Morgunblaðið - 19.03.1999, Side 24

Morgunblaðið - 19.03.1999, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hrina ofbeldisverka skyggði á viðræður um afvopnunardeiluna á N-Irlandi Vaxandi spenna dregnr úr líkum á samkomulagi MORÐIN tvö, sem framin hafa verið á Norður-írlandi í vikunni, og óeirðirnar sem brutust út í bænum Portadown á miðvikudagskvöld skyggðu mjög á viðræður sem fram fóru vestur í Bandaríkjunum milli leiðtoga stríðandi fylkinga. Atökin í vikunni eru til marks um þær ógöng- ur sem friðarumleitanir í héraðinu eru komnar í. Náist ekki lausn á deil- um um afvopnun öfgahópa og myndun heimastjórnar á N-írlandi fyi’ir páska óttast menn að ódæðisverkunum fjölgi enn frekar, öfgahópum sem eru í vopnahléi taki að leiðast þófið, og ft’iðarumleitanir fari út um þúfur. Hjónabandssælan felst í heimilisverkunum Lundúnum. The Daily Telegraph. VÍSINDAMAÐUR við Brown-há- skóla í' Bandaríkjunum telur sig hafa fundið lausnina á viðhaldi sátta og samlyndis hjóna. Gald- urinn felst í heimilisstörfunum. Þó er einn galli á gjöf Njarðar; lausnin er háð því að bæði karl- inn og konan geri minna en helming heimilisverkanna. Niðurstöður rannsóknar Chloe Bird á heimilistörfum 1256 Bandaríkjamanna í sam- búð, leiddu í ljós að ef annar að- ilinn sér um nákvæmlega 45,8%; innkaupa, þrifa, matseldar, upp- þvotta og uppeldis barna, verði persónulegu álagi haldið í lág- marki. Því miður á þetta hlutfall einnig við um hinn aðilann. Eftir standa því 8,4% heimilisverka og spumingin þarafleiðandi: Hver mun inna þau verk af hendi? Kemur þar tvennt til; að láta verkin niður falla eða fá ætt- ingja eða vini sér til aðstoðar. í rannsókninni, sem birt var nýlega í Journal ofHealth and Social Behavior, vom unnin heimilistörf borin saman við mat fólks á ánægju sinni, vellíðan og kvíða. Kom fram að karhnenn sögðust að jafnaði inna 42,3% heimilisstarfa af hendi. Hlutfall kvenna var hins vegar 68,1%. Hlutfall kvenna í heimilistörfum hækkaði svo til muna þegar tillit var tekið til hjúskaparstöðu þeirra. Ef konan var í hjóna- bandi voru helmingi meiri líkur á að hún ynni heimilisstörfin en karlinn. Dr. Bird segir að jafnari skipting myndi minnka kvíða eiginkvenna en að sama skapi ekki auka kvíða karla. Ástæð- una telur hún vera að með auk- inni þátttöku karla finnst hjón- um félagslegnr stuðningur vera meiri sem aftur kemur í veg fyr- ir kvíða. Seoul. Reuters. STJÓRNYÖLD í Bandaríkjunum og Norður-Kóreu hafa komist að samkomulagi um, að fulltrúar þeirra fyrmefndu fái að skoða n- kóresk neðanjarðarmannvirki en gi-unur hefur leikið á, að þar væri unnið að kjarnorkuvopnarannsókn- um. Fyrir þetta ætla Bandaríkja- menn að aðstoða N-Kóreumenn við kartöflurækt. Fréttaskýrendur og stjómarer- indrekar telja, að þessi lausn geti hjálpað til við að rjúfa það kalda- stríðs-þrátefli, sem ríkt hefur á Kóreuskaga í næstum hálfa öld, en með samningnum fá Bandaríkja- menn í fyrsta sinn að skoða stöðina í Kumchang-ri. Upphaf að öðru meira? Kommúnistastjórnin í Pyongyang neitar því, að í stöðinni sé unnið að kjarnorkuvopnarann- sóknum og í fyrstu krafðist hún beinnar matvælaaðstoðar sem „að- gangseyris". Bandaríkjastjórn féllst ekki á það en heimilaði hins vegar áætlun einkaaðila um aukna kartöflurækt í N-Kóreu til að lina skortinn þar. Verður þessi áætlun í raun fyrsta formlega aðstoð Reuters SUÐUR-kóreskur froskmaður hylur líkamsleifar N-Kóreumanns er norður-kóresku njósnaskipi var lyft úr sjónum. Sjóher Suður-Kóreu sökkti því í desember sl. skammt frá s-kóresku hafnarborginni Jinhae. Bandaríkjanna við landið frá því Kóreu var skipt 1948. Ekki er þó vitað hvort hún leiðir í raun til bættra samskipta ríkjanna eins og gerðist með „ping pong“ eða borð- tennissamskiptum Bandaríkja- manna og Kínverja á sínum tíma enda eni stjórnvöld í N-Kóreu mjög óútreiknanleg. Bætur fyrir eldflaugaáætlun I sameiginlegri yfírlýsingu ríkj- anna segir, að þau hafi ákveðið að bæta stjómmálaleg og efnahagsleg samskipti sín og stjórnarerindrek- ar segja, að N-Kóreumenn líti aug- ljóslega á kartöfluáætlunina sem upphaf að öðru og meira. Fréttaskýrendur segja, að með samkomulaginu hafi verið komið í veg fyrir vaxandi spennu, í bili að minnsta kosti, en stjórnvöld í Bandaríkjunum og í Suður-Kóreu telja það næsta skref að fá N- Kóreustjórn til að draga í land með eldflaugaáætlun sína. Talið er, að hún hafi miklar tekjur, hundruð milljóna dollara, af því að selja eld- flaugar og eldflaugatækni til Mið- austurlanda og því mun hún ekki hætta bótalaust. Helstu stjórnmálaleiðtogar á ír- landi og N-Irlandi voru staddir vestanhafs til að vera viðstaddir há- tíðahöld vegna dags heilags Patreks á miðvikudag og notaði Bill Clinton Bandaríkjaforseti tækifærið til að hvetja deilendur til að finna lausn á ágreiningi sínum. Bresk stjórnvöld frestuðu fýrir nokkru framsali valda sinna á N-ír- landi í hendur heimastjórnarþing- inu í Belfast enda verður fyrst að hafa verið sett á laggimar heima- stjórn. Sambandssipnar krefjast þess hins vegar að Irski lýðveldis- herinn (IRA) byrji afvopnun áður en þeir setjist í stjóm með fulltrú- um Sinn Féin, stjómmálaarms IRA. Vonir manna um að með milligöngu Clintons myndi finnast lausn á með- an á hátíðahöldunum vestra stæði tóku mjög að þverra þegar fréttist af morði öfgafullra sambandssinna á kaþólska lögfræðingnum Ros- emary Nelson á mánudag. Sögðu fréttaskýrendur að í kjölfar morðs- ins á Nelson, sem var þekkt bar- áttukona fyrir réttindum kaþólskra, væri útilokað að IRA byrjaði af- vopnun - hvers vegna skyldu þeir „gefast upp“ og afhenda vopn sín á meðan öfgahópar sambandssinna beittu sínum vopnum með þessum hætti? Orð Gerrys Adams, leiðtoga Sinn Féin, í Bandaríkjunum staðfestu að IRA væri ólíklegt til að byrja af- vopnun. Sagði hann um kröfur Da- vids Trimbles, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna og verðandi forsætisráðherra á N-írlandi, þar að lútandi: „Eg get ekki orðið við þeim kröfum sem hann hefur sett fram. Hann veit það vel... Allir vita það.“ Eigi að síður hafa menn ekki gef- ið upp alla von og eru þeir Bertie Ahem og fulltrúar breskra stjóm- valda, með aðstoð Clintons, sagðir leita dyram og dyngjum að einhvers konar málamiðlun þar sem IRA yrði gert kleift að láta líta svo út fyrir að ekki væri um „uppgjöf* að ræða, þótt liðsmenn afhentu ein- hver vopn, og að undireins yrði heimastjórnin sett á laggimar, með bæði Trimble og Sinn Féin innan- borðs. Oeirðir og morð á morð ofan Heimildum ber ekki saman um hvernig óeirðirnar í Portadown hófust á iniðvikudagskvöld og stendur orð gegn orði. Meðlimir Oraníureglunnar höfðu komið sam- an til að fagna degi heilags Patreks en kaþólskir íbúar Gaivaghy-vegar voru hins vegar samankomnir til minningar um Nelson, enda hafði hún verið lögfræðilegur ráðgjafi þeirra í hörðum deilum um rétt Óraníumanna til að ganga fylktu liði niður veginn í júlí ár hvert. Laust hópunum saman og varð n-írska lögreglan (RUC) að skakka leikinn. 38 lögreglumenn vora færðir á sjúkrahús og einnig varð Breandan MacCionnaith, talsmaður íbúa Gar- vaghy-vegar, fyrir meiðslum en hann hélt því fram að háttsettur liðsmaður RUC hefði veitt sér þau af ráðnum hug. Þá um daginn höfðu öfgasinnaðir sambandssinnar skotið Frankie Curry til bana í Belfast. Samtökin Verjendur rauðu handarinnar, sem myrtu Nelson á mánudag, sögðu önnur samtök sambandssinna, UVF, hafa myrt Curry og hétu hefndum. Sú staðhæfing að UVF hafi látið myrða Curry hefur ekki fengist staðfest og kom reyndar fréttaskýrendum nokkuð á óvart enda var Curry náfrændi Gustys Spences, sem um árabil hefur verið höfuðpaur UVF. Óumdeilt virðist hins vegar vera að hér hafi verið um innbyrðis illdeilur ólíkra hópa öfga- sinnaðra sambandssinna að ræða, og gátu menn alla vega huggað sig við þá staðreynd því hefðu öfgahóp- ar kaþólikka verið þar að verki hefði það magnað spennu í sam- skiptum trúarhópanna jafnvel enn meira en þegar er. Reuters BERTIE Ahern, forsætisráðherra Irlands, afhendir Bill Clinton Bandaríkjaforseta skál fulla af músasmára, sem er þjóðartákn Irlands, við hátíð í tilefni dags heilags Patreks í Washington í fyrradag. Bandaríkjamenn fá að skoða leynimannvirki í N-Kóreu „Kartöfluáætlunin“ reið baggamuninn Ekki vitað hvort áætlunin leiði í raun til bættra samskipta ríkjanna Könnun meðal stjórnenda í Evrópu Máls- verðir vin- sælir til viðskipta Atlanta. Reuters. FLESTIR stjórnendur fyrir- tækja í Evrópu telja best að gera viðskiptasamninga yfir hádegisverði en Italir kjósá frekar morgun- eða kvöldverð- arfundi og Þjóðverjar vilja alls ekki blanda saman mat og við- skiptum. Þetta kemur meðal annars fram í árlegri viðhorfskönnun sem Hairis Research gerði fýrir flutningafyrirtækið UPS meðal yfirmanna stórfyru-- tækja í Evrópu. Könnunin náði til rúmlega 1.500 stjórn- enda og rúmur helmingur þeirra taldi að best væri að semja um viðskipti á hádegis- verðarfundum. Flestir Þjóð- verjanna sögðu að flugstöðvar eða ráðstefnumiðstöðvar væru bestu samningastaðirnir. Rúmlega 60% stjórnend- anna spáðu því að fyrirtæki sín myndu taka upp sveigjan- legri vinnutíma á næstu fimm árum. 39% franskra stjórn- enda töldu að fyrirtæki sín myndu stytta vinnuvikuna í fjóra daga. Könnunin leiddi ennfremur í Ijós að stjórnendur í Evrópu eru ekki eins bjartsýnir og á síðasta ári á að staða fyrir- tækjanna batni á næstu áram. 57% aðspurðra spáðu því í fyrra að viðskiptin myndu dafna en í ár era aðeins 44% þeirrar skoðunar. Skekkju- mörkin í könnuninni eru 5%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.