Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 45

Morgunblaðið - 19.03.1999, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 45Í UMRÆÐAN EF ÞEIR fjármunir sem varið hefur verið í „byggðastefnuna" síð- ustu 40 árin væru framreiknaðir til verð- lags í dag trúi ég að upphæðin nemi hund- ruðum milljarða. Þrátt fyrir þetta tel ég að ástandið í byggðamál- unum hafi aldrei verið verra, fólksflóttinn af landsbyggðinni er stöðugur og vaxandi. Á rangri leið Byggðastefna dags- ins í dag virkar ekki, og mér blöskrar gegndarlaus sóun á al- mannafé í nafni málefnisins. I fjölmörgum tilfellum hafa opin- berir sjóðir komið heimamönnum víðs vegar um land til aðstoðar við að byggja upp ýmisleg fyrii-tæki í því skyni að styrkja atvinnulífið á landsbyggðinni. Þetta atvinnulíf er í raun afar fábreytt. Uppistaðan er tveir atvinnuvegir, landbúnaður og fiskveiðar. Að auki er þjónusta við þessar gi-einar. Báðar greinar eru háðar kvótum, önnur takmarkar sókn í auðlind, hin takmarkar að- gengi að markaði. Þetta þýðir að þessar greinai' munu ekki taka við auknu vinnuafli á næstu árum, nær er að störfum þar fækki með auk- inni þróun á tæknisviðinu. Nýju fyrirtækin sem byggðastefnan hef- ur verið að koma á koppinn hingað og þangað hafa mörg átt erfitt upp- dráttar, og allt of mörg hafa farið á hausinn. Landsbyggðarskattur Ástæðan er fyrst og fremst sú að með misvísandi aðgerðum stjóm- valda verða fjölmargar forsendur fyi-irtækjareksturs á landsbyggð- inni aðrar en á Reykjavíkursvæð- inu. Sem dæmi nefni ég þunga- skattinn, sem ég tel hreinan lands- byggðarskatt. Þessi skattur hækk- ar nánast allt vöruverð á lands- byggðinni. Og ekki nóg með það, Stóri bróðir notar þunga- skattinn sem skatt- stofn fyrir virðisauka- skattinn. Þarna eru stjómvöld farin að skattleggja sérstak- lega landsbyggðar- skattinn. Þetta er skondið ef haft er í huga að stjómarflokk- arnir em sammála um að taka þurfi á vanda landsbyggðarinnar. í því skyni var tilkynnt í upphafi samstarfs að ríkið ætlaði að fjölga veralega opinberum störfum á landsbyggð- inni. Opinberar stofnanir tilkynna nú að þessum störfum hafi fækkað á landsbyggðinni en fjölgað mikið í Reykjavík. Skæklatog Þeir sem koma að mótun byggðastefnu á hverjum tíma era fjölmargir, og sjónarmiðin ámóta mörg. Of mikill tími og orka fer í að togast á um staðsetningu mann- virkja og stofnana, og er skemmst að minnast átaka tveggja ráðherra. Að auki er hægt að benda á tugi eða jafnvel hundrað tilvika þar sem sveitarfélög hafa verið að takast á um svipuð mál. Flestar lausnir á þessu sviði hafa verið sértækar, og hafa yfirleitt litlu skilað. I fljótu bragði man ég eftir „Árnesáætluninni", en hún hefur líklega orðið til þess að Ár- neshreppur er enn í byggð. Á móti má benda á Inndjúpsáætlunina og fleiri slíkar. Samræming Þótt sitjandi ríkisstjórn vilji vel í byggðamálum veit hægri höndin ekki alltaf hvað sú vinstri er að bralla. Hér vantar aðila sem sam- ræmir markmið, aðgei'ðir og eftir atvikum sjónarmið allra þeirra sem að byggðamálum koma. Eg legg til Landsbyggðarmál Fyrirtækjum og fólki, landsbyggðinni, segir Agúst Sigurðsson, verður að skapa sam- bærileg eða betri skil- yrði en gerast á Reykjavíkursvæðinu. að þessari samræmingu verði stýrt af Háskólanum á Akureyri. Aug- ljóst er að Háskólinn á Akureyri er góður kostur. Þar er fagleg þekk- ing og geta til úrvinnslu. Þetta gæti verið þáttur í námi við skól- ann, sem skilar sér síðar til hags- bóta fyrir landsbyggðina. Nýjar skilgreiningar Ekki verður lengur dregið að skilgreina að nýju þær leiðir sem til greina koma í byggðamálum á nýiTÍ öld. I núverandi byggða- stefnu er auðsæ brotalöm. Þeir sem fylgst hafa með þróun mála á landsbyggðinni sjá að þar hefur miðað hratt aftur á bak á liðnum áratugum. Ójöfnuður í verki Eg vil sérstaklega nefna aukinn kostnað landsbyggðarforeldra vegna menntunar barna sinna. Foreldrar námsmanns á fram- haldsskólastigi verða að leggja honum til um 250.000 kr. á ári til að endar nái saman. Hér er um að ræða húsaleigu, ferðir og uppihald. Algengt er að slíkir foreldrar flytji „suður“ þegai- að framhaldsmennt- un barnanna kemur. Því fer reynd- ar fjan-i að allir foreldrar hafi efni á að aðstoða böm sín með þessum hætti. Vegna atvinnuástandsins fer þetta unga fólk flest til starfa á Reykjavíkursvæðinu að loknu námi. Atvinnutækifærin á lands- byggðinni era ekki til staðar. Þá má nefna að dreifbýlið býr við miklu hærra raforkuverð en þekk- ist á suðvesturskankanum, og að auki er húshitunarkostnaður víðast hvar miklu hærri, og er þá fátt eitt talið. Falsaðir tekjustofnar Við yfirtöku sveitarfélaga á verkefnum frá ríkinu hefur yfir- færsla tekjustofna oft verið í skötu- líki. Sveitarfélögin hafa þá giúpið til þess ráðs að uppfæra mat á eignum í viðkomandi sveitarfélagi, í sumum tilfellum hefur fasteigna- matið verið þrefaldað jafnvel þótt vitað sé að umrædd eign sé óselj- anleg nema langt undir fasteigna- matsverði. Þetta verður svo til þess að fæla menn frá því að fjárfesta á landsbyggðinni. Nauðsynlegt er að draga úr mikilvægi þessa tekju- stofns. I staðinn fengju sveitarfé- lögin hlutdeild í þeim virðisauka sem myndast á svæðinu. Þá geta sveitarfélögin haft áhrif á rekstrar- umhverfi fyrirtækjanna með hvetj- andi aðgerðum. Nýjar leiðir I upphafi nefndi ég að sértækar aðgerðir í byggðamálum hafa litlu skilað. Er þá ekki kominn tími til að líta til nýrra leiða? Fyrirtækj- um og fólki, sem vilja starfa á landsbyggðinni, verður að skapa sambærileg eða betri skilyrði en. gerast á Reykjavíkursvæðinu. Slíkar lagfæringar verða ekki gerðar nema í gegn um skatta- kerfið. I Noregi norðanverðum hefur verið við sama vanda að etja og hér. Norðmenn bragðust við með því að umbuna þeim sem áfram vilja búa þarna norðurfrá í gegnum skattakerfið. Aðferðin virkar. Þetta má gera t.d. með því að draga úr eða afnema tekju- skatta þeirra sem búa í tiltekinni fjarlægð frá Reykjavík. Þá má bjóða þeim sem era að koma frá námi afslátt eða eftirgjöf af náms- ‘ lánum gegn því að viðkomandi skuldbindi sig til að vinna 2-3 ár á landsbyggðinni. Á sama hátt má gefa afslátt af eignasköttum þeirra sem enn þrauka. Skynsam- legra er að reyna aðferð sem hef- ur virkað annars staðar en halda áfram eyðimerkurgöngunni. Ef vel tekst til verður hugsan- lega þörf fyrir menningarhús í hverjum landsfjórðungi fljótlega á næstu öld. Höfundur er bóndi, Geitaskarði. Síðustu dagar útsölunnar Rýmum fyrír nýjum vörum Allt að 40% afsl. af undirfðtum, náttfötum og fleiru. DEWE og COTTON CLUB Korsilett frá 1.500 kr. og satin skór á 1.000 kr. ■*- Brotalöm í bygffðastefnu Ágúst Sigurðsson sem vilja starfa á FÉLAGSSTARF Garðbæingar athugið Viðtalstímar bæjarfull- trúa í húsnæði Sjálf- stæðisfélagsins, Garða- torgi 7 laugardagana 20. og 27. mars og 10. og 17. apríl milli kl. 11.00 og 12.00. Áfyrsta fundinn mæta Ingimundur Sig- urpálsson bæjarstjóri og Áslaug H. Jónsdóttir varabæjarfulltrúi. Garðbæingar, notið tækifærið og komið skoðunum ykkar á framfæri. ATVI NNUHÚSNÆSI Herbergi til leigu Húsfélagiö á Sléttuvegi 15—17 hefurtil leigu gott herbergi fyrir nuddsérfræðing og/eða fóta- sérfræðing. Mjög góð staðsetning. Upplýsingar gefur húsvörður í síma 698 1177. ÝMISLEGT Viðskiptatækifæri í Norður-Ameríku Íslenskt-norðuramerískt markaðsfyrirtæki vill komast í samband við íslenskt fyrirtæki með mikinn áhuga og fjármagn til að kynna sínar vörur/hugvit/þjónustu í USA og Kanada. ítarlegar upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 23. mars, merktar: „V — 7716". Stjörnuspá á Netinu <§> mb l.i is ALLT/Kf= G/TTHXSjA-D NÝTT FÉLA6SLÍF I.O.O.F. 1 = 1793198V2 = Sp. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MOWJW 6 - SM 5S9-SS33 Sunnudagsferðir 21. mars Kl. 10.30 Hellisheiði - Öl- kelduháls — Ölfusvatn, skíða- ganga. Um 5—6 klst. ganga. Verð 1.700 kr. Brottför frá BSl, austanmegin og Mörkinni 6. Kl. 13.30 Tvöhundruð ár frá því Grótta varð eyja. Brottför fyrst frá Mörkinni 6 og síðan BSl, austanmegin, eða mæting kl. 14 á Valhúsahæð Seltjarnarnesi. Þaðan er gengið út i Gróttu undir leiðsögn Heimis Þorleifssonar sagnfræðings. Minnum á páskaferðirnar: 31.3—4.4 Lakasvæðið — Miklafell, skíðagönguferð. Fararstjóri: Gestur Kristjánsson. 1.—3. apríl Landmannalaug- ar, skíðagönguferð. Farar- stjóri: Ólafía Aðalsteinsdóttir. 1.—3. apríl Snæfellsnes — Snæfellsjökull. Gist að Görðum. Fararstjórar: Kristján M. Baldurs- son og Kristján Jóhannesson. 3.-5. apríl Þórsmörk — Langidalur. Gist í Skagfjörðs- skála. Upplýsingar og miðar á skrifst., s. 568 2533. Næstu ferðir á textavarpi bls. 619 og heimasíðu www.fi.is I.O.O.F.12 = 1793198V2 = Bi. Landsst. 5999032016 VIII Sth. kl. 16.00 Frá Guðspeki- félaginu Ipgólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 í kvöld kl. 21 heldur séra Hjalti Þorkelsson erindi um Rósa- kransinn og Rósakransbænina í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og um- ræðum, kl. 15.30 í umsjón Friðriks Róbertssonar, sem ræðir um Martinus: Hina kosmisku uppbyggingu tilver- unnar. Á sunnudag kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbeiningum fyrir almenn- ing. Á fimmtudögum kl. 16.30—18.30 er bókaþjónust- an opin með miklu úrvali and- legra bókmennta. Guðspekifé- lagið hvetur til samanburðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda. Félagar njóta -t.. algers skoðanafrelsis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.