Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 20
rrrfj t Trjv^TrN'T'W MORGUNBLAÐIÐ OOOr *T f TTCr<T'Tr'rr *V THjr\ f rj^r ^ r\TT f 1 20 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Söfnuðu fyrir Rauða krossinn ÞRÍR félagar af Svalbarðs- strönd söfnuðu tómum flösk- um í heimabyggð sinni og komu færandi hendi til Rauða krossins með ágóðann, 1.799 krónur. Þetta eru þeir Víking- ur Hauksson, Arnar Logi Þorgilsson og Arnór Jónsson. Þá vildi Unnar Þorri Þorgils- son ekki láta sitt eftir liggja og færði Rauða krossinum 1.146 krónur sem hann hafði safnað. Á myndinni eru þeir Víkingur, Arnar Logi og Unn- ar Þorri, en Arnór vantar á myndina. Vinnuklúbbur - nám- skeið í atvinnuleit VINNUKLÚBBUR - námskeið í atvinnuleit er nýtt verkefni á veg- um Menntasmiðju kvenna á Akur- eyri. Námskeiðin eru bæði fyrir konur og karla og eru unnin í ná- inni samvinnu við Svæðisvinnu- miðlun Norðurlands eystra. Verk- efnisstjóri er Sigrún Jakobsdóttir en Brynja Óskarsdóttir hefur unn- ið með henni að undirbúningi. Námskeiðin standa í fjórar vikur og er gert ráð fyrir að þáttakendur verði ekki fleiri en sex á hverju námskeiði. Nú stunda tvær konur og þrír karlar nám í Vinnuklúbbn- um, en fækkar ört því árangurinn er þegar að koma í ljós og vinnu- markaðurinn kallar. I Menntasmiðjunni eru einnig haldin valgreina- og sérhæftúnám- skeið Einingar og Akureyrarbæjar og sækja nú um 50 starfsmenn Akureyrarbæjar og nági-annasveit- arfélaga valgreinanámskeið sem standa í sex vikur, en sérhæfninám- skeið verða haldin í mars. Starfsfólk á leikskólum, í skólum og í umönnun aldraðra hafa vinnuskipti við nem- endur Menntasmiðjunnar og Vinnu- klúbbsins í tvær til þrjár vikur. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar Skrifstofan lögð niður SKRIFSTOFU Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, IFE, á Strandgötu 29 hefur verið lokað. Atvinnuþró- unarfélag Eyjafjarðar bs., sem er til húsa á sama stað, mun fram- vegis veita þá þjónustu sem IFE hefur haft með höndum. Stjóm og starfsmenn IFE hafa sent frá sér frétt þar sem samstarf við þá fjölmörgu sem félagið hefur átt samskipti við á undanfomum árum er þakkað. Vonar IFE að hinu nýja félagi megi takast að efla Eyjafjörð sem öflugt mótvægi við höfuð- borgarsvæðið og gera Eyjafjörð að enn betra svæði fyrir þá sem vilja búa og starfa á svæðinu. Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 Æflír Br«ið(iörð, lögg. faatsfgnasall. Steinar S. Jónston. sölustjórí. B|ðm Hansaon. lógfr. sölululltrúi. Þórúnn Þörðardóttir, sölufulltrúi, f Ouftný Loó&dóttlr, solufulltrúi. fiigriður Ctwnnlaugsdóttír, akjalasarð Notfang: borgirúborgir.is OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 12-15 ÁLFABAKKI - GOTT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Vorum aö fá í sölu mjög góða ca 330 fm skrifstofuhæð í Mjóddinni. Húsnaeðiö er alit hið vandaöasta og býður upp á marga möguleika. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Ðorga. 1838 LANDIÐ Iþrótta- dagur í Borgarnesi Borgarnesi - Það var mikið um að vera í íþróttamiðstöðinni í Borg- arnesi fimmtudaginn 28. janúar sl. Þá var efnt til íþróttadags í Borgarbyggð. Af því tilefni var ókeypis í sund og þrek allan dag- inn. Tæplega 400 einstaklingar nýttu það kostaboð. Sundfólkið gat skrifað nafn sitt á miða og sett hann í pott sem síðar um dag- inn var dregið úr. Það skilyrði fylgdi þó að viðkomandi synti a.m.k. 200 m. Forseti bæjarsljórnar, Guð- mundur Guðmarssou, dró nöfn fimm einstaklinga úr pottinum. Komu upp nöfn fjögurra kvenna og eins karls er öll eru búsett í Borgarnesi. Hlutu þau að launum fyrir mætinguna heilsukort í sund og þrek í einn mánuð. Bjarni Þór Traustason íþrótta- kennari var með tilsögn í þreksal milli kl. 7-8 um morguninn. Þar mættu nokkrir hressir einstak- lingar. Einnig var einn af hádeg- ispottormunum, Björgvin Óskar Bjarnason, með Miillersæfingar í hádeginu sem vöktu mikla athygli og gleði viðstaddra. Þá var Harpa Ómarsdóttir með kynningu á vatnsleikfími. Mætti þar meðal annarra einn bóndi úr sveitinni ásamt nokkrum konum. Hafði hann greinilega gaman af að reyna sig á nýjum vettvangi. Morgunblaðið/Ingimundur ÞESSAR ungu stúlkur úr Borgarnesi voru í gervi síamstvíbura og vöktu verðskuldaða athygli. Hvöttu þær félaga sína óspart til dáða í keppni Grunnskóla Borgarness, Varmalandsskóla, Grundarskóla og Brekkubæjarskóla á íþróttadeginum í Borgarnesi. Iþróttahátíð Grunnskólans Eftir hádegið var íþróttahátíð Grunnskólans í Borgarnesi fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Gestir skólans voru frá Varmalands- skóla, Grundarskóla og Brekku- bæjarskóla á Akranesi. Háðu skólarnir keppni í Ijölmörgum íþróttagreinum. Keppt var í boccia, bandi, badminton, körfuknattleik, knattspyrnu, frjálsum íþróttum og reiptogi í íþróttasal og var mikið ijör og kæti. Þá var haldið í sundlaugina og háð keppni í boðsundi. Að lok- um var haldið upp í félagsmið- stöð. Þar hafði fyrr um daginn verið kep_pt í skák, borðtennis og billjard. I lokin háðu skólarnir mikla keppni í ræðumennsku. Fóru menn þar á kostum. Gefin voru stig fyrir allar keppnis- greinarnar en þetta er í fyrsta sinn sem þessir skólar há slíka keppni. Keppt var um bikar sem Indriði Jósafatsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar gaf til þessarar keppni. Grundar- skóli fór með sigur af hólmi, Grunnskóli Borgarness var í öðru sæti, Brekkubæjarskóli í því þriðja og Varmalandsskóli í fjórða sæti. En þess ber að geta að margir nemendur þessara skóla verða samherjar í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og mynda þá trúlega sterkan kjarna á íþrótta- og félagslega sviðinu. Lokapunktur á velheppn- uðum degi var diskótek í félags- miðstöðinni. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson UNGLINGADEILD Slysavarna- og björgunarsveitarinnar Bjargar heitir Ðrekinn. Unglingum þykir björgunarsveitin áhugaverður félagsskapur Hellissandi - Á Hellissandi starfar ein elsta slysavarna- og björgunarsveit landsins. Ber hún nafnið Björg. Innan hennar starfar unglingadeild sem nefn- ir sig Drekann og tekur heil- mikinn þátt í starfsemi sveit- anna sjálfra. Auk þess finnst unglingunum þetta áhugavert og spennandi. Þeim gefst kostur á námskeiðum og þjálfun eftir því sem þau hafa tíma til. Um fermingaraldur eru þau tekin inn í deildina ef þau óska þess. Félagsstarf allt annast þau á eigin spýtur eftir því sem þau geta en njóta leiðsagnar reyndari félaga. Nýir félagar njóta velvild- ar þeirra sem eldri eru og það hefur augljóslega góð áhrif á unglingana. Um 15-20 félagar munu vera í deildinni. Morgunblaðið/Silli FRÁ undirritun samningsins. Aðveituæð Húsvíkinga endurnýjuð Húsavík - Ákveðið er að endur- nýja aðveituæð Hitaveitu Húsa- víkur frá Hveravöllum, sem nú er uni 30 ára gömul, á þessu og næsta ári vegna þess að gamla as- bestleiðslan er komin til aldurs. I því sambandi var samningur um efni í verkið, einangraðar stál- pípur og samsetningar, undirrit- aður á Húsavík á kyndilmessu við fyrirtækið Star Pipe í Danmörku og Nör ehf. í Reykjavík. Samninginn undirrituðu Klaus Skjödt og Kjartan Jónsson fyrir seljendur en fyrir kaupendur Reinhard Reynisson bæjarstjóri og Hreinn Hjartarson bæjarverk- fræðingur. Ileildarfjárhæð samningsins er um 155 millj. kr. en heildarkostn- aður við alla framkvæmdina, það er endurnýjun aðveituæðarinnar, sem er um 23 km Iöng, og raforku- virkis er áætlaður 792 millj. kr. Morgunblaðið/Anna Ingólfs EMIL Björnsson (sitjandi) tekur við starfi af Óðni Gunnari Óðinssyni sem framkvæmdastjóri Fræðslunets Austurlands. Emil Björnsson ráðinn Egilsstaðir - Emil Bjömsson, fyrrverandi aðstoðarskóla- meistari Menntaskólans á Egilsstöðum, hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Fræðslunets Austurlands. Hann tók við starfi af Óðni Gunnari Oðinssyni. Fræðslunet Áusturlands var stofnað 30. október 1998 og er megintilgangur þess að kynna, miðla og skipuleggja nám á há- skólastigi á Austurlandi. Til þess er notuð nýjasta tækni, m.a. fjarfundabúnaður. Fræðslunetið er sjálfseignar- stofnun fimm háskóla, fram- haldsskóla á Austurlandi, aðila atvinnulífs og sveitarstjóma. Á haustönn var í fyrsta sinn skipulagt fjamám í gegnum Fræðslunetið en það var m.a. nám í rekstrarfræði á þriðja ári frá Háskólanum á Akureyri og nám í ferðamálafræði frá Há- skóla Islands, auk margvís- legra annarra námskeiða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.