Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.02.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Gjörbreytt fiskveiðistj órnun HIN frjálsa sala og framleiga á kvóta hefur heltekið atvinnugrein- ina, sem leitt hefur til þess að nokkur stór út- gerðarfyrirtæki eiga nú meirihluta allra fisk- veiðiheimilda. Hvers konar taumlaust brask og spilling hefur ein- kennt þessa mestu eignatilfærslu Islands- sögunnar. Kvótakerfið samfara frjálsu mark- aðsverði hefur líka stór- aukið brottkast afla á hafi. Þá er nýliðun í út- gerð nánast útilokuð með óbreyttu kerfi. Samkeppnin um fisk- veiðiheimildir mun með núverandi fískveiðistjórnun leggja í rúst byggð í minni sjávarbyggðum landsins. Framangreindar ástæður og reynd- ar margar fleiri sem landsmönnum eru kunnar knýja tafarlaust á um gjörbreytta fiskveiðistjórnun. Nú er tími til breytinga og sóknar í þessum efnum í komandi alþingiskosningum og legg ég úttekt mína og skilgrein- ingu vandans fyrir lesendur. Aðeins veiðileyfisbátum með kyrr- stæð veiðarfæri s.s. handfæri, línu, net, gildrur o.fl. sé heimilt að veiða innan 20 mílna grunnlínu, auk annarra hefðbundinna veiðisvæða á land- grunninu. Framan- greindum fiskibátum sé úthlutað ákveðinni heildarveiði og óheimilt er að færa þær fisk- veiðiheimildir milh grunnslóðar- og djúpslóðarflotans. Með þeim hætti er komið í veg fyrir að nokkur stór útgerðarfyrirtæki eignist allar veiðiheim- ildir innan fiskveiði- landhelginnar með for- réttindum aflaheimilda, sem felast í núverandi fiskveiði- stjórnun. Umrædd breyting myndi styi-kja undirstöður fjölda sjávar- byggða, sem hafa orðið illa úti und- anfarin ár vegna hvers konar kvóta- brasks og tilfærslu fiskveiðiheimilda milli landshluta. Fiskibátum með kytrstæð veiðar- færi yrði úthlutað verðmætiskvóta, sem grundvallast á meðaltalsverði á blönduðum botnfisktegundum á fisk- mörkuðum sl. þrjú ár. Framangreind breyting á fisk- veiðistjórnun tæki mislangan tíma eftir því hvaða kerfi viðkomandi bát- ar hafa verið á. Bátum á núverandi fiskveiðikerfum sé gert skylt innan ákveðins tíma að koma inn í verð- mætiskvótakerfið, en strax á aðlög- unartímanum verði komið í veg fyrir sölu á veiðiheimildum umræddra smábáta með sérstakri löggjöf. Kvótinn Fiskibátum með kyrr- stæð veiðarfæri, segir Kristján Pétursson, yrði úthlutað verðmæt- iskvóta. Tryggt verði að bátar með núverandi fiskveiðiheimildir eigi ekki bótarétt á hendur ríkinu v/framangreindra breytinga. Eftirfarandi útskýringar miðast við meðaltalsskiptingu allra núver- andi veiðileyfisbáta með kyrrstæð veiðarfæri af stærðinni 0-400 tonn á 120-140 þús. tonna heildarveiði bol- fiska (þar með talin verðmæti grá- sleppuháta) innan framangreindra Krislján Pétursson Vímuefni og mannvæn fjölskylda ENGUM dylst það að vfmuefni, hverju nafni sem þau nefnast, eni eitur. Einhverra hluta vegna finnst okk- ur foreldrum mesta ógnin stafa af eiturlyfj- unum svokölluðu. Þau valda skaða og gera ekki mannamun. Allir eru í áhættuhópnum. Við foreldrar höfum skyldum að gegna að reyna að forða bömum okkar frá eiturlyfja- djöflinum. Mannvæn fjölskylda Fjölskyldur eru mis- jafnar og ólíkar. Hvemig fjölskyldu stefnum við á að börn okkar alist upp í? Opið fjölskyldumunstur þar sem börn fínna fyrir ást, geta tjáð sig, á þau er hlustað, þau fínna ör- yggi, finna fyrir vellíðan og örvun frá foreldrum. Fjölskyldan verður að gefa bömum merkingu í lífi sínu. Mannvæna fjölskyldan er ákjósan- legt fjölskyldumunstur og þau börn sem alast upp innan hennar verða síður fyr- ir barðinu á eiturlyfj- unum. Abyrgð foreldra er því mikil. Ef við þekkjum börn okkar, hvernig þau bregðast við áreiti, er líklegra að við getum tekið í taumana fyrr en seinna. En hvað þarf til að foreldrar þekki börn sín? Viðvera með þeim. Samverustundir í blíðu og stríðu. Ómannvæn ijölskylda Það er sú fjölskylda þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Tilfinningar, þarfir og gjörðir bamanna eru fótum troðnar og foreldrar sýna þeim vart áhuga. Börn sem lenda í slíku leita á náðir annarra og oft á tíðum þeima sem hafa upp á slæmt að bjóða, t.d. eit- urlyf. Samfélagið Helga Dögg Sverrisdóttir Guðmundur Rafn Geirdal skólcistjóri og félagsfræðingur \ Ég harma ákvörðun ríkisstjómarinnar að undirrita ekki Kyoto-bókunina ein ailra I OECD-rik)a sem talin hafa verið þróuðustu I riki heimsins. Ríkisstjórnin tekur þannig | ekki þátt í samstöðu hins alþjóðlega sam- ; félags að því að ná niður loftmengun með beinum hætti heidur vill hún rökstyðja | hvers vegna menga megi meira hér á I landl með orkufrekum iðnaði þrátt fyrir * vísbendingar um olþenslu hagkerfis okkar og hugsanlegri verðbólgu. Ég legg til að I þetta sé endurskoðað í samráði við aðila I sem eru hliðhollir umhverfisnefhd. íslenskt þjóðfélag er ekki fjöl- skylduvænt. Margt vantar upp á og nú keppast öll stjómmálaöfl við að gera fjölskyldumál að sínum. Kapp um kjósendur! Fpreldrar eiga lang- an vinnudag á íslandi og margir vinna meira en þeir þurfa til að auka veraldleg gæði sín. Þeir sem búa í hinum dreifðu byggðum lands- ins vilja auknar framkvæmdir s.s. göng, bættar samgöngur o.fl. An efa eru göng hið þarfasta mál en kosta óhemjufé. Það myndi eflaust ekki skaða nokkurn mann þótt bið yrði í nokkra áratugi á jarðgöngum. Hér er íjárfesting í mannauði væn- iegri kostur. Varla getum við vænst þess að fjármagn sé til hvors tveggja. Aukin toll- og löggæsla Með bættri toll- og löggæslu gæt- um við spornað betur við innflutn- ingi á eiturlyfjum. Með það að leið- arljósi gætum við forðað nokkrum einstaklingum frá eiturlyfjadjöflin- um. Aukið fé til málaflokksins er forsenda þess. Ef ég gæti valið þætti mér heillavænlegra fyrir hina íslensku íjölskyldu að nota féð til aukinnar gæslu en að nota það í gangagerð. Ekki legg ég þjóðhags- lega arðsemi á vogarskálarnar, þar sem mannslíf verður ekki metið í krónum og aurum. Þjáningar ungra vímuefnaneytenda og fjölskyldna þeirra eru umtalsverðar. Á bak við einn vímuefnaneytanda er fjöldi manns sem meiðist. Betra mannlíf Á Fróni voru vantar í mun ríkara mæli sveigjanlegri vinnutíma og Þjóðfélagsmál Allir þeir aðilar sem vinna með börn og ung- menni, segir Helga Dögg Sverrisdóttir, þurfa að stilla saman strengi sína og hafa samvinnu um úrlausn mála. töluvert hærri laun. Hér búa alltof margir við láglaunastefnu stjórn- valda. Krafa verkalýðsfélaga í kom- andi kjarasamningum hlýtur að vera aukin laun og kaupmáttur svo ekki sé minnst á væna fjölskyldu- stefnu. Áhersla á feðraorlof og meiri viðvera foreldra á heimilinu er hluti af því. Böm sem njóta uppeld- is beggja foreidra eru sterkari á svellinu en hin. Mikill mannauður er í væntanlegum kynslóðum og ber okkur með öllum tiltækum ráðum að stöðva innflutning á eiturlyfjum. Samvinna Allir þeir sem vinna með börn og ungmenni þurfa að stilla saman strengi sína og hafa samvinnu um úrlausn mála. í dag eru alltof margir aðilar, hver í sínu horni, að aðstoða unga vímuefnaneytendur með misjöfnum árangri og eru að berjast um sama fjármagnið. Það hlýtur að vera þeim í hag sem þjónustuna þurfa að nýta að hún sé samræmd. Höfumlur cr sjúkrnliði á Dulvík. Fjöldi stærð heildarmagn heildarverðm. 700 0-10 tonn 50 þús. tonn 5 milljarðar 300 10-400 tonn 70 þús. tonn 7 milljarðar landgrunnsmarka. Lagt er til grund- vallar 100 kr. meðalverð pr. kg sl. þriggja ára á fiskmörkuðum. Sama fiskverð gildi um útgerðaraðila sem einnig eru fiskverkendur við út- reikning verðmætiskvóta. Viðmiðun á sl. fiskveiðiári Gera má ráð fyrir að fiskiskipum af framangreindum stærðum myndi fjölga um 300-400 næstu 3-4 ár vegna óeðlilegra úreldingarreglna og sölu fiskveiðiheimilda til stóru út- gerðarfyrirtækjanna undanfarin ár. Verðmætiskvóti eftir stærð báta yrði nánar skilgreindur t.d. 0-5 og 5- 10 tonna og 10-400 tonna yrði hugs- anlega skipt upp í 10 stærðarflokka eftir ákveðnum verðmætisstuðlum. Verðmætiskvóti grundvallast á heildarverðmæti úthlutaðs heildai’- magns af hinum ýmsu botnfiskteg- undum miðað við ákveðnar báta- stærðh'. Skelfisks-, humar- og rækjubátum á grunnslóð yrði einnig úthlutað verðmætiskvótum eftir stærð báta. Sé miðað við óbreytt heildai-magn, 120 þús. tonn, a.m.k. næstu 3 árin, og 10% aukning yrði milli ára á veiði- leyfum umræddra báta, mætti hugsa sér að fækka með útdrætti bátum sem svarar árlegri fjölgun, en jafn- ræðisregla sé milli landshluta í þeim efnum. Sá útdráttur færi fram 10 mánuð- um fyrir úthlutun fiskveiðiársins svo viðkomandi aðilar gætu haft nægan tíma til undirbúa sig fyrir stöðvun- ina. Samkvæmt þessu er miðað við að bátar af framangreindum stærð- um verði ekki á fiskveiðiári fleiri við veiðar en 1.300-1.400 í senn, til að tryggja arðvænlegar veiðar og fyrr- gi-eint heildarmagn. Ætla má að hver veiðileyfisbátur þyrfti að hætta veiðum eitt ár hverju sinni vegna aukningarinnar á 6-8 ára fresti. Hafa verður einnig í huga að u.þ.b. 25% bátanna myndu ekki full- nýta kvótann, en eins og kunnugt er hafa margh' fiskveiðar að hlutastarfi. Kæmi þá til greina að fækka útdrátt- um báta sem því næmi eða bæta óveiddu magni við heildarkvóta bát- anna. Til að koma í veg fyrir óæskilega stækkun flotans án þess þó að skerða verðmætiskvótann mætti einnig setja á tímabundin veiði- ■ leyfagjöld eða greiða ákveðna pró- sentu af lönduðum afla, sem rynni í ríkissjóð, til að bera kostnað af út- gerð fiskiskipa og rannsóknum í þeirra þágu. Ef framangreindar aðgerðir kæmu ekki í veg fyrir óæskilega stækkun fiskibátaflotans innan nokkun'a ára kæmi til greina að r grunnslóðarkvótinn færi allur á upp- boð innan viðkomandi landsfjórð- unga, en aðeins veiðileyfabátar með úthlutaðan verðmætiskvóta hefðu leyfi til að bjóða í hann. Hver er ávinningurinn? Verðmætiskvótinn tryggir að aliur fiskur kemur í land. Verðmætiskvótinn uppfyllir jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar um jafnan veiðirétt að auðlindinni. Verðmætiskvótinn verndar betur viðkvæm uppeldis- og hrygningar- svæði fyiTi' ásókn togskipa. Verðmætiskvótinn tryggir jafna og örugga afkomu veiðileyfishafa. Verðmætiskvótinn kemur í veg fyrir brask milli mismunandi veiði- kerfa. Verðmætiskvótinn stuðlar að eðli- legri endurnýjun við fiskveiðar og getur með skilvirkri stjórnun komið í veg fyi'ir óæskilega stækkun flotans. Verðmætiskvótinn tryggir at- vinnu, einkanlega í minni byggðar- lögum, sem verða að treysta á fisk- vinnslu. Verðmæti fasteigna fólks í sjávar- byggðum myndi aukast og jafnframt stuðla að minni fólksflótta til Stór- Reykjavíkursvæðisins. Höfundur er fyrrverandi deildarstjóri. Foreldrar eiga rétt og bera ábyrgð HEGÐUN barna og unglinga í skólum hefur verið talsvert til um- fjöllunar í fjölmiðlum á undanförnum vikum og hefur verið nokkuð á einn veg, þ.e.a.s. að þau börn sem eru ókurteis í skólunum og hlíta ekki reglum séu þannig vegna þess að foreldrar þeirra ala þau ekki upp. Málin hafa verið ein- földuð á þann hátt að svo lítur út fyrir að börnin eigi foreldra sem ekki hafa tíma til að sinna þeim og kaupi sér því frið með því t.d. að gefa þeim dýrar gjafir í staðinn; lokaniðurstaðan er þó yfirleitt sú að foreldrar hafi ekki sinnt uppeldis- skyldu sinni. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá foreldrum vegna þessa og ekki hefur farið hátt álit foreldra á því hvers vegna ástandið í skólum er sums staðar ekki eins og skyldi. Að baki óæskilegi'i hegðun barna í skóla liggja án efa margar mismun- andi ástæður og vafalaust nokkrir samverkandi þættir. Oft kemur það foreldrum verulega á óvart þegar þeim er fyrst gert viðvart um að barn þeirra sýni slæma hegðun í skóla, vegna þess að þeir hafa ekki reynt bai'n sitt að slíku heima fyrir eða í umgengni við vini og félaga ut- an skóla. Flestum, eða öllum, for- eldrum bregður við að heyi'a að barn þess hegði sér illa og þeir reyna að bregðast við á þann hátt er þeir telja vænlegastan til að bæta ástandið. En til að uppræta slæma hegðun barnsins í skól- anum verður að koma til samvinna skólans og heimilisins. Það hlýtur að vera grundvallarat- riði. Hvernig er starfs- andinn í skólanum? í fyrsta lagi hljóta allir viðkomandi að reyna að komast til botns í því hvers vegna barnið hegðar sér illa í skólanum. Er t.d. eitt- hvað í skólanum sem kallar fram vondar hlið- ar hjá baminu? Eða er eitthvað í umhverfi barnsins heima og í skóla sem orsakar vanlíðan? Um leið og einhvers vanda verður vart þarf þegar í stað að finna ráð til að leysa hann, þ.e.a. s. foreldrar og skóli í sameiningu. Lög og reglur segja að þannig skuli farið að. Nú er farið að tala um skólanám barna sem vinnu þeirra og skólinn er þai' af leiðandi vinnustaður þeirra. Þar eyða þau stórum hluta ævi sinn- ar og því er ljóst að það starfsum- hverfi sem þeim býðst mun hafa sterk áhrif á þau á þroskabrautinni. Nær allir foreldrar vinna utan heim- ilis og vita því hversu miklu máli um- hverfi á vinnustað skiptir. Foreldrar vita líka hvaða áhrif starfsfélagarnir og yfirmennirnir hafa, bæði á afköst og andlega og líkamlega vellíðan. Við ættum því að reyna að gera okkur í hugarlund hvernig okkur liði á vinnustað þar sem vinnufélagar sætu fyrir okkur og réðust á okkur í hóp- Bryndís Kristjánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.