Morgunblaðið - 19.03.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 19.03.1999, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ SKEMMTIATRIÐI ráðherra voru flest þau sömu og á síðasta Iandsfundi. Rekstur lyftunn- ar í Skálafelli getur hafíst á ný VINNUE FTIRLIT ríkisins gerir ekki athugasemdir við að rekstur stólalyftunnar í Skála- felli hefjist á ný. Iþrótta- og tómstundaráð, Bláfjallanefnd og Vinnueftirhtið hafa farið yfír ör- yggismál varðandi rekstur stólalyftunnar. ÍTR og BláfjaUanefnd hafa hrint í framkvæmd aðgerðum til úrbóta sem felast í því að öllum stólum í lyftunum hefur verið breytt þannig að svamppúðar sem voru framan á setu stólanna hafa verið fjarlægðir og rimlar settir í staðinn og eru stólamir nú eins og þeir voru í upphafí. Frárennsli frá palli við efri endastöð hefur verið breytt þannig að skíðamenn fara nú aftur fyrir endastöð en fóm áð- ur undir lyftuna. Hallanum á frárennslisbrautunni hefur einnig verið breytt. Hæð undir endahjól lyftunnar hefur verið lækkuð og er nú um einn metri en var áður þrír metrar. Þá hef- ur verið bætt við púða á efsta mastur lyftunnar. Framvegis verða tveir starfs- menn við efri endastöð. Einn verður í lyftuskúmum og fylgist með þegar skíðamenn koma inn á endapallinn og renna sér úr stólnum. Hinn starfsmaðurinn verður úti á pallinum til að að- stoða fólk þegar það fer úr stólnum. Einnig verður bætt við neyðarstöðvunarrofa úti á pall- inum þannig að sá starfsmaður sem þar er getur stöðvað lyft- una. Þessir starfsmenn munu skipta um hlutverk á 20 mín- útna fresti og vinnulota þeirra samtals verður ekki lengri en þrjár klukkustundir. Páll Pétursson í hjartaaðgerð Engin áhrif á kosninga- baráttuna PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra gengst undir hjartaaðgerð á Landspítalanum um eða eftir pásk- ana að sögn Gunnars Braga Sveins- sonar, aðstoðarmanns ráðherra. Páll fékk aðkenningu að kransæðastíflu fyrir um hálfum mánuði og var aðgerðin ákveðin í kjölfar írekari rannsókna. „Þetta hefur engin áhrif á framboðsmálin hjá honum,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Morgunblaðið en Páll skipar fyrsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norður- landskjördæmi vestra. „Hann get- ur auðvitað minna beitt sér í kosn- ingabaráttunni. En það hefur engin áhrif á hann og hann gegnir áfram stöðu ráðherra." Að lokinni aðgerð fer ráðherra í endurhæfingu eins og venja er og bendir Gunnar Bragi á í því sam- bandi að hundruð einstaklinga fari í slíkar aðgerðir á ári hverju. Pú getur látið pau segja nánast hvað sem er, við hvern sem er. ÍSLENSK GARÐYRKJA « okluir allra vagna Manneldis- og neyslustefna tíu ára Betur má ef duga skal UM þessar mundir eru tíu ár liðin síð- an þingsályktun um manneldis- og neyslu- stefnu var samþykkt á Al- þingi íslendinga. Megin- markmið þingsályktunar- tillögunnar eru að hafa að leiðarljósi heilsusamlegt mataræði fyrir þjóðina. Manneldisfélag Islands stendur fyrir hádegis- verðarfundi miðvikudag- inn 24. mars á Grand Hóteli í Réykjavík þar sem þessa verður minnst. Guðmundur Bjamason ráðherra talar um tilurð þessarar stefnu og dr. Laufey Steingrímsdóttir forstöðumaður Manneld- isráðs íslands heldur er- indi um framkvæmd hennar. Guðrún Skúladóttir er formað- ur Manneldisfélags Islands. Hef- ur mikið áunnist í þessum efnum að hennar mati á undanfómum tíu áram? - Segja má að margt hafi þok- ast í rétta átt. Ég bendi á að skólafólki er nú í auknum mæli gefínn kostur á að fá heilsusam- legt fæði keypt í skóla sínum. Hið sama á við um leikskóla landsins. Einnig má benda á að mikið hef- ur áunnist við að kynna tengsl heilsufars og líkamlegrar hreyf- ingar. Út á hvað gengur rminneldis- stefnun, nánar til tekið? - Manneldis- og neyslustefnan byggist á menneldismarkmiðum sem Manneldisráð íslands hefur sent frá sér, þetta era leiðbein- ingar um æskilegt mataræði. Þar kemur fram að æskilegt sé að borða fjölbreytt fæði, draga úr fituneyslu, einkum á harðri fitu en auka neyslu á brauði og öðr- um komvöram, svo og ávöxtum og grænmeti. I stefnunni er bent á þrettán aðgerðir sem á að beita til að ná settu marki. Meðal ann- ars á að auka fræðslu í mat- reiðslu og almennt um manneld- is- og neyslumál í grann- og framhaldsskólum og fyrir al- menning í landinu. Stefna á að því að innlend matvælafram- leiðsla falli að þessum manneldis- markmiðum, þ.e.a.s. að dregið verði úr fitu, sykri og salti í mat- vælaframleiðslu, o.s.frv. Þetta hefur að vissu marki verið gert. En bíða mörg verkefni eigi að síður? - Mín persónulega skoðun er að hægt hefði verið að fylgja þessari stefnu betur eftir en gert hefur verið. Sem dæmi má nefna að þegar verið var að taka ákvörðun um virðisaukaskatt á matvæli þá hefði verið hægt að setja engan skatt eða lægri skatt á æskilegar matartegundir svo sem ávexti og grænmeti sem fólk er óspart hvatt til að borða. Verð- lagning matvæla hef- ---------- ur gífurlega mikið að segja um neysluvenj- ur og í framhaldi af því heilbrigði fólks. Ég er ekki frá því að ráðamenn þjóðarinn- ar þekki ekki mann- " eldis- og neyslustefnuna nógu vel, þannig að nú vill Manneldis- félag íslands leggja sitt af mörk- um til þess að koma fræðslu um þessa stefnu á frekara framfæri við stjórnvöld. Hefur þáttur fjölmiðla veríð nægilega mikill íþessarí fræðslu? - Já, ég tel að þeir hafi staðið Guðrún V. Skúladóttir ►Guðrún V. Skúladóttir er fædd 26. ágúst 1948 íÞránd- heimi í Noregi. Hún lauk stúd- entsprófí 1968 frá Menntaskól- anum í Reykjavík og tók cand.mag.-gráðu í raungrein- um 1973 frá háskólanum í Osló. Hún lauk frá sama skóla cand.real.-gráðu í lífefnafræði árið 1977 og fyrir tveimur ár- um tók hún dr. philos-gráðu einnig frá háskólanum í Osló. Guðrún hefur starfað við Há- skóla íslands frá árinu 1977 og er nú fræðimaður við lækna- deild HÍ. Hún er gift Loga Jónssyni dósent við Háskóla fs- Iands og eiga þau tvær dætur. Stjórnvöld hafa nokkuð í hendi sér hvaða matvæli fólk kaupir sig vel, hitt er annað mál hvort fólk hafi notfært sér þessa fræðslu, það er undir hverjum og einum einstaklingi komið. Betur má ef duga skal - það þarf að vekja miklu fleiri til umhugsunar um þessi mál. Ég hef persónulega mestar áhyggjur af ungu fólki, ég veit ekki hvort það gerir sér nægi- lega vel grein fyrir hve margir sjúkdómar virðast tengjast fæðu- vali. Það er staðreynd að ungt fólk er umtalsvert þyngra en það var fyrr á áram, offita virðist ætla að verða einn af mest áberandi sjúk- dómum 21. aldarinnar. Offita get- ur verið undanfari ýmissa sjúk- dóma, svo sem hjarta- og æða- sjúkdóma, sykursýki, ýmissa gigt- sjúkdóma og fleira. En hverjar eru góðu fréttirnar íþessum efnum? - Það hefur aukist gífurlega að fólk hreyfi sig markvisst til þess að ná betri heilsu og það hefur í vissum aldursflokkum dregið úr tóbaksnotkun, því mið- ur á það þó ekki við um unga fólkið. Hvernig er hægt að gera betur í manneldismálunum? - Fræðsluþættinum er að mínu mati allvel sinnt en stjóm- völd gætu gert betur. Þau gætu eins og fyrr sagði hugað betur að verð- lagningu matvæla út frá hollustusjónar- miðum. Ef hollur matur er ódýrari en óhollur þá era mikil ......... líkindi til að fólk velji þann holla. Boð og bönn skila yf- irleitt ekki jákvæðum árangri, þaú færa okkur varla nær því marki að fólk borði hollari mat. Hins vegar gæti skynsamleg verðlagning gert það. Niðurstaða mín er að stjómvöld hafi nokkuð í hendi sér hvaða matvæli fólk velur að kaupa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.