Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Þrívíður heimur Á NÝJUM vef Coca-Cola á ís- landi, www.coca-cola.is/, sem opnaður var fyrir skemmstu, er að sögn fyrsti þrívíði heimurinn á hérlendum vef og reyndar er fátt um eins umfangsmikla þrí- víða vefi erlendis. Þríðvíður hluti vefjarins er upp settur af OZ.com, sem setti vefinn upp sem eins konar tilraunaverkefni. Þrívíddartæknin á Kókvefnum er tækni sem OZ hefur verið að móta undanfarin ár og byggist á því að sá sem fer inn á vefinn velur sér staðgengil, eða avatar, sem sér um að hreyfast um vef- inn fyrir hann. Staðgengillinn er eins konar framlenging af not- andanum, hreyfir sig eftir því sem honum er stýrt, gengur eða dansar eftir því sem notandinn vill, og einnig getur sá sem hon- um stýrir átt samskipti við aðra á vefnum, spjallað við þá, nú eða dansað, allt eftir því sem verkast vill. Með þessum staðgengli er síðan hægt að fara um þrívíðan heim, þvælast herbergi úr her- bergi, en í þeim herbergjum er ýmislegt að finna, tónlist, fróð- leik og skemmtan. Eyþór Arnalds, þróunarstjóri OZ, segir að samstarf fyrirtækj- anna að vefnum megi rekja til þess að OZ kynnti áþekka tækni á IMARK-sýningu fyrir tveimur árum. Þar voru staddir menn frá Vífilfelli sem leist svo bráðvel á hugmyndina að þeir vildu endi- lega eiga samstarf um vef helg- aðan Coca Cola, sem hafði verið í undirbúningi alllengi. Eftir tals- verðan undirbúning og vanga- veltur hófst eiginleg vinna svo á siðasta ári og vefuninn var svo opnaður með miklu húllumhæi fyrir skemmstu. Á honum er ekki bara heimurinn þrívíði, sem hér er til umfjöllunar, heldur er þar einnig að finna ýmsar upp- lýsingar um Kók, fyrirtækið og framleiðsluna, aukinheldur sem á vefnum verða upplýsingar og fréttir af tónlist, plötudóma og fleira nýsilegt. Visindaskáldskapur Á þeim tíma sem OZ kynnti tæknina fyrir forviða gestum á IMARK-hátíðinni má segja að tæknin hafi verið nánast eins og vísindaskáldskapur, netvæðing hér á landi rétt að hefjast fyrir alvöru og tölvur yfirleitt ekki vel til þess fallnar að vinna úr svo flóknum upplýsingum. „Síðan hefur margt breyst,“ segir Ey- þór, „og Islendingar eru komnir langt fram úr öllum þjóðum í að- gangi að Netinu. Tölvueign er líka orðin almennari og orðið hefð að gefa tölvu í fermingar- gjöf og þá alvöru tölvu með þrí- víddarkorti og mikilli vinnslu- getu. Fyrir vikið fannst okkur til- valið að setja upp þetta verkefni sem eins konar tilraun, að búa til svo umfangsmikinn þrívíðan vef og sjá hvernig honum verður tekið, en það er hvergi betra að jjera slíka tilraun en hér á landi; Island er einstakt að því leyti að netaðgangur er hvergi meiri í heiminum og tölvueign mjög al- menn, smæðin er okkar styrkur." Eyþór segir að grunnhug- myndin sé komin, en framundan sé að bæta inn á vefinn ýmsum öðrum nýjungum, leikir, mynd- bönd og fleira sé í aðsigi á næstu mánuðum. „Eftir ár munum við síðan meta hvernig hafi til tekist, hvað megi betur fara og hvert eigi að stefna." OZ hefur unnið með ýmsum stórfyrirtækjum erlendum á síð- ustu misserum og meðal annars með símarisanum Ericsson, en á bás Ericsson á CeBit-sýningunni á síðasta ári var einmitt settur upp þrívíður heimur á stórum skjám fyrir gesti og gangandi. Kókvefurinn er aftur á móti frá- brugðinn í því að hann er lifandi og breytist og mótast fyrir til- stilli þeirra sem nota hann. Ey- þór segir og að OZ eigi væntan- lega oft eftir að vísa í Kókvefinn þegar sýna þurfi fram á hvað sé hægt að gera á vefnum, aukin- heldur sem Coca Cola sjálft hafi sýnt verkinu mikinn áhuga. Eins og áður segir er Kókvef- urinn unnin í samstarfi Vífilfells og OZ, en fleiri koma að. Þannig er tvívíður hluti hans unninn af veffyrirtækinu Hiper og innihald vefjarins að mestu frá Undirtón- um komið. Blaðamenn Undirtóna munu þannig sjá til þess að alltaf sé nýtt efni á Kókvefnum, skrifa inn á hann plötudóma, viðtöl og greinar um tónlist og tónlistar- menn, en þar er einnig að finna vinsældalista með tóndæmum í samvinnu við útvarpsstöðvar. Zappa í mp3 ÚTGEFENDUR tónlistar hafa verið seinir að bregðast við mp3-byltingunni og helst reynt að bregða fæti fyrir fyi-ir- tæki sem framleiða vildu slíka spilara. Sum smáfyrirtæki hafa gefið notendum kost á að sækja sér mp3-skrár á vefsetr- um sínum og þá sem kynningu á lítt þekktum tónlistarmönnum, en banda- ríska fyrirtækið Rykodisc, sem er allum- fangsmikil útgáfa, hefur tekið upp á því að selja mp3-skrár á Netinu. Vefsetur GoodNoise, http;//www.- goodnoise.com/, er helgað mp3-tónlist og þar er hægt að nálgast spilara fyrir slíkt og mikið af tónlist. Rykodisk býður á GoodNoise-setrinu 175 lög frá fjölda listamanna, þar á meðal Frank Zappa, Bruce Cockburn og Richard Thomp- son, og kostar hvert lag um 65 kr. Á setrinu kemur fram að Rykodisc hygg- ist fjölga lögunum verulega á næstu mánuðum. Rykodisc er stærsta útgáfufyrir- tækið sem tekið hefur mp3 upp á arma sína og samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu er það einfaldlega að bregðast við því sem tiðkist um heim allan; mp3 hafi náð slíkum vinsæld- um að ekki verði aftur snúið og ef fyrirtæki bregðist ekki við óskum tónlist á mp3-sniði verði það bara til að ýta undir stuld á tónlist. GoodNoise bregst þannig við laga- stuldi að það fellir stafræna undirskrift inn í hvert lag, svonefnt MMI, sem skrá- ir kaupandann og lagið í gagnagrunn fyrirtækisins. Fyrir vikið sé hægt að rekja hvaðan lag sé fengið ef það fer á flakk. Eins og getið er kostar hvert lag í kringum 60 krónur, en hægt að kaupa breiðskífur sem kosta í kringum 500 kr. Eins má síðan breyta mp3-sniðinu í wav- skrár og brenna á disk í framhaldinu, en auður diskur kostar í kringum 150 kr., og þá fæst plata á um 650 kr., tollfrjálst vitanlega. Fyrir yng’stu spilarana sig bakvið en aðrir standa í vegi fyrir Flik og þarf mikla kænsku til að komast fram hjá þeim. Áfar mikið af þrautum er í leiknum og þarf Flik oft að ferð- ast langar og erf- iðar leiðir tO að fínna persónur sem hjálpað geta honum í leiknum. Þó Traveler’s Tales hafí tekist afbragðs vel að endurskapa persónuleika og umhverfi leiksins er nokkuð greinilegt að ekki hefur tekist jafnvel til með restina. Leikurinn hef- ur nokkra alvarlega galla og er ekki fyrir al- varlega þenkjandi spilendur. Þó að A Bugs Life sé hannaður fyrir yngstu spilarana vantar þónokkuð upp á að hann hafí allt sem góður krakkaleikur þarfn- ast. Allir hafa gaman af litlu teiknimynda- bútunum er sjást eftir hvert borð en um leið og eitthvert verulegt fjör byrjar hægir leikurinn á sér. Slíkt er auðvitað fáranlegt í ljósi þess hversu langt er síð- an byrjað var að framleiða leiki íyrir PlayStation. Öll stjórn leiksins er fremur óþægileg og Flik er afar lengi að bregðast við öllum skip- unum. Allt umhverfi er afar flott en um leið og Flik kemur mjög nálægt því byrjar að sjást í gegnum það og það verður kassalaga. Hljóð leiksins eru mjög góð og ná hljóð Fliks og annarra dýra í umhverfinu næstum að vinna upp annars afar leiðinlega og sí- byljutónlist. Úng börn gætu haft gaman af því að stýra Flik um í nokkra tíma en þau munu fljótt fá leið á leiknum sökum þess hversu erfiður hann er og eldri spilendur munu án vafa ekki hafa gaman af leiknum lengur en í fimm mínútur eða svo. Ingvi M. Árnason TEIKNIMYNDIN A Bugs Life frá Pixar hefur notið vinsælda vestan hafs, en Disney gaf nýlega leik frá Traveler’s Tales, sem byggður er á myndinni. A Bugs Life fjallar um ungan maur, Flik, sem verður einn eftir úti þegar hópur af engisprettum reynir að leggja undir sig maurabúið. Flik ákveður að verja heimili sitt og vina sinna. Ailt umhverfi leiksins er fyllt af alls konar blómum og náttúrulegum hlutum og stát- ar af afar góðri og nákvæmri grafík. Ásamt plöntum og steinum er einnig að fínna helling af hlutum sjást dag- lega görð- um LEIKIR A Kugs Life A Bug’s Life, leikur fyrir PlayStation frá Disney, Traveller’s Tales og Pixar. Leikurinn styður Dual Shock stýripinna. hjá venju- legu fólki. Suma þess- ara hluta er hægt að nýta í bar- áttunni og fela
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.