Morgunblaðið - 26.02.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.02.1999, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐJÓN Blöndal, 9. bekk SG, og Hjörtur Bergstormsson, 10. AG, lengdarmældu og vigtuðu ýsurnar en Birna Brynjarsdóttir, 10. AG, skráði samviskusamlega niðurstöðurnar á þar til gert eyðublað. Þór Ásgeirs- son, verkefnisstjóri fylgist álengdar með öllu saman. „Ysa var það heillin“ HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Dröfn RE fékk um 40 kg af físki, aðallega ýsu, í trollið í Kollafirði í fyrradag. „Þetta er ekki mikið en nóg verkefn- isins vegna,“ sagði Þór Ásgeirsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastof'n- un, við Verið. Reyndar yfrið nóg því til stóð að gera að aflanum um borð áður en komið var aftur að landi en „sjómennimir" voru ekki á þeim buxunum að þessu sinni. „Krakkarn- ir eru svo misjafnir en yfírleitt vinnst betur í fámennari hópum,“ sagði Þór. „Svo hefur veðrið líka mikið að segja - það ræður miklu um hvað hægt er að gera.“ Vinsælt skólaskip Dröfn er 150 tonna stálskip sem í fyrra var tekið á leigu til að vera skólaskip 60 daga á ári. Um er að ræða tveggja ára tilraunaverkefni á vegum sjávarútvegsráðuneytisins en að tímanum loknum verður ákveðið með framhaldið í ljósi fenginnar reynslu. A tilraunatímanum á jafn- framt að vinna að könnun á því hvort og hvernig sveitarfélögin vilja koma að rekstri skólaskipsins. Á haustönn yfírstandandi skólaárs fóru 475 nemendur á höfuðborgar- svæðinu í ferðir með skipinu en á fímmta tug kennara voru í fylgd með þeim. Skipið fór einnig hringferð um landið og fóru á fjórða hundrað nem- endur og kennarar þeirra í ferðir með því en alls voru farnar 55 ferðir. Fyrst og fremst var um nemendur í 9. og 10. bekk að ræða en nokkrir bekkir yngri nemenda fengu að fara í skólaskipsferð í haust og voru gest- ir skipsins samtals tæplega 1.100 manns á tímabilinu. Rennt var blint í sjóinn varðandi áhuga nemenda, foreldra þeirra og kennara á kynnisferðum en að sögn Þórs hefur eftirspurnin verið mun meiri en talið var og er nær fullbók- að í ferðimar sem standa til boða til vors. Kennslutímabilið hófst aftur í vikunni með því að krakkar úr 8. til Nemendur í skólaskipsferð með Dröfn RE 10. bekk í Hamraskóla í Grafarvogi fóru í tveggja tíma morguntúr. Spurt og svarað Eftir brælu í nokkra daga létti til og allt var gert tilbúið með siglingu í huga. „Krakkarnir koma fyrir klukk- an hálf níu og því stenst áætlunin, við förum hálf níu,“ sagði Gunnar Jónsson skipstjóri þar sem hann stóð vaktina um borð við Faxagarð um áttaleytið umræddan morgun. Hins vegar komu 20 nemendur og þrír kennarar úr Hamraskóla ekki fyrr en klukkutíma eftir að þeir höfðu boðað komu sina. Gunnar hringdi í skólann til að kanna stöð- una og að símtalinu loknu sagði hann stutt í brottför. „Yfirleitt eru þessir hópar stundvísir en sagt var að hóp- urinn væri löngu farinn svo hann hlýtur að fara að koma.“ Þegar allir voru komnh’ um borð sagði einn kennarinn, aðspurður, að vegna þemadaga mættu nemendurnir á misjöfnum tíma í skólann og ekki hefðu verið gerðar nauðsynlegar ráðstafanir vegna tímasetningar brottfararinnar. Flestir nemendur í ferðinni virtust tilbúnir í bátana og fylgdust vel með þegar Kai-1 Einarsson stýrimaður fór yfír öryggisatriði um borð en hann lét Sif Bjarnadóttur kennara og Sjafnar Gunnarsson í 8. bekk HH fara í björgunarvesti til að sýna hvernig ætti að bera sig að í þeim. Þór áréttaði mikilvægi öryggiskerf- isins og hlutverk karlsins í brúnni. „Hér verða allir skilyrðislaust að hlýða skipstjóranum.“ Hann greindi síðan frá fyrirhugaðri dagskrá og að því loknu skoðaði helmingur nem- enda vistarverur áhafnar en hinir fóru upp í brú. Þar sýndi stýrimaður þeim stjórntækin og sagði meðal annars að skipið væri á 10 mílna hraða í þremur vindstigum. Sumir krakkarnir fylgdust ekki með - höfðu hugann við veltinginn. „Skipið ruggar alltaf meira eftir því sem maður er ofar í því,“ sagði ein stúlk- an spekingslega og ýjaði að því við bekkjarsystur sína að fara aftur nið- ur. „Eg veit ekkert um það,“ sagði vinkonan, „því ég hef aldrei farið á sjó nema með Akraborginni," og þær fóru hvergi. „Ég rakst í stýrið,“ heyrðist í einum stráknum. „Hreyfð- ist skipið,“ spurði Gunnaj’ skipstjóri æðrulaus. „Ég vona ekki,“ svai’aði stráksi. „Eruð þið með einhvern sem eldar fyi’ir ykkur,“ spurði ein stúlk- an og fékk svarið samstundis. „Já, við erum með kokk um borð.“ Sýnd veiði Fyrsta verkefnið var að skoða krabbagildru sem hafði verið lögð úti í Kollafirðinum. Hún var dregin upp og voru nokkrir trjónukrabbar í henni. Þór greindi krökkunum frá helstu einkennum algengasta krabbans á svæðinu og skýrði mun- inn á honum og bogakrabba. Bauð þeim síðan að halda á ki’öbbunum en viðbrögðin voru ekki mjög jákvæð. Sumir þáðu samt krabba að gjöf og fóru með frá borði. Að þessu loknu var trollið látið fara en síðan sýndi Þór krökkunum myndband um hvernig trollið virkar neðansjávar og áréttaði að engar rannsóknir hefðu sýnt að það ylli skaða. Næst var sjö mínútna löng mynd um þorskinn og rannsóknir á honum en meðan á sýningunum stóð fór að bera á ógleði hjá sumum nem- endum og tíndust nokkrir upp. Eftir um það bil 20 mínútna tog var trollið dregið inn og var aflinn fyrst og fremst ýsa en auk þess mátti m.a. sjá þorsk, kola, sæbjúgu, lýsu og pétursskip. Þór sýndi hvern- ig átti að gera að aflanum, benti á hvernig væri hægt að aldursgreina fiskinn með því að lesa kvarnirnar og lagði síðan til að þær væru notaðar til að búa til eyrnalokka. Næsta skref var að vigta aflann og lengdarmæla 10 ýsur. Nokkrir krakkar gáfu sig fram í verkið og fórst þeim það vel úr hendi en eng- inn vildi gera að. Æ fleiri voru orðnir sjóveikir og því var hætt við að prófa handfærin en siglt beint í höfn um tveimur tímum eftir að farið var af stað. Gunnar skipstjóri hafði frætt enn einn nemendahópinn um stjórn skipsins, Karl stýrimaður hafði kynnt skaranum siglingatæki og ör- yggisatriði og Þór verkefnisstjóri farið yfír hafrannsóknir og fleira. Krakkarnir fengu tækifæri til að læra að þekkja ýmsar íisktegundir og ekki vafðist fyrir neinum hvernig átti að bera sig að við veiðarnar og hvaða fiskur var aðallega í trollinu. ÞÓR Ásgeirsson greindi krökkunum frá einkennum trjónukrabbans. Þorvaldur Arnarson í 8. bekk HH, sem er til vinstri, var hvergi bang- inn frekar en bekkjarbróðirinn Sjafnar Gunnarsson fyrir miðri mynd. Fiskmarkaður Grindavíkur Hátt verð fyrir ýsuna GÓÐ sala hefur verið hjá Fiskmark- aði Grindavíkur að undanförnu og hefur þar fengist hátt verð fyrir afl- ann. Þannig voru seld um 15 tonn af ýsu á markaðnum í gær og var með- alverðið 170 krónur fyrir kflóið. Það sem af er árinu hafa verið seld alls um 935 tonn af físki á markaðnum, að verðmæti um 124 milljónir ki’óna. Fiskmarkaður Grindavíkur er í eigu útgerðarfélagsins Vísis hf. sem einnig annast reksturinn á mark- aðnum. Vísir gerir út fimm skip, auk þess að vera með tvö á leigu, og byggist markaðurinn einkum á afla þeiiTa. Að sögn Sveins Guðjónsson- ar, framleiðslustjóra Vísis hf., hafa auk þess nokkrar trillur landað afla sínum á markaðinn, bæði í Grinda- vík og á Djúpavogi þar sem Vísir hf. er með útibú. Metsala hjá Hrungni GK Sveinn segir rekstur markaðarins hafa gengið vonum framar á árinu, enda hafí aflabrögð verið góð. „Það. eru einkum stórir línubátar sem leggja upp afla á markaðnum en hafa verið í mokveiði allan vetur, fengið 10-20 tonn í túr, og fengið góðan ýsuafla. Það hefur verið gott verð fyrir ýsuna og þannig gerði Hrungnir GK metsölu hér fyrir skömmu þegar meðalverð fyrir ýsu fór upp í 240 krónur,“ segir Sveinn. UNDIRRITUN. Nýsmíðasamningur um smíði nýs skips undirritaður í Gung Zhou-borg í Kína í gær. Um er að ræða fullkomið 38 metra langt kúfiskveiðiskip fyrir Islenskan kúfisk hf., dótturfyrirtæki Hraðfrysti- stöðvar Þórshafnar. Skipið verður smíðað hjá Huangpu-skipasmíða- stöðina í Guang Zhou-borg í Kina, en IceMac er með einkaumboð fyrir skipasmiðastöðina hér á landi. Á myndinni eru frá vinstri: Dong Zhi Cheng, forstjóri Huangpu-skipasmíðastöðvarinnar, Reynir Arngríms- son, forsljóri IceMac ehf. einkaumboðs skipasmfðastöðvarinnar á ís- landi og Jóhann A. Jónsson, forstjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar. Nýtt kúfiskskip smíðað í Kína Kostnaður samtals um 141 milljón SAMNINGUR um nýsmíði á sér- hönnuðu kúfiskskipi milli íslensks kúfisks hf. og Huangpu-skipasmíða- stöðvarinnar í Gung Zhou borg í Kína var undirritaður í gær. Um er að ræða skip, sem hannað er af Ráðgarði Skiparáðgjöf og búið full- komnum búnaði til kúfískveiða. Skipið er 38 metrar að lengd og kostar um 141 milljón króna að smíða það. Það verður afhent í febr- úar á næsta ári. Kaupandi skipsins, íslenskur kúfískur hf., er dótturíyrirtæki Hraðfiystistöðvar Þórshafnar hf. sem er jafnframt í eigu bandarískra aðila sem eru með mikla þekkingu og reynsiu í veiðum, vinnslu og markaðssetningu skelfísks. Skipið verður gert út fyrir kúfisk- vinnslu HÞ á Þórshöfn en fyrra kúfiskveiðiskip fyrirtækisins sem keypt var notað frá Bandaríkjunum sökk árið 1997. Með komu skipsins til landsins verður kúfiskvinnsla hafin á ný á Þórshöfn. Skipið er eins og áður sagði sér- hannað sem kúfiskveiðiskip og er það búið fullkomnum búnaði til slíkra veiða. Aðalvél þess er 746 kflówött að stærð og er allur annar búnaður þess í samræmi við ýtrustu nútíma kröfur samkvæmt upplýs- ingum frá íslenska fyrirtækinu Icemac, sem er með einkaumboð fyrir kínversku skipasmíðastöðina hér á landi. TEIKNING af hinu nýja kúfiskskipi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.