faðir Husseins, Talal, var útnefnd- ur konungur, og sjálfur varð hann ki’ónprins. Sem slíkur var hann send- ur til Englands til náms, þar sem hann lærði líka að meta hraðskreiða bíla og töfrandi konur - en honum var skammtaður lítill tími til að njóta hins ljúfa lífs. Faðir hans var úrskurðaður and- lega óhæfur til að bera krónuna og þegar Hussein náði tilskildum lág- marksaldri samkvæmt stjórnar- skránni árið 1953 voru honum falin öll völd og ábyrgð konungs. Hélt fast um stjórnartauma Hann hélt fast um stjórnar- taumana, þegar hann hafði vanizt því að halda um þá. Stjómarstíll hans gekk þó aldrei eins langt í einræð- isátt og algengt vai- að gerðist í arabaríkjunum í kring, en hann kvað niður andóf af ákveðni. Eftir óeirðir árið 1989 ákvað hann að stíga skref í frjálsræðisátt. Árið 1993 heimilaði hann að fram færu fyrstu fjölflokka- kosningarnar frá því á sjötta ára- tugnum. En stjórnarandstaða rót- tækra múslima sniðgekk næstu kosn- ingar árið 1997 og útbreidd vonbrigði vegna friðarsamninganna við Israel og efnahagskreppan í landinu leiddu konunginn út í að setja skorður við fjölmiðlafrelsinu. En persónufylgi hans meðal þegnanna var mikið og það hve kærar honum voru táknræn- ar gerðir sem vöktu athygli - svo sem þegar hann gaf eina af höllum kon- ungsfjölskyldunnar til brúks sem munaðarleysingjahælis - hjálpaði til við að þjappa alþýðu manna í Jórdan- íu að baki honum. Nokkrum dögum áður en konung- urinn hélt aftur í krabbameinsmeð- ferð til Bandaríkjanna í janúar síð- astliðnum útnefndi hann son sinn Abdullah prins ríkisarfa í stað bróður síns, Hassans prins. Sagt er að það hefði verið gert að undirlagi Noor drottningar, sem þótti Hassan berast of mikið á er hann sinnti skyldum þjóðhöfðingja í veikindum konungs- ins. Hún er reyndar sögð hafa lagt að konunginum að gera son þeirra, Hamzah, að ríkisarfa en konungurinn er sagður hafa talið óráðlegt að fela völdin í hendur 18 ára unglingi. Fjórkvæntur og tólf barna faðir Hussein kvæntist fjórum sinnum. Hann eignaðist dóttur, Aliu, með Dinu Abdel Hamid frá Egyptalandi, en henni var hann kvæntur 1955-57. Með hinni ensku Toni Gardiner, sem varð Muna prinsessa, eignaðist hann synina Abdullah - sem tekur við lu-únunni - og Feisal og dæturnar Zein og Aishu. Þau voru gift 1961-1972. Aliu Toukan kvæntist hann árið 1972 og átti með henni soninn AIi, dótturina Hayu og fósturdótturina Abir Muheisen. Aiia dó í þyrluslysi 1977 en hann skildi við fyrri eiginkon- urnar. Árið 1978 kvæntist hann hinni líbansk-bandarísku Lisu Hallaby, sem varð Noor drottning. Þau eign- uðust synina Hamza og Hashem og idæturnar Iman og Raiyah. LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 43 / Dómur Hæstaréttar í máli blindrar konu gegn Háskóla Islands Ólíklegt að svona dómur myndi falla við þær aðstæður sem eru í dag RAGNA Kristín Guðmunds- dóttir hóf nám við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Islands haustið 1990, en sökum þess að hún þurfti að gangast undir augnaðgerð í desem- ber sama ár, endurinnritaði hún sig í deildina ári síðar, þá blind á báðum augum. Hún stundaði nám við við- skipta- og hagfræðideild frá árinu 1991 til 1994 eða þangað til hún hvarf frá námi. Hélt hún því fram að það hefði verið vegna þess að hún hefði ekki fengið þá aðstöðu og þá aðstoð við deildina, sem fötlun hennar krafð- ist og hún átti rétt á, að því er fram kemur í dómi Hæstaréttar frá 4. febrúar sl„ og var skaðabótakrafa hennar á hendur Háskóla íslands byggð á því. I fyrstu sótti Ragna málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en hann sýknaði Háskólann af kröfum henn- ar. Málinu var hins vegar áfrýjað og dæmdi Hæstiréttur Islands í vikunni Háskólann til þess að greiða konunni 600.000 krónur í miskabætur, á þeim forsendum að hann hefði brugðist skyldu sinni á námsárum konunnar til þess að gera almennar ráðstafanir sem fylgja námi fatlaðs nemenda við skólann. Dómurinn byggist m.a. á lögum nr. 41/1983 um málefni fatl- aðra, sem voru í gildi þegar Ragna skráðist í Háskólann, en í þeim er m.a. kveðið á um það markmið að tryggja beri fótluðum einstaklingum jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra þjóðfélagsþegna. Lög nr. 59/1992, sem leystu fyrrgreind lög af hólmi, höfðu hið sama að markmiði, en kváðu auk þess nánar á um rétt- indi fatlaðra. Þá byggir dómurinn á 2. gr. viðauka nr. 1 við Evrópuráðs- samning um verndun mannréttinda og mannfrelsis frá 4. nóvember 1950 þar sem kveðið er á um að engum manni skuli synjað um rétt til mennt- unar og á 14. grein samningsins sjálfs, sem kveður á um að réttindi þau í samningnum, sem áður gat um, skuli tryggð án nokkurs manngrein- arálits. Ennfremur var vísað til jafn- ræðisreglu 65. greinar stjórnarskrár lýðveldisins íslands. í dómnum segir að af framan- greindum lagaákvæðum þyki leiða að Háskóla Islands hafi borið að taka við Rögnu, svo sem hann gerði, og gera þær almennu ráðstafanir, sem fylgdu námi svo fatlaðs nemanda við skól- ann. í dómnum segir jafnframt að viðurkennt sé að viðleitni hafi verið til þess hjá kennurum að mæta þörf- um konunnar og draga úr þeim höml- um sem hún bjó við. „Þrátt fyrir þetta verður ekki hjá því komist að viðurkenna, þegar aðstæður þær er áfrýjanda [Rögnu] voru búnar í við- skipta- og hagfræðideild eru metnar heildstætt, að ýmislegt hafi farið úr- skeiðis og hafí skólinn og deildin brotið gegn rétti áfrýjanda sem fatl- aðs nemenda við skólann. Er þá aðal- lega litið til þess að á vantaði að sam- þykkt væru almenn fyrirmæli sem fylgja ætti við nám hennar og próftöku sem fatlaðs nemandaj...] og hún átti rétt á að lögum, svo að hún gæti sem mest staðið jafnfætis ófötl- uðum nemendum. Þess í stað varð hún að ganga eftir eðlilegum tilhliðr- unum og sannað þykir að þessi skort- ur á almennum fyi’irmælum hafi leitt til mistaka af hálfu deildarinnar og árekstra við áfrýjanda.“ Aðstaðan hefur batnað í HI Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður, verjandi konunnar, telur að viðlíka dómur hafi ekki fallið áður í Hæstarétti. „Það sem er merkilegt við dóminn meðal annars er að svokölluð efnahagsleg, félagsleg og menningarleg mannréttindi eru ekki Hæstiréttur dæmdi í vikunni Háskóla ----7--------------------------------------- Islands til þess að greiða blindri konu miskabætur á þeim forsendum að Háskól- inn hefði brugðist skyldu sinni til að gera almennar ráðstafanir sem fylgja námi fatlaðs nemanda við skólann. Aí þessu tilefni gerir Arna Schram nánari grein fyrir forsendum dómsins og þeirri þjónustu sem er í boði fyrir fatlaða við Háskóla ---------7---------------------------------- Islands um þessar mundir. bara fallegar yfirlýsingar um mark- mið heldur er um að ræða raunveru- legar efnislegar réttarreglur sem að ber að fara eftir. Hæstiréttur jeggur það þar af leiðandi á Háskóla Islands og alla í sambærilegri stöðu sem veita opinbera þjónustu að eiga fmm- kvæði að því fara eftir þessum mark- miðum um jöfnun, en ekki bíða eftir því að menn sæki um undanþágu,“ segir hann. Friðrik Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar telur sömuleiðis að dómurinn sé mjög merkur og að menn hljóti að skoða hann sem fordæmisgefandi. En hvernig skyldi Háskóli íslands nú vera í stakk búinn til þess að taka á móti fötluðum nemendum? I sam- tölum blaðamanns við starfsmenn Háskólans kemur fram að aðstæður fatlaðra í Háskólanum hafi breyst til muna síðan Ragna stundaði þar nám. „Þetta hefur breyst heilmikið slðan þá. Kerfið er orðið miklu markvissara og liprara," segir Ragna Ólafsdóttir námsráðgjafi meðal annars. Páll Skúlason rektor HÍ tekur undir það að þjónustan hafi batnað. „Við erum búin að reyna að bæta okkur í þess- um málum og dómur Hæstaréttar staðfestir að það séu um leið skyldur þjóðfélagsins, Háskólans sem ann- arra stofnana, að vinna að því að jafna stöðu allra einstaklinga til náms og aðstöðu í þjóðfélaginu, hvort sem þeir eru fatlaðir eða ekki.“ Á þessu skólaári eru um 120 nem- endur, úr öllum deildum Háskóla Is- lands, sem þurfa á sérúrræði við nám að halda og er þar ekki einungis um fatlaða nemendur að ræða heldur einnig þá sem eru með langvarandi alvarleg veikindi sem geta haft áhrif á framvindu náms. Á meðal þessara 120 er stærsti hópurinn með les- blindu en einnig eru þar nemendur sem eru fjölfatlaðir, hreyfihamlaðir eða sjónskertir sem og nemendur er haldnir eru sjúkdómum á borð við liðagigt, fiogaveiki og taugasjúkdóma sem hafa áhrif á hreyfigetu. En áður en lengra er haldið skulum við líta nánar á þróun þjónustu Háskólans við_ fatlaða stúdenta. I umræddum dómi Hæstaréttar kemur fram að ljóst sé að innan Há- skóla íslands hafi menn gert sér grein fyrir skyldum sínum við fatlaða stúdenda, því á fundi háskólaráðs 27. september 1990 hafi verið samþykkt að skipa nefnd til að marka stefnu í málefnum fatlaðra. Nefnd þessi skil- aði áliti 18. janúar 1991 og voru tillög- ur hennar samþykktar í háskólaráði 21. febrúar sama ár og sendar deild- um og öðrum stofnunum háskólans til framkvæmdar. I stefnumörkun þess- ari var m.a. tekið fram að við skrán- ingu í Háskóla Islands skyldi fötluð- um nemendum boðið að merkja í sér- stakan reit á skráningareyðublaði, til að láta vita um fötlun sína. Þá var tekið fram að almennt skyldi hliðra til um námsframvindu og tímamörk náms eftir því sem kostur væri ef um fötlun nemenda væri að ræða sem hindrað gæti eðlilegan námshraða. Auk þess átti að gefa kost á aðstoð við nám, svo sem stuðningskennslu, námsgagnagerð og þess háttar sem greiða skyldi af sameiginlegum rekstri háskólans. Rétt er að taka fram að ekki var ágreiningur í fyrr- greindum málaferlum um að Ragna „Hvarflaði aldrei að mér að gefast upp“ „ÉG er bara fegin að ég sigraði á endanum," sagði Ragna Kristín Guðinundsdóttir í gær, en Ragna, sem er biind, vann á fimmtudag mál gegn Háskóla íslands fyrir Hæstarétti. Ragna sagði það hafa verið mikla þolraun að ganga í gegnum þetta mál, sem tók fimm ár, en fjöi- skyldan hefði stutt vel við bakið á sér. Hún sagði að það hefði aldrei hvarflað að sér að gefast upp, því þá hefðu bara aðrir þurft að ganga í gegnum það sama seinna. Ragna telur að dómurinn muni hafa mikla þýðingu fyrir blinda því nú séu reglurnar til staðar þegar þeir heíji nám. Ragna hætti í Há- skólanum og hóf nám við Tækni- skóla íslands árið 1995. Hún veikt- ist 1997 og seinkaði það náminu að- eins en í desember 1998 útskrifað- ist hún með BS gráðu í iðnrekstr- arfræði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg hefði notið þessarar aðstoðar. Onnur samþykkt um málefni fatl- aðra leysti hina fyn’nefndu af hólmi 15. júní 1995, en þá fól háskólaráð Námsráðgjöf HI að hafa umsjón með málefnum fatlaðra stúdenta við Há- skólann. Sú stefnumörkun sem þá var mótuð í málefnum fatlaðra þykir ítarlegri en sú fyrri auk þess sem þar er bryddað upp á ýmsum nýmælum. Til dæmis kveðið á um að kynna eigi námsefni tímanlega og að mæla eigi fyrir lengri próftíma, próftöku í ein- rúmi, upplestur prófs, prófritara og annað fyrirkomulag prófa. Lögunum fylgir ekki fjármagn Mikael M. Karlsson rekstrarstjóri Námsráðgjafar HI tekur undir það að þjónusta við fatlaða nemendur við Háskólann hafi batnað mjög á síðustu árum og jafnvel enn meira á síðasta , ári. Hins vegar bendir hann á að það fé sem verja eigi til þess verkefnis, þ.e. þjónustu við fatlaða, sé takmark- að. „Við reynum að nota þær fjárveit- ingar sem við höfum á skynsamlega og réttlátan hátt,“ segir hann. Mikael segir m.a. að nú sé búið að koma upp hjólastólabrautum í aðal- byggingu Háskólans, námsefni sé nú hljóðritað og að fatlaðir geti tekið próf í sérrými, svo eitthvað sé nefnt. Aðspurður kveðst Mikael ekki vilja segja til um það hvaða áhrif hæsta- réttardómurinn hafi, en bendir hins k vegar á að þegar löggjafinn setji lög um réttindi fatlaðra í til dæmis Há- skólanum þurfi fjármagn að fylgja til þess að hægt sé að framkvæma lögin. „Löggjafinn hefur sett Háskólanum og ýmsum stofnunum, lög um réttindi fatlaðra, og ég fagna þeim að sjálf- sögðu, en það felur í sér ábyrgð til að framkvæma þessa hluti.“ Mikael segir í þessu sambandi að sér fyndist eðlilegt að Háskólinn fengi fé til þess verkefni beint frá rík- inu og helst eyrnarmerkt þannig að allir viti að hve miklu leyti ríkið ætli að styðja það. Aðspurður segir Mika- el að nú sé fjármögnun verkefnisins þannig háttað að yfirstjórnendur Há- skólans ákveði á hverju ári hve stór hluti fari af heildarfjárveitingu ríkis- ins til skólans fari til þessa verkefnis. „Háskólinn hefur hins vegar lengi verið í fjársvelti og starfsemi hans miðar ekki eingöngu að því að hjálpa fötluðum nemendum, heldur líka að kenna öllum og vera vettvangur rannsókna og fleira.“ Mikael tók við starfi rekstrarstjóra Námsráðgjafar sl. haust og meðal helstu nýmæla í þessum málefnum síðan þá er samningur sem fatlaður nemandi og Háskólinn gera í upphafi hvers skólaárs. í samningnum skuld- bindur skólinn sig til þess að veita ákveðin úrræði og nemandinn skuld- bindur sig til að fylgja ávkeðinni námsáætlun sem hann gerir í sam- ráði við námsráðgjafa, kennara og deild. Áður en samningurinn er gerð- ur er gert ráð fyrir því að nemandinn fari í viðtal hjá námsráðgjafa, þar sem hann hafi meðferðis vottorð um fötlun sína eða veikindi og margt annað. I viðtalinu er nemandinn greindur og það metið hvernig fötlun eða hömlun hans geti hindrað hann í að stunda nám til jafns við aðra nem- endur og hvernig megi draga úr hindrununum þannig að hann geti notið sín í námi. Að sögn Mikaels er þetta fyrsta skólaárið sem þessi hátt- ur er hafður á og telur hann að þessi leið hafi gefist vel. Þannig megi líka nýta fjármuni betur og gera nemend- um og skólanum kleift að ganga út frá því sem vísu hvaða kröfur þeir megi gera hvor til annars. Þá bendir hann á að erlendir háskólar hafi lýst áhuga á því að fá að kynnast fyrir- komulagi þessa samnings. ■>,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.