Morgunblaðið - 19.03.1999, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsvarsmenn Flugleiða boða áherslubreytingar í rekstri
settar inn í almennar samþykktir
hlutafélaganna, eru beinlínis gerð-
ar til þess að vernda hluthafann."
Megmverkefmð að tryggja
viðunandi hagnað á árinu
Stjórn Flugleiða stefnir að því að auka hlut
ferðamanna til Islands á næstu misserum
á kostnað farþegaflutninga yfír Norður-
Atlantshaf. Elmar Gíslason sat
aðalfund félagsins í gær.
HÖRÐUR Sigurgests-
son, stjómarformaður
Flugleiða, sagði síð-
asta rekstrarár hafa
einkennst af miklum
sveiflum. Hann sagði rekstur fyrri
hluta ársins ekki hafa verið sam-
kvæmt væntingum en að afkoman
hefði gjörbreyst á
síðari árshelming
m.a. vegna hækk-
andi farþegatekna
í kjölfar betri nýt-
ingar og batnandi
afkomu af frakt-
rekstri. Hann
sagði meginverk-
efni þessa árs snúa
að því að tryggja
þann ávinning sem
náðst hefur og að
þróunin haldi
áfram og skili fé-
laginu viðunandi
hagnaði á yfír-
standandi ári.
Hörður sagðist
telja eðli rekstrar
Flugleiða einstakt
meðal íslenskra
fyrirtækja. Annars
vegar stæði fyrir-
tækið djúpum rót-
um á heimamarkaðnum, þar sem
félagið væri í senn einhver stærsta
eining hagkerfisins og jafnframt
einn mikilvægasti hlekkur í sam-
göngum Islands við umheiminn.
Hins vegar væri hið alþjóðlega
inntak starfseminnar, en um 75%
af farþegatekjum í alþjóðaflugi
Flugleiða koma af erlendum mark-
aði. í því umhverfi væri fyrirtækið
ofursmátt og háð harðri sam-
keppni og sveiflum á alþjóðaferða-
markaði og á gjaldeyrismörkuð-
um.
Lykillinn að viðgangi Flugleiða
er að sögn Harðar uppbygging
flutningakerfis sem tvinnar þessa
tvo þætti saman. „Það samnýtir
tæki, markaðskerfi og mannskap
til þjónustu við heimamarkaðinn
og jafnframt ferðamenn á leið til
Islands og á leið yfir Atlantshafið.
Markmiðið með þessu hefur verið
að skapa félaginu lífvænlega stærð
og umsvif. Fyrirkomulagið ber
hins vegar í sér innri spennu þar
sem kostnaðurinn í rekstrinum
fellur til að stórum hluta hér
heima og oft með öðrum hætti
heldur en hinn erlendi markaður
og erlend tekjumyndun gefur
möguleika á að jafna.“
Ekki bætt við
flugleiðum á árinu
Að sögn Harðar einkennist
heimamarkaður Flugleiða, sem er
grundvöllur flugrekstrar félagsins,
af fjórum þáttum. Þ.e. smæð, mikl-
um árstíðarsveiflum, lágum ein-
ingartekjum og lækkandi
fargjöldum. Til að vega
upp á móti þessu hefur fé-
lagið beitt hagkvæmni
stærðarinnar með því að
auka umsvif sín á Norður-
Atlantshafsmarkaðnum
auk þess sem félagið hefur leitast
við að styrkja markaðinn til og frá
íslandi með þátttöku í eflingu ís-
Gunnar Jóhannsson, for-
stjóri Fóðurblöndunar, hefiir
tekið sæti í stjórn Flugleiða
lenskrar ferðaþjónustu. „Megin-
markmiðið nú er að auka hlut
ferðamanna til íslands á næstu
misserum. Það má gera á hlut
þeirra sem ferðast yfir Norður-
Atlantshafið. I dag eru farþegar til
Islands betri kostm- fyrir fyrirtæk-
ið en aukning flutninga yfir Norð-
ur-Atlantshafið.
Markmið félagsins
á þessu ári er að
fjölga ferðamönn-
um til landsins
með félaginu um
10%. Gert er ráð
fyrir að farþegum
frá Islandi fjölgi
um 4%, en farþeg-
um Flugleiða yfir
Norður-Atlants-
hafið fækki á móti
um nær 2%,“ að
sögn Harðar.
„Meginmarkmið
nýbyrjaðs rekstr-
arárs verður að
nýta til fulls upp-
byggingu félags-
ins undanfarinn
áratug. A árinu
1999 verður ekki
bætt við flugleið-
um. Þó verður
haldið áfram að byggja upp og
þróa leiðakerfið með heilsársflugi
til Frankfurt og Parísar. Stefnt er
að því á þessu ári og næstu misser-
um að nýta alla möguleika til já-
kvæðai-i afkomu í því leiða- og
markaðskerfi, sem byggt hefur
verið upp á undanfórnum árum.
Markmiðið er að festa félagið í
sessi og tryggja þá stöðu, sem hef-
ur náðst og skapa möguleika til
frekari eflingar fyi'frtækins í fram-
tíðinni."
Hörður fjallaði um þróun flug-
bandalaga sem stöðugt fleiri flug-
félög eiga aðild að. Sem dæmi um
umfang þeirra, nefndi Höi'ður að
þau hefðu nú á sínum höndum milli
80 og 90% af öllum flugrekstri yfir
Norður-Atlantshaf. Hann sagði að
á næstu misserum myndu Flug-
leiðir þurfa að taka afstöðu til
þess, hvort og hvar þær vilja skipa
sér í flokk á þeim vettvangi og hve
náið slíkt samband við flugrekstr-
arbandalag verður.
Óviðunandi afkoma í innan-
landsflugi næstu tvö árin
Á síðastliðnum tveimur árum
hafa tvefr þættir í starfsemi Flug-
leiða reynst sérstaklega harðsnún-
ir að mati Harðar og vísaði hann
þar til flugfraktar og starfsemi
innanlandsflugs undir merkjum
Flugfélags Islands. „Þessir mark-
aðir hafa enn ekki fundið eðlilegt
jafnvægi, eftir að markaðurinn
opnaðist og offramboð skapar enn
óeðlilegt ástand, einkum í rekstri
innanlandsflugs."
Hann sagði að gera
mætti ráð fyrir að inn-
anlandsmarkaðurinn
þyrfti a.m.k. tvö ár til
að finna nýtt jafnvægi
eftir mikið umrót og
að afkoma af honum yrði óviðun-
andi á þeim tíma.
Þá sagði Hörður það gera vinn-
„þurfa að taka
afstöðu til
flugbanda-
laga“
Morgunblaðið/Golli
SIGURÐUR Helgason, forsljóri Flugleiða, og Hörður Sigurgestsson
sljórnarformaður gera ráð fyrir óviðunandi afkomu hjá Flugfélagi Is-
lands næstu tvö árin á meðan markaðurinn finnur jafnvægi.
Flugleiðir hf
10 stærstu hluthafar 18. mars 1999
1 Burðaráshf. 723.714.644
2 Fjárfestingasjóður Búnaðarbanka 146.663.612
3 Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 139.519.191
4 Lífeyrissjóður verslunarmanna 101.915.381
5 Kaupthing Luxembourg S.A. 61.005.478
6 Lífeyrissjóðurinn Framsýn 60.254.670
7 GunnarJóhannsson 39.541.889
8 Kristjana M. Thorsteinsson 33.343.930
9 Anna Kristjánsdðttir 30.060.000
10 Verðbréfasj. VÍB hf., Sjóður 6 26.703.701
10 stærstu samtals
1.362.722.496 59,07%
una torveldari en ella, að Flugfé-
lagi íslands hefðu verið sett skil-
yrði af hálfu samkeppnisyfirvalda,
sem gera félaginu mjög ei'fitt að
vinna með hagkvæmasta hætti.
„Samkeppnisyfii’völd telja sig
skapa svigrúm fyrir samkeppni á
markaðnum með því að stýra
framboði á þjónustu með nokkurs
konar kvótasetningu. í stað frjáls
markaðar, þar sem samkeppnisyf-
irvöld ættu að hafa það hlutverk að
gæta þess að fyrirtæki misnoti
ekki aðstöðu sína, hefur verið
komið á kerfi opinberrar fram-
leiðslustýringar, sem byggist á
mati embættismanna, sem eru
nánast frá degi til dags að hand-
stýra því, sem þeir kjósa að kalla
samkeppni."
Hörður vék máli sínu að umræð-
um sem orðið hafa um samskipti
hluthafa og hlutafélaganna sem
þeir eiga, með tilliti til hluthafalýð-
ræðis, aukinnar upplýsingagjafar
og umræðum á hluthafafundum.
Hann sagði að með þróun verð-
bréfamarkaðar undanfarin tíu ár,
hefði orðið mikil framþróun í þess-
um efnum. „Að hluta til hefur
þessi þróun einnig mótast af nýrri
og skilvirkari löggjöf um hlutafé;
lög og reikningshald fyrirtækja. í
öllum meginatriðum má telja að
löggjöf hér á landi um þessi efni sé
með hliðstæðum __________________
hætti og í nágranna-
löndum og fullnægi
eðlilegum kröfum. I
mörgum tilvikum er
líklegt að íslensku
reglurnar séu frjáls-
ari og opnari en víða annars stað-
ar. Þess ber einnig að geta, að
margar af reglunum í hlutafélaga-
löggjöfinni, sem síðan hafa verið
Laun verði afkomutengd
Sigurður Helgason forstjóri
rakti afkomu síðasta árs fyrir
fundai-mönnum en félagið skilaði
151 m.kr. hagnaði í fyrra en 295
milljóna króna tapi árið á undan.
Hann sagði að þrátt fyrir að af-
koma ársins 1998 í heild væri ekki
sem skyldi, þá væri fjárhagsleg
staða félagsins sterk. Tekjur Flug-
leiða hefðu vaxið um tæp 15% milli
ára og mikil aukning væri á hand-
bæru fé frá rekstri. Eiginfjárstað-
an væri styrk, einkum í Ijósi þess
hve auðvelt er að koma helstu
eignum þess, flugflotanum, í verð á
alþjóðamarkaði.
Sigui'ður sagði í ræðu sinni að í
tengslum við stefnu félagsins í þá
átt að setja ferðaþjónusturekstur í
umsjá dótturfélaga og að greina
móðurfélagið upp í afkomueining-
ar sem hver um sig hafi eigin
rekstrarreikning og arðsemis-
mælikvarða, þá sé stefnt að því að
afkomutengja laun í vaxandi mæli.
Fyrst laun stjómenda og síðan eft- ■
ir því sem unnt er að finna viðun-
andi mælikvarða, laun annarra
starfsmanna.
Búast við hækkun
á innanlandsfargjöldum
Sigurður kom einnig inn á af-
komu Flugfélags Islands á síðasta
ári, sem hann sagði hafa valdið
vei-ulegum vonbrigðum en hlut-
deild Flugleiða í tapi Flugfélags
íslands varð 189 milljónir ki'óna.
Hann sagði að miðað við afkomu í
greininni mætti búast við að flug-
fargjöld hækkuðu eitthvað á næst-
unni. Áfram yrði fylgst mjög
grannt með þróun innanlandsflug-
rekstrarins og hann endurmetinn
eftir því hvernig miðaði og hvernig
aðstæður á markaðnum þróuðust.
Forsvarsmenn félagsins hyggj-
ast vinna áfram að þróun leiða-;
kerfis á þessu ári. Forstjórinn
sagði það stefnu Flugleiða að auka
þjónustu við markaðinn til og frá
Islandi með sérstakri áherslu á
farþega í viðskiptaerindum. Far-;
þegar í viðskipaerindum leggi
áherslu á að nýta tíma sinn sem
best og geri því kröfu um tiðar
ferðir til lykiláfangastaða. Hann
sagði stórt skref verða stigið í.
bættri þjónustu með nýrri vetrará-
ætlun í haust þegar ferðum til
Kaupmannahafnar verður fjölgað
úr tveimur á dag í þrjár ferðir, auk :
þess sem haldið verður áfram að í
fjölga eftirmiðdagsferðum til.
Lundúna.
Varðandi hinn svokallaða 2000-
vanda sagði Sigurður að stefnt:
væri að því að í apríl 1999 verði all-
ur hugbúnaður Flugleiða 2000-1
hæfur og í júní verði allur tölvu- og j
tækjabúnaður 2000;hæfur og próf-
unum hans lokið. I júlí yrði gert
ráð fyrir að ljúka nauðsynlegum
varaáætlunum. Hann sagði þotur
félagsins þegar tilbúnar undfr
aldamótin en stefnt væri að því að |
úttekt á Fokker 50 skrúfuþotunum |
yrði lokið í sumar. Endanleg
ákvörðun um það hvernig flugi ;
verður háttað á gamlársdag 1999;
og fyrstu daga ársins 2000 verður .
þó tekin með hliðsjón af upplýsing-;
um um ástand þeirra flugvalla og
fiugstjórnarsvæða sem þá verður'
flogið um.
Á fundinum var tillaga stjórnar ’
um 6% arðgi’eiðslu til hluthafa
samþykkt. Ein breyting varð á
stjórn félagsins á aðalfundinum.
Gunnar Jóhannsson tók sæti Þor-
gefrs Eyjólfssonar sem hættir.
__________________ Aðrir í stjórn eru Hörður
„Vélar félags- Sigurgestsson, sem jafn- j
Hlutfall
31,37%
6,36%
6,05%
4,42%
2,64%
2,61%
1,71%
1,44%
1,30%
1,16%
ins tilbúnar
undir alda-
mótin“
framt er formaður. Grétar
Br. Kristjánsson, Árni Vil-
hjálmsson, Benedikt j
______ Sveinsson, Halldór Þór
““ Halldórsson, Haukur Al-,
freðsson, Indriði Pálsson og Jón
Ingvarsson. Engar umræður urðu
um skýi’slu stjórnar og ársreikn- -
inga félagsins á fundinum.