Morgunblaðið - 26.02.1999, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 26.02.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 25 ERLENT Genúa. Reuters. FJÓRIR létust þegar farþega- flugvél fór út af flugbraut á flug- vellinum í Genúa á Italíu í gær og lenti í sjónum. Þrjátíu og einn maður var um borð í vélinni, sem var af gerðinni Dornier Do-328 og í eigu ítalska flugfélagsins Minerva Airlines, en hún var að koma frá borginni Cagliari. Nokkrir farþeganna syntu í land eftir að flugvélin hafði skoll- ið í sjónum. Köfunarmenn þurfti til að bjarga öðrum úr vélinni eft- ir að hún tók að sökkva. Leið ekki á löngu uns hún var horfin. Guidi Raimondi, forstjóri fyrir- tækisins sem rekur Kristófer Kól- Fjórir farast í flugslysi í Genúa umbus-flugvöllinn í Genúa, bar til baka orðróm þess efnis að flug- vélin hefði beygt skyndilega er hún var nýlent til að komast hjá því að skella á bifreið, sem var á flugbrautinni, með fyrrgreindum afleiðingum. „Flugvélin kom of seint niður á flugbrautina og flugmönnunum gafst ekki ráð- rúm til að ná stjórn á henni,“ sagði Raimondi. Á meðal þeirra sem komust Iífs af voru meðlimir sundkappliðs. Gat þjálfari liðsins, Alessandra Porcu, sér þess til að vélin hefði komið niður á öðru hjólinu því farþegar hefðu allir kastast út í aðra hlið hennar við lendingu. „Verst leið okkur þegar flugvélin tók að fyllast af vatni og við hætt- um að geta andað,“ sagði Porcu. Er ekki talið útilokað að sterkur vindur hafi skollið á vélinni og hrifið með sér. Reuters FLUGVÉL Minerva-flugfélagsins skömmu áður en hún hvarf alveg í hafið. Reuters BORIS Jeltsín sýnir mynd af sér og Jiang Zemin, forseta Kína, ú fundi sínuni með Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, í Moskvu f gær. Samskipti Rússlands og Kína rædd Moskvu. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rúss- lands, tók í gær á móti Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, í opinberri heimsókn hans til Moskvu. Tilgangur ferðarinnar er að ræða samskipti stórveld- anna, en Rússar eru taldir áfjáð- ir í að efla aðgang sinn að kín- verskum mörkuðum. Jeltsín virt- ist hress að sjá og sagði við for- sætisráðherrann að hjörtu Rússa stæðu Kínverjum ætíð opin. Þetta var fyrsta ferð Zhu til Moskvu síðan hann varð forsæt- isráðherra í mars sl. Hitti hann Jeltsín að máli í Kreml og átti síðan fund með Jevgení Príma- kov, rússneska forsætisráðherr- anum. Talið er að fundarefnið hafi verið efnahagsleg samskipti ríkjanna og sérstaklega sam- vinna þeirra í orkumálum. Að auki ræddust þeir Jeltsín og Zhu við um mögulega dagsetningu á næsta óformlega fundi Rúss- landsforseta og Jiang Zemin, forseta Kína. Talið er að sá fund- ur muni fara fram í Peking síðar á árinu. Ríkin hafa heitið því að auka viðskiptin sín á milli en dregið hefur úr þeim síðustu misseri vegna efnahagsþrenginganna í Rússlandi að undanförnu. Símasambandi slitið milli Kúbu og Bandaríkjanna Havana. Reutere. STJÓRNVÖLD á Kúbu gerðu í gær alvöru úr hótunum sínum um að slíta símasambandi við Bandaríkin vegna tafa á greiðslum frá fimm bandarískum símafyrirtækjum sem skulda kúbanska símafyrirtækinu milljónir dala. Aðgerðin kemur í veg fyrir að þúsundir kúbanskra fjöl- skyldna geti haft samband við ætt- ingja sína í Bandaríkjunum. Síma- línur voru rauðglóandi á miðviku- dagskvöld er fólk nýtti síðustu tæki- færin til að hringja í ættingja sína. Flug’um- ferðarstjóri í vanda London. Reuters. TVÆR farþegaflugvélar neyddust til að fljúga í hringi yfir flugvelli í Suður-Englandi eftir að flugumferðarstjórinn sem var á vakt fór að fá sér kaffibolla - og datt niður stiga, með þeim afleiðingum að hann ökklabrotnaði. Flugvélarnar, sem saman- lagt höfðu innanborðs 133 far- þega, urðu að fljúga hring eftir hring í myrkrinu yfir flugvell- inum í Bournemouth þar til flugumferðarstjóranum Greg Fanos hafði tekist að gera neyðarlínunni viðvart. Talsmaður flugvaliaryfir- valda sagði hins vegar að engin hætta hefði steðjað að farþega- vélunum tveimur enda voru þær í stöðugu sambandi við flugumferðarstjórn í London. Hefði Fanos ekki tekist að gera neyðarlínunni viðvart, hefði flugvélunum einfaldlega verið beint á annan flugvöll. ETECSA, ríkisrekna símafyrir- tæki Kúbu, í samráði við stjórn Fidel Castros, sleit nær öllu síma- sambandi við Bandaríkin þegar ein mínúta hafði liðið umfram frest þann sem bandarísku símafyrir- tækjunum, At&T, MCI WorldCom, LDDS, IDB og WilTel, hafði verið gefínn til að greiða skuldina. Að- gerðin, sem einnig hindrar sam- skipti sendiráða og erlendra fyrir- tækja á Kúbu við Bandaríkin, er ekki líkleg til að bæta stirð sam- skipti ríkjanna tveggja. Fyrir nákvæmlega tveimur árum skaut kúbönsk MiG orrustuþota nið- ur tvær bandarískar einkaflugvélar norður af Kúbu og fórust fjórir Bandaríkjamenn af kúbönskum ætt- um. Höfðað var mál á hendur kúbönskum stjórnvöldum og hefur málareksturinn, sem fram fer fyrir dómstólum í Miami, komið í veg fyr- ir að símafyrirtækin hafi getað greitt skuldir sínar. Fjölskyldur hinna látnu hafa gert kröfu á að þær fái greitt andvirði 13 milljarða ísl. króna af skuidum bandarísku fyrir- tækjanna við ETECSA. Beðið er úr- skurðar í málinu. Bandarísk stjórnvöld hafa viljað að skuldir bandarísku fyrirtækjanna yrðu greiddar og benda á mikilvægi þess að kúbanskar fjölskyldur geti haft samband við ættingja sína í Bandaríkjunum. Nokkur milljón símtöl eru afgreidd árlega milli Kúbu og Bandaríkjanna. Eru það bandarísku fyiúrtækin sem sjá um símasambandið samkvæmt undan- þágu frá viðskiptabanni Bandaríkj- anna á Kúbu. „Kúba og Bandaríkin hafa stór og oddhvöss nef. í hvert skipti sem rík- in reyna að kyssast hrekkur annað þeiira til baka,“ sagði miðaldra kúbönsk kona sem á ættingja í Bandaríkjunum sem hún nær ekki sambandi við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.