Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.02.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGAKDAGUR 6. FEBRÚAR 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI GSM-sími með séríslenskum stöfum / Islenskir bókstafir verði í sem flestum tækjum Morgunblaðið/Kristinn EINAR Oddgeirsson hjá Landssíma Islands hf. og Björn Bjarnason menntamálaráðherra kynna sér notkunarmöguleika Benefon io-sím- ans, sem hefur valmynd á íslensku og séríslenska stafi. FULLTRÚAR Landssímans af- hentu á fimmtudag Birni Bjarna- syni menntamálaráðherra GSM- síma, sem er framleiddur með valmynd á íslensku og með sérís- lensku bókstöfunum ð og þ. Síminn er finnskur og ber heit- ið Benefon io. Samstarf tókst milli notendabúnaðardeildar Landssfmans og Benefon-fyrir- tækisins um þýðingu á valmynd nýja io-símans og breytingar á búnaði símans þannig að íslensku stafirnir birtast á skjánum. Hafin er sala á io-síminn. Einar Oddgeirsson, hjá not- endabúnaðardeild Landssímans, þýddi valmynd io-símans. Hann segir að þýðingin hafi verið tíma- frek og alls ekki vandalaus. Hann segist hafa fengið orðalista frá finnska fyrirtækinu yfir val- myndir sem hann þýddi og sendi til baka. „íslensku stafirnir eru ekki til í finnsku letri og aðal- vandamálið hjá Finnunum var að fá íslensku stafina til að birtast á valmynd símans.“ Einar sagði að í io-símanum væri hægt að fá alla íslenska stafi sem ekki hefði verið mögu- legt að hafa í GSM-símum áður. I tilkynningu frá Landssímanum segir að fyrirtækið vonist til að framhald geti orðið á samstarfi við erlenda birgja þannig að hægt verði að bjóða fleiri GSM- síma með íslenskum stöfum og ís- lenskri valmynd. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra sagði mikilvægt að val- mynd GSM-síma væri íslenskuð og að í slíkum tækjum væru ís- lenskir stafir. „Eitt af því sem Is- lendingar þurfa að gæta að er að íslenskir bókstafir séu á valmynd GSM-síma. Hér hafa því orðið ákveðin þáttaskil í tækjafram- leiðslu og nú eiga kaupendur að gera þá kröfu að hlutir sem þess- ir verði íslenskaðir.“ Aðspurður sagði Björn að hann vonaðist til að framtak Landssímans yrði öðrum hvatn- ing til þess að íslenska tækjabún- að. „Samstarf Landssímans og Benefon sýnir að það er ekki óframkvæmanlegt að íslenska valmynd GSM-síma og koma ís- lenskum stöfum fyrir í þeim. Menn eiga að setja sér há mark- mið þegar íslensk tunga er ann- ars vegar og það hefur verið gert, í þessu tilviki." Björn sagði að athygli sín hefði verið vakin á því að Islendingar þyrftu að hafa auga með því hvernig íslenskir bókstafir héldu sér í ýmsum leturgerðum. „Sér- fræðingar í leturgerð og íslensku máli hafa bent mér á að efla þarf varðstöðu um íslenska tungu gagnvart leturframleiðendum. Ekki er á valdi hins opinbera nema í litlum mæli að sinna þess- ari gæslu, því að þar ráða ákvarðanir í viðskiptalífinu mestu eins og samstarf Lands- símans og Benefon ber með sér. Ég hef þó velt því fyrir mér hvort vert sé að koma á sérstakri samstarfsnefnd til þess að Ijalla um slík málefni. Þar skapaðist vettvangur fyrir menn til að átta sig á stöðunni og nauðsynlegum aðgerðum. Mikilvægt er fyrir Is- iendinga að fylgja samræmdri stefnu og að íslensk tunga og bókstafir verði í sem flestum tækjum.“ Björn sagðist hafa átt GSM- síma fyrir en hann taldi víst að hann mundi nota io-símann sem fulltrúar Landssímans afhentu honum. ----------------- Daimler- Chrysler hagnast á árinu helga Frankfurt. Reuters. DAIMLER-Chrysler AG mun hagnast á straumi kaþólskra píla- gríma til Rómar árið 2000, því að ítölsk fyrirtækjasamtök hafa pantað rútur fyrir 550 milljónir marka. Daimler-Chrysler deildin EvoBus GmbH Setra-Omnibusse í Þýzka- landi býst við að undirrita endan- legan samning í marz um að selja um 1.000 rútur fyrirtækjasamsteyp- unni Templa í Róm fyrir apríi 2000. Fyrstu rúturnar verða afhentar í júlí. Jóhannes Páll páfi hefur kallað árið 2000, upphaf þriðja árþúsunds- ins, heilagt ár. Búizt er við að millj- ónir pílagn'ma fari til Rómar í tilefni ársins. Árið helga hefst á aðfangadag jóla 1999 og því lýkur á þrettándan- um 2001. Gert er ráð fyrir mestu pílagrímaferðum sögunnar vegna ársins. RSTE íslandsmeistaramót barna °9 unglinga keppendur Ar í Smáranum Kópavogi, 7. febrúar kl. 9.30 Úrslit kl. 13.00 K a i Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni. SP-FJÁRMÖGNUN HF Skráning skuldabráfa SP-fjármögnunar hf., 1. fl. 1998; á Verðbréfaþing Islands Verðbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka skuldabréf SP-fjármögnunar hf., 1. flokk 1998, á skrá. Bréfin verða skráð fimmtudaginn 11. febrúar nk. Skráningarlýsingar er hægt að fá hjá umsjónaraöila skráningarinnar, Kaupþingi hf. Þar er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunum. KAUPÞING HF Fjárfestingarbanki Ármúla 13A, 108 Reykjavík, sími 515 1500, fax 515 1509. GRÆNL, ISLAND FÆRKYJAR Ijaltland Örkn^yjar Hatton- 'r Rockall R«ka" svœðið f \ Tvö íslenzk skip á Hatton-banka Norskar rannsóknir benda til þess að veiðarnar geti verið arðbærar TVÖ íslenzk fiskiskip eru nú að reyna fyrir sér við veiðar á Hatton- Banka, langt suður af landinu. Ernir BA hefur verið við veiðarnar í rúma viku og landaði nýlega um 25 tonn- um í Irlandi, sem fóru á markað í Frakklandi. Sjóli HP er á leið á mið- in og mun líklega hefja veiðar á sunnudag eða mánudag. Haraldur Jónsson, framkvæmdastjóri hjá SJólaskipum, segir mikilvægt að Is- lendingar afli sér veiðireynslu á þessum miðum, því veiðistjórn verði vafalítið komið þar á í framtíðinni. „Þá verðum við að vera inni í mynd- inni,“ segir hann. Fiskistofa Noregs og fiskifræðing- ar þar telja nú að hægt sé að stunda arðbærar veiðar á Hatton-banka. Talið er að bezt sé að landa aflanum ferskum til sölu í Frakklandi. Veiðar á þessu svæði eru öllum opnar enda er það utan 200 mílna lögsögu. Frakkar og Færeyingar hafa stund- að veiðar á þessu svæði og íslend- ingar hafa einnig reynt þar fyrir sér, en með litlum árangri. Það er norska blaðið Fiskeribla- det, sem greinir frá þessum niður- stöðum. Englendingar gerðu áður tilkall til Hatton-banka, þegar þeir drógu 200 mílna landhelgi sína úr klettaskerinu Rockall. Það gera þeir ekki lengur og því eru þessi mið öll- um opin. Mest Frakkar Það hafa fyrst og fremst verið Frakkar sem hafa stundað veiðar á Hatton-banka að einhverju marki undanfarin ár. Fyrir vikið hefur myndazt markaður fyrir ferskar djúpsjávartegundir sem þarna veið- ast, slétthala, langhala, stinglax og háffiska. Þessar tegundir hafa verið seldar ferskar á mörkuðum í Frakk- landi og er það líklega bezta leiðin til að koma fiskinum í verð. Norðmennirnir veiddu 19 tonn af þessum tegundum í tilraunaveiðum á svæðinu og fengu um 140 krónur á hvert kfló að meðaltali á frönsku ferskfiskmörkuðunum. Bezta slóðin er talin vera á norðanverðum og norðvestanverðum bankanum og þar fékkst einnig eiithvað af karfa, en botninn er sagður erfiður þar. Jafn- framt koma til gi'eina línuveiðar á vestanverðum Rockall-banka. Þar hafa bæði lúða og keila veiðzt. Vara við aukinni sókn Fiskifræðingar telja að stofn slétt- hala og stinglax sé nokkuð öflugur á svæðinu og því hægt að stunda þar reglulegar veiðar, en vara þó við auk- inni sókn. Bretar, Frakkar, Rússar og Þjóðverjar hafa stundað veiðar reglulega á þessu svæði og jafnframt stundað nokkrar rannsóknir. Möguleikar fyrir íslenzk skip ættu að vera nokkrir á þessu svæði og hugsanlega mætti tengja búrfisk- veiðar sókn á Hatton-banka. Búr- fiskurinn veiðist djúpt suður af land- inu og fyrir hann hefur fengizt mjög hátt verð á frönsku ferskfiskmörkuð- unum. Haraldur Jónsson segir að þarna megi frá blálöngu, ýsu, karfa, þorsk, stinglax og jafnvel búi-fisk, en hann verði að sækja mjög langt í suður. „Við höfum aflað okkur mikilla upp- lýsinga um veiðar þarna og allt bendir til þess að þær eigi að geta gengið alveg þokkalega,“ segir hann. Tillaga um skiptingu makrflkvóta Islendingar fengju 2000 tonna kvóta TILLAGA um skiptingu makn'l- kvóta utan lögsagna á umráðasvæði N orðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarínnar (NEAFC) verður rædd á aukaaðalfundi nefndarinnar sem hefst í Brussel á mánudag. Sam- kvæmt tillögunni fengju Islendingar úthlutað 2.000 tonna makrílkvóta í úthafinu á ári. Sendinefnd Islands mun á fundinum leggjast gegn tillög- unni. Tillagan er borin fram af Evrópu- sambandinu, Norðmönnum og Fær- eyingum. Þessar þjóðir leggja til að heildarmakrílakvóti NEAFC utan lögsagna verði á árinu 44 þúsund lestir. I tfllögunni er gert ráð fyrir að Rússland fengi úthlutað 30 þúsund lestum, ESB, Noregur og Færeyjar samtals 10 þúsund lestum, Island 2.000 lestum, Pólland 1.000 lestum og aðrar þjóðir 1.000 lestum. ESB, Norðmenn og Færeyingar líta svo á að þjóðirnar teljist strand- ríki að markrflveiðisvæði NEAFC og eigi þess vegna að veiða saman úr einum kvóta. Ennfremur vísa þessar þjóðir til þess að strandríkin hafi í hyggju að takmai’ka veiðar Innan lögsagna sinna samtals við 500 þús- und lestir. íslendingar andvígir tillögunni Tillagan verður til umræðu á aukaaðalfundi NEAFC á mánudag og segir Kristján Skarphéðinsson, skrifstofustjóri, henni verða mót- mælt þar sem í tillögunni sé litið fram hjá því að Island sé strandríki. „Við höfum fyrir því vísindaleg gögn að makríll finnst innan íslenskrar lögsögu. Við teljum þess vegna að Is- land eigi að teljast sem strandríki í þessu sambandi og því verði að nást heildarstjóm á stofnum sem finnast innan allra lögsagnanna,“ segir Kristján.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.