Morgunblaðið - 19.03.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.03.1999, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fékk 362 umsóknir á fyrsta starfsárinu Hagnaður- inn nam 491 milljón króna Morgunblaðið/Golli ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra og Páll Kr. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, ræða málin á ársfundi sjóðsins í gær. NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnu- lífsins fékk 362 umsóknir á síðast- liðnu ári, fyrsta rekstrarári sjóðs- ins, mun fleiri en gert var ráð fyrir. Sjóðurinn tók þátt í 22 fjárfesting- arverkefnum, veitti þrjú áhættulán og úthlutaði 98 styrkjum til marg- víslegra verkefna á árinu. Hagnað- ur sjóðsins nam 491 milljón króna í fyiTa. Af einstökum rekstrareiningum Nýsköpunarsjóðs er Stofnsjóður umfangsmestur, en heildartekjur hans námu tæpum 547 milljónum króna í íyrra. Vörslutekjur Stofn- sjóðs umfram gjöld námu tæpum 527 milljónum króna. Nam ávöxtun á fjögurra milljarða króna stofnfé stofnsjóðs því tæplega 13,2% á árs- grundvelli. I september og október var samið við fimm innlenda og er- lenda aðila um fjárvörslu á rúmum 3.200 milljónum króna. Skilaði sú fjárvarsla mjög góðri ávöxtun síð- ustu mánuði ársins að sögn Páls Kr. Pálssonar, framkvæmdastjóra Ný- sköpunarsjóðs. 74 milljóna króna framlag Stofn- sjóðs á afskriftarreikning, sem nemur um 15% af fjárfestingum í nýsköpunarverkefnum ársins, kann að vekja spurningar um hvort tap hafi orðið á nýsköpunarfjárfesting- um sjóðsins. Páll Kr. sagði að í því sambandi væri rétt að benda á að fyrstu árin eftir að nýsköpunarfjár- festing ætti sér stað í frumstigsfýr- irtækjum, á borð við þau sem sjóð- urinn einbeitir sér að, væru miklar líkur á að áætlað markaðsvirði eignarhluta lækkaði. Því væri eðli- legt að stærstur hluti þess kostnað- ar væri gjaidfærður. „Það er því erfítt að fullyrða nokkuð um hvern- ig tekist hefur til í þeim nýsköpun- arverkefnum sem sjóðurinn fjár- festi í á fyrsta ári starfseminnar, fyrr en að tveimur til þremur árum liðnum.“ Aukið samstarf stuðningsstofnana? Páll Kr. sagði að mikill hagnaður stofnsjóðs kynni að vekja athygli. Mikilvægt væri að sýna fram á góð- an hagnað til að styrkja eiginfjár- stöðuna og skapa sjóðnum aukið svigrúm til að efla starf sitt á sviði nýsköpunarfjárfestinga og styrk- veitinga til áhugaverðra nýsköpun- arverkefna. „Þá er einnig mikilvægt að varðveita vel og byggja upp fjár- hagslegan styrkleika sjóðsins til að hann geti tekið þátt í og jafnvel leitt ýmsar breytingar sem æskilegt gæti verið að gera í umhverfi stuðn- ingsaðgerða opinberra aðila við at- vinnulífið. Vel mætti hugsa sér að Úr reikningum Nýsköpunarsjóðs 1998 Vörslutekjur og fjármagnsgj. Vörslutekjur millj. kr. 613.250,1 Fjármagnsgjöld (14.868,2) Samtals___________598.381,9 Rekstrargjöld 91.829,1 Rekstrargjöld alls Hagn. f. fjárf.verkefni 506.552,8 Fjárfestingaverkefni Tekjur v. fjárf. í eignarhl. 16.090,5 Tekjur v. fjárf. í skuldabr. 43.246,8 Framlag í afskriftareikning I (74.880,1) Samtals (15.542,7) Hagnaður ársins 491.010,1 Efnahagsreikningur Fastafjármunir 912.948,9 Veltufjármunir 5.368.961,7 Eignir alls 6.281.910,6 Skuldlr og eigið fé Eigiðfé 6.065.913,1 Langtímaskuldir 33.631,6 Skammtímaskuldir 182.365,9 Eigið fé og skuldir 6.281.910,6 slíkar aðgerðir gætu falist í auknu samstarfi eða jafnvel samruna ým- issa stofnana, sem fjármagnaðar eru að verulegu leyti af opinberu fé, til stuðnings við rekstrartæknilega þætti í starfsemi íyrirtækjanna í landinu,“ sagði Páll Kr. Stofnsjóður hefur til ráðstöfunar til fjárfestingaþátttöku fjár- magnstekjur af fjögurra milljarða króna höfuðstól sínum, að frádregn- um rekstrarkostnaði, og allt að 15% af tekjum, sem varið skal til styrkja. Stofnsjóði bárust 164 umsóknir vegna fjárfestingar og 41 umsókn um styrki. Alls voru 112 erindi vegna fjárfestingarþátttöku af- greidd og þar af var 87 hafnað. 25 voru samþykkt, í 22 tilvikum var um að ræða ákvörðun um hlutafjárþátt- töku og áhættulán í þremur tilvik- um. Fjárfest var að meðaltali um 34 milljónir ki’óna í hverju verkefni og nemur meðaleignarhlutur rúmlega 20%. 39 umsóknir voru óafgreiddar hjá stofnsjóði um áramót. Stofnsjóður ákvað að verja sam- tals 75 milljónum króna til styi'kja á sl. ári. Helmingur framlagsins kom frá stofnsjóði sjálfum en hinn helm- ingurinn frá Vöruþróunar- og markaðsdeild. Sjóðnum barst 41 umsókn um styrki og voru 37 af- greiddar á árinu. 13 verkefnum var hafnað en þátttaka ákveðin í 24, samtals að fjárhæð 74,8 milljónir króna. Mikil eftirspum hjá vöm- þróunar- og markaðsdeild Vöruþróunar- og markaðsdeild bárust 143 umsóknir á árinu og þar af voru 116 teknar til afgreiðslu. 42 umsóknum var hafnað en 74 sam- þykktar og þeim veittir styrkir að fjárhæð 124,5 milljónir samtals. Upphaflega var ætlunin að starf- rækja vöruþróunar- og markaðs- deildina aðeins fyrstu þrjú starfsár Nýsköpunarsjóðs. Á fundinum kom fram að spum eftir þjónustu deild- arinnar hefði hins vegar aukist eftir því sem leið á árið. I ljósi þeirrar reynslu hefur verið ákveðið að breyta starfsreglum deildarinnar og takmarka starfstímann ekki við þrjú ár. Tryggingadeild útflutningslána fékk fjórtán umsóknir á árinu og voru átta þeirra afgreiddar. Var þremur verkefnum hafnað en fimm samþykkt. „A EG AÐ TRUA ÞVI AÐ ISLENDINGURINN SÉ BÚINN AÐ SKRIFAUNDIR OG FARINN HEIM?" Á Saga Business Class bjóðast tíðar áætlunarferðir og dýrmætur sveigjanleiki. Þannig má stytta viðskiptaferðir til útlanda, auka afköst starfsmanna, nýta tímann betur og draga úr ferðakostnaði. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi Vefur Flugleiða á Intemetinu: www.icelandair.is • Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@ice)andair.is „Harðuri samningum, sá íslcnski. Ilaim skildi cftirgjöf lianda pcr. “
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.