Morgunblaðið - 11.04.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Kostnaður við flugið tíl Makedóníu um 3 milljónir króna
Koma 77 flóttamanna
til viðbótar undirbúin
UNDIRBÚNINGUR er hafinn að
því á vegum utanríkisráðuneytisins
og Rauða kross Islands að taka á
móti 77 flóttamönnum frá Kosovo
til viðbótar við þann 21 sem þegar
er kominn til landsins, auk þess
sem búist er við að mæðgumar sem
skildar voru eftir á Korfii komi til
landsins um helgina. Ekki er búið
að reikna út kostnað vegna þessa
verkefnis en fyrstu áætlanir vegna
kostnaðar við flug vélar Landhelg-
isgæslunnar gera ráð fyrir að hann
nemi um þremur milljónum króna.
Flóttamennimir verða fyrstu
tvær vikur dvalar sinnar á Gisti-
heimili Guðmundar Jónssonar í
Borgartúni en síðan er gert ráð fyr-
ir að leitað verði að íbúðum fyrir
þá. Komi 77 flóttamenn til viðbótar
geta þær áætlanir þó breyst, að
sögn Sigríðar Guðmundsdóttur,
deildarstjóra alþjóðadeildar RKI,
enda vakni þá m.a. spumingar um
hvort allir eigi að vera á sama stað
og hvað þeir eigi að hafa fyrir
stafni. Hún segir að flóttamennimir
séu komnir hingað til lands tíma-
bundið og margt hafi áhrif á hvaða
aðstoð RKI veiti. Hins vegar sé
með öllu óvíst hversu löng dvöl
þeirra verði. Rauða krossinum hafa
borist 3-4 tiiboð um störf fyrir
karlmenn í hópnum og segir Sigríð-
ur að þau verði skoðuð fljótlega, en
þó sé ljóst að fólkið verði að hvíla
sig í að minnsta kosti tvær vikur
áður en það hefji vinnu.
Óvenjulegt flug
Gæsluvélar
Hjálmar W. Hannesson, sendi-
herra hjá utanríkisráðuneytinu,
segir hugmyndir enn sem komið er
laustengdar um hvernig tekið yrði
á móti fleiri flóttamönnum frá
Kosovo, en færi svo að tekið yrði á
móti 77 í einu kæmi til greina að
leigja þotu og sækja þá. Málið sé
hins vegar enn ekki komið svo
langt að hægt sé að fullyrða um
framhaldið. Hann segir ekki ljóst
hvemig það fólk yrði valið, en til
greina kæmi að fá ættingja þeirra
sem þegar em komnir.
Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, segir að flug
vélar Landhelgisgæslunnar til Ma-
kedóníu og til baka sé að mörgu
leyti óvenjulegt í sögu stofnunar-
innar. Flugvél Landhelgisgæslunn-
ar hefur ekki farið flug af þessu
tagi áður, en meðal sérverkefna má
nefna að hún fór eitt sinn með for-
seta Islands vestur um haf. Hún
hefur um tíu tíma flugþol en það fer
eftir hversu mikið hlaðin hún er.
Hann kveðst telja fagnaðarefni
hvað ferðin tókst vel.
„Þessi leiðangur gekk alveg
ótrúlega vel. Við höfðum að leiðar-
ljósi að leggja ekki í neina áhættu
og öryggið var í fyrirrúmi á öilum
áningarstöðum. Við vomm utan
átakasvæða, enda hefðum við þá
gert hluti sem við eigum ekki að
gera, og þó svo að við þyrftum að
leggja lykkju á leið okkar var
gmndvallaratriði að allt gengi vel
fyrir sig og enginn væri í hættu.
Eg er mjög ánægður með árangur-
inn og finnst leiðangurinn hafa orð-
ið okkur öllum til sóma,“ segir Haf-
steinn.
Páskalömb
á Bjargi í
Miðfirði
Hvammstanga. Morgtmblaðið.
BÆNDUR hafa í auknum mæli
breytt sauðburði á búum sinum,
til að lengja sláturtíð og koma
þannig til móts við óskir mark-
aðarins. Stundum tekur þó nátt-
úran völdin og svo var hjá Axel
bónda á Bjargi í Miðfirði.
A liðnu hausti gekk úti nokk-
ur hópur kinda á heimatúninu
og í hretinu í október völdu þær
sér skjól í gömlu fjósi. Axel
ákvað að láta þær ráða sér sjálf-
ar og hefur hópurinn gengið úti
í vetur, með næturdvöl í íjósinu
og aðgang að heyrúllum. Hrútur Þær bornu eru að sjálfsögðu
var í hópnum og um páska voru fluttar í fjárhúsin til skjóls um
fimm ær úr hópnum bomar. sinn.
LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA
Ársfundur 1999
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
verður haldinn mánudaginn 12. apríl 1999
kl. 17 í Gullteigi á Grand Hótel.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Önnur mál.
Sjóðfélagar og lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt
til setu á ársfundinum.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Reykjavík 14. mars 1999
Stjóm Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA
Sími: 580 4000, Myndsendir: 580 4099
Netfang: skrifstofa@lifver.is
SUNNUDAGUR 11. APRÍL 1999 23