Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ KONUR OG STJÓRNMÁL Konur í forystu flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur Mikil viðhorfs- breyting á síð- ustu árum lendinga lítur ekki á sig sem skrautfjöður í hatti eins eða neins eftir 20 ára starf í stjórnmálum, og mun ekki gera.“ Viðhorf fjölmiðla hafa að mati Ingibjargar breyst mjög frá því að hún hóf fyrst afskipti af stjórnmál- um. „Þeir fjalla um konur út frá oi’ðum þeirra og gerðum, en ekki kynferði. Eina undantekningin í þessu sambandi er sú, að ég er eini ráðherrann, sem sumir fjölmiðlar sjá stundum ástæðu til að spyrja um hvort hið krefjandi starf bitni ekki á maka og börnum. Það er auðvitað hárrétt athugað hjá þeim, en þetta er fórnarkostnaðurinn. Bæði fyrir karla og konur.“ Auðlindin konur Bent er á, að þrátt fyrir að því sé mjög haldið á lofti að konur á hin- um Norðurlöndunum hafí náð þar nær jöfnum völdum á við karla segi það ekki alla söguna. Þannig hefur stjórnmálakona það eftir kynsystr- um í nágrannalöndunum að konur þar hafí orðið varar við að raun- vemleg völd færist smám saman frá stjórnmálamönnum. Karlarnir færi þyngdarpunkt valdanna ann- að. Hvort þetta er rétt mat skal ekki fullyrt hér. Elsa Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs, sagði í erindi á fundi sem nefnd um auk- inn hlut kvenna í stjórnmálum hélt í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skömmu, að Alþingi ætti að endur- spegla samfélag beggja kynja. Hún benti á að líf kynjanna væru ólík, þau leituðu inn á ólík menntasvið, lífaldur þeirra væri mishár, aðrir sjúkdómar herjuðu á konur en karla, staðan innan heimilanna væri ólík og svo mætti lengi telja. Augljóslega ætti annað kynið ekki að stjórna fyrir hitt. Siv Friðleifsdóttir segir að konur sjái mál frá öðrum sjónarhomum en karlar, þær vinni öðruvísi og þar með sé hvert mál skoðað í víð- ara samhengi. „Ef konur standa jafnfætis körlum í stjórnmálum fá- um við annað og betra samfélag. Konur eru mikilvæg auðlind og það er skylda okkar að nýta hana öllum í hag.“ .. miklu fleiri þurfa að leggja hönd á plóginn ...“ Þessari umfjöllun skal hér lokið með tilvitnun í Auðarbók Auðuns, sem gefín var út árið 1981 í tilefni 70 ára afmælis Auðar, sem sat fyrst íslenskra kvenna í dómara- sæti, var fyrst kvenna borgar- stjóri í Reykjavík og fyrsta konan á ráðherrastóli. I formála bókar- innar ritaði Ragnhildur Helga- dóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra: „Til þess er og ástæða að minna aðra á, að erfíði og áræði Auðar er mikils metið, en miklu fleiri þurfa að leggja hönd á plóginn til að gera draum hennar um fulla þátttöku kvenna í fram- faramálum þjóðarinnar að veru- leika.“ í REYKJAVÍK er kona borgar- stjóri og andstæðingui- hennar í borgarstjórn, oddviti sjálfstæðis- manna, er einnig kona. Þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Inga Jóna Þórðardóttir eru sam- máia um að viðhorf til kvenna í sljórnmálum hafi breyst veru- lega á undanförnum árum. Flokkarnir fyrirstaða fremur en kjósendur „Konur voru í miklum minni- hluta í borgarstjórn þegar ég tók þar sæti fyrst, árið 1982,“ segir Ingibjörg Sólrún. „A síð- asta kjörtímabili voru konur í meirihluta, en við kosningarnar á síðasta ári dró heldur úr. Við- horfsbreytingin, sem átt hefur sér stað gagnvart konum í stjórnmáluin og í stjórnunar- stöðum almennt, hefur verið mjög mikil. Konur eiga miklu greiðari aðgang en áður, enda eru kjósendur þeim engin fyrir- staða. Það sannaðist með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í emb- ætti forseta, flokkforystu Margrétar Frímannsdóttur og í mínu tilviki, svo dæmi séu nefnd. Hið sama verður hins vegar ekki sagt um flokkana, þar eiga konur erfiðara með að komast í gegnum nálaraugað. Flokkarnir hafa ekki fylgt hug- arfarsbreytingu almennings eft- ir. Þar eru margir á fleti fyrir, oft karlar og flokkarnir eru ílialdssamari en samfélagið gef- ur tilefni til.“ Ingibjörg Sólrún segir að framboð Samtaka um kvenna- lista hafi haft mikil áhrif, miklu meiri en fólk geri sér almennt grein fyrir. „Þessi viðhorfs- breyting hefði ef til vill orðið, en Kvennalistinn hraðaði henni. Konur í flokkunum njóta núna góðs af því. Flokkar eru í sam- keppni um fylgi kjósenda og ef þeir telja að baráttumál og hug- myndir annarra hafi hljóm- grunn þá gera þeir þau að sín- um.“ Ingibjörg Sólrún segir ágætt að flokkar hafi til viðmiðunar að skipa framboðslista jafnt konum sem körlum. „Það getur stutt konur að mörgu leyti, því það ýtir undir breytt viðhorf. Eg á Iíka von á að konur eigi meiri möguleika á að komast að þegar ákveðin kynslóðaskipti verða í sljórnmálunum. Kjördæmi, þar sem hver flokkur fær einn eða tvo menn kjörna, vinna gegn konum, en þegar þau stækka verður meira til skiptanna og það kemur konum vel.“ Konur fúsar að gefa sig fram Ingibjörg Sólrún segir að mörgu leyti rangt að erfitt sé að fá konur til þátttöku í stjórnmál- um. „Ég hef aldrei orðið vör við annað en að konur séu fúsar til að gefa sig fram. Karlar segjast oft ekki finna þessar konur og fjölmiðlar hafa oft borið þessu við þegar þeir eru inntir eftir því hvers vegna mál séu borin undir karla, en ekki konur. Ég held að skýringin á þessu sé sú, að karlar þekkja betur til í sín- um hópi og leita til hans. Það væri nær að flokkarnir virkjuðu konur til að finna aðrar konur.“ Borgarstjórinn segir, að þeg- ar auglýstar séu stjórnunarstöð- ur hjá borginni séu konur hvatt- ar til að sækja um og það geri þær gjarnan. Hún segir aðspurð að ef til vill hvetji það þær, að borgarstjórinn er kona. „En þegar við ráðum í þessar stöður göngum við að sjálfsögðu út frá verðleikum umsækjenda." Aðspurð hvort það vilji brenna við að litið sé á konur í stjórnmálum sem fulltrúa kvenna, á meðan karlar séu full- trúar ýmissa stétta og starfs- hópa segir Ingibjörg Sólrún að það gerist stundum. „Einhveiju sinni var verið að ræða um sam- setningu væntanlegrar ríkis- stjórnar og þá var það orðað svo að fulltrúar landsbyggðarinnar vildu ráðherraembætti, konur líka, sömuleiðis fulltrúar verka- lýðshreyfíngarinnar og svo framvegis. Auðvitað getur ein og sama manneskjan sameinað þetta. Kona er ekki bara kona, heldur margt annað líka.“ Ingibjörg Sólrún segir að vissulega sé það umhugsunar- efni fyrir konur hvort þær eigi að gefa kost á sér til starfa í sveitarstjórnum eða í lands- málapólitík, vegna þeirrar fjar- veru frá heimili og álagi sem fylgir. „Konur eru ekki tilbúnar að hlaupast frá öðrum skyldum. Þær eiga ekki gott með að flytja heimilið til Reykjavíkur ef þær setjast á þing, vegna þess hvað atvinnuþátttaka eiginmanns vegur þungt. I skoðanakönnun, sem gerð var meðal sveitar- stjórnarmanna, kom fram að konur hættu oft eftir eitt eða tvö kjörtímabil. Þær eiga erfitt með að sameina heimilisrekstur, at- vinnu og að auki þátttöku í stjómmálum, nema þær hafi þeim mun meiri stuðning heima fyrir og hann vantar stundum." Aðrar áherslur hjá konum Árið 1988 lýsti Ingibjörg Sól- rún því í viðtali, að ef konur mynduðu meirihluta í sveitar- stjórnum myndu áherslur verða aðrar, uppbygging í málaflokk- um eins og dagvistarmálum og öldninarinálum fengi þá for- gang. Hún kveðst enn sama sinnis. „Það er engin tilviljun að á síðasta kjörtímabili var lögð inikil áhersla á leikskóla- og skólamál.“ Aðspurð hvort viðhorf til hennar hafi breyst eftir að hún tók við embætti borgarstjóra segir Ingibjörg Sólnín að það sé erfitt að meta það, enda hafi hún þá verið orðin eldri og reyndari í starfí. „Ungar konur eiga oft erfitt með að láta taka sig alvarlega, sérstaklega af hálfu miðaldra karla. Að stórum hluta byggist viðhorf fólks til mín á þeirri virðingu, sem fylgir embætti borgarstjóra Reykja- víkur, hver sem gegnir því á hveijum tíma.“ Ingibjörg Sólrún sagðist ekki geta fullyrt hvort það væri erfítt að vera kona í pólitik. „Ég vísa til orða Jóns Baldvins Hanni- balssonar, sem sagði að pólitíkin væri enginn sunnudagaskóli. Það á við um konur og karla.“ Færri ungar konur sækja á Inga Jóna Þórðardóttir, odd- viti minnihlutans í borgarstjórn, vekur máls á því að færri ungar konur sæki á í stjórnmálum af sama þunga og ungir karlmenn. Þetta hafi komið í ljós bæði hjá Sjálfstæðisflokknum og R-listan- um fyrir siðustu borgarstjórnar- kosningar, þar sem ungir karl- menn voru meira áberandi en ungar konur og sama hafí átt við um prófkjör Samfylkingar- innar í Reykjavík, svo dæini sé tekið. „Þetta ýtir við mínu gamla kvenfrelsishjarta. Þær konur sem nú fá stuðning hafa verið áberandi í stjórnmálum lengi, eins og til dæmis Jóhanna Sigurðardóttir. Ungu konurnar sjást minna, í hvaða flokki sem borið er niður. Það er þó ekkert algilt í þessu; til dæmis var glæsileg kosning Þorgerðar Gunnarsdóttur í prófkjöri Sjálf- stæðisfiokksins í Reykjaneskjör- dæmi ánægjuleg undantekning," segir Inga Jóna. Hún kveðst viss um að stjórn- málaflokkarnir geti gert meira í að jafna stöðu karla og kvenna. „Ég vil ekki hafa kyngreind fé- lög innan flokkanna. Karlar og konur eiga að starfa saman, en hins vegar má hugsa sér sér- stakan stuðning eða hvatningu til kvenna. Ég hef á tilfinning- unni að þróunin hafi stöðvast. Við erum ekki með ólíkt hlutfall kvenna í stjórnmálum nú og ver- ið hefur í nokkurn tíma. Það kom auðvitað kippur með Kvennalistanum og hafði áhrif inn í hina flokkana. Svo dró úr þeirri umræðu og hún hætti að skila fleiri konum. Kvennalistinn er auðvitað búinn að vera og forystukonur hans hafa flutt sig leynt og ljóst í aðra flokka ojg reynt að hasla sér völl þar. I samfélaginu er hugsanlega ákveðin þreyta á stjórnmálum og konum þykja þau kannski ekki eftirsóknarverð." Metnar á gnindvelli hugmynda og starfa Inga Jóna segir að enginn sé á móti því að auka hlut kvenna. „Þrátt fyrir ákveðna stöðnun í fjölgun kvenna, þá finnst mér umhverfið miklu jákvæðara og meiri stuðningur við konur en áður. Nú setja til dæmis fjölmiðl- ar almennt þátttöku kvenna í stjórnmálum ekki í sérstakt ljós, heldur er komið fram við þær eins og aðra stjómmálamenn, á gmndvelli hugmynda þeirra og starfa, en ekki kynferðis." I Reykjavík er aðstaðan nokk- uð óvenjuleg, þar sem tvær konur em í forystu fyrir flokkana sem takast á. Aðspurð hvort hún haldi að kynferði oddvitanna hafi áhrif á áherslur í starfi segir Inga Jóna að hún upplifi sjálfa sig sem stjórnmálamann og andstæðing sinn sömuleiðis. „Það hlýtur hins vegar að styrkja konur almennt í stjómmálum að tvær konur em oddvitar í Reykjavík." Inga Jóna aðhyllist ekki hug- myndir um kvótaskiptingu á framboðslistum. „Konur innan Sjálfstæðisflokksins hafa ekki aðhyllst slíkan kvóta, enda byggjum við á einstaklingnum í framboði. Það er ekki þar með sagt að við teljum ekki að það eigi að styðja við bakið á konum á meðan þær em að styrkja stöðu sína. Það hefur oft verið viðkvæðið að ekki eigi að kjósa konur af þéirri ejnu ástæðu að þær eru konur. Ég er alveg sam- mála því, en við kjósum heldur ekki karla af þeirri ástæðu einni að þeir eru karlar. Eða getur það verið?“ UTS0LUL0K e r 4 N M E 1 R 1 V E R Ð 1 L Æ K K U N ! Sængurföt Yfirdýnur Latexdýnur Heilsukoddar Undirdívan V E R S L U N I " Svefnherbergishúsgögn Skútuvogi 11 • Sími 568 5588 Rafmagnsrúmbotnar Springdýnur Eggjabakkadýnur OPIÐ LAUGARDAG 10-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.