Morgunblaðið - 26.02.1999, Side 53

Morgunblaðið - 26.02.1999, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 53 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ársæll Þorsteinsson, Löggildingarstofu, Franklín Georgsson, forstöðumaður rannsóknastofu, Dóra Gunnars- dóttir gæðastjóri og Hermann Sveinbjörnsson, forstjóri Hollustuverndar, með faggildingarskjalið. Rannsóknastofa Hollustu- verndar fær faggildingu Ályktun framkvæmda- stjórnar Frjálslynda flokksins Stjórnvöld einangra Island í um- hverfismálum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun framkvæmda- stjórnar Frjálslynda flokksins: „Enn ætla íslensk stjómvöld að auka á vansæmd sína í umhverfis- málum. Nú hefur ríkisstjórnin lýst því yfir, að Island muni ekki undir- rita Kyoto-bókunina að sinni, þrátt fyrir að öll önnur ríki OECD hafi séð sóma sinn í því. Island hefur því ákveðið að einangra sig í alþjóðlegri umræðu um umhverfismál. Þessi sama ríkisstjórn barði sér á brjóst að lokinni Kyoto-ráðstefnunni í desember 1997, vegna þess árang- urs sem hún taldi sig hafa náð þar sem samþykkt var að árleg losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi megi að jafnaði vera 10% meiri á tímabilinu 2008 til 2012 en hún var árið 1990. Ekkert annað iðnríki, að Astralíu undanskilinni, fékk slíka undanþágu, en íslensk stjórnvöld halda áfram að styðjast við betlistaf- inn á alþjóðavettvangi, í von um meiri mengunarkvóta. Þeir ráðherrar, sem hafa lofað kjósendum sínum nýju álveri, vita að tíu prósentin duga ekki tU. Þeir telja sig líka vita betur um áætlanir er- lendra stóriðjuhölda en þeir sjálfir og hefur talsmaður Norsk Hydro beðist undan því í íslenskum fjöl- miðlum að taka þátt í kosningabar- áttunni á Islandi. Verði gamla stóriðjudýrkunin áfi-am við lýði er dýrmætum svæðum á hálendinu ógnað. Sérfræðingar hafa bent á að öll röskun hér á landi á búsvæðum íslensk-grænlenska heiðagæsastofnsins skipti miklu máli fyrir afkomu tegundarinnar í heim- inum, því yfir 90% af nýliðun stofns- ins eru á Islandi. Röskunin væri ekk- ert einkamál Islendinga. Stjómvöld kalla skömm yfir Is- lendinga í umhverfismálum með því að fresta undirritun Kyoto-bókunar- innar. Þau geta ekki lengui’ barið höfðinu við steininn. Nú er kominn tími til að móta skýra stefnu um hvernig Islendingar geti uppfyllt ákvæði bókunarinnar. Frjálslyndi flokkurinn sér enga ástæðu til að ís- lensk stjórnvöld veigri sér við að gangast undir sömu skilyrðj og aðrar þjóðir í umhverfismálum. Islending- ar eru hluti af heiminum öllum. Mengun eins ræður framtíð annars." Skinna- og tískusýning á Hótel Sögu SAMBAND íslenskra loðdýrabænda og Eggert feldskeri, standa að sýn- ingu á skinnum og loðfeldum á Hótel Sögu, á morgun, laugardag. Sýning- in hefst kl. 13 og lýkur kl. 16.30. Verðlaunaafhending hefst kl. 14.15. Tískusýning á vegum Eggerts feld- skera hefst kl. 15.15 í Súlnasal en þar verða auk hefðbundinna loðfelda kynntar ýmsar nýjungar, segir í fréttatilkynningu. A skinnasýningunni verða skinn frá allflestum loðdýrabúum í land- inu. Veitt verða verðlaun fyrir stiga- hæsta búnt í hverjum litarflokki, þ.e. búnt með fimm minkahögnaskinnum eða þremur refaskinnum, þar sem gefin eru stig fyrir stærð, gæði, lit og hreinleika í litnum. Einnig eru veitt verðlaun fyrir bestu verkun á skinnum. A sýningunni verða sýnishorn af fyrstu feldkanínuskinnunum sem framleidd hafa verið í landinu en fyrstu feldkanínumar voru fluttar til landsins haustið 1997. I dag eru 93 Ioðdýrabú í landinu sem líklega munu framleiða um 160.000 minkaskinn, 20.000 refa- skinn og 4.000 feldkanínuskinn á þessu ári. Gert er ráð fyrir að um 110 ársverk séu bundin í búgrein- inni, framleiðslu fóðurs, skinnaverk- un og öðrum sérhæfðum þjónustu- störfum. RANNSÓKNASTOFA Hollustu- verndar ríkisins hlaut á föstudag faggildingu Löggildingarstofu og tók Hermann Sveinbjörnsson, forstjóri Hollustuverndar, við viðurkenningunni frá Arsæli Þorsteinssyni, forstöðumanni faggildingarsviðs Löggildingar- stofu. Hollustuvernd hefur yfirum- sjón með framkvæmd laga og reglugerða, sem snerta matvæli, mengunarvamir og eiturefnaeft- Athugasemd frá orkuspárnefnd Notkun heldur minni en spáð var ATHUGASEMD hefur borist frá orkuspárnefnd við frétt sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni um raf- orkunotkun á síðasta ári. Mistök urðu þegar gerður var samanburð- ur við raforkuspá frá árinu 1997. Samanburðurinn á almennri notkun og spá hefði átt að vera á þessa leið: Almenn notkun 1998, rauntala 2.542 GWh Spá frá 1997 2.673 GWh Stórnotkun 1998, rauntala 3.470 GWh Spá frá 1997 3.697 GWh Flutningstöp 1998, rauntala 264 GWh Spá frá 1997 200 GWh Vinnsla alls 1998, rauntala 6.276 GWh Spá frá 1997 6.570 GWh Notkunin er því minni en spáð var vegna þess að ótryggð orka var skert á seinni hluta ársins. Ef einungis er horft á for- gangsorkuna fást eftirfarandi tölur: Almenn forgangsorka 1998, rauntala 2.277 GWh Spá frá 1997 2.297 GWh Stórnotkun, forgagnsorka 1998, rauntala 2.942 GWh Spá frá 1997 3.019 GWh Flutningstöp forgangsorku 1998, rauntala 229 GWh Spá frá 1997 167 GWh Vinnsla vegna forgangsorku 1998, rauntala 5.448 GWh Spá frá 1997 5.483 GWh Meginástæða þess að for- gangsorkan er minni en spáð var er að notkun Norðuráls reyndist minni en ráð var fyrir gert, segir í athuga- semd orkuspárnefndar. Flutnings- töp hafa verið vanáætluð en einnig er tekin með nokkur notkun vegna framkvæmda við nýjar virkjanir sem ætti að flokkast með almennu notkuninni. irlit. í því felst að Hollustuvernd skuli samræma heilbrigðiseftirlit í landinu ásamt vöktun og rann- sóknum á þessum sviðum. Beint eftirlit er í framkvæmd að mestu í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Rannsóknastofa stofnunarinn- ar fæst að mestu við örverurann- sóknir á matvælum, þar á meðal neysluvatni, en gerir einnig af- markaðar efnarannsóknir á sömu vörum, bæði eftirlits- og SÝNINGIN Samspil manns og nátt- úru verður haldin í Perlunni 22. til 25. apríl og verður hún með svipuðu sniði og sýning með sama nafni, sem haldin var í fyrravor. Sýningin verð- ur opnuð 22. apríl, sem er sumar- dagurinn fyrsti og alþjóðlegur dagur jarðar. Heiðursgestur við opnunina verður frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Islands. Steingrímur Hermannsson, for- maður Umhverfissamtaka íslands, mun opna sýninguna og verða fyi’ir- IJrslit í frjáls- um dönsum 10-12 ára ÚRSLIT íslandsmeistarakeppni unglinga í frjálsum dönsum (Freestyle) 10-12 ára fer fram í Tónabæ laugardaginn 27. febrúar kl. 14. Keppendur á aldrinum 10-12 ára munu berjast um Islandsmeistaratit- ilinn í frjálsum dönsum. 100 kepp- endur munu keppa í hóp- og einstak- þjónusturannsóknir. Á henni starfa 14 manns í 11 stöðugild- um. Hollustuvernd var stofnsett með lögum árið 1981 og tóku þau gildi 1982. Voru þá þijár minni ríkisstofnanir sameinaðar, Mat- vælarannsóknir rfkisins, Heil- brigðiseftirlit rikisins og Geisla- varnir ríkisins. Starfseminni var skipt í þrjú fagsvið, rannsókna- stofu, heilbrigðiseftirlitssvið og mengunarvarnir. lestrar haldnir fimmtudag, laugar- dag og sunnudag. Erla Stefánsdótt- ir, tónlistarkennari og sjáandi, mun fara með þá, sem þess óska í göngu- ferð um Óskjuhlíð og segja frá álfa- byggðum, segir í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að ætlunin sé að benda á fyrirtæki, sem selja og kynna vöru og þjónustu, sem telst vistvæn, lífræn, umhverfisvæn eða náttúruvæn. Fyrirtækið Leiðarljós ehf. stend- ur að sýningunni. lingsdansi. Til skemmtunar verður dansatriði frá Dansskóla Jóns Pét- urs og Köru, unglingar frá Dans- skóla Heiðars Ástvalds sýna break- dans, unglingar frá Aerobic Sport sýna þolfimiatriði og sigurvegarar í eldri keppni Frístæl 99, hópurinn Kristall og sigurvegari í einstak- lingskeppni, Eyrún Anna Eyjólfs- dóttir, munu dansa sigurdansa. Einnig mun Reykjavíkurmeistarinn í Frístæl 99, Sunna María Schram, sýna dans. Kynnir verður Gunnar Helgason. Ferðahapp- drætti Urvals- Utsýnar ÚRVAL-ÚTSÝN efndi til ferða- happdrættis í tilefni af því að opið hús var á öllum söluskrifstofum ferðaskrifstofunnar og hjá helstu umboðsmönnum á landsbyggðinni um fyrri helgi. Þúsundir manna komu á skrifstofumar að nálgast bæklingana og var happdrættið opið öllum þeim sem komu á staðina til að sækja bækling og/eða bóka sig í ferð. Dregið var úr ferðapottinum 22. febrúar og hlutu eftirtaldir aðilar vinninga: Vikuferð fyrir tvo til Portúgal: Guðlaug Þorsteinsdóttir, Heiðarbóli 51, Keflavík. Vikuferð fyrir tvo til Mallorca, Magnea Sig- m-ðardóttir, Efstuhlíð 2, Hafnarfirði. 30.000 kr. ferðaúttekt í leiguflugi Úr- vals-Útsýnar, 4 vinningar: Maríanna Einarsdóttir, Hrauntungu 60, Kópa- vogi, Dóra Bjarnadóttir, Berugötu 14, Borgarnesi, Anna María Sig- hvatsdóttir, Reykjafold 20, Reykja- vík og Valrós Svansdóttir, Móasíðu 4A, Akureyri. Flugfarseðlar fyrir 2 tii Mílanó: Páll Guðmundsson, Sæ- bóli 18, Grundarfirði. Flugfarseðlar fyrir 2 til Parísar: Guðbjörg Helga- dóttir, Kmmmahólum 57, Reykjavík. Flugfarseðlar fyrir 2 til London: Helena Jónsdóttir, Vestursíðu 24. Húnakvöld á færeyska sjómanna- heimilinu FÆREYSK kvöldvaka eða húna- kvöld eins og það kallast á færeysku verður haldin laugardagskvöldið 27. febrúar á færeyska sjómannaheimil- inu, Brautarholti 29; hefst hún kl. 20. Á kvöldvökunni verður mikið sungið og spilar Trondur Enni undir á gítar. Einnig verður boðið upp á leiki og spil en endað með stuttri hugvekju. Síðar um kvöldið verður m.a. hægt að kaupa fyrir vægt gjald ferska, færeyska mjölsúpu en hún er mjög þekkt meðal Færeyinga. Ætlunin er að hafa slíkar kvöld- vökur síðasta laugardagskvöld í hverjum mánuði fram að sumri, seg- ir í fréttatilkynningu. Tvær kvikmynd- ir í MIR-salnum SKREYTINGAMAÐURINN nefn- ist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MIR á Vatnsstíg sunnudaginn 28. febrúar kl. 15. Myndin er frá átt- unda áratugnum en leikstjóri er A. Teptsov og meðal leikenda V. Abilov, A. Demjamko og M. Kozakov. Skýr- ingatal á ensku. Stórmynd Sergeis Bondarsúk Stríð og friður, byggð á skáldsögu Lévs Tolstojs, verður sýnd á mara- þonsýningu laugardaginn 6. mai’s. Aðgöngumiðar að þeirri sýningu eru afgreiddir á sunnudagssýningunni og síðan ki. 17-18 fyrstu dagana í mai-s. Leiðrétting í GREIN um höfund Charles Thorson, höfund Kalla kanínu, var rangt farið með föðurnafn móðm’ Charlies. Hún hét Sigríður Þórarinsdóttir frá Ásakoti í Biskupstungum. Leiðrétting við „Leita betri ávöxtunar" í grein sem birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær um fjárfestingar íslendinga í erlendum verðbréfum féll niður hluti setningar, sem átti að vera svona: Rétt er að leggja áherslu á að ávöxtun sjóða þarf ekki að segja til um ávöxtun í framtíðinni, og eins getur raunávöxtun til hins íslenska fjárfestis breytst vegna sveiflna í gengi gjaldmiðla sem hafa einnig áhrif á loka niðurstöðuna. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Þröstur ekki í kosningastjórn Mishermt var í frétt í blaðinu gær að Þröstur Olafsson eigi sæti í kosningastjórn samfylkingarinnar. Beðist er velvirðingai’ á þessu. BÁS Olís var einn af fjölmörgum, sem vöktu athygli á sýningunni Samspil manns og náttúru í Perlunni í fyrravor. Sýningin Samspil manns og náttúru

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.