Morgunblaðið - 19.03.1999, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÁTTUR karl-
manna í kennslu á
grunnskólastigi á Is-
landi fer minnkandi.
Karlkennarar á þessu
stigi fylla nú aðeins
um 20% af heildar-
fjölda grunnskóla-
kennara en voru um
miðja öldina nálægt
70% af heildarfjöldan-
um. Með áframhald-
andi fækkun karla
innan grunnskólanna
ættu þeir að verða al-
veg horfnir um árið
2025. Fjöldi karla í ný-
nemahóp við Kennara-
háskólann er þetta ár-
ið 13% og virðast eng-
in teikn á lofti um að það hlutfall
muni aukast á næstu áram. Þvert
á móti virðast æ færri karlar
sækjast eftir því að verða kennar-
ar. Ástæðan er fjölþætt, en þó tel
ég að launakjör kennara vegi þar
þyngst. Af hverju að sækjast eftir
starfi sem krefst háskólamenntun-
ar þegar kjörin era óviðunandi.
Einnig hefur virðing stéttarinnar
farið þverrandi. Þó ekki sé hægt
að sanna það á hlutlægan hátt þá
er það tilfinning sem óneitanlega
hefur borist með almannarómn-
um. Sjaldan lýgur hann. En hverj-
ar era orsakir þessara breytinga
sem gert hafa karlmenn svo frá-
hverfa kennarastarfinu sem raun
ber vitni? Starf kennara sem áður
var álitið veigamikið, vellaunað og
virðingarvert uppalendastarf virð-
ist vera orðið eyland, kvenna-
eyland.
Um miðja öldina vora flestir
kennarar karlmenn. Kennarar
miðluðu börnum af fróðleik og
þekkingu ásamt því að vera fyrir-
myndir. Kennarar héldu uppi aga,
oft óttablöndnum aga
en oftast aga sem
byggðist á virðingu.
Skólarnir voru stofn-
anir sem áttu þátt í að
móta vegferð allra ís-
lendinga út í lífið.
Áttu þátt í að móta
ferðina frá barni að
unglingi. Mikilvæga
ferð sem einstakling-
ar búa að allt lífið.
Ferð sem að inntaki
hefur tekið stakka-
skiptum innan skóla-
kerfisins. Hvað hefur
breyst? Konur. Getur
verið að stóran þátt
þeirra breytinga sem
orðið hafa á kennara-
og skólastarfínu megi rekja til
aukinnar atvinnuþátttöku kvenna?
Getur verið að þessa bylgju í jafn-
réttisholskeflunni hafi nær alla
dagað uppi í sömu fjöranni. Fjöru
umönnunnar og umhyggju. Að
körlunum sem áður bar að landi í
þessari sömu fjöru finnist hún
ekki lengur eins eftirsóknai’verð
og taki því land annars staðar.
Hefur kvennaskarinn breytt
landslaginu? Er atvinnuframlag
kvenna ekki lagt að jöfnu við
framlag karla? Móta konur svo
ólíkt landslag í fjörum atvinnulífs
þjóðarinnar að nær ómögulegt er
að leggja það að jöfnu við lands-
lagið sem karlar skapa? Eða liggja
rætur launamismunar dýpra? Er
lausn að jafna kynjahlutfall ein-
hverra ákveðinna stétta? Vinnst
eitthvað með því? Þarf þjóðfélagið
ekki bara naflaskoðun í því hvern-
ig líta eigi á umönnun og uppeldi,
hvernig eigi að sinna því og hverj-
ir eigi að sinna því? Hefja þarf
manngildið upp yfir spilareglur
mammons. Kennarar eru stétt
Kennarar
Að hve miklu leyti má
tengja launaþróun
stéttarinnar, spyr
Héðinn Unnsteinsson,
fjölgun kvenna í henni?
sem stuðlar að auknu manngildi.
Stétt sem á að vera skipuð góðum
fyrirmyndum af báðum kynjum, í
jöfnum hlutföllum.
Við ákvörðun á grannlaunum al-
þingismanna árið 1966 vora laun
grunnskólakennara höfð til viðmið-
unar. Þetta gæti ekki gerst í dag.
Samfélagið hefur breyst, ný gildi,
ólíkar áherslur. Að hve miklu leyti
má tengja launaþróun stéttarinnar
fjölgun kvenna í henni. Mun hagur
stéttarinnar vænkast ef karlmönn-
um fjölgar innan hennar? Era
launin aðalatriðið? Er ekki mikil-
vægast að átta sig á þeirri uppeld-
isfræðilegu nauðsyn að karlmenn
séu til staðar í umönnun og uppeldi
barna. Nú þegar granneining sam-
félagsins, fjölskyldan, stendur svo
víða höllum fæti og er oftar en ekki
sundrað og/eða margendurmótuð.
Gildi karlmennskunnar, þau sem
eftir eru, era jafnmikilvæg í upp-
eldis- og skólamálum og gildi
kvenna. Það kann að vera að það
sem skilur kynin að fari minnkandi
með hverju árinu en þó verða alltaf
ákveðnir þættir sem karlmenn ein-
ir geta miðlað börnum í uppvexti.
Þessum þáttum er að því er virðist
ómeðvitað verið að svipta bömin.
Fyrirmyndir í grunnskólum era
orðnar ansi einsleitar. Hvaða af-
leiðingar gæti þessi þróun mögu-
lega haft í uppeldislegu tilliti. í
þjóðfélagi þar sem einstæðum for-
eldrum fer fjölgandi er enn mikil-
vægara að börnin njóti beggja
kynjanna í skólunum Tökum dæmi:
Einstæð móðir með einn dreng á
forskólaaldri. Móðirin býr ein með
barni sínu og hefur drengurinn
nær enga umgengni við föður sinn.
Fjölskyldan býr fjarri móðurafa og
móðurömmu og ekkert samband er
við föðurfjölskylduna. Karlmenn
eru fátíðir í reynsluheimi drengs-
ins. Á leikskólanum era ekkert
nema konur og með haustinu þegar
komið er í skólann er kennarinn
hans kona. Því gæti æskan liðið án
veralegra uppeldisáhrifa frá karl-
mönnum. Þetta gæti haft í för með
sér töluverðan vanda á fullorðins-
árum drengsins okkar. Drengurinn
er knúinn til að taka á sig ábyrgð
karlmannsins á heimilinu snemma
og kann því að missa af áhyggju-
leysi æskunnar. Fyrirmyndir í föð-
urhlutverkinu era fáar, drengurinn
fær óneitanlega bjagaða mynd af
hlutverkinu þurfandi að stíga
snemma inní það, óundirbúinn.
Æska drengsins án karlkynsfyrir-
myndar nærri sér hefur vísast mik-
il áhrif á framtíð hans. Samskipti
við karlmenn geta orðið erfið,
sjálfsmynd hans nær ekki að mót-
ast fyllilega og erfitt gæti orðið
fyrir hann að taka að sér föðurhlut-
verkið þegar/ef að því kemur. Því
era þau mikilvæg öll þessi litlu at-
riði sem hann færi á mis við á upp-
vaxtarárunum, læra að raka sig,
binda bindishnút, fara í veiðiferð,
fara á völlinn, öll þessi atriði sem
eru lítil en skipta svo miklu máli.
Niðurstaða: Það er allra hagur að
karlmenn komi að uppeldi og
kennslu í jafn miklum mæli og kon-
ur. Því er nauðsynlegt að efla um-
ræðuna um þessa fáránlegu þróun.
Henni verður að snúa við, það er
fyrir öllu. En hvernig?
Fyrir einhverjum vikum síðan
var hleypt af stokkunum átaki sem
skila á fleiri konum til valda í þjóð-
félaginu. Koma fleiri konum á al-
þingi og í stjórnunar- og áhrifa-
stöður innan fyrirtækja. Að mínu
áliti næðu forsvarsmenn þessa
átaks betri árangri og víðtækari ef
þeir stefndu að tvíþættri verkun
þessa átaks. Koma karlmönnum
inní umönnunar- og uppeldisstéttir
um leið og unnið er að því að koma
konunum í valdastólana. Það er
mín sannfæring að átakið gengi
mun betur með slíku tvístreymi.
Þetta væri ein leið til þess að jafna
kynjahlutfall grannskólakennara.
Leið sem skilaði svo fjölþættum
bata. Skilaði betri skólum m.t.t.
fyrirmynda og uppeldis. Skilaði
vonandi jöfnu mati á atvinnufram-
lagi kynjanna. Skilaðþsér í auknum
skilningi milli kynja. Ávinningarnir
eru ótal margir. Aðra leið væri
hugsanlega hægt að fara og nýta
einkaframtakið. Sú leið skilaði ekki
eins víðtækum árangri en gæti þó
orðið framtíðin. Setja á stofn hluta-
félag um menntun og uppeldi
barna. Stofna stóran góðan einka-
skóla, jafnvel keðju þeirra. Að
sjálfsögðu yrði kveðið á um það í
lögum skólans að kynjahlutfall
kennara ætti að vera jafnt. Með
þessu móti yrði unnt fyrir hlutafé-
lagið og skólastjórnendur að fara
eftir sinni hugsjón og sneiða fram-
hjá fræðslumálayfirvöldum. Bjóða
upp á úrvals menntun út frá ákveð-
inni hugsjón. Að sjálfsögðu yrðu
skólagjöldin há, en menntunin líka
eftir því.
Eflaust era margar leiðir sem
fara mætti í því að hindra að karl-
menn hverfi út úr grunnskólum
landsins. Umræðuna er nauðsyn-
legt að vekja upp nú er stefnir í að
2025 verði fyrsta karlalausa árið í
grunnskólum landsins. Áskorunin
er því sú að stofna ekki nefnd til
þess að ræða máhð, heldur taka til
óspilltra málana strax og vinna bug
á þessu þjóðfélagsmeini sem nú
þegar teygir anga sína víða.
Höfundur er kennaranenii.
_______________UMRÆÐAN______
Hugleiðingar um kynja-
hlutfall grunnskólakennara
Héðinn
Unnsteinsson
Annar leikþáttur Ragn-
ars Arnalds um ESB
I MORGUNBLAÐ-
INU þann 13. mars s.l.
heldur Ragnar Arn-
alds áfram skrifum
sínum um Evrópusam-
bandið og svarar grein
minni sem birtist þann
5. mars s.l. Að þessu
sinni er ég að „berja
höfðinu við steininn“ af
því að ég er ekki sam-
mála persónulegum
skoðunum Ragnars og
sennilega einnig af því
að mér datt í hug að
leiðrétta augljósar
rangfærslur hans um
ESB.
Kjarni málsins
Eins og búast má við af þaul-
reyndum stjórnmálamanni reynir
Ragnar að draga athyglina frá
ástæðum þess að ég hóf þessi skrif
þann 18. feb. s.l. - þ.e. rangfærsl-
um hans varðandi eftirlit með skip-
um í fiskveiðilögsögu annarra ríkja
og hvort viðskiptasamningar ríkis
falli niður við aðild að ESB eða
ekki. Ragnar virðist reyndar vera
búinn að viðurkenna að hann hafði
klárlega rangt fyrir sér varðandi
eftirlitið. Hann nefnir það a.m.k.
ekki á nafn í nýjustu grein sinni.
Ragnar er hins vegar ekki enn bú-
inn að sætta sig við að hann hafi
efnislega rangt fyrir sér þegar
hann heldur því fram að viðskipta-
samningar við önnur ríki falli niður
við inngöngu. Onnur ágreiningsmál
sem Ragnar dregur
fram era, eins og ég
tók fram í síðustu
grein minni, þess eðlis
að þau verða ekki
leyst á síðum Morgun-
blaðsins heldur verð-
um við að sækja um
aðild til að fá úr þeim
skorið. Mér finnst aft-
ur á móti mjög
ánægjulegt að í kjöífar
skrifa minna virðist
Ragnar hafa sett sig
betur inn í málið; slær
um sig og vitnar í
sömu heimildir og ég.
Viðskiptasamningar
Ragnar heldur því blákalt fram
að það sé óumdeilt að viðskipta-
samningar ríkis falli niður við inn-
göngu í ESB og vitnar í 307. gr.
Amsterdamsáttmálans máli sínu til
stuðnings. Þessi fullyrðing stang-
ast hins vegar á við áðumefnda
gi-ein. I henni stendur orðrétt:
„Réttindi og skuldbindingar sem
stafa af samningum gerðum íyrir
1. janúar 1958, eða samningar ríkis
sem sækir um aðild og gerðir era
áður enn aðildaramsókn liggur fyr-
ir, milli aðildarríkja eða við þriðju
ríki, skulu ekki verða fyrir áhrifum
af ákvæðum samnings þessa“. I
sömu grein kemur fram að ef slíkir
samningar samrýmast ekki
stofnsáttmála ESB ber viðkomandi
ríkjum að vinna að því að samrýma
þá. I síðustu grein tók ég dæmi um
Evrópusambandið
Það eru engin dæmi
þess í sögu ESB, segir
Ulfar Hauksson, að
gengið hafi verið þvert
á grundvallarhagsmuni
aðildarríkis.
hvernig þetta gengur fyrir sig og
tel ekki ástæðu til að endurtaka
það hér. Þessu til viðbótar hefur
Evrópusambandið gengist undir
skuldbindingar GATT samkomu-
lagsins en það kveður á um að þeg-
ar ríki gengur í tollabandalag mega
viðskiptakjör annarra ríkja við það
ekki versna. Eftir stendur að það
er efnislega rangt hjá Ragnari að
viðskiptasamningar Islands við
önnur ríki myndu falla niður við
aðild að ESB. Ragnar getur hins
vegar haldið áfram að berja höfð-
inu við steininn og haldið öðru
fram.
Veiðireynsla
Ragnar veltir hugtakinu „veiði-
reynsla" mikið fyrir sér og hvort að
ESB myndi gera kröfu um veiði-
rétt í samræmi við veiðireynslu á
tímabilinu 1973 til 1978. Þetta eru
broslegar vangaveltur. Eg þori að
fullyrða að ESB myndi aldrei
standa á slíkum kröfum sem fyrir
Úlfar
Hauksson
fram væri vitað að íslendingar
gætu aldrei gengið að. Þetta við-
miðunartímabil var einungis notað
við upphaflega úthlutun kvóta eins
pg kom fram í síðustu grein minni.
I aðildarsamningi Norðmanna var
miðað við aflareynslu hvors samn-
ingsaðila í annars lögsögu á tíma-
bilinu frá 1989 til 1993 og lá sú
veiðireynsla til grundvallar þeim
hlutfallslega stöðugleika sem
samið vai' um. Það ætti því að vera
farið að skýrast fýrir Ragnari _að
ESB hefur enga veiðireynslu á Is-
landsmiðum fyrir utan nokkur kar-
fatonn og smávægilega veiði-
reynslu Belga.
Ragnar virðist ekki skilja að
gildandi fiskveiðisamningur okkar
við ESB hljóðar upp á gagnkvæm
skipti á veiðiheimildum. Evrópu-
sambandið nefur rétt til að veiða
3000 tonn af karfa á afmörkuðu
svæði í íslenskri lögsögu. Um veið-
arnar gilda mjög strangar reglur
og hefur eftirtekja ESB skipa verið
mjög rýr. Árið 1996 náðu þau að
nýta 183 tonn, árið 1997 alls ekkert
og á síðasta ári 91 tonn. Á móti fá-
um við að veiða 30.000 tonn úr
loðnukvóta ESB. Ef til aðildarvið-
ræðna kæmi má leiða líkur að því
að ESB myndi gera kröfu um að
því yrði gert tæknilega mögulegt
að veiða þessi 3000 tonn.
Aðildarsamningur er
ígildi Rómarsáttmálans
Það er rétt hjá Ragnari að lík-
lega mun meirihlutaákvörðunum
fjölga í kjölfar stækkunar ESB.
Áðildarsamningur ríkis er hins
vegar klái’lega ígildi Rómarsátt-
málans og verður ekki breytt nema
með samþykki þess. Varðandi það
hvort hlutfallslegi stöðugleikinn,
sem tryggir ríki fasta aflahlutdeild
byggða á veiðireynslu, sé þar með
talinn er lögfræðilegt deiluefni sem
aldrei hefur reynt á. Það er hins
vegar ljóst að ef breyta ætti afla-
hlutdeild ríkis án samþykkis þess,
þ.e. með auknum meirihluta í ráð-
herraráðinu, þarf að koma tillaga
þess efnis frá framkvæmdastjórn-
inni og slíka tillögu þyrfti að rök-
styðja sérstaklega. Ef ráðherra-
ráðið ætlaði sér að breyta aflahlut-
deildinni án þess að tillaga þess
efnis kæmi frá framkvæmdastjórn-
inni þyrfti einróma samþykki í ráð-
herraráðinu. Það era engin dæmi
þess í sögu ESB að gengið hafi ver-
ið þvert á grundvallarhagsmuni að-
ildarríkis. Slíkt samræmist ekki
hagsmunum sambandsins og það
hefur aldrei þótt góð pólitík þar á
bæ að grafa undan lífsviðurværi
aðildarþjóða. Evrópusambandið
byggir á sameiginlegum ákvörðun-
um sjálfstæðra ríkja sem taka þátt
í samstarfinu af fúsum og frjálsum
vilja. Ef teknar yrðu ákvarðanir
sem snertu grundvallarhagsmuni
aðildarríkis, þvert á vilja þess,
myndi annað af tvennu gerast: Við-
komandi ríki myndi segja skilið við
ESB og það hefði fordæmisgildi og
gæti stefnt samstarfinu í voða.
Hinn möguleikinn, og sá líklegri, er
að viðkomandi ríki myndi vinna
gegn sambandinu innanfrá og gæti
þannig lamað starfsemi þess í öll-
um veigamestu málunum þar sem
samhljóða ákvörðunar er krafist.
Með þessar staðreyndir í huga
geta menn síðan velt fyrir sér
möguleikanum á að ákvæðinu um
hlutfallslegan stöðugleika yrði
breytt með það sem markmið að
ganga á hlut okkar Islendinga,
ættum við fulla aðild að samband-
inu.
Höfundur er vélfræðingur og s tund-
ar nám í stjórnmálafræði í Belgíu.