Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 19
Fyrirlestur
um 2000-
vandann
VIÐSKIPTI
Hagnaður Sjóvár-Almennra 464 milljónir króna á síðasta ári
Ollum starfsmönnum
gefinn hlutur í félaginu
HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra var
464 milljónir króna á síðasta ári, en
árið 1997 var hagnaður félagsins
361 milljón ki'óna. Er aukinn hagn-
aður þess m.a. rakinn til hagræð-
ingar í rekstri samhliða auknum
fjárfestingartekjum. Iðgjöld félags-
ins í fyrra námu 4.834 milljónum
króna, og hækkuðu þau um 8% milli
ára. Fjárfestingartekjur voru 1.236
milljónir króna, og hækkuðu þær
um 14% milli ára.
A fundi stjórnar Sjóvár-Al-
mennra í gær var ákveðið að allir
starfsmenn félagsins yrðu hluthafar
í því, en starfsmennirnir eru 133
talsins. Hver starfsmaður fær af-
hent 6.000 kr. hlutabréf að nafn-
virði, en miðað við gengi bréfa fé-
lagsins er verðmæti hvers hlutar
150.000 krónur. Með því að afhenda
starfsmönnum hlutabréfin er stjórn
Sjóvár-Almennra að undirstrika
þátt þeirra í góðri afkomu félagsins,
en um leið er þetta liður í 10 ára af-
mælishaldi þess.
15% arður til hluthafa
Bókfærð tjón hjá félaginu á síð-
asta ári námu 3.251 milljón króna
og hækkuðu þau um 7% milli ára.
Eigin iðgjöld námu 3.400 milljónum
króna og hækkuðu þau um 10% frá
fyrra ári, og eigin tjón námu 2.664
milljónum króna og lækkuðu þau
um 2% frá fyrra ári. Hreinn rekstr-
arkostnaður félagsins var 727 millj-
ónir og lækkaði hann um 7% milli
ára. Eigin vátryggingarskuld nam
10.104 milljónum króna og hækkaði
hún um 7% milli ára.
Hlutafé félagsins í árslok nam
585 milljónum króna og heildar eig-
ið fé í árslok nam 2.374 milljónum
og hækkaði það um 27% milli ára.
Arðsemi eigin fjár var 24,9% á móti
22% árið á undan.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn 26. mars næstkomandi og
leggur stjórn þess til að greiddur
verði 15% arður til hluthafa á árinu
1999.
EINN fremsti sérfræðingm- heims
um 2000-vandann, Karl Feilder sem
er forstjóri fyrirtækisins Greenwich
Mean Time í Bretlandi, mun halda
fyrirlestur í Háskólabíói, sal 4, í dag
föstudaginn 19. mars klukkan 15 -
18. I fyririestri sínum mun Feilder
fjalla almennt um tölvuvandamál
sem tengjast árfalinu 2000 en
einnig mun hann víkja að ýmsum
misskilningi sem sprottið hefur upp
um þennan vanda, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu. Fyrir-
tækið Greenwich Mean Time fram-
leiðir Check 2000 forritið sem yfir-
fer tölvukerfi íyrirtækja með tilliti
til 2000 vandans, og eru notendur
kerfisins meðal annarra Boeing,
Compaq og Bandaríkjaher. Tækni-
val stendur fyrir fyrirlestrinum og
er hann öllum opinn.
Morgunblaðið/Kristinn
ARNGRIMUR Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir frá Atlanta, Einar Jónsson frá Nóatúni, Svava Johansen
og Ásgeir Bolli Kristinsson frá NTC, Edda Guðrún Jónsdóttir frá Tölvumyndum, eiginkona frumkvöðulsins
Friðriks Sigurðssonar, sem var fjarverandi, Helga Gísladóttir og Eiríkur Sigurðsson frá 10-11 og Jón Sig-
urðsson, forstjóri Össurar. Fjarverandi var Rúnar Sigurðsson frá Tæknivali.
Frumkvöðlar
fá viðurkenningu
NÍU ÍSLENSKUM frumkvöðlum
frá 7 íslenskum fyrii-tækjum á
lista Europes 500 yfir 500 fram-
sæknustu fyrirtæki í Evrópu á
síðasta ári var í gær veitt viður-
kenning fyrir árangurinn, í mót-
töku sein efnt var til þeim til
lieiðurs á Grand Hóteli í Reykja-
vík.
Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, afhenti frum-
kvöðlunum verðlaunin og sagði
meðal annars af því tilefni að um
afrek hjá fyrii-tækjunum væri að
ræða.
Að móttökunni stóðu iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytið, Samtök
iðnaðararins og Fjárfestingar-
stofan, en iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytið og Samtök iðnaðarins
stóðu að röðun íslensku fyrir-
tækjanna á listann.
Sveinn Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins, sagði við afhendinguna að
fjöldi íslenskra fyrirtækja á list-
anum bæri gróskumiklu atvinnu-
lífi hér á landi vitni og nefndi til
samanburðar að í margfalt,
stærri hagkerfum eins og í Nor-
egi og á Irlandi hefðu lítt fleiri
fyrirtæki náð inn á þennan lista,
eða 8 frá Noregi en 11 frá ír-
landi.
Það íslenska fyrirtæki sem
náði bestum árangri á listanum
er flugfélagið Atlanta sem lenti í
20. sæti listans í ár.
Umsvif Sparisjóðs vélstjóra
jukust á síðasta ári
Hagnaður
um 114 millj-
ónir króna
UMSVIF Sparisjóðs vélstjóra jukust
verulega á síðasta ári og var hagnað-
ur sparisjóðsins eftir skatta 114,3
milljónir ki-óna en var tæpar 83
milljónir árið 1997 og jókst því um
38% milli ára. Vaxtatekjur voru
885,8 milljónir króna og höfðu vaxið
um 23,6% frá árinu 1997. Vaxtagjöld
voru 473,2 milljónir og var aukning
þehra 11,8%. Aðrar rekstrartekjur
voru 207,3 milljónir og höfðu vaxið
um 11,7% á árinu. Tekjur af hluta-
bréfum og öðrum eignarhlutum
hækkuðu mjög mikið, eða úr 43,6
milljónum árið 1997 í 63,1 milljón,
eða um 44,7%.
Rekstrargjöld sparisjóðsins voru
448,3 milljónir króna á síðasta ári og
höfðu þau vaxið frá fjTra ári um
32,2%. Launakostnaður hækkaði um
27,8% og var 171,6 milljónir ki'óna.
Annar rekstrarkostnaður var 191,6
milljón og hafði hækkað á árinu um
25,7%. Sparisjóðurinn stóð í kostnað-
arsömum endurbótum á húsnæði á
árinu og miklum tölvukaupum sem
er helsta skýiúngin á hækkuninni, að
því er ft-am kemur í skýrslu spari-
sjóðsstjóra með ársreikningum
sparisjóðsins.
Afskriftir rekstrarfjármuna og
viðskiptavildar voru 28,8 milljónir
króna sem er 56% hækkun frá fyrra
ári og framlag í afskriftareikning út-
lána hækkaði úr tæpum 34 milljón-
um árið 1997 í 56,1 milljón, eða um
65,2%. Stafar þessi mikla aukning af
stóraukningu útlána á árinu. Endan-
lega töpuð útlán voru 10,9 milljónir
króna og hefur verulega dregið úr
útlánatöpum sé miðað við undanfarin
ár, en árið 1997 var þessi upphæð
18,8 milljónir. Eigið fé Sparisjóðs
vélstjóra var í árslok 1998 1.138,3
milijónir króna og hækkaði frá fyrra
ári um 136,4 milljónir, eða 13,6%. Af
eiginfé er hlutur stofnfjáreigenda
20,4 milljónir ki-óna.
Heildarinnlán sparisjóðsins að
verðbréfaútgáfu meðtalinni voru
9.236 milljónir króna í árslok og
höfðu vaxið um 1.687 milljónir króna
á árinu, eða um 22,3%. Innlán spari-
sjóðsins voru 7.308 milljónir króna
og hafa þau vaxið um 22,9% á árinu.
Verðbréfaútgáfa sparisjóðsins nam
1.928 milljónum í árslok sem er
20,3% aukning frá árinu 1997. Heild-
arútlán ásamt markaðsskuldabréf-
um voru 10.470 milljónir króna í árs-
lok og höfðu vaxið um 3.823 milljónir
á ái'inu, eða um 47%.
LAUGAVEGI 70, SÍMI/FAX 552 8141
Listræn gjafavara
gallerí
Listakot
LAUGARDAGINN 13. MARS TIL FIMMTUDAGSINS 25. MARS
Húsgagnadagar
í Blómavali
Frönsk handunnin sveitahúsgögn með sál liðinna alda
Þetta eru húsgögn sem endast og endast
fyrir heimili og sumarbústaði
Borðstofu og eldhús húsgögn,
sjónvarpsskápar, bókahillur og margt fleira.
Eigum einnig
góö húsgögn til
fermingargjafa
á frábœru verOi!
40-50% afsl.
VlSA
PTT
1111. i y
a vegurn
COLONY
Sími 863 2317 - 863 2319
Ennfremur glæsilegir marmara og
viðararnar. Þú getur staðsett þá hvar
sem er í húsinu eða íbúðinni. Rafmagnshiti
og snarkandi logi. Sjón er sögu ríkari!
Enginn skorsteinn - Engin óþrif.
Einnig allir fylgihlutir.
FRÁBÆRT KYNNINGARVERÐ