Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 27

Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 27 20% afsláttur af ítölskum kaffikönnum, öllu bragðbæftu kaffi og grænu tei. 25% afsláttur af 3 bolia Bodum krómpressukönnum. Whittard Kringlunni og Smáratorgi sími 568 1223 - 564 4556 m 'Jriumjih Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 £>íUlgt Sta’f' U"l/’verfismáluw c Landsvirkjun TÍMASPRENGJAN heldur tónleika í Salnum: Sigurður Flosason, Kjartan Valdemarsson, Pétur Grétarsson og Gunnar Hrafnsson. Tónlist Dave Brubecks í Salnum Ljósmyndarinn Harry Callahan látinn Var kallaður meistari hins hversdagslega BANDARÍSKI ljósmyndarinn Harry Callahan lést á mánudag, áttatíu og sex ára að aldri. Callah- an var einn af fremstu ljósmyndur- um samtímans og um verk hans hefur verið sagt að í þeim blandað- ist saman áferðarfalleg nákvæmni bandarískra módemista eins og Ansels Adams, og rótlaus tilrauna- starfsemi evrópskra módernista líkt og Ungverjans Laszlo Moholy- Nagy. Feríll Callahans var óvenjulegur að því leytinu til að Callahan hóf ljósmyndaferil sinn án þess að hafa hlotið nokkra þjálfun á sviði lista. Þrátt fyrir það eru mörg verka hans talin meðal þeirra margbrotnustu og fáguðustu á þessari öld. Callahan var einnig af- ar áhrifamikill sem leiðbeinandi, en hann kenndi við virta skóla í bæði Chicago og Providence, og meðal lærisveina hans eru margir fremstu ljósmyndarar samtímans. Ferill Callahans spannaði meira en fimmtíu ár og uppáhalds við- fangsefni hans var án efa eigin- kona hans, Eleanor, en andlit hennar og líkami prýðir oftar en ekki bestu verk Callahans. Callah- an spáði einnig mikið í áhrif ljóss- ins, myndaði stræti og torg Chicago-borgar, sem og vegfar- endur, en þar bjó hann um árabil. Um Callahan hefur verið sagt að hann hafi notið sín best er hann leitaðist við að mynda hið hvers- dagslega í umhverfi mannsins; símalínur, strandir og skýjakljúfra New York-borgar, svo fátt eitt sé nefnt. Eftir að Callahan hætti kennslu árið 1977 gafst honum tækifæri til að þróa list sína enn frekar. Hann ferðaðist til írlands og Suður-Am- eríku í leit að viðfangsefnum og endurnýjaði einnig kynni sín við litljósmyndun, en meginhluta fer- ilsins notaðist hann við einfalda áferð svarthvítrar ljósmyndunar. Hann gaf út yfirlitsbækur um verk sín og Nýlistasafnið bandaríska sýndi reglulega ljósmyndir hans. ÓLÖF Helga Guðmundsdóttir opn- ar sýningu í galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, í dag, fostudag, kl. 16. Ólöf sýnir þrívíð verk af ýmsum toga. Flest eru þau af- mörkuð í tíma og rúmi, en þó alls ekki öll, segir í íréttatilkynningu. Ólöf Helga er menntaskólakenn- ari og er nemi á 2. ári í skúlptúr- deild MHÍ. Sýningunni lýkur sunnudaginn 28. mars og er opin alla daga fiá kl. 15-18 og kl. 14-18 um helgar. MEÐ tímann að vopni er yfír- skrift djasstónleika sem haldn- ir verða í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 21. mars kl. 20.30. Hljómsveitin Tíma- sprengjan flytur dagskrá með tónlist djasspíanóleikarans Dave Bru- beck. Hljómsveitina skipa kontrabassaleikarinn Gunnar Hrafnsson, píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson, trommuleikarinn Pétur Grét- arsson og altósaxófón-leikar- inn Sigurður Flosason. Lögin sem flutt verða eru Blue Rondo a la Turk, Blue Shadows in The Street, Bossa Nova USA, The Duke, It’s a Raggy Waltz, In Your own sweet Way, Maori Blues, Three to get ready og Wheep no more. Það veltur síðan á stemn- ingu tónleikanna hvort einnig verður leikið lagið Take five eftir Paul Desmond, segir í fréttatilkynningu. Gunnar Hrafnsson hefur leikið á kontrabassa frá unga aldri og leikið inn á fjölda hljómplatna. Kjartan Valde- marsson hefur hlotið mennt- un sína í djassdeild FÍH. Sig- urður Flosason hefur gefið út tvo hljómdiska með eigin djasstónlist og tekur þátt í margvíslegu alþjóðlegu sam- starfi í tengslum við eigin tónlist og annarra. Pétur Grétarsson stundar, auk djassleiks, hefðbundið slag- verk með Sinfóníuhljómsveit fslands. Hann stundar einnig tónsmíðar og hefur haldið tónleika með eigin tónlist auk þess sem hann hefur gefíð út tvo hljómdiska með eigin leik- hústónlist. VERK eftir Ólöfu Helgu í gall- eríinu Nema hvað. Ólöf Helga sýnir í galleríi Nema hvað Triumph ufsláttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.