Morgunblaðið - 19.03.1999, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Brot riðu yfír Bessa ÍS og Framnes ÍS í afspyrnuvondu veðri sem gekk yfír í fyrrinótt
Morgunblaðið/Halldór
INGIMAR Halldórsson, útgerðarstjóri Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal,
kannaði tjónið á skipinu í gær og styður hér annan þeirra í land sem
urðu fyrir meiðslum þegar brotið reið yfir Bessa í fyrrinótt.
Millj ónatj ón
en meiðsli
smávægileg
TVEIR menn hlutu minniháttar
meiðsli þegar brot reið yfir togar-
ann Bessa ÍS laust eftir klukkan
eitt í fyrrinótt þar sem hann var
staddur á Dohrn-banka á leið til
hafnar. Dæld kom á síðu skipsins
og nemur tjónið milljónum króna
að sögn Ingimars Halldórssonar,
útgerðarstjóra Hraðfrystihússins
hf. í Hnífsdal sem gerið skipið út.
Þá riðu tvö brot yfir Framnes ÍS
sem Gunnvör hf. gerir út í fyrr-
inótt, en tjón var óverulegt og
menn sakaði ekki.
Um 20 manns voru um borð í
Bessa ÍS þegar þetta gerðist, þar á
meðal maður utan áhafnar sem var
um borð til að reyna þriðju spil-
vindu skipsins, en hún var nýlega
sett upp til að hægt sé að draga tvö
troll samtímis. Akveðið hafði verið
að nýta bræluna og sigla með tvo
menn í land. A milli 9-10 vindstig
voru á miðum þegar brotið reið yfir
Bessa, en að sögn Barða Ingi-
bjartssonar skipstjóra var ölduhæð
ekki mikil eða aðstæður til sigling-
ar sérstaklega erfiðar.
Menn flugu úr kojum
„Þetta var stakt brot sem komið
gæti nánast hvenær sem er. Tals-
vert högg kom á skipið og það mik-
ið að menn köstuðust til og það
sem ekki var ólað fast fór á fleygi-
ferð,“ segir Barði. „Menn flugu út
úr kojum og þeir sem voru vakandi
hentust til þar sem þeir voru
staddir. Einna verst fóru þeir sem
sátu í sjónvarpskróknum, fengu
hnykki á sig og einn fékk í sig hillu
sem slitnaði upp við höggið."
Hann segir að beðið hafi verið
meðan tjónið var kannað og hlúð
að mönnum, en síðan hafi verið
siglt í land. Skipið til hafnar á Isa-
firði laust fyrir klukkan 11 í gær-
morgun.
Dæld myndaðist á síðu skipsins
á móts við afturgálgann við brotið.
Ingimar segir að tjónið verði ekki
metið fyrr en fulltrúar trygginga-
félagsins komist vestur og batt
hann vonir við að það tækist síð-
degis í gær. Hann telji þó tjónið
töluvert og að kostnaður við við-
gerð gæti skipt milljónum króna.
Skipið sé hins vegar tryggt og
hann geri sér því von um að tjónið
verði bætt að ftillu.
„Fyrir utan skemmdirnar á síð-
unni hefur ekkert tjón komið í ljós.
Við vitum þó að vatn fór inn á spil-
mótor. Skipið er því sjóhæft en við
munum reyna að gera við til bráða-
birgða til að styi-kja það fyrir sigl-
ingu,“ segir Ingimar. Hann kveðst
vona að viðgerð taki ekki nema ör-
fáa daga.
„Ég var sofandi í koju þegar
þetta gerðist, hentist tij en tókst að
hanga í henni,“ segir Óskar Gunn-
STARFSMENN Hraðfrystihússins hf. ásamt viðgerðarmönnum sem komu skömmu fyrir hádegi í gær til
að skoða skemmdirnar sem urðu um borð í togaranum Bessa ÍS.
arsson vélstjóri. „Flestir voru þó
vakandi, en alla vega sex voru í
koju.“
Ekki alvarlegir áverkar
Mennirnir sem áverka fengu voru
sendir til skoðunar á sjúki-ahúsinu á
Isafirði, en meiðsli þéirra reyndust
ekki alvarleg. Einn var rifbeins-
brotinn en annars var aðallega um
skrámur, mar og tognanir að ræða.
Gísli Skarphéðinsson, skipstjóri á
Framnesi, segir að brotsjóimir sem
riðu yfii' skipið hafi aðeins valdið
skemmdum á rekkum. Hann segii'
að einnig þurfi að yfirfara slöngubát
sem var festur við rekkana og að
auki tvo björgunai'báta sem féllu
sjálfkrafa niður og blésu út þegar
annar brotsjórinn reið yfir.
Eins og Bessi var Framnesið á
leið af Dohrnbanka og til hafnar og
segir Gísli að veður hafi verið mjög
slæmt.
Fundað eftir helgi um lokun rækjuverksmiðjunnar á Kópaskeri
TVEIR brotsjóir riðu yfir togarann Franmes IS en aðeins urðu
óverulegar skemmdir og enginn slasaðist.
Hugmynd#um að auka
veiði í Öxarfirði
STEFNT er að því ræða á fundi á
mánudag þá alvarlegu stöðu í at-
vinnumálum sem fyrirsjáanleg er á
Kópaskeri í kjölfar þess að Fisk-
iðjusamlag Húsavíkur, FH, ákvað
á miðvikudag að loka rækjuvinnslu
félagsins á Kópaskeri tímabundið
milli vertíða, eða frá maí og fram í
október. Þá verður dregið úr
rækjuvinnslu á Húsavík og vöktum
fækkað.
Gripið er til þessara aðgerða til
að mæta erfiðum ytri skilyrðum í
rækjuveiðum og vinnslu. Um 15-20
manns hafa verið fastráðnir hjá fé-
laginu á Kópaskeri og svipaður
fjöldi lausráðinn yfir vertíðina frá
hausti fram á vor. Á fundinum á
mánudag munu fulltrúar í sveitar-
stjórn, verkalýðsfélagi og FH bera
saman bækur sínar og fara yfir
stöðuna.
Starfsfólki á Kópaskeri var til-
kynnt um ákvörðun stjórnar FH á
fundi síðdegis á miðvikudag. Á
fundinum var vaipað fram þeirri
hugmynd hvort möguleiki væri á
að auka veiði í Öxarfirði um 200
tonn, úr 1.500 tonnum í 1.700. Ef
FH bætti einhverju við yrði hægt
að halda uppi vinnu fram í júní, þá
tækju við sumarfrí en að þeim
loknum væri stutt í að starfsemi
hæfist í sláturhúsi þar sem ævin-
lega vantaði fólk til starfa. Rækju-
vertíðin hæfist svo um svipað leyti
og sláturtíð lyki. Þessi tillaga fékk
mikinn hljómgrunn og verður ef-
laust til umræðu á fundinum næsta
mánudag. Einnig var rætt á fund-
inum hvort leita ætti til ríkisstjórn-
ar um að hún legði til 100 til 200
tonna byggðakvóta sem fyrirtækið
gæti breytt í rækju.
Sveitarstjórinn bjartsýnn
á að lausn fínnist
„Vissulega er þetta nokkurt
áfall, en ég vona að ástandið sé
ekki viðvarandi. Fólk hér þekkir
ekki atvinnuleysi og ég vona að
það kynnist því ekki,“ sagði Stein-
dór Sigurðsson, sveitarstjóri Öxar-
fjarðarhrepps. Hann sagði að frek-
ar hefði vantað fólk til starfa, t.d.
hefði ekki tekist að fullmanna slát-
urhúsið síðasta haust og þá vant-
aði fólk til starfa hjá Silfurstjörn-
unni.
Steindór sagði að byrjað yrði að
vinna að lausn málsins strax eftir
helgi og hann 11701 ekki öðru en
þeir sem að kæmu fyndu hana.
„Það þarf að brúa þetta bil og ég
vona að okkur takist það,“ sagði
Steindór. „Ég er alls ekki svart-
sýnn, ég held að þetta muni ganga
upp með einhverjum hætti.“ Stein-
dór sagði að renna þyrfti styrkari
stoðum undir atvinnulífið á staðn-
um og verið væri að vinna í því, en
á þessari stundu væri ekki hægt að
segja fyrir um hvað úr yrði. „Það
hefur verið mjög mikil atvinna
hérna, en þrátt fyrir það höfum við
verið að huga að atvinnutækifærum
af öðru tagi. Atvinnulífið þarf að
vera fjölbreyttara," sagði Steindór.
Leggjum ekki
árar í bát
Guðfinna Sigurbjörnsdóttir,
trúnaðarmaður í rækjuvinnslu FH
á Kópaskeri, sagði að ef allt færi á
versta veg myndi það hafa gífur-
leg áhrif á mannlíf á staðnum.
„Þetta verður auðvitað mikið áfall
ef illa fer, en menn vona að lausn
finnist. Við erum ekkert á því að
leggja árar í bát, það er ekkert
uppgjafarhljóð í okkur, enda þýðir
ekkert að gefast upp strax,“ sagði
Guðfinna.
Hún sagði að í allan vetur hefði
verið mjög mikil vinna í rækju-
vinnslunni og sárlega vantað fólk
til starfa. Unnið er á tvískiptum
vöktum alla virka daga og þá er að
jafnaði unnið í 10 tíma á laugardög-
um. Fólk væri því vant mikilli
vinnu. Fréttir af fyrirhugaðri lokun
rækjuverksmiðjunnar væru svo
nýtilkomnar að menn væru ekki
mikið farnir að spá í hver framtíðin
yrði. Alls eru 117 manns í verka-
lýðsfélaginu á staðnum og þar af
starfa á milli 30 og 40 manns í
rækjunni.