Morgunblaðið - 19.03.1999, Side 37

Morgunblaðið - 19.03.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 37 ______UMRÆÐAN_____ Hvar er breið- bandið lagt? í ÞESSARI grein er fjallað um hvar breið- bandið er lagt, þ.e. út frá hvaða forgangsröð er gengið við lögnina. I annarri grein verður leitast við að skýra hvers vegna ávinningur breiðbandsvæðingar Landssímans verði Ijós smátt og smátt eftir því sem margmiðlunar- tækni fleytir fram. Með breiðbandi er verið að leggja nýtt fjarskipta- kerfi með mikla fram- tíðarmöguleika og nán- ast ótakmarkaða flutn- ingsgetu en breiðband er samheiti yfir ný fjar- skiptakerfi sem þörf er á næstu ára- tugina. Nokkrar tæknilausnir standa til boða við að veita breið- Fjarskiptatækni í lok ársins nær breið- band Landssímans til um 35.000 heimila á landinu, segir Friðrik Friðriksson, eða tæp- lega 40% allra heimila og um 57% heimila á höfuðborgarsvæðinu. bandsþjónustu þótt fullyrða megi að varanlegasta og vandaðasta lausnin sé breiðband sem byggir á neti ljós- leiðara sem grafnir eru í götur í þéttbýli. Við þennan ljósleiðaraþráð er svo tengdur svonefndur kóax- þráður sem liggur úr götuskáp og síðustu metrana að heimilunum. Til fyrirtækja er dreginn ljósleiðari alla leið. Ljósleiðaralagnirnar mynda þéttriðið net á höfuðborgarsvæðinu og innan tíðar er þetta net síðan tengt um landið allt með hjálp ljós- leiðarahringsins sem til staðar er. Þá má segja að landið verði eitt upplýsingasvæði, hvort heldur um er að ræða sjónvarp, internet eða margmiðlun að öðru leyti. Breiðband Landssímans hefur nú verið lagt til um 25.000 heimila og á þessu ári bætast við um 10.000 heimili til viðbótar en til viðmiðunar eru um 55.000 heimili á höfuðborg- arsvæðinu og um 90.000 heimili á landinu öllu. Stækkun þessa árs er á höfuðborgarsvæðinu og síðan á nokkrum stöðum út á landi, í Stykk- ishólmi, á ísafirði, Akureyri, Egils- stöðum og í Reykjanesbæ. Fyrir er Húsavík að fullu breiðbandsvædd. Breiðbandið hefur hingað til verið lagt á grundvelli tveggja viðmiðun- arreglna. Sú fyrri er að lagt er í öll nýbyggingarhverfi á höfuðborgar- svæðinu og víða úti á landi þar sem nýframkvæmdir eru á annað borð. I annan stað standa veitustofnanir, hitaveita, rafmagnsveita og vatns- veita fyrir umfangsmiklum endur- nýjunum lagna sinna á ári hverju eins og sýnilegt er um allt höfuð- borgarsvæðið á sumrin. A milli Landssímans og veitustofnana er fullt samráð haft þannig að breið- band er ávallt lagt samhliða öðrum lögnum. Þótt nýbyggingarnar vegi þyngra þá er mjög drjúgt hversu víða breiðbandið hefur verið lagt í eldri hverfum. Þriðja aðferðin við val á framkvæmdum er sú þegar Landssíminn grefur upp götur í grónum hverfum og leggur breið- band og stendur einn að fram- kvæmdum. í þeim tilfellum eru heil hverfi boðin út eða sveitarfélög eins og breiðbandslögnin á Húsavík ber með sér. Á höfuðborgarsvæðinu eru framkvæmdir fyrirhugaðar sem falla undir þennan flokk, nýlega lauk framkvæmdum við Álfaskeið í Hafn- arfirði og fyrir höndum stendur út- boð fyrir stórhýsin í Seljahverfi svo dæmi séu tekin. Þess ber að geta að við sameigin- legar framkvæmdir í eldri hverfum kunna aðstæður að vera þannig að tiltekið hverfi er ekki tengt við breiðbandsnet höfuð- borgarsvæðisins þótt búið sé að leggja breið- band að húsunum. Þá vantar stofnlögn fyrir ljósleiðarann og á með- an er viðkomandi gata eða hverfi úr sambandi og getur ekki fengið neina breiðbandsþjón- ustu þótt símaþjónusta sé auðvitað óskert. Þessi tilvik eru undantekning og ávallt er lögð áhersla á að koma stofnlögnum í samband eins fljótt og auðið er. Hagkvæmni fjarskiptakerfa Tvær fyrrnefndu leiðh-nar við lagningu breiðbands eru þær sem hagkvæmastar eru. I nýjum hverf- um þarf ekki að grafa upp grónar götur og í samstarfinu við veitu- stofnanir er kostnaðinum skipt á milli aðilanna. Dýrasti þátturinn við uppbyggingu breiðbandsnetsins er jarðvinnan, gröftur og frágangur gatna og gangstétta. Breiðbandið verður auðvitað að vera arðbær fjár- festing fyi'ir Landssímann og því hafa menn farið varlega í fram- kvæmdir umfram þær sem að ofan greinir. Þótt flestir sammælist um að ljósleiðaranet sé besta og varan- legasta fjarskiptakerfið til framtíðar þá er ekki ólíklegt að aðrar lausnir verði taldar hagkvæmari á tiitekn- um svæðum eins og í rótgi'ónum ein- býlishúsahverfum og þar sem byggð er dreifð. Þetta geta verið radíó- kerfi, gervihnattasendingar og síðan ný tækni við að nýta núverandi símalínur betur með sérstökum bún- aði. Fullyrða má að Landssíminn mun fylgjast náið með þróun þess- ara tæknilausna við ákvarðanatöku um uppbyggingu breiðbandskerfis- ins í framtíðinni þannig að allir ís- lendingar geti nýtt sér nútímaleg fjarskipti á sem hagkvæmastan hátt. Byggingarhraði breiðbandsins hefur verið 5-7.000 heimili á ári og megináherslan verið lögð á upp- byggingu á höfuðborgarsvæðinu en ekki eingöngu þó eins og Húsavík ber með sér. Samhliða frekari upp- byggingu breiðbands úti á landi þarf Landssíminn að fjárfesta í nýju flutningskerfi sem nýtir ljósleiðara- hringinn og getur meðal annars flutt tugi sjónvarpsrása. Það verður bylt- ing frá því sem nú er. Eins og þegar hefur komið fram hefur forgangsröð framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu nánast komið af sjálfu sér í nýjum hverfum og í samvinnu við veitu- stofnanir sem þá ráða ferðinni. Næst þar á eftir er lagt í hverfi eftir hagkvæmni þannig að sem flest heimili náist á sem minnstu svæði. Talsvert hefur verið um það rætt innan Landssímans að íbúar gætu með beinum hætti haft áhrif á þessa forgangsröð framkvæmda t.d. með undirskriftum en ekkert er ákveðið í þeim efnum. Þannig mætti hugsa sér að íbúar gætu haft áhrif með því að tiltekinn hluti íbúa í hverfi eða við götu gæti flýtt fyrir breiðbandslögninni með því t.d. að skuldbinda sig um einhvern tíma til að nýta sér þjónustuna þegar hún kemur. Þá kæmi stofngjald til gi'eina eða íbúum við tiltekna götu sem dýrt væri að leggja til væri gefinn kostur á að taka þátt í kostn- aði með stofnframlagi, eins og al- siða er í Evrópu við sambærilegar lagnir. Þessir kostir og fleiri verða áfram til skoðunar innan Landssím- ans. Höfundur er hagfræðingur og forstöðumaður breiðbands- deildar Landssímans. Friðrik Friðriksson 1 7.-20. MARS AÐEINS i DAG Þú átt leik! Komdu í Kringluna, líttu á nýjar vörur, gæddu þér á girnilegum réttum og gerðu gæðakaup á Kringlukasti. En það sem kórónar allt eru sérkjörin. A hverjum degi eru nokkrar verslanir með eina sérvalda vöru eða þjónustu með 15% viðbótarafslætti, ofan á Kringlukastsafsláttinn. Ekki láta þetta tækifæri renna þér úr greipum - komdu í Kringluna og njóttu þess nýjasta á verði sem kemur þér til að brosa. dag koma þessar verslanir þér á óvart: SKÆÐI LEONARD LAPAGAYO mmiMi r^RKiöin T föstudagur laugardagur NÝJAR VÖRUR m a é cArctnku m n { c 1 pa t # S ■■■ aciiiuiiii m u ■ ■ w. ■ ■ ■ 20%-50% FÓTADAGUR FJÖLSKYLDUNNAR HJA ÖSSURI HF. Á MORGUN Yissirðu að þú ert á góðri leið með að ganga 3,8 siimum umhverfis Jörðma? Meðalmanneskja tekur 8.000 skref á dag. Við 70 ára aldur hefur hún gengið 3,8 hringi kringum Jörðina! Fætur okkar eru undirstaða líkamans og ekki síður undirstaða heilsu og vellíðunar. Við hjá Össuri hf. viljum beina augum íslendinga að þessari staðreynd og því efnum við til fyrsta Fótadags fjölskyldunnar laugardaginn 20. mars í húsakynnum Össurar hf. Grjóthálsi 5 í Reykjavík! Fótadagurinn er tileinkaður fótum, heilsu og velliðan þar er margt fróðlegt og skemmtilegt að sjá, bæði fyrir fullorðna og börn. Við bjóðum þér og þínum að lita inn og kynnast staðreyndum, skemmtilegheitum, tækni - og okkur sjálfum! Dagskrá kl. 11.00 - 16.00 • Lengdarmæling á fótleggjum • Börnin teikna fótaprent með marglitri málningu • Almenn göngu- og hlaupagreining • Sýnikennsla í saumum á roðskinnsskóm • Sýning á mismunandi göngulagi, s.s. íslensku þúfnagöngulagi, James Dean-göngulagi, og göngulagi feimna mannsins! » Persónuleg ráðgjöf sérfræðinga » Ganga á gervifótum (stultum) ■ Kynning á sérsmíðuðum innleggjum > Fótaleikfimi fyrir börn og fullorðna • Úrval af allskyns fótavörum • Margvísleg tilboð í gangi! Sjáumst! Starfsfólk Össurar hf. Reykjavík • Sími: 515 1335 • Símbréf: 515 1366 • Netfang: mail@ossur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.