Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ ERLENT A.m.k. þrjátíu og tveir fórust í snjóflóðunum mannskæðu í austurrísku ölpunum Á sjötta tug hafa farizt í vikunni Ziirich. Reuters. ENN eitt snjóflóðið olli í gær skaða í vetrarorlofsbæ í Sviss og austar í Ölpunum var greint frá því að stað- fest tala látinna eftir snjóflóð und- anfarinna daga í Tíról væri 32. Um 100.000 manns eru talin teppt vegna fannfergis í Ölpunum, aðailega í Sviss og Austurríki. Vetrarríkið í Evi-ópu hefur kostað á sjötta tug manna lífið það sem af er þessum mánuði. Snjóflóðið í gær féll um kl. níu að morgni að staðartíma á skíðabæinn Leukerbad í Wallis-kantónu í Sviss. Nokkrir orlofsskálar urðu fyrir tjóni. Ekki fréttist af því að neinn hefði orðið undir snjóflóðinu en 30 manns var bjargað ómeiddum úr einum skálanum. Lögregia sagði björgunarsveitarmenn að störfum í bænum. í Austurríki tjáði Wendelin Wein- gartner, héraðsstjóri Tíról, frétta- mönnum að 27 lík hefðu nú verið grafín út úr snjóflóðinu sem plægði í gegn um skíðabæinn Galtiir á þriðju- dag, og fimm hefðu fundizt látnir í þorpinu Valzur í næsta nágrenni við Galtiir, en þar féll snjóflóð síðdegis í fyiTadag. Hann sagði sjö manns enn vera saknað. Nýfallinn snjór eykur á hættuna Hlé á snjókomunni var nýtt í gær til að flytja innlyksa ferðamenn ft’á snjóflóðahættusvæðunum með her- þyrlum austurríska, þýzka og banda- ríska hersins. Talsmenn yfirvalda sögðu mögulegt að takast myndi að flytja með þessum hætti allt að 2.500 manns yfir daginn. Vegasamgöngur Reuters BJÖRGUNARSVEITARLIÐ leitar þeirra sem saknað er eftir snjóflóðin í Valzur í Austurríki. voru áfram lokaðai- til Galtiir og nágrennis vegna fannfergisins og yf- irvofandi snjóflóðahættu. Nýfallinn blautur snjór, sem lagzt hefur ofan á þurrari og laus- ari snjóalög, hefur aukið enn á hættuna á að snjómassinn í fjalls- hlíðunum, sem er sá mesti í a.m.k. 40 ár, þjóti af stað niður í dalina með allt að 300 km hraða. Um 15.000 manns voru innlyksa í Zermatt, kunnum svissneskum skíðabæ við rætur Matterhorn- fjalís, og 30 sm af nýföllnum snjó jók enn á fannfergið í Berner Ober- land, þar sem einnig eru þúsundir ferðamanna tepptir í þekktum skíðabæjum, svo sem Adelboden og Grindelwald. Sömu sögu er að segja af Davos og Klosters og fleiri skíðabæjum. Herþyrlur notaðar til fólksflutninga BJORGUNARSVEITARMENN í Galtiir á leið úr þyrlu við höfuð- stöðvar sínar í bænum Landeck í Tíról. Austumskar, þýskar og bandarískar herþyrlur hafa verið notaðar til að flylja ferðafólk frá hættusvæðum. Yfirvöld töldu að allt að því 25.000 manns hafi ver- ið flutt til öruggari svæða í gær. Hírðust í snjóhúsi í 3.000 metra hæð í níu daga Þrekraun óriggja . j'rakka Pralognan-la-Vanoise, Vín. Reuters. ÞREMUR frönskum fjallgöngu- mönnum var í gær bjargað með þyrlu úr snjóhúsi í 3.000 metra hæð í frönsku Ölpunum. Mennirnir höfðu hírst í hvolflaga snjóhúsi á klettasyllu í níu daga þegar leitar- mönnum tókst að koma þeim til bjargar. Þeir höfðu orðið uppi- skroppa með mat á íjórða degi og voru að sögn björgunarmanna veikburða en í ótrúlega góðu líkamlegu ástandi miðað við þá þrekraun sem þeir höfðu lent í. Þremenningarnir eru á fertugs- aldri og vanir fjallamenn. Leitarmenn námu hringingu úr farsfma þremenninganna á þriðju- dag, en þá hafði ekki heyrst til þeirra síðan á sunnudag og leitar- ínönnum í þyrlum ekki tekist að koma auga á snjóhúsið úr lofti. Sér- fra»ðingar franska landssímans gátu staðsett mennina nokkuð nákvæmlega með því að miða út farsímahringinguna á þriðjudaginn og var fyrsta tækifærið gripið þeg- ar veðrinu slotaði um hríð til þess að senda þyrlu á loft í leit að mönn- Reuters EINN Frakkanna þriggja, sem bjargað var eftir níu daga dvöl í snjóhúsi í 3.000 m hæð í frönsku Ölpunum. unum. „Okkur Iétti ósegjanlega þegar þeir veifuðu til okkar úr snjóhúsinu," sagði franski fjallalög- reglumaðurinn Jerome Graille er hann lýsti þvf er mennimir fundust. Með hjálp leitarhunds tókst að bjarga og lffga við fjögurra ára gamlan dreng, sem grafist hafði í snjóflóðinu í Valzur í Austurríki. Drengurinn litli, sem heitir AIois, hafði verið fastur í snjóflóðinu í tvær klukkustundir er björgunar- menn náðu til hans. „Drengurinn sýndi ekkert Iífs- mark,“ sagði skurðlæknir við sjúkrahús nærri Valzur í viðtali við Reuters. „En það voru gerðar á honuin lífgunartilraunir á staðnum og undireins flogið með hann til Galtiir, þrátt fyrir myrkur og byl. Flugmaðurinn hætti lífi sínu til þess að bjarga lífí drengsins." Ekki var vitað í gær hvort for- eldrar AIois litla hefðu farist í snjóflóðinu í Valzur, ellegar væni í hópi þeirra sem enn væri saknað. > •• Islendingar á skíðasvæðum í Olpunum „Stanslaus snjór í fjórar vikur“ KLARA Hallgrímsdóttir sem starfar sem skíðakennari í Neu- kirchen, í rúmlega klukkutíma akstursfjarlægð frá skíðabænum Galtur í Austumki sagði í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær að enn væri gifurleg snjóflóða- hætta í Ölpunum. Gærdaginn kvað hún vera fyrsta daginn á nokkrum vikum þar sem sást til sólar. „Það er búið að snjóa stans- laust i fjórar vikur.“ Klara sagði skíðasvæðið sem hún er á, Königsleiten, þó vera nokkuð öruggt þar sem trén eru mjög há og dalirnú- breiðir. Klara sagði „lítil“ snjóflóð hafa fallið þar sem hún er, en snjólagið væri helmingi minna þar heldur en í t.d. Galtúr. „Eg er miðsvæðis. Fyrir vestan þar sem snjóflóðin voru, vai- jafnfallinn snjór 5 m hár. Hjá okkur er hann u.þ.b. 2,5 m.“ „Allir eru slegnir" Klara sagði eftMitsmenn hvergi hika við að vísa fólki frá heimilum sínum vegna sryóflóðahættu. Að- spui’ð sagði hún fólk taka því vel. „Já fólk veit núna hversu alvarlegt ástandið er, eftir allt sem búið er að ganga á.“ Um viðbrögð fólks við áföllun- um sagði Klæa: „Það eru allir slegnir yfir þessu, en það bMi yfir í dag, fyrst hjálp er komin.“ En síðdegis í gær voru í notkun um 30 þyrlur til að koma fólki út úr Galtúr og Ischgl. „Öll tæki eru notuð, einkaþyrlur og allt“, sagði Klara. „Þetta er eins og á flugvelli, þú færð númer, svo er þér sagt klukkan hvað þú ferð nákvæmlega og menn verða bara að vera til- búnir þá.“ „Ástandið hræðilegt“ í St. Anton og Lech ei-u staddir um 20 Islendingar. Sjö hafa verið innlyksa í Lech en leiðin til bæjar- ins opnaðist í gær. Marta Páls- dóttir leiðsögumaður er ein af 13 Islendingum sem staddir eru í St. Anton. Þau fara heim á morgun og eru þá búin að vera í viku. Marta sagði daginn í gær hafa verið þann fyrsta sem þau gátu rennt sér á skíðum, en fimm lyftur voru þá opnar. Marta sagði ástandið í Ölp- unum hræðilegt, snjóflóðahætta væri á svæðinu og þau væru stöðugt minnt á ástandið. „Við horfum á þyrlurnar þar sem þær flytja nauðþurftir til Galtúr og Ischgl.“ Óttaðist slæmt ástand Marta sagðist frá byi'jun ferð- arinnar hafa verið vör um sig þar sem veðurspá hefði ekki verið góð áður en þau héldu út, en starfs- fólkið á ferðaskrifstofunni hefði sagt þeim ekki að hafa áhyggjur. í rútunni sem keyrði þau til St. Anton voru tveir bílstjórar í staðinn fyrir einn, „ef eitthvað kæmi upp á,“ sagði Marta. „Með rútunni komust við til St. Christophei', sem er ekki langt frá St. Anton, en þar var strax kominn rauður borði til merkis um að langferðabifreiðar mættu ekki fara lengra." Þau voru síðan keyrð til St. Anton í minni bíl stuttu síðar. Farþegar ekki tryggðir Marta sagðist ósátt við þjón- ustu ferðaskrifstofunnai'. „Eng- inn hefur haft samband við okkur til að athuga hvernig við höfum það. Sumir taka ástandinu mjög illa. Tveir úr okkar hóp_ hafa ekki sofið síðustu nætur.“ Eg veit að þau geta ekkert gert vegna þessa ástands en þau geta a.m.k. spurt okkur hvernig við höfum það,“ sagði Marta og bætti því við að henni fyndist aumt að borga háa upphæð fyrir að labba um skíða- bæ, en stíga vart á skíði. Samkvæmt upplýsingum fi'á ferðaskrifstofunni Úi'vali-Útsýn eru farþegar ekki tryggðir fyrh' tjóni af völdum náttúruhamfara. Hins vegar mun reynt að koma til móts við viðskiptavini með því að reyna að fá hótel- og flugfargjöld lækkuð, hafi menn neyðst til að breyta ferðaáætlunum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.