Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 13

Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 13 Stykkishólmur Ólafsvík ^•Arnarstapi * Hellnar Fyrirhuguð leið um Vatnaheiði Bflgreinasambandið gagnrýnir skattalega meðferð á fyrirtækjabflum Hlunnindaskattur og vsk. af sama bfl staklingnum sem hefði bílinn til notkunar. „I gildi eru sértækar reglur um meðferð bfla sem ei-u ekki í takt við reglur um önnur rekstrartæki fyr- ii-tækja, eins og tölvur svo dæmi sé tekið,“ segir Bogi. -------+++------- Deilt um nýbygging- arsvæði í borgarráði VINNA við deiliskipulag og undir- búningur framkvæmda í Grafar- holti er mun lengra kominn en við Norðlingaholt/Klappai-holt og því engin efnisleg rök fyrir því að breyta framkvæmdaröðinni sem þegar hefur verið mörkuð, segir í frávísunartillögu Reykjavíkurlista vegna tillögu Sjálfstæðisflokks um að lokið verði nú þegar skipulags- vinnu í Norðlingaholti. Frávísunar- tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum meirihluta gegn þremur atkvæðum minnihluta í borgarráði á þriðjudag. Tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um að borgar- skipulagi yrði falið að ljúka nú þeg- ar gerð deiliskipulags við Norð- lingaholt var lögð fram á fundi borgarráðs á ný og var henni vísað frá. Tillagan gerði jafnframt ráð fyrir að borgarlögmanni og borgar- verkfræðingi yrði falið að ganga til samninga um það land sem enn er í einkaeign á svæðinu. Lóðarmál í ógöngum I bókun sjálfstæðismanna vegna tillögu Reykjavíkurlista segir að skipulags- og lóðamál í borginni séu í miklum ógöngum og lóða- skortur mikill. Hann valdi því að einstaklingar og atvinnufyrirtæki sem vilji byggja í borginn flytji í önnur byggðarlög, fasteignaverð hækki og lóðabrask eigi sér stað. Bent er á að vinna við deiliskipulag Grafarholts hafi tekið ótrúlega langan tíma eða rúmlega 4 ár og þrátt fyrir yfirlýsingar Reykjavík- urlistans um nauðsyn þess að meta arðsemi nýrra íbúðarhverfa hafí ekkert slíkt mat farið fram í Graf- arholti. A Norðlingaholti séu til drög að deiliskipulagi. Það sé sérkennileg afstaða Reykjavíkurlistans að leggjast gegn því að ganga til samninga um það land á Norð- lingaholti sem enn sé í einkaeign og fela borgarskipulagi að ljúka gerð deiliskipulagsins. Sýndartillaga að mati meirihluta Fulltrúar Reykjavíkurlista sögðu í bókun sinni fráleitt að gera ráð fyrir úthlutun lóða í Norðlinga- holti á þessu ári. Tillaga sjálfstæð- ismanna fæli í sér annars vegar seinkun á lóðaúthlutun ef fallið yrði frá úthlutun í Grafarholti eða mikla og óhagkvæma fjárfestingu á tveimur nýbyggingarsvæðum, ef farið yrði í Grafarholt og Norð- lingaholt á sama tíma. Engin til- laga hafí komið fram hjá Sjálfstæð- isflokknum um aukin framlög til gatnagerðar og holræsafram- kvæmda á þessu ári. Tillaga þeirra væri þvi sýndartillaga og liður í pólitískum hráskinnsleik sem ekki væri í þágu borgarbúa. af, hefur hins vegar ekki heimild til að afskrifa bílinn nema um sem nemur 10% að hámarki. Fyrirtækið hefur því ekki heim- ild til að afskrifa bílinn á þeim sama tíma og starfsmaðurinn á að vera búinn að borga hann upp að fullu sem hlunnindi. í þessu felst ósamræmi. Auk þess er rekstrar- kostnaður bflsins ekki frádráttar- bær hjá fyrirtækinu umfram þá upphæð sem starfs maðurinn telur fram í sínu skattfram tali. „Skatt- yfirvöld samþykkja þannig í raun ekki að neinn kostnaður við rekst- ur bílsins sé tilkominn vegna starf- semi fyrirtækisins", segir Bogi. Hann segir að sjónarmið Bíl- greinasambandsins í þessu máli sé það að allir bílar sem fyrirtæki kaupa ættu að vera innskattshæfir líkt og tíðkast t.d. í Þýskalandi. Bíl- arnir yrðu ekki sérmerktir og eftir- litskostnaður sem samfara er því kerfi sem nú er við lýði yrði óþarf- ur. Bogi kveðst ekki sjá að ríkis- sjóður yrði af tekjum með slíku kerfi því í stað virðisaukaskatts af bílakaupum fyrirtækis kæmi hlunnindaskattur starfsmanns. Á endanum fæm bflarnir auk þess út á almennan markað þar sem greiddur yrði virðisaukaskattur af honum sem notuðum bfl. Að sönnu reiknaðist skatturinn þá af lægri stofni en á móti kæmi að ríkissjóð- ur fengi hlunnindaskatt frá ein- Morgunblaðið/Jón Svavarsson Dorgað í Reynisvatni VEIÐI í gegnum ís í Reynisvatni fyrir ofan Reykjavík hefur verið góð í vetur. Enda er fiskum bætt í vatnið jafnharðan og þeir veið- ast. Á dögunum var veiðidagur fatlaðra og hér má sjá hvar Þor- steinn Jónsson hefur dregið fisk upp á ís. BÍLGREINASAMBANDIÐ gagn- lýnir skattalega meðferð á bifreið- um sem fyrirtæki kaupa. Bogi Pálsson, formaður Bflgreinasam- bandsins, segir málið tvíþætt og varði annars vegar reglur um virð- isaukaskatt og hins vegar hlunn- indaskatt starfsmanna fyi-ir tækja. Bílgreinasambandið gagnrýnir að fólksbílar í atvinnurekstri séu ekki innskattshæfir. Verktakafyr- irtæki sem flytji starfsmenn milli vinnustaða geti til að mynda ekki nýtt innskatt af fólksbflum til þess- ara nota. Sé bíllinn ætlaður til flutnings á vamingi fæst virðis- aukaskatturinn frádreginn. Þá fylgja þau skilyrði að bílinn verður að geyma á starfsstöð á nætur og um helgar, ekki má nýta hann til einkaafnota og aðeins til að flytja vaming. „Þetta er algjörlega gegn anda virðisaukaskattslaganna þar sem gert er ráð fyrir að virðisaukaskatt ur af rekstrarkostnaði fyrirtækja eigi að vera frádráttarbær á móti tekjuöflun," segir Bogi. Kaupi fyrirtæki bíl til fólksflutn- inga sem starfsmaður hefur til einkaafnota greiðh- starfsmaðurinn hlunnindaskatt sem er 20% af verðmæti bflsins og afskrifast bíll- inn því að fullu á fimm ámm. Fyr- irtækið sem á bflinn, og hefur greitt virðisaukaskatt af og starfs- maður greiðir 20% hlunnindaskatt Frjálslyndi flokkurinn Tvö kjör- dæmisfé- lög stofnuð um helgina TVÖ kjördæmisfélög Frjáls- lynda flokksins verða stofnuð um helgina, í Suðurlands- kjördæmi og Vesturlands- kjördæmi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá flokknum. Stofnfundur kjördæmisfé- lags Suðurlands verður hald- inn laugardaginn 20. mars kl. 14 á Hótel Selfossi. Stofnfundur kjördæmisfé- lags Vesturlands verður hald- inn á Mótel Venus við enda Borgarfjarðarbrúar á sunnu- dag, 21. mars kl. 16. Sverrir fer fram á Vestfjörðum Áður hafa verið stofnuð kjördæmisfélög í öllum öðmm kjördæmum nema Vestfjarða- kjördæmi, en það verður foi-mlega stofnað á næstunni. Formaður flokksins, Sverrir Hermannsson, hefur tilkynnt að hann ætli að bjóða sig fram í því kjördæmi. Fjallvegir á Snæfellsnesi Hellissandur Kynntar tillögur um nýjan veg í stað Kerlingarskarðsvegar Vegur um Vatnaheiði er fýsilegur kostur VEGAGERÐ ríkisins hefur kynnt tvær tillögur um nýjan veg sem kæmi í stað leiðarinnar yfir Kerl- ingarskarð. Annars vegar er lagt til að gamli vegurinn verði endur- bættur, en kostnaðurinn við það yrði um 490 milljónir króna. Hins vegar er lagt til að leggja nýjan veg yfír Snæfellsnesfjallgarðinn um Vatnaheiði, en kostnaðurinn við það yrði um 460 milljónir. Gæsluvarðhald framlengt til 1. aprfl HERAÐSDOMUR Reykjavíkur hefur fallist á kröfu ríkislögreglu- stjóra um að framlengja til 1. apríl gæsluvarðhald Nígeríumann, sem innleysti falsaðar ávísanir fyrir á tólftu milljón króna í Islandsbanka. Hefur lögmaður mannsins kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Níger- íumaðurinn hefur setið í gæslu- varðhaldi frá 23. febrúar. Gæsluvarðhaldi annars Nígeríu- manns, sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í kjölfar handtöku hins, lýkur einnig 1. apríl nk. Vegagerðin leggur áherslu á að leiðin um Vatnaheiði verði valin, því kostirnir við hana séu margir, en segja má að öryggissjónarmið vegi þyngst. Könnun á ferðaöryggi um Vatnaheiði bendir til þess að leiðin verði a.m.k. 50% öruggari en endurbættur Kerlingarskarðsveg- ur. Blindhæðir á Vatnaheiði yrðu nánast engar og vegurinn yrði jafnari í beygjum og hæð en endur- bættur vegur um Kerlingarskarð. Ef lagður verður nýr vegur um Vatnaheiði mun hann fara yfir óraskað land en skýrsla um um- hverfismat mun verða send til Skipulagsstofnunar eftir tvær vik- ur og þá verður hægt að gera at- hugasemdir við fyrirhugaðar fram- kvæmdir. Dregið úr bröttum brekkum og beygjur jafnaðar Ef vegurinn um Kerlingarskarð yrði endurbættur yrðu helstu framkvæmdirnar fólgnar í því að breyta aðkomunni að skarðinu til að draga úr halla, og að draga úr bröttum köflum og jafna beygjur. Kostnaðurinn við þessai- fram- kvæmdir liggur einna helst í því hversu mikið þyrfti að fylla upp í veginn til að jafna hæðina á hon- um. Ekki arðsamar vegaframkvæmdir Að sögn Auðuns Hálfdánarson- ar, hjá Vegagerðinni, er ekki um mjög arðsamar vegaframkvæmdir að ræða en hann bætti því við að allt öryggi í landflutningum myndi aukast. Auðunn sagði að Síðan 1977 hefðu menn verið að velta fyi'ir sér möguleikum í vegaframkvæmdum á svæðinu, en að skriður hefði komist á málið fyrir um 3 árum. I haust er áætlað að taka ákvörðun um hvora leiðina skuli velja og ætti nýr vegur að verða tilbúinn árið 2001 eða 2002.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.