Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 28

Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þór Gíslason TJARNARKVARTETTINN flytur tónlistina sem er eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, frá vinstri Kristjana Arngrímsdóttir, Hjörleifur Hjartarson, Rósa Kristín Baldursdóttir og Kristján Hjartarson. aðinn, en hann kom þeim heldur betur á bragðið. Þær gripu ófrjálsri hendi ýmsan varning frá bændum og betri borgurum sem eins og gefur að skilja tóku því af- ar illa. „Leikrit okkar er byggt á þess- ari sögu, þar fengum við hug- myndina en þetta er ekki sagn- fræði. Við búum til okkar eigin sögu og höfum viðað að okkur mörgum atriðum úr öðrum áttum. Við lásum mikið og kynntum okk- ur líf og kjör fólks í Reykjavík á þessum tíma og reyndum að átta okkur á bæjarbragnum,“ sagði Kristín. Vatnsberarnir voru fjölmiðlar þessa tíma „Ég held að Reykjavík hafí ver- ið óskaplega skítug,“ sagði Iðunn spurð um bæjarbraginn í höfuð- borginni fyrir 120 árum. Eftir Að- alstrætinu endilöngu lá ræsi sem íbúarnir notuðu meðal annars til að skvetta úr koppum sínum. „Þetta hefur verið heldur daunill- ur bær og stéttaskiptingin var mikil,“ bætti hún við. Á Ingólfs- torgi var krá og var hún þrískipt, betri borgarar fengu sér tár í fín- ustu stofunni, þá var herbergi þaf sem millistéttarfólkið var og svj') var það „svínastían" en þar drukku dónarnir og þeir sem minnst máttu sín. Vatnsberarnir, þeir sem báru tvær fímmtán lítra vatnsfotur heim í húsin, voru lægst settir allra, en í því starfi lentu oftast einstæðingar og eldríi fólk. „Það var sagt að engir hefðii haft það jafnslæmt og útigangs- hestar og gamlar konur,“ segja MARGRÉT Ákadóttir í hlutverki Droplaugar vatnsbera í kaffi hjá Thormodsen fógeta. Vatnsberarnir voru nokkurs konar fjölmiðlar þess tíma, þeir báru ekki bara vatnið milli húsa heldur líka sögur og fyrir góða sögu var gjaman launað með svonefndum sögubita. „GEKK ég upp á hólinn." Vatnsberamir og frk. Madsen horfa til him- ins. Þráinn, Aðalsteinn, Katla og Sunna í hlutverkum sínum. Morgunblaðið/Kristján HÖFUNDARNIR Iðunn og Kristín Steinsdætur. Leikfélag Akureyrar frumsýnir leikrit eftir Iðunni og; Kristínu Steinsdætur Systur í syndinni LEIKFELAG Akureyrar frum- sýnir leikritið Systur í syndinni eftir systumar Iðunni og Kristínu Steinsdætur í kvöld, föstudags- kvöldið 19. mars. Kolbrún Hall- dórsdóttir leikstýrir verkinu, Elín Edda Árnadóttir hannar leik- mynd og búninga og Hróðmar Ingi Sigurbjömsson samdi tón- listina. Sögusvið leikritsins er Reykja- vík á árunum eftir 1870 og gerist leikurinn að mestu við Prent- smiðjupóstinn í Aðalstræti og í baðstofunni í Litlakoti. „Iðunn var að lesa gamlan þjóðlegan fróðleik og fann þá meðal annars bækur Jóns Helgasonar ritstjóra og rit- höfundar, íslenskt mannlíf, þar sem er að finna örlagasögur af ýmsu tagi og datt þá ofan á frá- sögn sem hét Systur í syndinni,“ sagði Kristín um upphaf þess að þær hófu að skrifa leikritið. Villtust inn á biskupsstofu og glæpaferillinn hófst „í sögunni er brugðið upp skemmtilegri mynd af lífinu í Reykjavík á þessum tíma og koma ýmsar persónur við sögu sem lenda í mörgu misjöfnu og þurfa að takast á við lífið,“ sagði Iðunn. I sögunni er greint frá sex stall- systrum, en upphafið er það að frönsk dugga með bólusóttarsjúk- linga leggst að. Þeir eru færðir í sóttkví í biskupsstofu í Laugar- nesi. Eftir að þeim batnar og er hleypt úr sóttkvínni er stofan inn- sigluð vegna smithættu, en þrem- ur árum seinna ber þar að tvær konur á leið úr þvottalaugunum. „Þær villtust í þoku og leita skjóls inn í biskupsstofu þar sem þær finna dýrðina, allt fullt af líni, lök- um og sængum og líka koppum, sem var mikill auður fyrir þetta fólk á þessum tíma. Þær eygja strax möguleikann á að koma þess- um auði í verð með von um betra líf. Þær bretta því upp ermamar og hefja umsvifamiMl vöruskipti," sagði Iðunn. Þær Kristín og Iðunn hafa búið til sína eigin sögu upp úr þessari, en hin eiginlega saga Jóns Helga- sonar nær yfir átta ár, þ.e. frá því að bólusóttin kemur og þar til búið er að dæma konurnar fyrir þjófn- 58 hlutu styrk menningar- málanefndar borgarinnar Borgarleikhúsið * Aheyrnar- próf fyrir leikara ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ, Leikfélag Reykjavíkur og Félag íslenskra leik- ara efna til áheymarprófa fyrir leik- ara þriðjudaginn 23. mars kl. 17 í Borgarleikhúsinu. Ekki er um að ræða prufu fyrir nein sérstök verkefni, heldur gefst leikurum tækifæri til að kynna sig leikhússtjórum og leikstjórum at- vinnuleikhúsanna, leikhópa og kvik- mynda. Prufumar eru opnar öllum menntuðum leikurum, ekki áhuga- leikurum, og er ætlast til að hver og einn flytji 5-10 mínútna langt eintal og syngi eitt lag. Nauðsynlegt er að koma með nótur af viðkomandi lagi fyrir undirleikara, segir í fréttatil- kyninngu. Leikarar skrái sig á skrifstofu Fé- lags íslenskra leikara. MENNINGARMÁLANEFND Reykjavíkurborgar hefur úthlutað styrkjum til menningarmála fyrir árið 1999. Á fjárhagsáætlun var til ráðstöfunar 28.228.000 krónur en að þessu sinni var 58 einstaklingum og fyrirtækjum veittur styrkur, sam- tals 27.650.000 kr. Bókmenntir o.fl.: Börn og bækur- íslandsd. IBBY kr. 100.000 og Sögu- smiðjan 300.000. Dansverk: Fél. ísl. listdansara kr. 300.000, íslenski dansflokkurinn 300.000 og Lipurtré 300.000. Kvikmyndir: Ragnar Hall- dórssyVilhjálmur H. Vilhjálmsson vegna myndarinnar: Vigdís Finn- bogadóttir sýnir Island kr. 400.000. Leiklist: Kaffileikhúsið í Hlað- varpanum, 700.000 kr. 400.000 kr. hlutu Baal, C leikhúsið, Einleikhús- ið, Hugleikur, íslenska leikhúsið, Möguleikhúsið, Sigurður Sigurjóns- son og Strengjaleikhúsið. Kr. 300.000 Augnablik Listafélag, Hvunndagsleikhúsið, Leikhópurinn Perlan og Virago. 200.000 kr. hlutu Halaleikhópurinn, Leikhópurinn Á senunni, Leikfélagið Snúður og Snælda og Skemmtihúsið. 150.000 kr. hlaut Hrólfur og Narfi. Myndlist: Félag Nýlistasafnsins og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar 2.500.000. Myndhöggvarafél. í Rvík kr. 2.000.000. Gallerí Ingólfsstræti 8 kr. 700.000. Kári Bjarnasson 600.000. ísl. menningarsamsteypan art.is. 300.000. Guðjón Bjarnason og Listvinafélag Hallgrímskirkju 200.000. Tónlist: Caput og Jazz FÍH kr. 2.000.000. Kammersveit Reykjavíkur kr. 1.200.000. Tón- skáldafélag íslands kr. 1.000.000. Söngsveitin Fílharmónía kr. 400.000. Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna og Kammermúsikklúbbur- inn kr. 350.000. Dómkórinn í Reykjavík, Gradualekór Lang- holtskirkju, Islensk tónverkamið- stöð, Lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins kr. 300.000. Musica Antiqua kr. 250.000. Borgarkórinn, Félag ís- lenskra tónlistarmanna, Poulenc hátíð, Skagfirska söngsveitin, Tríó Reykjavíkur sf. og Ung Nordisk Musik UNM, kr. 200.000. Dúóið Mallika og McQueen og Camilla Söderberg kr. 150.000. Steinunn Birna Ragnarsdóttir kr. 100.000. Ymislegt: Esperantistafélagið og Viðeyingafélagið kr. 100.000. Bóka- safn Dagsbrúnar kr. 50.000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.