Morgunblaðið - 11.04.1999, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
á heimili
SÁLFRÆÐINGARNIR Maia Sigurðardóttir, til vinstri, og Ágústa
Gunnarsdóttir höfðu frumkvæði að því að könnun á réttindum
barna eins og þau birtast í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
var gerð hér á landi
landi og Kína. Þetta bendir til þess
að íslenskum nemendum fmnst ekki
nægjanlegt tillit tekið til þeirra í
skóla. Pleiri skýringar koma til
greina eins og að foreldrar heimafyr-
ir séu eftii-gefanlegri en skólinn. Það
er með þessa niðurstöðu eins og
fleiri sem koma fram í könnuninni að
æskilegt væri að athuga betur hvað
liggur að baki þeim.“
Þær segja að þegar íslensku börn-
in hafí verið spurð að því hvaða fímm
atriði væru mikilvægust voru þau að
einu atriði undanteknu þau sömu og
voru talin mikilvægust í alþjóðlegu
könnuninni. „Bendir þetta til þess að
íslensk börn séu nokkuð dæmigerð,
það er að segja þau líkjast „meðal-
barni“ í alþjóðlegu könnuninni,"
segja þær. „Þau þrjú atriði á heimili
sem þau voru sammála um að væru
mikilvægust voru, „að hafa fæði,
klæði og húsaskjól", „vera með fólki
sem þykir vænt um þig og er annt
um þig“ og „fá skjóta hjálp þegar
eitthvað hræðilegt gerist“.
Islensku niðurstöðurnar eru þó
frábrugðnar hinum alþjóðlegu að
nokkru leyti því íslensku ungmennin
setja atriðið, „að hafa tækifæri til að
eiga góðan vin sem er annt um þig“, í
fjórða sæti en það er ekki í einu af
tíu efstu sætunum hjá hinum þátt-
tökulöndunum. Afhverju þau telja
þetta atriði svona mikilvægt getur
stafað af því að vegna vinnuálags
foreldra þarfnist íslensku börnin vin-
anna meira en böm í öðrum löndum.
Leggjum Iftið upp úr
siðrænum málefnum
I 24. grein Bamasáttmála Samein-
uðu þjóðanna er kveðið á um að böm
eigi rétt á því að fá heilsugæslu og
hjúkrun. Þetta atriði, þ.e. „að fá
læknishjálp þegar þú ert veik(ur)“
lenti í fjórða sæti í alþjóðlegu könn-
uninni yfíi- mikilvæg atriði sem börn-
unum fannst þurfa að vera fyrir hendi
en er ekki meðal þeirra sem íslensku
börnin telja mikilvægust. Islensku
börnin töldu tuttugu og fimm atriði
mikilvægari en þetta. Vera má að
gott aðgengi íslenski'a barna að heil-
brigðisþjónustu geri það að verkum
að þau velti minna fyrir sér mikilvægi
hennar en börn í öðmm löndum.
Fjögur af þeim atriðum sem ís-
lenskum börnum þóttu mikilvægust í
skóla vom á lista yfír tíu mikilvæg-
ustu atriðin í alþjóðlegu könnuninni.
Islensk böm rétt eins og „meðalbarn-
ið“ í alþjóðlegu könnuninni telja það
mikilvægast að fá skjóta hjálp í neyð.
Hér á landi eru helstu hætturnar
bundnar við náttúrahamfarir eins og
jarðskjálfta og eldgos en mun síður
við þætti eins og stríð og hung-
ursneyð eins og kom fram hjá nokkr-
um af erlendu þátttökulöndunum.
Þeim finnst einnig að réttur þeirra til
skólagöngu sé mikilvægui' og var það
atriði í þriðja sæti á eftir „tækifærinu
til að eiga góðan vin. Það sem er ólíkt
með íslensku og erlendu börnunum
þegar þau era spurð hvað sé mikil-
vægt að hafa í skólanum er að ís-
lensku bömin leggja lítið upp úr því
„að hafa tækifæri til að læra hvað er
rétt og rangt til þess að verða góð
manneskja“. Töldu þau þrettán atriði
vera mikilvægari en þetta. „Hugsan-
leg skýring á þessu er að ekki sé nógu
mikil umræða um siðferðileg málefni
hér á landi,“ segir Ágústa og Maia
bætir við: „í Asíulöndum er bömum
kennt frá unga aldri bæði á heimilum
og í skólum að taka tillit til annarra
og líta á sjálfa sig sem hluta af þjóðfé-
lagsheildinni. Það hefur verið sagt um
okkur íslendinga að við séum miklir
einstaklingshyggjumenn og ef til vill
endurspegla svör barnanna þetta.“
Vel hlúð að væntumþykjunni
á íslenskum heímilum
Hvað segja bömin þegar þau eru
iurð um réttindin sem þau telja vera
rir hendi á heimilinu og í skólanum?
Alþjóðlega skólasálfræðingafélagið,
The International School Psychology
Association, ISPA, hefur staðið fyrir könn-
un í yfir tuttugu löndum á því hvernig börn
meta réttindi sín á heimili og í skóla eins og
þau birtast í Alþjóðasamningi Sameinuðu
þjóðanna um réttindi barna.
Island er eitt þeirra landa sem tók þátt í
könnuninni sem var lögð fyrir ungmenni í
áttunda og níunda bekk grunnskóla víðsveg-
ar um landið. Hildur Einarsdóttir kynnti sér
niðurstöðurnar.
Islensk börn
en í skóla
ÞAÐ VAR á ráðstefnu Al-
þjóðlega skólasálfræð-
ingafélagsins í Banska-
Bystrica í Slóvakíu árið
1993 að við heyrðum fyrst
um rannsóknina,“ segja þær Ágústa
Gunnarsdóttir og Maia Sigurðai'-
dóttir, sem eiga frumkvæðið að því
að könnunin var gerð hér á landi en
þær hafa báðar starfað sem sálfræð-
ingar í skólum. „Það vakti hjá okkur
áhuga að fá að heyra hvað íslenskum
bömum fínnst um réttindi sín eins
og þau birtast í Barnasáttmálanum.
I honum er kveðið á um að öll börn
eigi sama rétt til að lifa og alast upp í
friði og öryggi og virðingu fyrir
hugsunum sínum og skoðunum og að
velferð barnanna eigi alltaf að sitja í
fyrirrúmi. Því miður hafa börn á ís-
landi lítið verið frædd um mannrétt-
indi sín en kennsla um þau í skólum
hefur verið tilviljunarkennd. Til er
ágætis kennsluefni sem gefið var út
á vegum dóms- og kirlqumálaráðu-
neytisins fyrir nokkrum árum. Þetta
eru þrjú aldursskipt hefti þar sem
börnum er kynntur sáttmálinn. Áður
hafði Barnaheill gefið út kynningar-
bækling um þetta efni.“
Ágústa og Maia útskýra hvernig
könnunin er uppbyggð og hvernig
framkvæmd hennar var háttað en
börnin voru beðin um að meta rétt-
indi sín á tvennan hátt. „I fyrsta lagi
mátu þau mikilvægi tiltekinna rétt-
inda fyrir böm á þeirra aldri á heim-
ili og í skóla. í öðru lagi voru þau
spurð að því að hve miklu leyti þau
teldu að tiltekin réttindi væru fyrir
hendi hjá börnum á þeirra aldri á
heimili og í skóla?
Spumingalistinn sem lagður var
fyrir ungmennin samanstóð af fjöru-
tíu spurningum er varða mannrétt-
indi bama eins og þau birtast í
Bamasáttmálanum. Var hann sam-
inn af yfirumsjónarmönnum rann-
sóknarinnar, þeim Stuart N. Hart og
Moshe Zeider, og þýddur á íslensku.
Spurningunum var ætlað að ná yfir
fjögur svið mannréttinda eins og þau
birtast í sáttmálanum, þau era vemd
(protection), virkni (participation)
sjálfræði (self-determination) og að-
búð (nurture).
Spurningalistinn var lagður fyrir
tæp sjö hundrað börn í skólum víðs-
vegar um landið. Ymist lögðum við
hann sjálfar fyrir eða við fengum
fólk til að aðstoða okkur. Gagnasöfn-
un lauk í desember árið 1994.“
Vinirnir mikilvægir
Maia og Ágústa segja að þegar litið
sé á niðurstöður könnunarinnar komi
í ljós að nemendur töldu almennt að
réttindi þeirra væru bæði mikilvæg
og fyrir hendi. Það komi þó fram að
bömin töldu sig njóta meiri réttinda á
heimili heldur en í skólanum og þau
gerðu ennfremur meiri kröfur til
heimilisins. „Þetta er eðlilegt því
heimilið er mikilvægasti staður
barnsins og nauðsynlegt að réttindi
þeirra séu þar virt og þeim líði vel.
Þetta gefur einnig vísbendingu um að
þeim finnist að skólinn sinni ekki rétt-
indum þeirra sem skyldi," segja þær
Ágústa og Maia þegar þær eru beðn-
ar að túlka niðurstöðurnar.
„Það kemur líka fram að íslensk
ungmenni gera meiri kröfur um rétt-
indi en börn í öllum hinum þátttöku-
löndunum sem sýnir að íslensk börn
era góðu vön. Þau meta til dæmis
réttindi sín heimafyrir í meira mæli
og telja þessum réttindum betur full-
nægt en annarra þjóða börn. Þegar
kemur að mati á tilvist réttinda í
skóla er íslenska meðaltalið hins
vegar í fjórða sæti á eftir íran, Pól-
telj a sig nj óta
meiri réttinda