Morgunblaðið - 19.03.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 33
______________LISTIR____
Spenna og glæpir í
N orræna hú sinu
Leif Hákan
Davidsen. Nesser
Leena Fredrik
Katriina Skagen
Kynning á norrænum
spennusagnahöfund-
um verður haldin í
Norræna húsinu nk.
laugardag. Arnaidur
Indriðason kynnti
sér hvaða norrænu
höfundar lesa upp úr
bókum sínum og lítur
yfir feril þeirra
NORRÆNAR spennusögur er
yfirskrift dagskrár í Non-æna
húsinu sem hefst kl. 15 á laugar-
dag þar sem fjórir norrænir
spennusagnahöfundar kynna sig
og bækur sínar og haldnar verða
umræður um spennusagnaritun.
Höfundarnir eru íjórir, Leif Da-
vidsen frá Danmörku, Hákan
Nesser frá Svíþjóð, Leena Katri-
ina Lehtolainen frá Finnlandi og
Fredrik Skagen frá Noregi og
taka þeir þátt í pallborðsumræð-
unum. Stjórnandi þeirra verður
Kristján Jóhann Jónsson.
Danskar
metsölubækur
Leif Davidsen hefur skrifað
sex danskar metsölubækur og
hafa nokkrar þeirra verið gefnar
út í Bandaríkjunum og Bretlandi
og Frakklandi auk þess sem þær
hafa komið út í Noregi og Sví-
þjóð. Davidsen, sem fæddur er
árið 1950, var fréttamaður til
margra ára og fjallaði um erlend
málefni fyrir danska ríkissjón-
varpið, einkanlega málefni Aust-
ur-Evrópu, Sovétríkjanna og
Spánar og var m.a. staddur hér á
landi þegar fundur Reagans og
Gorbasjovs var haldinn í Reykja-
vík.
Fyi’sta skáldsaga hans kom út
árið 1984 og hét „Uhellige Alli-
ancer“. Fjórum árum síðar skrif-
aði hann „Den russiske sanger-
inde“ eða Rússnesku söngkon-
una, en sú saga var kvikmynduð
með sama nafni af leikstjóranum
Mortens Ai’nfreds. I kjölfarið
fylgdu Síðasti njósnarinn eða
Den sidste spion og hver sagan á
fætur annarri, sú nýjasta Ljós-
mynd Limes eða Limes billede,
sem kom út á síðasta ári.
Þekking Daridsens á heimspóli-
tíkinni virðist ríkur þáttur í sögum
hans og eitthvað kemur rótleysi
fréttamannsins rið sögu. Eg lifði
ekki lengur flökkulífi heldur átti
ég fastan samastað. Eg hafði alltaf
séð sjálfan mig á eilífu flakki með
órissan næturstað, segir aðalsögu-
hetjan í Ljósmynd Limes. Sagan
tekur aftur upp þráðinn frá gömlu
njósnasögum Kalda stríðsins en
sagt er að bækur Daridsens ein-
kennist af raunsæi og að í þeim
birtist á mjög raunhæfan hátt
mannlegur efi, órói, einmanaleiki,
ást eða ísköld vantrú á hugsjónir.
Kvenhetjan Kallio
Finnski sakamálahöfundurinn
Leena Lechtolainen er fædd árið
1964 og hóf rithöfundaferil sinn
aðeins tólf ára gömul eða árið
1976. Fyrstu tvær bækurnar henn-
ar voru unglingasögur en síðan
hefur hún sent frá
sér einar sex saka-
málasögur. Kven-
hetjan í bókum
hennar heitir
Maria Kallio. Þyk-
ir hún talsverð nýj-
ung í finnskum
spennusagnabók-
menntum þar sem
karlmenn ráða lög-
um og lofum.
Kallio þessi er yf-
irmaður afbrota-
deildar og ung fjöl-
skyldukona en hið
kvenlega eðli sem
Leena Lehtolainen
hefur innleitt í
finnsku glæpasög-
urnar hefur fallið í
góðan jarðveg.
Sagt er að verk
hennar fjalli um
efni sem eru mjög
ofarlega á baugi,
m.a. umhverfismál
og valdatafl tengt
þeim. Finnska
spennusagnafélag-
ið veitti Leenu
verðlaun árið 1997
fyrir bókina
Dauðaspíralinn.
Hún er einnig bók-
menntagagnrýn-
andi og rinnur sem
stendur að dokt-
orsritgerð um sakamálabók-
menntir.
Kvenpersóna hennar, Kallio,
kom fyrst fram í sögunni Mitt
fyi’sta morð og er nafnið einkar
viðeigandi. í kjölfarið fylgdu
Staur gremjunnar, Koparhjarta,
Snjóstúlkan, verðlaunasagan
Dauðaspírallinn og loks Vind-
megin, sem kom út á síðasta ári.
Nesserland
Hákan Nesser hefur einnig
unnið til verðlauna sem spennu-
sagnahöfundur í heimalandi
sínu, Svíþjóð. Sænska spennu-
sagnaakademían veitti honum
verðlaun fyrir bækurnar Bork-
mans punkt árið 1994 og Kvinna
med födelsemárke árið 1996.
Allar fjalla bækur Nessers um
lögreglufulltrúann Van Veet-
eren og gerast í borginni Maar-
dam og nágrenni. Borgin sú er
ekki til í raunveruleikanum en
landslagið þykir minna á Hol-
land og Þýskaland og jafnvel Pól-
land. Fyrst og fremst er það þó
Nesserland.
Veeteren birtist fyrst í sög-
unni Det grovmaskiga nátet en
alls munu sögurnar um hann
eiga að verða tíu talsins. Sú
nýjasta heitir Munsters fall en í
henni dregur lögreglufulltrúinn
sig tímabundið í hlé og undir-
maður hans, Munster, fær í
hendur rannsókn dularfulls
morðmáls. Friðsamur ellilífeyris-
þegi finnst myrtur í hvílu sinni á
hrottafenginn hátt; tuttugu og
átta hnífstungur eru á líkinu.
Næsta saga og sú sjöunda í röð-
inni, Carambole, mun koma út í
þessum mánuði í Svíþjóð.
Haft er eftir Nesser að hann
viðurkenni ekki neina skiptingu í
„vandaðar" bókmenntir og „sölu-
bókmenntir", hvorki er varðar
skemmtigildi né gæði. Bókmennt-
ir sem ekki eru spennandi í ein-
hverri merkingu orðsins eru rusl,
segir hann og rill að fleiri metnað-
arfullir höfundar reyni fyrir sér á
glæpasagnasriðinu. Bókmennta-
greinin er svo öflug, víðáttumikil
eins og eyðimörk, og rúmar
spurningar um sekt og svik og sið-
gæði, sem varða okkur öll.
Skagen
frá Noregi
Fulltrúi norskra spennusagna-
höfunda í Norræna húsinu verður
Fredrik Skagen. Hann er elstur í
hópnum, fæddur árið 1936 í
Þrándheimi. Hann skrifaði fyrstu
bókina sína árið 1968 og hét hún
Leitin að Auriga eða Jakten etter
Auriga. Hann hefur skrifað alls 26
bækur en auk sakamálasagna hef-
ur hann skrifað leikrit, smásögur,
barnabækur og greinar. Hann er
margverðlaunaður fyrir ritstörf
sín.
Nýjasta sagan hans er
Blackout en hún kom út á síðasta
ári. Þýðandinn Steinar Blix hef-
ur nýlega verið sýknaður af
morði á ungri skáldkonu, Ceciliu
Koller. Málaferlin hafa haft mikil
áhrif á hann andlega og hann fer
með eiginkonu sinni til Lundúna
þar sem atburðir sögunnar ger-
ast.
Þótt sagt sé að Skagen sé mikill
harðjaxl í bókaskrifunum og
margir liggi í valnum í sögum
hans, mun hann vera einlægur
friðarsinni og rinur lítilmagnans.
Söngleikur
frumsýndur
á Akranesi
SKAGALEIKFLOKKURINN og
leikdeild Fjölbrautaskóla Vestur:
lands frumsýnir söngleikinn „í
Tívolí“ í dag, föstudag, kl. 20.30, í
Bíóhöllinni á Akranesi. Söngleikur-
inn er eftir Guðjón Sigvaldason,
Steingrím Guðjónsson og leikhópinn.
Tónlistin er af hljómplötu Stuð-
manna „Tívolí“ sem kom út 1976. Á
sriðinu lifna rið gamlir kunningjar
eins og Ólína, Hveitibjörn, Frímann
flugkappi og Svarti Pétur, segir í
fréttatilkynningu.
Sögusviðið er Tívolí í Vatnsmýr-
inni árið 1963. I Vetrargarðinum
syngur söngkvennakvartettin „Dúf-
urnar“, skyggnst er inn í líf fjöl-
skyldna þeirra og bakgrunn.
Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason.
Sjö manna hljómsveit sér um undir-
spil undh- stjórn Flosa Einarssonar.
Önnur sýning verður á morgun,
laugardaginn 20. mars, kl. 20.30.
------------------
Listmunauppboð
á Hótel Sögu
GALLERÍ Fold heldur listmuna-
uppboð í Súlnasal Hótels Sögu
sunnudagskvöldið 21. mars kl. 20.30.
Boðin verða upp um 100 verk af
ýmsum toga, þar á meðal fjöldi
verka gömlu meistaranna.
Uppboðsverkin verða til sýnis í
Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, föstu-
dag frá kl. 10-18, laugardag kl.
10-17 og sunnudag kl. 12-17.
----------♦-♦-♦---
Jósi bróðir og
synir Dóra á
Kaffi Reykjavík
HLJÓMSVEITIN Jósi bróðir og
synir Dóra leika á veitingahúsinu
Kaffi Reykjavík fóstudags- og laug-
ardagskvöld.
Á sunnudagskvöldinu leikur síðan
jasshljómsveitin Furstarnir ásamt
söngvaranum Geir Ólafssyni.
-----♦♦♦------
Tónlistar-
skólatónleikar
TÓNSKÓLI Sigursveins D. Krist-
inssonar heldur tvenna tónleika á
morgun, laugardag. Fyrri tónleik-
arnir verða í Ráðhúsi Reykjavíkur
kl. 14. Þar koma fram nemendur for-
skólans og flytja m.a. lög eftir Atla
Heimi Sveinsson, Sigursvein D.
Kristinsson og Sigfús Halldórsson.
Einnig verður flutt sérstök Reykja-
víkursyrpa. Undirleik annast létt-
sveit skipuð nemendum skólans.
Hinir tónleikarnir verða í Fella-
og Hólakirkju kl. 17. Auk nemenda
Tónskólans koma fram hópar úr tón-
listarskólunum í Mosfellsbæ, Kópa-
vogi, Hafnarftrði og Seltjarnamesi.
W —
tWJ
erum 2 ára á moryun
Þaá veráur opið laugfardagfinn
frá: 11:00-16:00
I tilefni afjyví, töku m við npp glœnýja senctingu
og verðum með shemmtileg afmœlistilboð
með alk að 35% afslætti.
Komið við og gerið góð haup!
Póstsendum um lanA alk!
Víngcrðarverslunin \>ín!
Vín Hússins -Ármúla 23 -108 Reykjavík - Sími: 533 3070 - Fax: 533 3071