Morgunblaðið - 26.02.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 25
ERLENT
Genúa. Reuters.
FJÓRIR létust þegar farþega-
flugvél fór út af flugbraut á flug-
vellinum í Genúa á Italíu í gær og
lenti í sjónum. Þrjátíu og einn
maður var um borð í vélinni, sem
var af gerðinni Dornier Do-328
og í eigu ítalska flugfélagsins
Minerva Airlines, en hún var að
koma frá borginni Cagliari.
Nokkrir farþeganna syntu í
land eftir að flugvélin hafði skoll-
ið í sjónum. Köfunarmenn þurfti
til að bjarga öðrum úr vélinni eft-
ir að hún tók að sökkva. Leið
ekki á löngu uns hún var horfin.
Guidi Raimondi, forstjóri fyrir-
tækisins sem rekur Kristófer Kól-
Fjórir
farast í
flugslysi
í Genúa
umbus-flugvöllinn í Genúa, bar til
baka orðróm þess efnis að flug-
vélin hefði beygt skyndilega er
hún var nýlent til að komast hjá
því að skella á bifreið, sem var á
flugbrautinni, með fyrrgreindum
afleiðingum. „Flugvélin kom of
seint niður á flugbrautina og
flugmönnunum gafst ekki ráð-
rúm til að ná stjórn á henni,“
sagði Raimondi.
Á meðal þeirra sem komust Iífs
af voru meðlimir sundkappliðs.
Gat þjálfari liðsins, Alessandra
Porcu, sér þess til að vélin hefði
komið niður á öðru hjólinu því
farþegar hefðu allir kastast út í
aðra hlið hennar við lendingu.
„Verst leið okkur þegar flugvélin
tók að fyllast af vatni og við hætt-
um að geta andað,“ sagði Porcu.
Er ekki talið útilokað að sterkur
vindur hafi skollið á vélinni og
hrifið með sér.
Reuters
FLUGVÉL Minerva-flugfélagsins skömmu áður en hún hvarf alveg í hafið.
Reuters
BORIS Jeltsín sýnir mynd af sér og Jiang Zemin, forseta Kína, ú
fundi sínuni með Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, í Moskvu f gær.
Samskipti Rússlands
og Kína rædd
Moskvu. Reuters.
BORIS Jeltsín, forseti Rúss-
lands, tók í gær á móti Zhu
Rongji, forsætisráðherra Kína, í
opinberri heimsókn hans til
Moskvu. Tilgangur ferðarinnar
er að ræða samskipti stórveld-
anna, en Rússar eru taldir áfjáð-
ir í að efla aðgang sinn að kín-
verskum mörkuðum. Jeltsín virt-
ist hress að sjá og sagði við for-
sætisráðherrann að hjörtu Rússa
stæðu Kínverjum ætíð opin.
Þetta var fyrsta ferð Zhu til
Moskvu síðan hann varð forsæt-
isráðherra í mars sl. Hitti hann
Jeltsín að máli í Kreml og átti
síðan fund með Jevgení Príma-
kov, rússneska forsætisráðherr-
anum. Talið er að fundarefnið
hafi verið efnahagsleg samskipti
ríkjanna og sérstaklega sam-
vinna þeirra í orkumálum. Að
auki ræddust þeir Jeltsín og Zhu
við um mögulega dagsetningu á
næsta óformlega fundi Rúss-
landsforseta og Jiang Zemin,
forseta Kína. Talið er að sá fund-
ur muni fara fram í Peking síðar
á árinu.
Ríkin hafa heitið því að auka
viðskiptin sín á milli en dregið
hefur úr þeim síðustu misseri
vegna efnahagsþrenginganna í
Rússlandi að undanförnu.
Símasambandi
slitið milli Kúbu
og Bandaríkjanna
Havana. Reutere.
STJÓRNVÖLD á Kúbu gerðu í gær
alvöru úr hótunum sínum um að
slíta símasambandi við Bandaríkin
vegna tafa á greiðslum frá fimm
bandarískum símafyrirtækjum sem
skulda kúbanska símafyrirtækinu
milljónir dala. Aðgerðin kemur í veg
fyrir að þúsundir kúbanskra fjöl-
skyldna geti haft samband við ætt-
ingja sína í Bandaríkjunum. Síma-
línur voru rauðglóandi á miðviku-
dagskvöld er fólk nýtti síðustu tæki-
færin til að hringja í ættingja sína.
Flug’um-
ferðarstjóri
í vanda
London. Reuters.
TVÆR farþegaflugvélar
neyddust til að fljúga í hringi
yfir flugvelli í Suður-Englandi
eftir að flugumferðarstjórinn
sem var á vakt fór að fá sér
kaffibolla - og datt niður stiga,
með þeim afleiðingum að hann
ökklabrotnaði.
Flugvélarnar, sem saman-
lagt höfðu innanborðs 133 far-
þega, urðu að fljúga hring eftir
hring í myrkrinu yfir flugvell-
inum í Bournemouth þar til
flugumferðarstjóranum Greg
Fanos hafði tekist að gera
neyðarlínunni viðvart.
Talsmaður flugvaliaryfir-
valda sagði hins vegar að engin
hætta hefði steðjað að farþega-
vélunum tveimur enda voru
þær í stöðugu sambandi við
flugumferðarstjórn í London.
Hefði Fanos ekki tekist að
gera neyðarlínunni viðvart,
hefði flugvélunum einfaldlega
verið beint á annan flugvöll.
ETECSA, ríkisrekna símafyrir-
tæki Kúbu, í samráði við stjórn
Fidel Castros, sleit nær öllu síma-
sambandi við Bandaríkin þegar ein
mínúta hafði liðið umfram frest
þann sem bandarísku símafyrir-
tækjunum, At&T, MCI WorldCom,
LDDS, IDB og WilTel, hafði verið
gefínn til að greiða skuldina. Að-
gerðin, sem einnig hindrar sam-
skipti sendiráða og erlendra fyrir-
tækja á Kúbu við Bandaríkin, er
ekki líkleg til að bæta stirð sam-
skipti ríkjanna tveggja.
Fyrir nákvæmlega tveimur árum
skaut kúbönsk MiG orrustuþota nið-
ur tvær bandarískar einkaflugvélar
norður af Kúbu og fórust fjórir
Bandaríkjamenn af kúbönskum ætt-
um. Höfðað var mál á hendur
kúbönskum stjórnvöldum og hefur
málareksturinn, sem fram fer fyrir
dómstólum í Miami, komið í veg fyr-
ir að símafyrirtækin hafi getað
greitt skuldir sínar. Fjölskyldur
hinna látnu hafa gert kröfu á að þær
fái greitt andvirði 13 milljarða ísl.
króna af skuidum bandarísku fyrir-
tækjanna við ETECSA. Beðið er úr-
skurðar í málinu.
Bandarísk stjórnvöld hafa viljað
að skuldir bandarísku fyrirtækjanna
yrðu greiddar og benda á mikilvægi
þess að kúbanskar fjölskyldur geti
haft samband við ættingja sína í
Bandaríkjunum. Nokkur milljón
símtöl eru afgreidd árlega milli
Kúbu og Bandaríkjanna. Eru það
bandarísku fyiúrtækin sem sjá um
símasambandið samkvæmt undan-
þágu frá viðskiptabanni Bandaríkj-
anna á Kúbu.
„Kúba og Bandaríkin hafa stór og
oddhvöss nef. í hvert skipti sem rík-
in reyna að kyssast hrekkur annað
þeiira til baka,“ sagði miðaldra
kúbönsk kona sem á ættingja í
Bandaríkjunum sem hún nær ekki
sambandi við.