Morgunblaðið - 19.03.1999, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 19.03.1999, Qupperneq 58
58 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HOLGEIR NIELSEN + Holgeir Werner Nielsen tann- læknir fæddist 7. september 1907 í Hróarskeldu í Dan- mörku. Hann lést á heimili sinu 1. mars síðastliðinn. Hann var sonur Henriks Nielsens sem var þingmaður fyrir Hróarskeldu um áratuga skeið á danska þjóðþinginu og Önnu Nielsen sem var fædd Thomsen. Holgeir ólst upp í Hróarskeldu í hópi fimm systkina. Hann giftist Kristínu (Ninnu) Sigurlyörnsdóttur Nielsen, f. 28. sept. 1909, d. 20. febrúar 1997, listakonu og húsmóður. Þau voru búsett í Kaupmanna- höfn frá árinu 1930. þau eign- uðust fjóra syni, Thor, Olaf, Rolf og Kaare. Elst- ur er Thor Nielsen framkvæmdastjóri kona hans er Ulla Aage Fredriksen ballettdansari, dæt- ur þeirra eru Nanna og Ida. Olaf Nielsen, tannlæknir og leikari, er giftur Hanne Stockmar og dóttir þeirra er Ca- milla. Roll' Nielsen kennari er giftur Isabella Darre bókasafnsfræðingi. Börn þeirra eru Signe Björg og Johann Darre. Kaare Nielsen læknir er giftur Guðbjörgu Indriðadóttur sjúkraliða frá Þórshöfn á Langanesi. þeirra börn eru Thelma, Benjamin, Kristín Maj, Anna Guðbjörg og Þorbjörn. Útför Holgeirs fór fram frá Brönshöj Kirke 5. mars. Þingmaðurinn faðir Holgeirs var af fátæku fólki kominn. Hann braust til mennta og var kjörinn þingmaður jafnaðarmanna og full- trúi Hróarskeldu á danska þinginu í 23 ár. Hann hafði ríka réttlætis- kennd og helgaði líf sitt því að berj- ast fyrir þá sem minnst máttu sín í þjóðfélaginu, fátækt fólk, verka- menn og vinnufólk. Þá rak hann um tíma vindlagerð í Hróarskeldu. Hann var virtur maður og síðar heiðaraður með því að gata var skírð í höfuðið á honum í Hró- arskeldu. Holgeir átti hamingjuríka æsku á heimili foreldra sinna. Pabbi hans var lítið heima, hann var annað- hvort að tala á pólitískum fundum eða þá að hann var á þinginu í Kaupmannahöfn. Hann átti hauka í horni þar sem voru ömmur hans tvær sem hann kallaði Beste rask og Beste syg, sem mótaðist af því að önnur amman var heilsutæpari en hin. Hann tók upp kartöflur með ömmu sinni og sagði síðar að hann þakkaði góða heilsu á rúmlega 90 ára langri og viðburðaríkri ævi því að hann hefði alltaf borðað kartöfl- ur hvern dag. Þar hefur sú ein- staka lífsgleði, lífsafstaða og húmor sem einkenndi Holgeir eflaust ekki haft minna að segja. Aldrei var tal- að um pólitík á heimilinu. Holgeir skipti sér ekki af pólitík en réttlæt- iskennd og manngæsku drakk hann í sig með móðurmjólkinni. Það var einhver tilfinning sem hann stjómaðist af að hann tók alltaf málstað þeirra sem minna máttu sín og hann skipaði sér í flokk með þeim sem voru til vinstri í hinu pólitíska litrófí. Á heimili hans dvaldi um skeið drengur frá Berlín sem fjölskyldan tók að sér þegar alvarlegur matarskortur var í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrj- öld. Það var bjargföst sannfæring Holgeirs allt frá æskudögum og alla ævina að misskipting gæða jarðar sé ekkert náttúralögmál og að allir menn eigi að geta lifað mannsæmandi Iífí og haft í sig og á. Hann velti því fyrir sér alla tíð hvers vegna óréttlætið viðgengist og hvers vegna sumir menn væra á móti því að allir hefðu það gott. Hann skipaði sér í flokk með þeim sem minnst báru úr býtum og þeim sem vildu skapa sameiginlega hag- sæld þjóðanna. Holgeir taldi að trúarbrögðum væri beitt til þess að skapa mun milli manna, sumir væra stimplaðir góðii- og aðrir vondir, og mótaði það afstöðu hans til kirkjunnar. Ranglætið byggðist m.a. á því að sumir erfa völd eða auð. Holgeir ályktaði réttilega að allir menn væra fæddir jafn mikils virði, því væri siðferðilega rangt allt dalt og snobb með kónga og drottningar. Allt þetta drottninga- vesen ætti jú að tilheyra fortíðinni, miðöldum, drottningin er jú bara venjuleg manneskja. Listrænir hæfllekar Holgeirs vora miklir. Hann lék sér í æsku með brúðu- leikhús og setti upp leiksýningar eins og Ingmar Bergman. Hann lærði á fíðlu og tók virkan þátt í starfí áhugaleikhópa. Þegar hann stóð á vegamótum eftir nám í Lat- ínuskólanum og átti að velja sér lífsstarf ákvað hann að feta í fót- spor bróður síns og verða tann- læknir frekar en fiðluleikarí að at- vinnu. Eftir að Holgeir útskrifaðist sem tannlæknir lagði hann land undir HELGILEÓ KRISTJÁNSSON + Helgi Leó Krist- jánsson fæddist á Akureyri hinn 13. mars 1979. Hann lést á heimili sínu 14. febrúar síðast- Iiðinn og fór útför hans fram frá Gler- árkirkju 24. febrú- ar. Við kynntumst Helga öll við mismun- andi aðstæður, sum í æsku og önnur seinna meir. I augum hvers okkar var hann sama persónan. Hann gat verið glaðlynd- ur, skemmtilegur og fyndinn en jafnframt einlægur vinur í raun. Hans fyrsta hugsun var ekki um hann sjálfan heldur fólkið í kringum hann. Helgi var góður vinur sem »hægt var að treysta, hann lagði allt af mörkum til að hjálpa til og gat aðstoðað við ótrúlegustu aðstæður. Hann stóð alltaf með okkur, sama hvað var að. Helgi var maður sem breytti leiðinleg- um tíma í eítt af bestu augnablikum lífs okk- ar. Neikvæði er eitt af þeim orðum sem hann þekkti ekki, hann var alltaf til í allt. Þó að líf- ið haldi áfi’am mun sæti hans í lífi okkar aldrei verða fyllt, það vantar alltaf einn. Elsku Stjáni, Lísa og fjölskylda, megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Reynir, Ómar, Andrés, Áki, Heiðar, Dóra, Kristinn og Fanney. fót og sigldi tO íslands. Hann vann á tannlæknastofu Halls Hallssonar og spilaði á fiðlu í frístundum. Hann spilaði í einni fyrstu dans- hljómsveitinni í Reykjavík með mörgum þekktum tónlistarmönn- um. Hann var með um að stofna Jazzband Reykjavíkur undir stjóm Gottfreðs Bernhöft. Þeir spiluðu á böllum í Iðnó og af og til spilaði Holgeir á fiðluna við þöglar myndir í Nýja bíói. Leitað var til hans þeg- ar Hljómsveit Reykjavíkur var stofnuð. Hann lék með hljómsveit- inni kammermúsík á tónleikum í íþróttahúsi KR í febráar 1930 und- ir stjórn dr. Franz Mixa. Þar var m.a. flutt Sónata fyrir fíðlu og pí- anó í D-dúr K.V. 306 eftir Mozart. Holgeir lék á fiðluna en Franz Mixa á píanóið. Þá lék Holgeir með hljómsveitinni á Alþingishátíðinni 1930 undir stjórn Páls Isólfssonar. Á Alþingishátíðinni kynntist Holgeir Ninnu, verðandi eiginkonu sinni, sem var elsta dóttir Sigur- björns Þorkelssonar frá Kiðafelli í Kjós, kaupmanns í Vísi, og Gróu Bjarnadóttur, sem lést í Spönsku veikinni 1918. Ástin blómstraði með þeim Ninnu og Holgeiri, sem entist þeim á langri, farsælli ævi. Ninna var með glæsilegri konum og geislaði af persónutöfrum. Hún hafði verið fyrirsæta hjá Lofti ljós- myndara og var stóram myndum af henni komið fyrh’ í gluggum ljós- myndastofunnar á Laugavegi. Séra Bjarni Jónsson, dómkirkju- prestur og fjölskylduvinur Ninnu, gifti þau í stofunni heima hjá sér í Lækjargötunni. Frá Áslaug, kona séra Bjarna, spilaði brpðarmarsinn á píanó og bauð ungu hjónunum kaffi í stofunni. Þá var drakkið súkkulaði heima á heimili Ninnu, Fjölnisvegi 2, áður en ungu hjónin stigu á skipsfjöl og sigldu með gamla Gullfossi alfarin til Dan- merkur. Þau gátu ekki búið á ís- landi því Holgeir var við komuna til landsins knúinn til að undirrita yf- irlýsingu um að hann myndi aldrei stofna tannlæknastofu hér á landi. Lengst af bjuggu þau Holgeir og Ninna á Kirkevej 9 í Bronshoj í Kaupmannahöfn. Þar hafði Holgeir tannlæknastofuna og þar var list- rænt heimili þeirra piýtt högg- myndum Ninnu og öðrum lista- verkum, þar var æskuheimili son- anna Thors, Olafs, Rolfs og Kaare. Þegar Ninna og Holgeir byggðu sér sumarbústað leituðu þau að stað þar sem umhverfið líktist ís- lenskri náttúru. Þau fundu staðinn loks eftir tveggja mánaða leit á trjálausri eyðiströnd við Sejro-fló- ann á norðvestur-Sjálandi, þar sem hafíð mætir hvítri sandströnd. Þar varð unaðsreitur fjölskyldunnar á heitum fögram sumarkvöldum og alltaf þegar frí gáfust. Sumarhúsið fékk nafnið Esja. í kringum þau söfnuðst málarar og listamenn sem áttu sumarhús þarna á ströndinni og um áratugi blómstraði þessi listamannanýlenda. Einn þessara vina Ninnu og Holgeirs var Karl Bovin, sem var einn besti málari Dana á þeim tíma. Hann kom til þeirra oft þegar degi fór að halla og hann hafði setið við trönurnar daglangt og málað litbrigði himins og hafs eða hann sat á ströndinni við Esju og málaði bát á öldunum og birtuflæði himinsins yfir hafinu. Bovin og kona hans urðu með bestu vinum Ninnu og Holgeirs. Þau komu mikið í Esju og oft á tíðum með þeim ýmsir listamenn vinir þeirra, margir ágætir málarar. Þangað komu og málarar víðar að á Sjálandi. Bovin spilaði á flautu og Holgeir á fiðlu og í Esju blandaðist saman menningin í tónlist og myndlist við skemmtilegt mannlíf, lífsgleði og húmor í hrífandi nátt- úra. Það var alltaf gaman og þessi vinahópur, listamannanýlendan, sýndi svo verk sín á samsýningu í Kaupmannahöfn á haustin þar sem öll verkin seldust yfirleitt. Þessi hópur átti sér enga samlíkingu betri en Skagen-málarana dönsku sem gerðu garðinn frægan um síð- ustu aldamót. Málverk sem prýddu hús Holgeirs og Ninnu á Kirkevej 9 minntu ávallt á iistamannanýlend- una í Esju. Ninna lagði stund á höggmyndalist og málaralist. Hún hélt m.a. sýningu á skúlptúrum sín- um í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn árið 1975. Hún kunni vel við sig í Danmörku og í heimsborginni Kaupmannahöfn og naut þeirrar fjölbreyttu menningar sem þessi höfuðborg íslendinga til margra alda hefur upp á að bjóða. Hún var alltaf íslendingur en fyrst og fremst heimsmanneskja eins og Holgeir. Ninna var vinkona Áslaugar systur Önnu Borg leikkonu, sem var gift Paul Reumert, fremsta leikara Dana og vinsælasta um ára- tuga skeið. Þannig kynntust Ninna og Holgeir þeim glæsilegu hjónum og sóttu þau oft heim. Anna þótti standa sig vel sem leikkona í Kon- unglega leikhúsinu og Danir tóku henni mjög vel. Reumert var ákaf- lega fágaður maður og snillingur í sinni grein. Hann talaði ákaflega fallega dönsku og beitti röddinni eins og fullkomnu hljóðfæri, hann var eins og Danir sögðu konungleg- ur leikari. Hann varð persónulegur vinur Holgeirs, enda áttu þeir margt sameiginlegt í menntun, skai-pleika og húmor, þeim þótti báðum gott að reykja vindla og töl- uðu báðir íslensku. Paul Reumert var mikill málamaður og talaði frönsku eins og innfæddur og lék m.a. á frönsku nokkram sinnum í París en þegar kom að íslenskunni hafði Holgeh’ vinninginn. Holgeir sagðist hafa upplifað mikið á skemmtilegi’i ævi. Með því skemmtilegra á síðari tímum fannst honum vera fiðluleikari í Danmörku sem heitir Emil Sjög- ren. Hann spilaði áður í Konung- lega leikhúsinu en spilar nú sem sólisti. Holgeir sagði að hann spil- aði svo vel að maður færi að gráta og svo hlægilega að maður dæi úr hlátri. Það sorglegasta sem Holgeir upplifði á ævi sinni var síðari heimsstyrjöldin. Hvern dag vora fregnir af hervirkjum og tölur sem hlupu á tugum þúsunda yfir þá sem búið var að drepa. Það voru hræði- leg fimm ár. Holgeiri fannst það erfið ár og erfitt að sætta sig við heimsku mannanna. Hann sagðist aldrei hafa skilið þetta stríð. Dan- mörk var hernumin af þýskum nas- istum. Þá var sambandslaust árum saman við fjölskyldu Ninnu á Is- landi en skilaboð komust í skeyta- formi fyrir velvilja íslenskra stjórn- valda um íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn, skilaboð um að allir væra lifandi og liði vel eftir at- vikum. Stríðið teygði anga sína út í hið friðsæla úthverfi Kaupmanna- hafnar Bronshpj og eitt sinn kvað við mikil sprenging og allir gluggar splundraðust í húsinu hjá Holgeiri og Ninnu. Þá sprengdi danska and- spyrnuhreyfingin í loft upp húsið handan götunnar þar sem var lítil verksmiðja sem famleiddi hluti í kafbáta Þjóðverja. Danska þjóðin var klofin; hluti hennar studdi nas- ista. Islenska nýlendan í Dan- mörku var klofin; þar vora sumir nasistar, m.a. einn sem gekk í SS- sveitirnar og var gerður að út- varpsstjóra danska ríkisútvarpsins. Stór hluti þjóðarinnar duldi ekki andúð sína á nasistum og þýska hernámsliðinu. Andspyi-nuhreyf- ingin hélt uppi heiðri Dana, þar vora fremstir í flokki kommúnistar og Holgeir studdi þá. Þegar stríðið var búið bjuggu Hanna Sigur- björnsdóttir, systir Ninnu, og eig- inmaður hennar, Sveinn Ólafsson fiðluleikari, ásamt sonum sínum í eitt ár í Bronshoj hjá Ninnu og Holgeiri. Svenni ætlaði að leika á bratz, lágfiðlu. Þeir Svenni og Hol- geir vora miklir vinir og samherjar í andanum, það gilti bæði um stjórnmálaskoðanir þeirra og ann- að. Þeir voru mannvinir og húman- istar og húmoristar og tónlistar- menn. Þeir spiluðu saman á fiðlu og bratz inn á plötu. Sú plötuútgáfa var tákn um vináttu þeirra og bræðralag. Holgeir sagði frá því seinna að það hefði verið einn af hápunktunum í lífi hans að fá að spila með Svenna. Sú fágæta upp- taka var lengi talin glötuð en fannst í fyrra, Holgeiri til mikillar gleði. Holgeir lék inn á aðra hljómplötu um ævina, þá með Olaf syni sínum og barnabörnum. Olaf fetar í fót- spor föður síns. Hann vinnur fyrir sér sem tannlæknir en leiklist og tónlist á hug hans allan. Hann hef- ur getið sér gott orð sem leikari á sviði, í sjónvai’pi og í kvikmyndum. Hin geysistóra ætt Ninnu er sam- heldin og Ninna og Holgeir komu oft til Islands. Oftar komu ættingj- arnir frá Islandi til þeirra og heim- ili þeirra og sona þeirra var eins og standandi hótel í rúmlega 60 ár. Heimili þeirra og fjölskylda var eins og menningarmiðstöð, gluggi fjölskyldu minnar út uip víða ver- öld. Kynnin af Holgeiri auðguðu líf- ið og juku víðsýni. Ég býst við að svo sé um marga erlenda menn sem giftast inn í íslenskar fjöl- skyldur. Holgeir kynntist þó kotungs- hætti sem stundum mætir útlend- ingum hér á Islandi. Honum var bannað að stunda tannlækningar hér. I dag banna embættismenn út- lendingum sem setjast hér að að bera það nafn sem fólkið hefur heitið alla ævi. Það er þvingað til þess að taka upp nýtt nafn sem embættismenn velja því að geð- þótta. Ég og Elísabet Brekkan eigin- kona mín og börn urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta gestrisni Holgeirs og Ninnu föðursystur minnar á Kirkevej 9. Það var ríku- lega veitt af hjartahlýju, lífsgleði og visku. Allir fóra þaðan ríkari í hjarta og í sálunni. Þá veitti Hol- geir af heimagerðu víni sem hann hafði sjálfur lagað af eplum úr garðinum þeirra. Við ræddum um rauðrefinn sem hafði tekið sér ból- festu í garðinum og önnur gleðiefni í sköpunarverkinu og innan um spekina sagði Holgeir skemmtisög- ur frá öllum tímum. Gjafmildi hans á veraldleg gæði, heimili sitt sem var húsaskjól fyrir alla þessa vegfarendur og gjafmildi hans á sjálfan sig og lífsgleði sína var staðfesting þess að hann lifði í samræmi við hugsjónir sínar. Hug- sjónir sem líktust mjög framkristn- um boðskap. Kærleikurinn til allra manna og sérstaklega til Ninnu, konunnar sem hann elskaði og var lífsfóra- nautur hans, var driffjöðrin í far- sælli ævi Holgeirs. Þegar Ninna dó í hitteðfyrra var sorgin yfirþyrm- andi. Holgeir hélt þó reisn sinni. I síðustu heimsókninni til Islands það sama ár var hann hinn sami gamli góði Holgeir. Síðasta kvöldið sátum við saman og bergðum á heimagerðu reyniberjavíni. Hann miðlaði af lífsspeki sinni og réttlæt- iskennd. Lífið hafði styrkt þá siðferðisvit- und og mannkærleika sem hann lagði upp með og þá bjargföstu sannfæringu að allir menn séu jafn- ir og eigi sama réttinn til þess að lifa mannsæmandi lífi. Þorvaldur Friðriksson. Holgeir Nielsen, mágur og svili okkar, er að öllum öðram ólöstuð- um einn eftirminnilegasti og besti maður sem við höfum kynnst á lífs- leiðinni. Holgeir var svo einstæður og afbragðsmaður að það er erfitt að lýsa honum eins og við ætti. Hann var reyndar giftur elstu syst- urinni og farinn með hana til lands síns áður en þessi mágur hans fæddist, þannig að fyrstu kynni voru bara af hinu göfuga umtali um þennan einstaka útlending sem fór með hana Ninnu systur í burtu frá okkur. Holgeir var afburða mynd- arlegur á velli og vel gerður til gáfna og æðis. Hann var mjög hár vexti og fríður sínum og geislaði frá honum greind og góðmennska. Sitt hvað fréttist af honum eftir að styrjöldinni lauk því hann hafði verið ötull baráttumaður gegn her- setu nasista í neðanjarðarhreyfing- unni og var hann þá og alla tíð síð- an hlynntur þeim sem hann taldi aðalandstæðinga nasista og varð mjög róttækur í hugsun, þótt hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.