Morgunblaðið - 19.03.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 19.03.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 33 ______________LISTIR____ Spenna og glæpir í N orræna hú sinu Leif Hákan Davidsen. Nesser Leena Fredrik Katriina Skagen Kynning á norrænum spennusagnahöfund- um verður haldin í Norræna húsinu nk. laugardag. Arnaidur Indriðason kynnti sér hvaða norrænu höfundar lesa upp úr bókum sínum og lítur yfir feril þeirra NORRÆNAR spennusögur er yfirskrift dagskrár í Non-æna húsinu sem hefst kl. 15 á laugar- dag þar sem fjórir norrænir spennusagnahöfundar kynna sig og bækur sínar og haldnar verða umræður um spennusagnaritun. Höfundarnir eru íjórir, Leif Da- vidsen frá Danmörku, Hákan Nesser frá Svíþjóð, Leena Katri- ina Lehtolainen frá Finnlandi og Fredrik Skagen frá Noregi og taka þeir þátt í pallborðsumræð- unum. Stjórnandi þeirra verður Kristján Jóhann Jónsson. Danskar metsölubækur Leif Davidsen hefur skrifað sex danskar metsölubækur og hafa nokkrar þeirra verið gefnar út í Bandaríkjunum og Bretlandi og Frakklandi auk þess sem þær hafa komið út í Noregi og Sví- þjóð. Davidsen, sem fæddur er árið 1950, var fréttamaður til margra ára og fjallaði um erlend málefni fyrir danska ríkissjón- varpið, einkanlega málefni Aust- ur-Evrópu, Sovétríkjanna og Spánar og var m.a. staddur hér á landi þegar fundur Reagans og Gorbasjovs var haldinn í Reykja- vík. Fyi’sta skáldsaga hans kom út árið 1984 og hét „Uhellige Alli- ancer“. Fjórum árum síðar skrif- aði hann „Den russiske sanger- inde“ eða Rússnesku söngkon- una, en sú saga var kvikmynduð með sama nafni af leikstjóranum Mortens Ai’nfreds. I kjölfarið fylgdu Síðasti njósnarinn eða Den sidste spion og hver sagan á fætur annarri, sú nýjasta Ljós- mynd Limes eða Limes billede, sem kom út á síðasta ári. Þekking Daridsens á heimspóli- tíkinni virðist ríkur þáttur í sögum hans og eitthvað kemur rótleysi fréttamannsins rið sögu. Eg lifði ekki lengur flökkulífi heldur átti ég fastan samastað. Eg hafði alltaf séð sjálfan mig á eilífu flakki með órissan næturstað, segir aðalsögu- hetjan í Ljósmynd Limes. Sagan tekur aftur upp þráðinn frá gömlu njósnasögum Kalda stríðsins en sagt er að bækur Daridsens ein- kennist af raunsæi og að í þeim birtist á mjög raunhæfan hátt mannlegur efi, órói, einmanaleiki, ást eða ísköld vantrú á hugsjónir. Kvenhetjan Kallio Finnski sakamálahöfundurinn Leena Lechtolainen er fædd árið 1964 og hóf rithöfundaferil sinn aðeins tólf ára gömul eða árið 1976. Fyrstu tvær bækurnar henn- ar voru unglingasögur en síðan hefur hún sent frá sér einar sex saka- málasögur. Kven- hetjan í bókum hennar heitir Maria Kallio. Þyk- ir hún talsverð nýj- ung í finnskum spennusagnabók- menntum þar sem karlmenn ráða lög- um og lofum. Kallio þessi er yf- irmaður afbrota- deildar og ung fjöl- skyldukona en hið kvenlega eðli sem Leena Lehtolainen hefur innleitt í finnsku glæpasög- urnar hefur fallið í góðan jarðveg. Sagt er að verk hennar fjalli um efni sem eru mjög ofarlega á baugi, m.a. umhverfismál og valdatafl tengt þeim. Finnska spennusagnafélag- ið veitti Leenu verðlaun árið 1997 fyrir bókina Dauðaspíralinn. Hún er einnig bók- menntagagnrýn- andi og rinnur sem stendur að dokt- orsritgerð um sakamálabók- menntir. Kvenpersóna hennar, Kallio, kom fyrst fram í sögunni Mitt fyi’sta morð og er nafnið einkar viðeigandi. í kjölfarið fylgdu Staur gremjunnar, Koparhjarta, Snjóstúlkan, verðlaunasagan Dauðaspírallinn og loks Vind- megin, sem kom út á síðasta ári. Nesserland Hákan Nesser hefur einnig unnið til verðlauna sem spennu- sagnahöfundur í heimalandi sínu, Svíþjóð. Sænska spennu- sagnaakademían veitti honum verðlaun fyrir bækurnar Bork- mans punkt árið 1994 og Kvinna med födelsemárke árið 1996. Allar fjalla bækur Nessers um lögreglufulltrúann Van Veet- eren og gerast í borginni Maar- dam og nágrenni. Borgin sú er ekki til í raunveruleikanum en landslagið þykir minna á Hol- land og Þýskaland og jafnvel Pól- land. Fyrst og fremst er það þó Nesserland. Veeteren birtist fyrst í sög- unni Det grovmaskiga nátet en alls munu sögurnar um hann eiga að verða tíu talsins. Sú nýjasta heitir Munsters fall en í henni dregur lögreglufulltrúinn sig tímabundið í hlé og undir- maður hans, Munster, fær í hendur rannsókn dularfulls morðmáls. Friðsamur ellilífeyris- þegi finnst myrtur í hvílu sinni á hrottafenginn hátt; tuttugu og átta hnífstungur eru á líkinu. Næsta saga og sú sjöunda í röð- inni, Carambole, mun koma út í þessum mánuði í Svíþjóð. Haft er eftir Nesser að hann viðurkenni ekki neina skiptingu í „vandaðar" bókmenntir og „sölu- bókmenntir", hvorki er varðar skemmtigildi né gæði. Bókmennt- ir sem ekki eru spennandi í ein- hverri merkingu orðsins eru rusl, segir hann og rill að fleiri metnað- arfullir höfundar reyni fyrir sér á glæpasagnasriðinu. Bókmennta- greinin er svo öflug, víðáttumikil eins og eyðimörk, og rúmar spurningar um sekt og svik og sið- gæði, sem varða okkur öll. Skagen frá Noregi Fulltrúi norskra spennusagna- höfunda í Norræna húsinu verður Fredrik Skagen. Hann er elstur í hópnum, fæddur árið 1936 í Þrándheimi. Hann skrifaði fyrstu bókina sína árið 1968 og hét hún Leitin að Auriga eða Jakten etter Auriga. Hann hefur skrifað alls 26 bækur en auk sakamálasagna hef- ur hann skrifað leikrit, smásögur, barnabækur og greinar. Hann er margverðlaunaður fyrir ritstörf sín. Nýjasta sagan hans er Blackout en hún kom út á síðasta ári. Þýðandinn Steinar Blix hef- ur nýlega verið sýknaður af morði á ungri skáldkonu, Ceciliu Koller. Málaferlin hafa haft mikil áhrif á hann andlega og hann fer með eiginkonu sinni til Lundúna þar sem atburðir sögunnar ger- ast. Þótt sagt sé að Skagen sé mikill harðjaxl í bókaskrifunum og margir liggi í valnum í sögum hans, mun hann vera einlægur friðarsinni og rinur lítilmagnans. Söngleikur frumsýndur á Akranesi SKAGALEIKFLOKKURINN og leikdeild Fjölbrautaskóla Vestur: lands frumsýnir söngleikinn „í Tívolí“ í dag, föstudag, kl. 20.30, í Bíóhöllinni á Akranesi. Söngleikur- inn er eftir Guðjón Sigvaldason, Steingrím Guðjónsson og leikhópinn. Tónlistin er af hljómplötu Stuð- manna „Tívolí“ sem kom út 1976. Á sriðinu lifna rið gamlir kunningjar eins og Ólína, Hveitibjörn, Frímann flugkappi og Svarti Pétur, segir í fréttatilkynningu. Sögusviðið er Tívolí í Vatnsmýr- inni árið 1963. I Vetrargarðinum syngur söngkvennakvartettin „Dúf- urnar“, skyggnst er inn í líf fjöl- skyldna þeirra og bakgrunn. Leikstjóri er Guðjón Sigvaldason. Sjö manna hljómsveit sér um undir- spil undh- stjórn Flosa Einarssonar. Önnur sýning verður á morgun, laugardaginn 20. mars, kl. 20.30. ------------------ Listmunauppboð á Hótel Sögu GALLERÍ Fold heldur listmuna- uppboð í Súlnasal Hótels Sögu sunnudagskvöldið 21. mars kl. 20.30. Boðin verða upp um 100 verk af ýmsum toga, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Uppboðsverkin verða til sýnis í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, föstu- dag frá kl. 10-18, laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 12-17. ----------♦-♦-♦--- Jósi bróðir og synir Dóra á Kaffi Reykjavík HLJÓMSVEITIN Jósi bróðir og synir Dóra leika á veitingahúsinu Kaffi Reykjavík fóstudags- og laug- ardagskvöld. Á sunnudagskvöldinu leikur síðan jasshljómsveitin Furstarnir ásamt söngvaranum Geir Ólafssyni. -----♦♦♦------ Tónlistar- skólatónleikar TÓNSKÓLI Sigursveins D. Krist- inssonar heldur tvenna tónleika á morgun, laugardag. Fyrri tónleik- arnir verða í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14. Þar koma fram nemendur for- skólans og flytja m.a. lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Sigursvein D. Kristinsson og Sigfús Halldórsson. Einnig verður flutt sérstök Reykja- víkursyrpa. Undirleik annast létt- sveit skipuð nemendum skólans. Hinir tónleikarnir verða í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Auk nemenda Tónskólans koma fram hópar úr tón- listarskólunum í Mosfellsbæ, Kópa- vogi, Hafnarftrði og Seltjarnamesi. W — tWJ erum 2 ára á moryun Þaá veráur opið laugfardagfinn frá: 11:00-16:00 I tilefni afjyví, töku m við npp glœnýja senctingu og verðum með shemmtileg afmœlistilboð með alk að 35% afslætti. Komið við og gerið góð haup! Póstsendum um lanA alk! Víngcrðarverslunin \>ín! Vín Hússins -Ármúla 23 -108 Reykjavík - Sími: 533 3070 - Fax: 533 3071
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.